Þjóðviljinn - 14.02.1978, Side 11
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 14. febrúar 1978
Þriöjudagur 14. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SlÐAll
' -
■ ■ ’ /t
Voriö 1948 var það orðiö Ijóst, að forusta noskra utan-
ríkismála, stór hluti ríkisstjórnarinnar og leiðtogar
Verkamannaflokksins stefndu ótrautt að aðild Noregs í
atlantísku hernaðarbandalagi. Til að sporna við þessari
þróun, stakksænska stjórnin, með stuðningi Dana, uppá
norrænu varnarsambandi. NATO-andstaðan i Noregi
flykkti sér um tillöguna, og nú tók að hrikta í innviðum.
Verkamannaf lokksins. Þó að andstaðan hafi haft meiri-
hluta f lokksmeiðlima að baki sér og velvild meginþorra
þjóðarinnar, skorti hana tvennt: áræði og sjálfstæði til
að ganga í berhögg við forustu sósíaldemokrata, og —
lykíIvöldin að stjórnborði flokksvélarinnar.
Norrænt
varnarsamband
Umræðurnarum norrænt varn-
arbandalag komust fyrst á skrið
eftir ræðu Langes utanrikisráð-
herra i norska Hernaðarsam-
bandinu þ. 19. april 1948. Lange
hafði horfið frá gömlum draumi
um að byggja brú milli austurs og
vesturs, eftir valdatöku kommún-
ista i Tékkóslóvakiu sama ár.
Kæða hans, sem reyndar var
samantekt á skýrslu, sem hann
hafði flutt á leynilegum þingíundi
fyrr i mánuðinum, fjallaði um
nauðsyn þess, að Noregur tengd-
ist vestrænu hernaðarbandalagi.
Lange sagöist fyrst og fremst að-
hyllast bandalag milli skandi-
navisku rikjanna og Bretlands, en
útilokaði ekki að Noregur gerðist
aöili að Brússel-samningnum.
Lange var hins vegar ljóst á þess-
um tima, að stjórn breskra utan-
rikismála æskti þátttöku Banda-
rikjamanna. Utanrikisráðherra
Bretlands hafði tilkynnt Lange á
einkafundi þ. 15. mars 1948, að
vesturevrópskt varnarbandalag
væri óhugsandi án aðstoðar USA.
Af taktiskum ástæöum minntist
Lange ekki aukateknu orðiá
Bandarikin i ræöu sinni. Hann
visaði hins vegar á bug hugmynd-
inni um samnorræna hlutleysis-
stefnu. „Það verður aö lita þessi
mál raunsæjum augum”, sagði
Lange, „hlutleysi mun ekki leysa
öryggisvandamál okkar!1 En það
voru ekki allir á sömu skoðun.
Sænskum og dönskum krötum
leist siður en svo á þróun skoðun.
Sænskum og dönskum krötum
leist siöur en svo á þróun norskra
utanrikismála og komu með til-
lögu um norrænt varnarsam-
band. Þess ber að geta, að hér var
átt við varnarbandalag milli
skandinavisku rikjanna, Dan-
mörku, Sviþjóð og Noreg. Finn-
land haföi þegar undirritað stuðn-
ingssamning við Sovétrikin og af
einhverjum ástæðum kom tsland
aldrei til greina sem aðili. Tillag-
an, sem var runnin undan rifjum
sænskra krata, vakti miklar og
góðar undirtektir meðal danskra
flokksbræðra, en fékk dræmar
móttökur meðal forystumanna
norskra sósialdemókrata. Það
voru þvi aðrir, sem urðu að halda
tillögunni á loft meðal krata i
Noregi. Sá, sem tók að safna liði
meðal þingmanna Verkamanna-
flokksins, til suðnings sænsku til-
lögunni, var Olav nokkur Oksvik.
Þann 26. april leggur hann fram
tillögu um norrænt hlutleysis-
bandalag á þingflokksfundi.
Forsaga
varnarsambandsins
Hugmyndin um norrænt varn-
arsamband var ekki ný af nálinni.
