Þjóðviljinn - 14.02.1978, Síða 14

Þjóðviljinn - 14.02.1978, Síða 14
14 SIÐA "— ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 14. febrúar 1978 Ámi skrífaði undir ,,Ég var nú að koma inn úr dyrunum frá Sviþjóð”, sagði landsliðsmarkvöröurinn Árni Stefánsson þegar við slógum á þráðinn til hans i gærkvöldi. „Ég skrapp til Sviþjóðar til að kynna mér aðstæður hjá knatt- spyrnufélaginu Jönköping og leist það vel á mig að ég skrifaði undir samning til tveggja ára. Ég get þó sagt honum upp eftir eitt ár, en get þá lika eingöngu skipt um félag innan Sviþjóar.” Það eru fleiri Islendingar en Arni sem hafa góð kynni af þessu sama félagi. Teitur Þórðarson lék með þeim á siö- asta sumri og i sumar mun Jón Pétursson, félagi Árna úr Fram einnig leika með liðinu. Þessi ákvörðun Arna kemur sér illa fyrir KA, en með þvi fé- lagi var Arni að hugsa um að leika i sumar. Þeir norðanmenn standa nú uppi markmanns- lausir. Þeir gengu sem kunnugt er upp i 1. deild á siðasta sumri. Á ferð sinni til Sviþjóðar lék Arni tvo leiki með Jönköping gegnsænsku 3. deildarliöi. Vann Jönköping báða leikina með yfirburðum. Þann fyrri 3:0, en þann siðari 7:1. Árni sagði okk- ur að hann heföi leikið báða leikina og hélt hann að hann hefði barastaðið sig nokkuð vel. Hann heldur til Sviþjóðar innan skamms, og óskum við honum góðs gengis i markinu sem utan þess. —SK Arni Stefánsson, hinn frábæri markvörður, sést hér verja glæsilega gegn Vai i íslands- mótinu i fyrra. Hann tekur nú ekki þátt i a.m.k. tveimur næstu mótum, og eru þeir eflaust margir knattspyrnuunnendur sem sakna hans úr markinu. Þór sigraði Þór frá Akureyri áttí ekki i erfiðleikum með slakt lið Ár- manns er liðin mættust á iaugardaginn. Leiknum lauk með öruggum sigri Þórs sem skoraði 75 stig gegn aðeins 65 stigum Ármenninga. Armenningar byrjuðu leikinn með miklum látum og komust i 8:0 strax i byrjun og höfðu frumkvæðið lengst af fyrri hálf- leik en eftir það var sem Þrótt- arar vöknuðu til lifeins og náðu fljótlega forustu sem þeir siðan létu ekki af hendi það sem eftir var leiksins. I siðari hálfleik náðu Þórs- arar mest 30 stiga forystu og sýnir það best hversu yfirburðir Þórsara voru miklir. Eftir að forskot Þórsara var oröið þetta mikið fóru þeir að skipta vara- mönnunum inn á og þá var sem Þórsarar gæfu eftir og Armenn- ingar náðu að minnka muninn niður i 10 stig fyrir leikslok en leiknum lauk eins og áður sagði með 10 stiga sigri Þórs 75:65. Eftir tapið að þessu sinni er óhætt að afskrifa Ármenn- ingana. Þeir hafa ekki mögu- leika á að halda sæti i komandi úrvalsdeild og eins og liðið leikur i dag á það ekki skilið að leika i 1. deiid. Það er bókstaf- lega ekki heil brú i leik liðsins hvorki i vörnné sókn.Ef hægt er að tala um besta mann i liði þeirra Armenninga aö þessu sinni var það Atli Arason sem skaraði framúr að venju. Hann er i raun og veru eini ljösi punkturinn I leikjum liösins og án hans væri það hvorki fugl né fiskur. Jóhannes Magnússon átti langbestan leik Þórsara að þessu sinni og var skotnýting hans mjög góð. Hann skaut t.d. niu sinnum i fyrri hálfleik og skoraði sjö sinnum I röð sem er frábært. Hann var einnig góöur i vörninni. Alls skoraöi hann 23 stig. Næstur honum kom Mark Cristiansen en hann var með daufara móti að þessu sinni og skoraöi „aðeins” 18 stig. Leikinn dæmdu þeir Birgir Rafnsáon og Hörður Túlinius og dæmdu þeir vel. Voru sam- kvæmir sjálfum sér og gerðu fá mistök. __sk • PUNKTAR # PUNKTAR # PUNKTAR #PUNKTAR# PUfS staðan -i / Aðeins einn leikur var leikinn i 1. deild Islandsmótsins i körfu- knattleik um helgina og var það ieikur Þórs og Armanns. Staðan eftir þann leik er þessi: 9 8 1 850:680 16 10 8 2 897:794 16 10 8 2 865:618 1 6 972 820:777 14 10 3 7 855:898 6 10 3 7 681:741 6 10 2 8 780:855 4 10 0 10 777:107 0 Standard Liege, lið Asgeirs Sigurvinssonar,sem leikur i Belg- iu, geröi jafntefli