Þjóðviljinn - 08.03.1978, Side 4

Þjóðviljinn - 08.03.1978, Side 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 8. mars 1978 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfuféiag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Árni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Sföumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Meginatriði Það sem eftir stendur sem meginatriði eftir mótmælaaðgerðir verkalýðshreyf- ingarinnar 1. og 2. mars er þetta: Um 30 þúsund manns innan Alþýðusam- bands íslands og Bandalags starfsmanna rikis og bæja lögðu niður vinnu til þess að mótmæla lögum rikisstjórnarinnar þrátt fyrir ofbeldishótanir atvinnurekenda með rikisstjórnina og borgarstjórn Reykja- vikur i broddi fylkingar. Skiptar skoðanir eru um mótmælin sem slik.en þátttakan sýnir að yfirgnæfandi meirihluti verka- fólks taldi rétt að efna til allsherjarverk- fallsins. 1 annan stað liggur það meginatriði nú fyrir að allt launafólk á íslandi er andvigt kaupránslögum rikisst jórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins. öll verkalýðsfélög hafa mót- mælt lögunum og flest verkalýðsfélög eða nær öll hafa þegar sagt upp samningum sinum. Meira að segja það félag sem ihaldsþingmaðurinn Guðmundur H. Garðarsson talar um sem sina einkaeign hefur sagt upp samningum vegna kaup- ránslaganna og mun Guðmundur sjálfur meira að segja hafa stutt uppsögn samn-' inga i félagi sinu,enda þótt hann hafi einn- ig stutt lögin i atkvæðagreiðslu á alþingi! f þriðja lagi er ljóst af viðbrögðunum að undanförnu að ekki einu sinni atvinnu- rekendur telja vinnubrögðin við lagasetn- ingu rikisstjórnarinnar viðunandi. Þeir hafa sjálfir að visu gefið út taxta samkvæmt fyrstu grein laganna, en þeir viðurkenna hvar sem er og meðal annars með taxtaútgáfu sinni að 2. grein ólaganna er óframkvæmanleg: Það er ekki unnt að setja taxta fyrirfram samkvæmt lögunum. Þannig eru þau i rauninni gjörsamlega fráleit smið frá hreinu tæknilegu sjónarmiði, að ekki sé minnst á pólitiskar forsendur málsins. Þá hefur ríkisstjórnin sjálf einnig viður- kennt að ekki er unnt að setja taxta samkvæmt lögunum, en rikið hefur gefið út taxta fyrir BSRB og BHM þar sem ekki er reiknað með 2. grein laga rikisstjórnar- innar. Lögin eru með öðrum orðum með þeim endemum útbúin að það er ekki einu sinni unnt að reikna taxta út frá þeim. Af þeim ástæðum og öðrum hafa fimm fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar neitað að semja reglugerð um framkvæmd laganna. Það er þannig sama hvernig málið er skoðað: öll verkalýðshreyfingin er andvig stefnu kjaraskerðingarlaganna, öil verka- lýðshreyfingin segir upp kjarasamningum vegna þeirra og krefst endurbóta samkvæmt kjörorðinu ,,kjarasamningana i gildi.” öll verkalýðshreyfingin er reiðu- búin til þess að berjast með öllum tiltæk- um ráðum fyrir úrbótum frá og með 1. apríl þegar samningarnir renna úr gildi. Verkalýðshreyfingin á íslandi hver einasti maður er andvíg stefnu ríkisstjórnarinnar i efnahagsmálum. Atvinnurekendur sverja af sér skyldleika við rikisstjórnina og þá alveg sérstaklega þá Geir Hall- Alþýðubankinn í sókn 1 nýútkomnu tölublaöi Vinn- unnar, timarits ASI og MFA, er athyglisvert viötal við Stefán Gunnarsson, bankastjóra Alþýðubankans. Þar kemur m.a. fram aö efnahagsleg staöa bankans gjörbreyttist til batn- aðar á sl. ári eftir stöðnun og jafnvel afturkipp i kjölfar svo- kallaös Alþýöubankamáls. I viðtalinu hvetur Stefán Gunn- arsson eindregiö til þess aö verkalýðshreyfingin og ein- staklingar úr rööum hennar ein- beiti sér aö þvi aö efla Alþýöu- bankann sem mest. Vert er að hyggja vel að röksemdafærslu hans fyrir nauösyn öflugs banka aö baki verkalýðshreyfingar- innar. Hér aö neöan er birtur upphafskafli viðtalsins: 1 vopnabúri andstœðinganna — Aö minu mati er gildi bankans fyrst og fremst fólgiö i þvi sama og fjárhagslegt sjálf- stæöi er hverjum einstaklingi. Sagt er aö fátækur bóndi norður i landi hafi eitt sinn sagt sem svo: ,,Nú er ég búinn aö borga kaupfélaginu og oddvitanum, og nú skulda ég