Henni skaut fyrst upp á milli-,
striðsárunum, i sambandi við
hina auknu spennu i alþjóðamál
um, ekki sist eftir 1933, þegar
Hitler tók völdin. Norðurlönd
höfðu ekki hug á að taka þátt i ev-
rópskri styrjöld og hófu umræður
um, hvort norrænt varnarsam-
band væri ekki æskilegra en ein-
angruð hlutleysisstefna. Hug-
myndin gufaði þó fljótlega upp,
eftirað danska og sérlega norska
stjórnin lýsti yfir andstöðu við
slikt bandalag. Skömmu eftir
Vetrarstriðið i Finnlandi tók aft-
ur að bera á hugmyndinni um
norrænt varnarsamband. Það
voru aðallega borgaralegir and-
stöðuflokkar, sem sýndu tillög-
unni áhuga, en norska stjórnin
visaði hugmyndinni á bug. A ár-
um siðari heimsstyrjaldarinnar
hvarf norska stjórnin i London frá
hlutleysisstefnunni. Drögin að
norðuratlantisku hernaðarbanda-
lagi höfðu hins vegar vakið minni
áhuga meðal meðlima stjórnar-
innar. Forusta andspyrnuhreyf-
ingarinnar i Noregi var þó á ann-
arri skoðun, og bað stjórnina að
gera enga bindandi samninga, til
að hindra ekki möguleika á nor-
rænni varnarsamvinnu að striö-
inu loknu. Norska London-
stjórnin sat hins vegar fast við
sinn keip. Eflaust hefur óvinátta i
garð Svia, vegna þýskra her-
flutninga i gegnum Sviþjóð, átt
þarna hlut i máli. Norska stjórnin
gaf ekki hugmyndina um norður-
atlantiskt hernaðarbandalag upp
á bátinn fyrr en 1945, þegar ljóst
var orðið, að vesturveldin höfðu
engan áhuga á sliku hernaðar-
bandalagi, en kusu heldur sam-
vinnu stórvelda innan Sameinuðu
Þjóðanna. Útlagastjórnin i Lond-
on varð einnig að lúta kröfum
andspyrnuleiðtoganna eftir striö.
Myndugleiki stjórnarinnar hefði
minnkað talsvert út á við, ef
stuðnings þeirra hefði ekki notið
við. Það var þvi ekki fyrr en þrem
árum siðar, að vesturveldin
hverfa frá SÞ-stefnu sinni og um-
ræðurnar um vestrænt hernaðar-
lagan var söltuð; hún var fyrst
send til þingstjórnar flokksins, og
þaðan til miðstjórnar. Aftur á
móti var ákveðiö að halda fund
þessara tveggja stjórna um mál-
ið. Þar með hafði andstæöingum
Oksvik tekist að afgreiða tillög-
una til innsta hrings flokksins og
gera hana óvirka með þvi. Þetta
var aðferö, sem var ekki óvana-
leg, þegar meðlimir Verka-
mannaflokksins gerðust „óþæg-
ir” við miðstjórnina eða þingfor-
ustuna En tillaga Oksviks hafði
ekki verið til einskis. Komið hafði
á daginn að andstæðingar atlant-
isks hernaðarbandalags voru
margir meöal þingmanna Verka-
mannaflokksins og, að sú and-
staða margnaðist þvi neðar, sem
komið var i flokkspýramidann.
Þessi viðhorf endurspegluðust
einnig i málgögnum Verka-
mannaflokksins. Haustið 1948
voru aðeins fjögur af átján dag-
blöðum flokkspressunar, sem að-
hylltust inngöngu Noregs i vest-
rænt hernaðarbandalag. Tillaga
Oksviks var þó fyrst og fremst
hvati að sameiginlegum grund-
velli NATO-andstöðunnar. Spurn-
ingin var bara, hvort að breið-
fylking andstöðunnar megnaði að
stöðva áform þeirra, sem réðu
gangi flokksvélarinnar.
bindandi, þeir þurftu ekki að ótt-
ast að Noregur yrði rekinn i nor-
rænt varnarbandalag, en á hinn
bóginn gátu þeir haft andstöðuna
góða og samtimis athugað mögu-
leikana á inngöngu i NATO. Og
forustan hafði reiknað dæmið
rétt. Skömmu eftir að nefndar-
störfin hjá skandinavisku varnar-
málanefndinni hófust, tóku leyni-
skeytin að berast frá Washington
og London: Noregur gat gerst aö-
ili að atlantisku hernaðarbanda-
lagi ef landið æskti þess. Utanrik-
isráðuneytinu var einnig tilkynnt
um þau lönd, sem hyggðust ger-
ast aðilar að NATO, og að hernað-
arbandalagið mundi veita gagn-
kvæma öryggisábyrgð. 1 skeytun
um kom einnig skýrt fram, að
meðlimir i bandalaginu mundu
njóta sérstakrar fyrirgreiöslu við
vopnasendingar frá USA, og aö
Noregi yrði ekki skylt að hafa
varanlegar herstöðvar i landinu.
