Þjóðviljinn - 14.02.1978, Side 15

Þjóðviljinn - 14.02.1978, Side 15
Þriðjudagur 14. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15’ íslandsmótið 1 handknattleik: / Armann burstaði lélegt Fram-lið Hinir ungu og frisku strákar úr Armanni komu heldur betur á óvart i gærkvöldi er þeir gjör- sigruðu Fram með 28 mörkum gegn 20. Staðan i leikhléi var 13:11 Armanni i vil. Siðari hálf- leikur var ójafnari en sá fyrri og leiknum lauk eins og áður segir 28:20 fyrir Armann. Flest mörk Armanns skoraði Jón Við- ar eða sex talsins,en næstur kom Friðrik Jóhannsson með fimm rnörk. Hjá Fram var Arnar Guðlaugsson markahæstur með fimm mörk. Siðari leikur kvöldsins var á milli Vals og ÍR og var þar um jafna og tvisýna viðureign að ræða. IR-ingar höfðu þó oftast frumkvæðið, og i leikhléi var staðan 8:7 IR i vil. I siðari hálfleik var leikurinn mjög jafn og mátti vart á milli sjá hvort liðið myndi að lokum fara með sigur af hólmi. Svo fór að lokum að hvorugt þeirra gerði það,og leiknum lauk með jafntefli 16:16. Það var Vil- hjálmur Sigurgeirsson sem skoraði jöfnunarmark IR þegar aðeins vorueftir 19 sekúndur af leiknum, úr vitakasti. Vals- menn fengu siðan boltann, en þeim tókst ekki að skora áður en að leiktima lauk, og þvi var jafn- teflið staðreynd. Jón Karlsson skoraði 10 mörk fyrir Val og Brynjólfur Markússon og Sig- urður Svavarsson skoruðu fjög- ur mörk fyrir IR og voru markahæstir. SK. Guðjón Marteinsson vardrjúgur við að skora gegn Armanni, KTAR# PUfiKTAR 0PUNKTAR# PUNKT AR # PUNKTAR # HK efst Keppnin i 2. deild Islandsmóts- ins i handknattleik fer nú harðn- andi með hverjum leik. Um helg- ina voru leiknir þrir leikir og urðu úrslit þeirra þessi: HK-KA 24: 21 Stjarnan-KA 25: :21 Þór-Leiknir 21: :20 Staðan eftir 'þessa i leiki er nú þessi: HK 13 3 7 3 289:255 17 Fylkir 12 8 1 3 235:219 17 Stjarnan 12 7 1 4 257:231 15 Þróttur 11 6 1 4 232:218 13 KA 11 4 1 6 236:233 9 L’iknir 12 3 2 7 247:267 8 Þtr 9 4 0 5 180:202 8 Grótta 10 1 1 8 182:229 3 -T- SK Enski boltinn Aðeins voru leiknir fjórir leikir i ensku deildarkeppninni um helgina vegna veðurs. Orslitin i þessum fjórum leikjum voru: Chelsea-Man. Utd. 2:2 Leic.-Arsenal 1:1 Man. City-QPR 2:1 WestHam-BristolC. 1:2 Staðan i 1. deild er nú sú að Nottingham Forest er enn lang- efst meö 42 stig eftir 27 leiki, en i öðru sæti er Man. City meö36stig eftir sama leikjafjölda. 12. deild er Tottenham efst með 39 stig eftir 28 leiki en i öðru sæti er Bolton með 38 stig eftir aöeins 25 leiki. Maraþon Maraþonhlaup eitt var haldið i Japan fyrir stuttu eöa á föstudag- inn. Þar sigraði Astraliumaður- inn David Chettle, en hann hljóp vegalengdina sem var 42 kiló- metrar og 195 metrar á 2 klst. 16,04 min. Hlaup þetta er kennt við Kjyoto sem er eitthvert japanskt fyrir- bæri sem við vitum ekki deili á, en giskum á að hér sé um ein- hvern frægan japanskan hlaup- ara að ræöa. Þetta var 10. hlaup sinnar teg- undar. FC Köln efsta sæti Crslittn I v-þýsku knattspyrn- unni um heigina urðu sem hér segir: BayernM.-l.Fc. Saarbr. 7:1 VFB Stuttg .-Hertha BSC B. 1:0 Fort. Dússled.-B.Dortm. 1:0 Eintr. Fr.-1860M. 1:0 VFL Bochum-Eintr. Bruns. 1:1 l.FC Köln-Hamburger SV 6:1 l.FC Kaisersl.-MSVDUISB 6:1 Werder Bremen-Schalke 04 2:0 FC ST. Pauli-B. M'úncheng. 