hvorki guöi né mönnum”. Þetta oröafar finnst mér gott dæmi um þaö gildi sem fjárhagslegt sjálfstæöi hefur fyrir einstaklinginn, og sama held ég hljóti aö vera uppi á ten- ingnum hvaö félög og verka- lýöshreyfinguna i heild snertir. i baráttunni fyrir bættum kjörum er oft talað um aö hún sé barátta gegn fjármálalegu valdi, auövaldinu sem svo er kallaö einu oröi. Mln skoöun er, aö þau bestu vopn sem verka- lýöshreyfingin hefur gegn þvi valdi séu sömu vopn og beitt er hinum megin frá. Þvi hljóti sterkur banki i eigu verkalýös- hreyfingarinnar aö vera henni til styrktar á öllum sviöum. Þess vegna hef ég viljaö halda þvi fram, aö þaö sé eins og aö geyma vopn sin I vopnabúri andstæöingsins, ef verkalýös- hreyfingin geymir fjármuni sina viöa annars staöar en i sin- um eigin banka”. Fjármálavald „Eins má segja, aö sé þetta sterkur banki, þá eykur þaö gildi hans ef verkalýöshreyfing- in getur ráöiö i hvaöa farveg fjármunir hennar renna. Aö þessu hlýtur aö vera stefnt. Þaö fer auövitað ekki á milli mála, aö fjármagn verkalýöshreyf- ingarinnar i heild er mjög mik- iö. Þau lög sem samþykkt voru á alþingi nú fyrir áramótin, um skyldu lifeyrissjóöa verkalýös- hreifingarinnar til aö kaupa skuldabréf fyrir 40% af ráöstöf- unarfé sinu, sanna þaö vald sem verkalýðshreyfingin getur skapaö sér meö sinu fjármagni, — en þaö vald er rýrt meö þess- um lögum. — Hefur verkalýöshreyfingin gert sér grein fyrir þessu gildi bankans? — Þaöer ómögulegt fyrir mig aö segja af eöa á um þaö. Þaö sem ég segi hér er auövitaö min eigin skoöun, og ég get alls ekki ætlast til þess aö allir hafi sömu skoðun á þessu máli og ég. Ég held þó aö margir hafi áttaö sig á gildi bankans og séu sömu skoöunar og ég hvaö þaö mál varöar. Eins held ég aö margir séu aö komast á þessa skoöun. En ég vil ekki vera svo frekur aö heimta aö allir menn séu mér sammála”. Dreifum ekki fjármagninu — Hver eru viöskipti verka- lýöshreyfingarinnar viö bank- ann, sem hundraöshluti af heildarviöskiptum ? — Svarið er ekki hægt aö segja i tölum eöa nákvæmlega á annan hátt. En þaö er þó ánægjulegt aö geta sagt, aö Aiþýöubankinn er aöalviö- skiptabanki Alþýöusambands tslands, og ennfrcmur aöalviö- skiptabanki nokkurra stórra verkalýösfélaga, — og smærri raunar lika. Hins vegar fer ekki hjá þvi, aö þau viðskipti eru enn ekki oröin nægilega mikil, aö áliti okkar i bankanum og bankaráösins. Ég held þaö felist meöal ann- ars I þvi, aö lifeyrsissjóöirnir hafa ekki verið meö nægilega mikil viöskipti. Mér hefur fund- ist vera dálitil tilhneiging til þess aö skipta fjármagninu á milli bankastofnana. Þaö kem- ur einmitt inn á þaö sem viö vorum aö tala um áöan, — aö þaö eigi aö einangra fjármuni verkalýöshreyfingarinnar eins mikiö viö þennan banka og mögulegt er. Þaö er kannski dálitiö um aö félög vilji hafa alla góöa og eins veröur aö benda sérstaklega á aö félög úti á landsbyggöinni skipta frekar litiö viö bankann. Geyma ekki sina sjóöi I honum. Þaö er kannski eölilegt, þvi viö höfum ekkert útibú á landsbyggðinni. Samt sem áöur vill maöur halda þvi fram, aö vöxtur bankans hljóti aö kosta nokkra fyrirhöfn og kannski fórnir, sem aftur ættu aö nást til baka þegar bankinn stækkar og hefur efni á og stööu til aö opna útibú. Talandi um sjóöi verkalýös- hreyfingarinnar staldrar hug- urinn ósjálfrátt viö Atvinnu- leysistryggingasjóö, er stofnaö- ur var eftir margra vikna verk- fall verkalýösfélaganna: hann ætti aö sjálfsögöu aö vera I banka verkalýöshreyfingarinn- ar og starfa i samvinnu viö hann. Eins má minna á orlofskerfið, grimsson og Ólaf Jóhannesson. Enginn nema alþingismennirnir 42 þorir að kannast við króann — og viðurkenning þeirra gildir þó aðeins innan þinghússins: Þegar þeir eru komnir út fyrir álnarþykka veggi þess greiða þeir óðara atkvæði á móti eigin lögum — með uppsögn kjara- samninga vegna þeirra laga sem þeir voru að enda við að setja. Það kæmi ekki á óvart þó að Geir Hallgrimsson og Ólafur Jóhannesson væru einu mennirnir auk Styrmis Gunnarssonar ritstjóra Morgun- blaðsins sem þora að kannast við