Þetta voru haldgóðar upplýsing-
ar. Nú gátu leiðtogar Verka-
mannaflokksins hætt grimuleikn-
vona það besta. En svo fékk einn
þingmaður Vestre, Arthur
Sundt, snjalla hugmynd. Hann
bar fram stuðningstillögu á þing-
inu við utanrikisstefnu Langes.
Hún var samþykkt næstum ein-
róma, aðeins kommúnistarnir
greiddu atkvæði gegn tillögunni.
Stuðningstillaean kom náttúru-
lega eins og þruma úr heiðskiru
lofti fyrir Oksvik og andstöðuna
innan Verkamannaflokksins.
Þeim voru settir tveir kostir:
annað hvort að greiða atkvæði
gegn tillögunni, og ganga
þarafleiðandi i berhögg við
flokksforystuna og eigin ráð-
herra, og kljúfa flokkinn, eða að
lýsa yfir stuðningi viö stefnu, sem
þeir börðust á móti, en halda þar
með friðinn innan flokksins. Þeir
neyddust til að velja siðari kost-
inn. Það var ekki á hverjum degi,
sem hin borgaralega stjórnarand-
staða lýsti yfir stuðningi og
trausti við stefnu sósialdemó-
krata. Oksvik og félagar urðu að
ganga i gildruna. Þolinmæð.i
stjórnin hefur á að skipa fjórum
sterkum mönnum, en inniheldur
einnig þrjá veika punkta.” Þar
átti hann við Reidar Carlsen,
veiðimálaráðherra, Jens Chr.
Hauge, varnarmálaráðherra, og
utanrikisráðherrann Haivard
Lange.
Árangur
uppreisnannnar
Árangurinn af uppreisn Natvig-
Pedersen var ekki drjúgur. For-
sætisráðherra lofaði að halda
fleiri fundi meö þingmönnum
flokksins til að þeir gætu glöggv-
að sig á öllum áriðandi málum.
Málgögnum Verkamannaflokks-
ins skyldi einnig vera veitt meiri
og betri þjónusta. Þetta varð
meðal annars til þess, að ráðinn
var þingfréttamaður á ritstjórn-
arskrifstofur A-pressunnar i Osló.
Þetta var nú allt og sumt. Natvig-
Pedersen haföi aftur á móti kom-
ið sér i klipu. Árásir hans á ýmsa
neyddir til aö styðja tillögu
stjórnarinnar. Verslunarsam-
göngurnar hófust að nýju. Þessi
þrjóska Natvig-Pedersens gegn
almætti flokksleiðtoganna var
farin að fara i taugarnar á forust-
unni. Þaö var hyggilegast að gefa
þessum uppreisnarseggi áminn-
ingu. Nokkru fyrir mótmæli Nat-
vig-Pedersens hafði miðstjórn
Verkamannaflokksins samþykkt
hann sem arftaka fráfarandi
þingforseta. Sá, sem hafði stungið
upp á Natvig-Pedersen, var
Oscar Torp. Torp var harður
NATO-sinni, og eftir vopnaglam-
ur andstöðunnar hótaði hann að
dragatillögu sína til baka, og
nefndi þrjá aðra, sem til greina
gætu komið. Til þess kom þó
ekki. Flokksmenn flykktust um
Natvig-Pedersen, og hann var
kosinn þingforseti ári siðar.
Aminningin hafði hins vegar ótvi-
ræðan boðskap: fylgdu forustu
flokksins, ef þér er annt um
stjórnmálaferil þinn og pólitiskan
frama.
Forsætisráðherra
iær eftirþanka
I kringum áramótin 1948—49.
ræddu skandinavisku rikisstjórn-
Flokksaginn í framkvæmd
Olav Oksvik: Leiðtogi NATO-andstöðunnar innan Verkamannaflokks-
ins, en gaf sig, þegar flokkssvipan tók að dynja á honum.
Halvard Lange: Utanrikisráðherrann, sem dreymdi um að byggja brú
milli austurs og vesturs. Að lokum gerðist hann búarsmiður i aöra
áttina.
Einar Gerhardsen: Forsætisráðherrann, sem I fyrstu var hlynntur
Atlantshafsbandalaginu, siðan á móti þvi, en með þvi aðlokum.
bandalag hefjast á nýjan leik.