0:1 Eftir 25 umferðir er staðan sú að FC Köln er i efsta sæti meö 34 stig en i öðru sæti kemur Borussia Múnchengladbach með 32 stig. Fortuna Dússeldorf er i þriðja sæti með 30 stig, og siðan koma Hertha BSC Berlin.einnig með 30 stig og VFB Stuttgart sem hefur hlotið 29 stig. Eins og áður sagöi hafa ÖU liðin leikið 25 leiki. Þróttur vann Tveir leikir voru leiknir i 1. deild Islandsmótsins i blaki um helgina. Þróttarar heimsóttu UMFL til Laugarvatns og sigr- uðu heimamenn stórt eða 3:0. Stúdentar, 1S, flugu norður á Akureyriogléku gegn UMSE og sigruöu 3:1. Þróttarar gerðu engin mistök i leik sinum gegn UMFL, og Laugdælir fengu ekki unnið hrinu. Þróttarar léku mjög vel og UMFL áttu aldrei möguleika gegn þeim. Já, það var sannar- lega meiitarabragur á leik Þróttara að þessu sinni sem oft- ar og liðið virðist i augnablikinu vera okkar sterkasta blaklið. Þróttarar sigruðu i öllum hrin- unum þremur: 15:7, 16:14, 15:10. Eins og af þessum tölum má sjá var það helst i annarri hrinunni sem Þróttarar fengu einhverja mótspyrnu,en þá léku Laugvetningar vel og voru nær sigri. Útlitið var ekki gott þegar staðan var t.d. 12:2 UMFL i hag en Þróttarar með sinn frábæra liðsanda hvöttu hvern annan óspart og árangurinn lét ekki á sér standa og Þróttarar voru sterkari á endasprettinum og sigruðu 16:14. Ekki er hægt að tala um besta leikmann Þróttar að þessu sinni. Þeir léku allir skinandi vel og virðist breiddin i liðinu vera gifurleg. Leikur IS og UMSE á Akur- eyri var einnig ójafn og greini- legur getumunur á liðunum. Stúdentar unnu fyrstu hrinuna 15:3ogeinnigþá næstu 15:12 en þ. fannst Eyfirðingunum nóg komiðog þeirgerðu sérlitið fyr- ir og sigruðu i næstu lotu 17:15. ÍS sigraði siðan i slðustu hrin- unni 15:10 og þar með leikinn 3:1. Þó stúdentar hafi sigrað leik þennan geta þeir engan veginn verið ánægði: með frammistöð- una. Það geti r verið afdrifaríkt fyrir þá að apa þessari einu hrinu, þvi að keppnin á toppi deildarinnar sem aðeins stend- ur ámilliÞróttarog 1S gæti ver- ið orðin það jöfn i tokin að liðin væru með jafn mörg stig.og þá er það hrinuhlutfall sem úrslit- um ræður. — SK. Handboltínn í Svíþjóð: Stórsigur Lugi— Drott vann Saab ,/Viö unnum góðan sigur yfir einu af neðsta liðinu i deildinni 29:18", sagði Jón Hjaltalín Magnússon, er við höfð- um samband við hann í gærkvöldi. „Ég gat nú ekki leikið með að þessu sinni" sagði Jón ennfremur.„Ég hef verið slæmur af kvefi að undanförnu og kaus því að hvíla mig að þessu sinni." Keppnin i 1. deildinni sænsku er mjög jöfn og spennandi,og er staðan afar tvisýn. Af hinum Islendingunum er það að frétta að lið ólafs Bene- diktssonar, 01ympia,sigraði loks eftir langan tapferil og lagði liðið Guif af velli að þessu sinni með 25:20 sigri. Það sem gerði gæfumuninn, var að báðir Danirnir. þeir Tomas Paizay og Lars Bock, léku nú með eftir langa fjarveru, og styrktu þeir liðið mikið. Jón hélt að ólafur Bene- diktsson hefði leikið með Olympia gegn Guifen vildi samt ekki slá þvi föstu. Af risanum og hinu eldfjallinu sænskum handknattleik, en það eru þau gælunöfn sem þeir Jón og Agúst hafa fengið> er það að frétta, aö lið hans, Drott, sigraði neðsta liðið, Saab, með 30 mörkum gegn 28, og var leikið á heimavelli Drott. Agúst skoraði sex mörk i leiknum og átti mjög góðan leik,en Björn Andersson hjá Saab gerði hvorki meira né minna en 10 mörk og var gjór- samlega óstöðvandi. Efsta liðiö, Istad, sigraði Hellas á heimavelliog heldur þvi enn forustu sinni,en annars litur taflan svona út: Istad er efst með 25 stig, þá kemur Lugi með 23 stig, næst Drott með 22, þá Heim með 20, Hellas er svo i 5. sæti með 19 stig, Guif er með 16, Viking meö 15, Kristianstad með 11, AIK 10, Olympia 8»Lidingö 8, og Saab rekur lestina með aðeins 3 stig. ,,Ég hef mikla trú á að þeim 1 Olympia takist að halda sér 1 deildinni þvi að Danirnir hafa nú hafið keppni með þeim aö nýju og styrkia þeir liðið mikið” sagði Jón Hjaltalin Magnússon að lokum. _SK Jón Hjaltalin gat ekki leikið nieð Lugi gegn Lidingö vegna veikinda. >

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.