um helgina við Waregem á heimavelli sfnum. Þrátt fyrir jafnteflið heldur liðið öðru sæti i deildinni. úrslitin um helgina urðu þessi: UMFN Valur KR ÍS 1R Þór Fram Armann LaLouviere —Anderlecht 0:2. Lokeren —Liegeois 2:2 Courtrai —Boom 2:0 Antwerpen —Winterslag 2:0 Lierse —Beerschot 2:0 StandardLiege — Waregem 0:0 FCBruges — Charleroi 2:0 Beringen — CSBruges 2:1 RWDMolenbeek —Beveren 0:2 Staöan er nú þessi: FCBruges 24 17 3 4 57:33 38 Standard Liege 24 14 4 6 44:24 34 Lierse 24 14 6 4 43:27 32 Anderlecht 24 13 6 5 42:22 31 Beveren 24 12 7 5 34:21 29 Þau mistök áttu sér stað hér á siðunni á fimmtudaginn i sam- bandi við grein Andrésar Krist- jánssonar um islenskan hand- knattleik og f jármál iþróttahreyf- ingarinnar yfirleitt, að það gleymdist að geta þess að greinin var skrifuð fyrir heimsmeistara- keppnina sem háð var i Dan- mörku. Einnig gleymdist að segja frá þvi, aö greinin er tekin úr blaði Alþýðubandalagsins i Hafnarfirði, en það ber nafnið Vegamót. —SK USA-karfa Þeir eru margir Islendingarnir sem fyigjast mjög náið með bandariskum körfuknattleik, og þvi gerum við það þeim til hæfis aö birta úrslit i leikjum sem leiknir voru um heigina. New York Knickerbockers — MilwaukeeBucks I 133:12‘2' Kansas Cify Kings — ChicagoBulls 95:90 Detroit Pistons — New Orleans Jazz 106:96 San Antonio Spurs — GoldenSt Warriors 131:122 Skólamót Handknattleikssamband Is- lands gengst á næstunni fyrir handknattleiksmóti framhalds- skóla. Hefst mótið þann 20. febrúar n.k. og þurfa skriflegar þátttökutiikynningar að hafa borist til skrifstofu HSI fyrir 20. febrúar n.k. Einnig þarf að fylgja með nafn og heimilisfang ásamt simanúmeri formanns viðkom- andi iþróttaráðs. Mótíð verður nánar auglýst siðar. íslandsmótið í handknattleik: Páll og Andrés í aðalhlutverkum Haukar — Víkingur 19:19, og FH — KR 22-19 Björgvin Björgvinsson skoraöi eitt mark gegn Haukum og var þaö jafnframt afar þýöingarmikiö. Það fór eins og búist hafði verið við að leikur Hauka og Vikings i 1. deildinni i handbolt- anum á laugardaginn var jafn og spennandi að ekki sé meira sagt. Þegar aðeins 47 sekúndur voru eftir af leiknum var Vik- ingur með forskot 19:18 eftir að Björgvin Björgvinsson hafði skorað eina mark sitt i leiknum. Haukar hófu sókn sem endaði 16 sek. fyrir leikslok með þvi að Þorgeir Haraldsson skoraði gott mark meö lúmsku skoti og allt var orðið vitlaust i „höllinni” heirra Hafnfirðinga. En Viking- um tókst ekki að skora á þeim sekúndum sem eftir voru þann- ig að leiknum lauk meö jafntefli sem voru eftir gangi leiksins, nokkuð sanngjörn úrslit. Þrátt fyrir að þetta hafi verið sanngjörn úrslit voru Haukarnir þó nær sigri en Vikingar að þessu sinni. Þeir náðu góðu for- skoti i siðari hálfleik 14:10 en tókst ekki að halda þvi og þvi fór sem fór. Andrés Kristjánsson sýndi það i leik þessum aö honum er fleira til lista lagt en að skrifa um handboltann. (Hann skrifaði grein hér á siðunni s.l. fimmtu- dag.) Hann átti mjög góðan leik að þessu sinni og skoraði 10 mörk. Páll Björgvinsson var pott- urinn og pannan i öllu hjá Vik- ingum að venju og skoraði einnig 10 mörk. Það var greini- legt að Vikingar söknuðu ólafs Einarssonar sem ekki gat leikið með að þessu sinni vegna handarbrots. Er ekki gott að segja hvernig leik þessum hefði lyktaö ef hann hefði leikið með. FH — KR 22:19 FH-ingar áttu i töluverðum erfiðleikum með hið unga KR lið er liðin léku að leik Hauka og Vikings að lokum. Framan af var jafnt en KR hafði þó yfir i leikhléi 9:8. En i siðari hálfleik var greini- legt að leikreynslan hefur mikið að segja og af henni höfðu FH- ingarnir mun meira og þeir sigruðu eins og áður segir með 22 mörkum gegn 19. Þórarinn Ragnarsson var markhæstur FH-inga að þessu sinni og skoraði hann 7 mörk. Simon Unndórsson skoraði mest fyrir KR eða 9 mörk. —SK

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.