Þaö er einnig eftirtektarvert, að
þeir sósialdemókratisku stjórn-
máiamenn, sem tóku upp NATO-
þráðinn að nýju, höfðu flestir
dvalist i London eða Washington
á striðsárunum.
Tillaga Oksviks
Það er fyrst eftir tillögu Oks-
viks, að umræðurnar um norrænt
varnarbandalag hef jast að fullum
krafti. Tillágan hljóðaði eftirfar-
andi: „Vegna ástandsins i utan-
rikismálum, mælast þingmenn
Verkamannaflokksins til þess, að
rikisstjórnin beiti sér fyrir hern-
aðarlegri samvinnu við Norður-
lönd, og þá sér i lagi við Sviþjóð —
með það fyrir augum, að standa
vörð um hið skilyröislausa hlut-
leysi i hugsanlegu uppgjöri stór-
veldanna.” Við umræðurnar, sem
sigldu i kjölfar tillögunnar, kom i
ljós, að stór hluti þingmanna
Verkamannaflokksins studdi til-
lögu Oksviks Andstæðinga tillög-
unnar var hins vegar aö finna i
röðum miðstjórnar flokksins.
Forusta flokksins áræddi ekki að
ganga til atkvæða um málið. Til
Skandinaviska
varnarmálanefndin
A fundi utanrikisráðherra
Norðurlanda 8.-9. september
1948 var samþykkt, að stofna
skandinaviska varnarmálanefnd
til að rannsaka möguleika á hern-
aðarlegri samvinnu Skandinaviu-
þjóðanna. Það var þó tekið fram,
að rikin þrjú (Danmörk, Noregur
og Sviþjóð), væru enn ekki sam-
mála um sameiginlega utanrikis-
stefnu. Engu aö siður var þetta
mikill sigur fyrir andstöðu norsku
Verkamannaflokksforustunnar.
Fyrsti sigurinn var unninn, —
samningsviðræður voru hafnar.
F orustumenn Verkamanna-
flokksins urðu að lúta lægra haldi
fyrir kröfum andstööunnar og
þrýstingi frá flokksbræðrum á
Norðurlöndum. En þeir voru
einnig með mörg tromp á hendi. 1
fyrsta lagi komu þeir tveimur
NATO-sinnum i nefndina, þeim
Tryggve Bratteli, varaformanni
flokksins, og Dag Bryn, rikisrit-
ara og hægri hönd varnarmála-
ráðherra. 1 öðru lagi öðluðust þeir
tima. Nefndarstarfið var ekki
Teikningar og texti:
Ingólfur Margeirsson
um i skandinavisku varnarmála-
nefndinni og hafist handa við að
ganga milli bols og höfuðs á þess-
um norrænu rausurum. Og þeir
fengu óvænta hjálp frá borgara-
legum skoðanabræðrum.
Uppreisn í
þingsölum
■ Borgaralegir flokkar höfðu alla
tið verið sammála forustu Verka-
mannaflokksins og utanrikisráð-
herra um stefnu utanrikismála.
Noregur skyldi i NATO hvað sem
tautaði og raulaði. Hins vegar var
það erfitt að ljá forustu krata lið.
Baráttan um stefnu landsins i ut-
anrikismálum var spurning um
innanflokksátök, og borgaralegu
flokkarnir gátu litið annað gert en
að sitja með hendur i skauti og
þeirra var hins vegar á þrotum.
Einn af talsmönnum andstöðunn-
ar, þingmaðurinn Natvig-Peder-
scn.réðist heiftarlega á leiðtoga
Verkamannaflokksins á flokks-
fundi þingmannanna þ. 11. des-
ember 1948. Hann áleit, að sam-
vinna rikisstjórnarinnar og þing-
manna Verkamannaflokksins
væri fyrir neðan allar hellur.
Þingmennirnir hefðu heldur eng-
in áhrif á gang utanrikismála.
„Stefna stjórnarinnar er vana-
lega ákveðin fyrirfram, og álit
þingmannanna skiptir þvi engu
máli”, sagði Natvig-Pedersen.
„Hin opinbera stefna Verka-
mannaflokksins i utanrikismál-
um gefur engan veginn rétta
mynd af skoðunum flokks-
manna”, bætti hann við. Hann
var einnig óánægður með sam-
setningu stjórnarinnar. „Kikis-
forustusauði flokksins, féllu I
slæman jarðveg meðal leiötog-
anna, og ýfðu upp gömul sár.
Þetta var nefnilega ekki i fyrsta
sinn, sem Natvig-Pedersen hafði
bent á einræðislegar aöferðir rik-
isstjórnarinnar gagnvart þing-
mönnum flokksins. Ari áður hafði
Noregur tekið upp diplómatiskt
samband við Spán, eftir mikla
togstreitu og baráttu i verkalýös-
félögum og meðal þingmanna
flokkksins. Kikisstjórnin hugðist
láta kné fylgja k\iði, og haustið
1948 skaut þeirri spurningu upp,
hvort ekki ætti að hefja eðlilegt
verslunarsamband við Spán að
nýju. Kösksemdarfærsla stjórn-
arinnar var ofur einföld: Norð-
menn hefðu ekki efni á að halda
þessum þráa við Franco-stjórn-
ina áfram. Andstaðan meðal
þingmanna Verkamannaflokks-
ins var þó mikil, og þar var Nat-
vig—Pedersen fremstur I flokki.
Við prókjör um málið, voru 26
þingmenn á móti verslunarsam-
göngum við Spán en 22 með. En
stjórnin lét þessi mótmæli sem
vind um eyru þjóta. Flokksvélin
var sett i gang, og þingmennirnir
irnar ákaft um norræn varnar-
mál. Forsætisráðherrafundur var
haldinn i Uddavalla, þ. 17. desem-
ber 1948 og dagana 5—6 janúar
1949 komu forsætis- utanrikis- og
varnamálaráðherrar landanna
saman i Karlstad. Þann 22—24
janúar sama ár hittust þeir á nýj-
an leik i Kaupmannahöfn — og i
þetta skipti ásamt fulltrúum frá
hverju þjóðþinganna. Siðasti
fundur þeirra var haldinn i Osló
29. og 30. janúar. Af öllum þessum
ráöstefnum, var fundurinn i Karl-
stad merkilegastur og afdrifarik-
astur. Hvorki utanrikisráðherr-
ann norski né varnarmálaráð-
herrann álitu möguleika á nor-
rænu varnarsambandi. Þessir
heiðursmenn urðu þvi skelfingu
lostnir, þegar forsætisráöherra,
Einar Gerhardsentók vel I tillögu
Dana i Karlstad. Eftir mikið þóf
haföi danska sendinefndin bariö
saman tillögu, sem gekk út á, að
óháðu norrænu varnarsambandi
yröi komið á laggirnar innan
ramma SÞ, og vesturveldin sæju
fyrir vopnunum. Varnarsam-
bandiö útilokaöi ekki aðstoð vest-
urvelda, ef mikið væri i húfi.
Þetta gilti þó ekki um Grænland,
Færeyjar, Svalbaröa og Jan
Mayen. Gerhardsen var mikill
fylgjandi norrænnar samvinnu
sósialdemókrata. Það rann hon-
um til rifja að horfa upp á ósam-
lyndi gamalla vina og skoöana-
bræðra, og hann vildi leggja
allt að mörkum til að skandi-
navisku systraflokkarnir kæmust
að sameiginlegri niöurstöðu.
Hann áleit, að danska tillagan
slæi tvær flugur i einu höggi: ann-
ars vegar aukna samvinnu krata-
flokka Skandinaviu og hins vegar
fengju NATO-sinnarnir sitt, þar
sem glugganum til vesturs var
haldið opnum i hálfa gátt. Lange
og Hauge voru hins vegar ekki á
sama máli. Þeir ákváðu þó aö
bíða með aö taka Einar i karp-
húsið, þangað til heim til Oslóar
kæmi. 1 Osló lögðu þeir (og fleiri
leiðtogar Verkamannaflokksins)
spilin á borðið fyrir forsætisráð-
herrann. Skyldi maðurinn ekki
hvaða afleiðingar þessi nýja af-
staða hans gæti fengið? Var hann
reiðubúinn til að sprengja flokk-
inn og fá alla miðstjórnina á móti
sér? Og hvað með stjórnarand-
stöðuna? Varla mundu þeir halda
áfram að sitja aðgeröarlausir,
þegar ljóst væri orðiö að mið-
stjórn krata væri komin i hár
saman. Hætt væri þá á, aö þeir
deildu og drottnuðu á þinginu. Og
hvað meö öryggismálin? Gæti
Sviþjóð ein meö stopulli hjálp
vesturvelda staðist innrás Kússa
i Skandinaviu? Forsætisráöherr-
ann yrði aö hugsa sig um tvisvar.
Og það geröi hann, — og hvarf frá
hinni nýju villu sinni.
Flokksvélin ræst
Þegar Gerhardsen var búinn að
ákveða sig, vildi hann aö flokkur-
inn tæki sömu ákvörðun, og það
fljótt. Káðherrafundir skandina-
visku landanna i Kaupmannahöfn
og i Osló voru þvi aðeins yfir-
borðsumræður. „Norræna lausn-
in” var dauðadæmd af norsku
stjórninni og forustu Verka-
mannaflokksins. Forsætisráð-
herra óskaði þess, aö sendinefnd
yröi send Washington og London
þegar i stað. Rikisstjórninni
fannst farið nokkuð hratt
i sakirnar, og var á báðum
áttum. Andstaðan var
einnig mikil meðal þingmann-
anna. En Gerhardsen kippti
öllu i lag. Hann sagöi, að hlutverk
sendinefndarinnar væri fyrst og
fremst að kynna Bretum og
Bandarikjamönnum hina „nor-
rænu lausn” Skandinaviuland-
anna. En auövitað varð að skipa
nefndina mönnum, sem kæmu
fram á samrýmdan hátt. Og
sendinefndin lagði af stað, —
skipuð aðeins NATO-sinnum
(Halvard Lange, Oscar Torp,
Dag Bryn og Arne Gunneng). A
meöan að sendinefndin „út-
skýrði” röksemdirnar fyrir nor-
rænu varnarsambandi, stritaöi
miöstjórn kratanna viö að beita
flokksvélinni fyrir NATO-póginn.
Leiðtogarnir þeyttust um þveran
og endilangan Noreg til aö pre-
dika hið nýja fagnaðarerindi.
Ekki veitti af. NATO-sinnarnir
voru nefnilega aðallega einskorö-
aöir við Osló, og nokkrar stærri
borgir eins og Bergen. Málgögn
krata voru einnig nær öll meö
norrænu varnarsambandi, nema
Verkamannablaðið i Osló og
nokkur önnur borgarblöð.
Það reið þvi á að kristna sveita-
fólkið. Landstjórnarfundirnir
voru þýðingarmestir. Þar voru
samankomnir fulltrúar Verka-
mannaflokksins frá ýmsum hér-
uðum og fylkjum landsins. Osló-
forustan sveifst einskis til að telja
fulltrúana á sitt band. Öspart var
reynt að telja áheyrendum trú
um, að bretar, vinirnir úr strið-
inu, væru þjóöin, sem að stæði að
baki NATO. „Mörg lýðræðisleg
riki ihuga þessa dagana mögu-
leikana á bvi að mynda gagn-
kvæma san vinnu til aö varöveita
friðinn. Þetta gerist undir for-
ustu bresku Verkamannastjórn-
arinnar og fullum stuðningi
bandarisku þjóðarinnar, sem hef-
ur sýnt i siðustu kosningu, (kosn-
ing Trumans) að það mun beita
sér fyrir þjóðlegri velferöar-
stefnu út á viö”, sagöi forsætis-
ráöherrann i tiilögu sinni, sem
samþykkt var á landstjórnar-
fundi, þ. 31. janúar 1949. En
flokksforustan lét sér ekki nægja
að sannfæra landstjórnina.
Landsfund Verkamannaflokksins
átti að halda þ. 17 —19 febrúar,
og þá varð að vera búið að undir-
búa jarðveginn þannig, að
NATO-stefnan næði fram að
ganga. Það reyndist ekki erfitt.
Þ. 8. febrúar samþykkti Full-
trúaráö Verkamannaflokksins i
Osló tillögu um „hernaðarlega
samvinnu við lýðræðisriki vestur-
landa”, og það var gott og bless-
að. þar sem 40% fulltrúa lands-
fundarins komu frá Osló. Mið-
stjórninni tókst einnig að tryggja
stefnu sinni stuðning i fylkjunum
Akershus, Hörðalandi og Norður-
mæri. Landsfundurinn virtist
vera kominn i örugga höfn.
Landsfundurinn
Landsfundurinn var „æðsta
vald” flokksins. Samþykktir, sem
þar voru gerðar, voru taldar óaft-
urkræfar og bindandi fyrir full-
trúa flokksins. Það var þvi erfitt
aö breyta niðurstöðum prófkjörs-
ins eftir landsfundinn. Meirihlut-
inn hafði kosið þátttöku Noregs i
NATO. Oksvik-hópurinn fékk að-
eins 35 atkvæði en NATO-stefn-
an 329. Astæðurnar fyrir þessum
hrakföllum andstöðunnar eru
margar. 1 fyrsta lagi voru áróð-
ursmeistarar flokksforustunnar
búnir að básúna kosti atlantisks
hernaðarbandalags og tryggja
sér meirihluta atkvæða fyrir-
fram. 1 öðru lagi höföu ekki
margir fulltrúar djúpa innsýn i
alþjóða- og utanrikismál. Flestir
fylgdu þvi flokksforustunni blint
eftir og trúðu á iausn „sérfræð-
inganna”. 1 þriðja lagi átti and-
staðan ekki þess kost að bjóöa
landsfundinum aðra raunhæfa
valkosti: tillaga þeirra fjallaöi
þvi einungis um að fresta þvi að
ganga i NATO. 1 fjórða lagi
þorðu fulltrúarnir ekki að ganga i
berhögg við forustu flokksins.
Það hefði komið af stað flokks-
kreppu og gat orðið til þess að
einstakir ráðherrar segðu
af sér. 1 fimmta lagi stóð
fyrrverandi utanrikisráð-
herra ,Noregs, , Koht, upp
og sagði sig fylgjandi inn-
göngu Noregs i NATO. Það hafði
djúp áhrif á marga, aö þessi
gamli hlutleysisstefnumaður,
sem hafði stjórn norskra utanrik-
ismáia i sinum höndum, þegar
Þjóðverjar réðust inn i Noreg,
taldi Noregi best borgið innan vé-
banda NATO.. Aðrar ástæður
mætti einnig nefna. Landsfundur-
inn var haldinn i febrúar, en var
upprunalega ákveðinn i mai.
Andstaðan fékk þess vegna
skamman tima til að undirbúa
sig. Ýmsar upplýsingar komu
ekki fram á landsfuninum og
NATO-sinnar gerðu allt til að
halda vissum misskilningi við
lýöi. T.d. héldu fulltrúar lands-
fundarins, að Sviar hefðu krafist
vopnakaupa frá Bandarikjunum,
ef til norræns varnarsambands
kæmi. Sannleikurinn var hins
vegar sá, að Sviar höfðu fljótlega
falliö frá þessari skoðun, eftir að
umræður um norrænt varnar-
samband hófust af alvöru. Lands-
fundinum var einnig stjórnaö
þannig, að andstaðan átti erfiöar
fyrir en NATO-sinnar. T.d var
ræðulistinn sérlega velsettur
saman fyrir talsmenn NATO og
öfugt, ræðutimi oft styttur, ef
andstaöan færðist i sókn og fund-
arstjórn greip fram i þegar við-
kvæma hluti bar á góma. At-
kvæðagreiðsla var einnig höfð op-
in en ekki leynileg eins og venju-
lega tiðkaðist.
Sjö orsakir
Af þeim ástæðum slepptum,
sem færðu NATO-sinnum hinn ör-
lagarika sigur á landsfundinum,
má nefna sjö meginorsakir þess,
að Noregur gekk i NATO.
1. Vestræn stórveidi aðhylltust
frekar danska og: norska aðild
að NATO en norrænt varnar-
samband.
2. Skilmálar sænsku stjórnarinn-
ar fyrir stofnun norræns varn-
arsambands virtust óljósir.
3. Norsk aðild aö NATO bætti
efnahag landsins.
4. Borgaralegu flokkarnir og
ýrnsar greinar atvinnullfsins
(aðallega i verslun og iðnaði)
studdu stefnu Utanrikis- og
Varna inálastjórnarinnar frá
vorinu 1948.
5. Einstrengingsleg ákvörðun
forsætisráðherra eftir Karl-
stad-fundinn um, að Noregur
skvldi i NATO, gerði fylgjend-
um norræna varnarsambands-
ins erfiðara fyrir.
6. Misnotkun áhrifavalds meöal
leiðtoga og forustu Verka-
mannaflokksins.
7. Varkárni og hollusta andstöð-
unnar við forustu Verka-
mannaflokksins.
Þessar orsakir bentu allar i
eina átt, — aö fullkomnum ósigri
andstöðumanna NATO-linunnar.
Endatafl
Hlutverk flokksforustunnar eft-
ir landsfundinn var að sameina
flokkinn um NATO-stefnuna. Úr-
slit prófkjörsins voru gerð aö ó-
hagganlegri flokkslinu. „Hlut-
verk þeirra, sem þátt tóku i
landsfundinum, flokksforustunn-
ar, málgagns okkar og allra
meölima Verkamannaflokksins
um land allt, er að útbreiða skoö-
un flokksins,” skrifaði Verka-
mannablaðið i leiðara. Og kratar
um allan Noreg hlýddu. Það voru
aðeins nokkrir þingmenn flokks-
ins, sem ennþá ýlfruðu öðru
hverju. Að öðru leyti var frekari
orðaskiptum hætt. „Umræðunum
um utanrikisstefnu landsins er
lokið,” eins og málgagn stjórnar-
innar orðaði það. Miðstjórn
Verkamannaflokksins ákvað að
stofna til stórfelldrar NATO-á-
róðursherferðar, til að sannfæra
þá efagjörnu og til aö binda endi á
gagnaögerðir kommúnista (sem
börðust gegn NATO-aöild, og sér-
staklega i verkalýðsfélögunum).
Ekkert var til sparað. Aliar fjár-
hirslur krata voru opnaðar og
peningunum varið i lofgjarðir um
NATO. Skýrsla Langes um utan-
rikismálin (flutt á þingi þ. 24. feb.
1949) og bæklingur eftir hægri
hönd utanrikisráðherra, Arne
Ording, var prentaður og dreift
um allan Noreg. Aróðurssneplar
og flugrit voru borinn inn á hvert
heimili og hvern vinnustað.
Kæðuskörungum var borgað fyrir
að feröast um landið og tala tungu
NATO-sinna. A-pressan um
hverfðist i NATO-ágróðursrit.
Avinningurinn og ábatinn
af NATO-aðild Noregs var
hamraður og barinn inn i
heila Norðmanna vikum sam-
an. Að sjálfsögðu gerði borg-
aralega pressan hið sama. Engu
aö siður tókst Kommúnistaflokki
Noregs að safna 43 þúsund undir-
skriftum, á skömmum tima, gegn
aðild Noregs aöAtlantshafsbanda-
laginu. Þess ber einnig að gæta,
að kommúnistar voru brenni-
merktur söfnuður árið 1949, þann-
ig að það þurfti töluvert áræði til
aðsetjanafn sitt undir lista, sem
NKP dreifði. Blöðin kepptust lika
við aö stimpla þá sem kommún-
ista, sem voru á móti NATO-að-
ild. „Kommúnistaslepjur”,
„blindingjar”, „ruglukollar”,
„kvennarausarar”, „menningar-
vitar”, „róttæklingseinfelding-
ar” voru vinsæl uppnefni blað-
anna. Skoðanakönnun, sem gerð
var um sama leyti, sýndi hins
vegar, að 60% Norðmanna kusu
hernaöarlega samvinnu viö Norð-
urlönd i stað aðildar að Atlants-
hafsbandalaginu. En skoðana-
kannanir eru óskyldar valdabar-
áttu og stjórnmálum. Þ. 29. mars
1949 samþykkti norska þingið að-
ild Noregs að NATO og fimm dög-
um siðar var Atlantshafssáttmál-
inn undirritaður i Washington.
Við atkvæðagreiðsluna á þinginu,
kusu aðeins tveir af þingmönnum
verkamannaflokksins á móti.
Einhverra hluta vegna áræddu
norsk stjórnvöld aldrei að ganga
til þjóðaratkvæðagreiðslu um
■málið eins og um aðildina að
Efnahagsbandalaginu, rúmum
tuttugu árum siðar. En það er
önnur saga.
lleimildir:
Knut E. Eriksen: „DNA og
NATO” (Gyldendal — Osló 1972)
Halvard M. Lange: „Norges
vei i NATO” (Pax — Osló 1966)
Halvard M. Lange: „Norsk
utenrikspolitikk siden 1945” (J.G.
Tanum — Osló 1952)
Trygve Bull: „Mot Dag og
Erling Falk” (Osló 1955)
Finn Gustavsen: „RettpS sak”
(Pax — Osló 1969)
Gerhard Kjölas: „Olav Oksvik
— mannen og politikaren” (Rune
. — Þrándheimi 1969)
■ . ' : - :
:
Onnur grein