afkvæm- ið svo ófrýnilegt sem það er. — s. A thyglisvert Á siðasta fundi borgarstjórnar Reykja- vikur beitti Sigurjón Pétursson, borgar- ráðsmaður Alþýðubandalagsins, sér gegn þvi að borgin tæki sérstakan refsifrádrátt frá borgarstarfsmönnum sem þátt tóku i verkfallinu 1. og 2. mars. Við afgreiðslu málsins i borgarstjórn stóðu ihalds- fulltrúarnir að sjálfsögðu allir með hefndaraðgerðum gegn borgarstarfs- mönnum. Það vakti ekki sérstaka athygli. Hitt vakti nokkra athygli að borgar- fulltrúar Framsóknarflokksins, Alfreð Þorsteinsson og Kristján Benediktsson, stilltu sér upp við hliðina á ihaldinu. Það er raunar ekki nýtt á þessu kjörtimabili borgarstjórnar að framsóknarfulltrúarnir hagi sér þannig; þeir hafa yfirleitt hengt sig á ihaldið i öllum veigameiri málum. En engu að siður er afstaðan athyglisverð — einkum fyrir kjósendur sem taka þurfa afstöðu i kjörklefanum i mailokin. — s. T m I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I j j i ■ I ■ I ■ ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ A m I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ J sem rekiö er af pósti og sima eöa póstgiróstofunni. Þaö kerfi viröisl mér nánast út i hött og sé starfsemi sem hiö öfluga banka- kerfi væri full fært um að ann- ast”. Aukin viðskipti við launafólk I viötalinu er fjallaö um ýmis- leg vandamál Alþýöubankans og er ljóst af þvi sem þar segir aö verkalýösfélögin og einstakl- ingarnir sem skipta viö bank- ann þurfa nokkuöá sig að leggja ef þau vilja tryggja viðgang hans. Stofnun útibúa er m.a. margvislegum erfiðleikum háö. En bankinn hefur reynt aö standa undir þvi nafni aö vera banki launþeganna. íltlán til einstaklinga úr röðum launa- fólks hafa aukist hlutfallslega og er áhersla lögö á heiöarleika I viöskiptum. Um þetta atriöi segir Stefán Gunnars- son: — Þvi er ekki aö neita, aö okkur er ijúfara aö veita manni lánafyrirgreiðslu ef hann er I viöskiptum viö bankp n. Meö sparisjóösbók eöa ávfsana- reikning. Hitt er annaö aö viö höfum reynt aö standa undir þvl nafni aö vera banki launþega. Hins vegar vil ég ekki segja aö þaö sé nein grundvallar- forsenda fyrir mann að eiga reikning i bankanum, vilji hann fá lán. Þaö sem viö metum mest er aö menn séu heiöarlegir. Heiöarleg viöskipti af hálfu bankans og þeirra sem skipta viö hann er nefnilega grundvail- aratriöi. Viö höfum auðvitaö veriö veikir fyrir þvi, ef fólk hefur veriö aö koma sér upp húsnæöi og er I peningahraki vegna þess. Eins ef þaö er aö koma sér fyrir á annan hátt. Ég geri ráö fyrir aö oröiö hafi dálit- il aukning á þvi, aö einstakling- ar fái hér fyrirgreiöslu, frá þvi sem áöur var. En grundvallar- skilyröi þess aö menn fái viö- skipti viö bankann er, aö þeir hafi ekki verið I vanskilum viö hann og treysta megi þvi, aö þeir standi viö þaö sem þeir hafa lofaö. Þaö hafa þvi miöur oröiö mér nokkur vonbrigöi i starfi, hve mörgum hefur reynst erfitt aö standa i skilum. Sérstaklega hef ég oröiö fyrir vonbrigöum meö þaö, aö fólk talar ekki viö bank- ann ef þaö á erfitt meö aö standa i skilum. Ef þannig stendur á, er yfirleitt hægt aö komast aö samkomulagi um önnur kjör en upphaflega var samiö um. En ég vil ítreka þaö, aö mér finnst heiöarleiki og reglusemi i viöskiptum mcira atriöi heldur en inneign I bank- anum. Þótt þaö sé aö sjálfsögöu ánægjuiegra, ef um gagnkvæm viöskipti er að ræöa”. Vert er að vekja athygli launafólks á þvi að þaö er álit bankastjóra Alþýðubankans að atvinnurekendum sé ekki stætt á þvi aö neita aö greiða laun inn i þá bankastofnun sem þaö ósk- ar. „Ef launþegi óskar eftir ákveöinni bankastofnun á hann heimtingu á þvi, eöa fá greitt I peningum”. Menn ættu þvi aö hafa I hendi sér aö beiná viö- skiptum til Alþýöubankans. Undir lok viðtalsins minnist bankastjórinn á markmiðiö 1 rekstri bankans á þessu ári: Aðalvandinn er rekstrarlegs eölis. Þaö á viö um alla banka I landinu, aö reksturinn áriö 1977 var erfiöur og þvi miöur má ekki gera ráö fyrir aö rekstur- inn hafi veriö verulega hag- stæöur þaö ár. Þess vegna hlýt- ur þaö aö vera meginmarkmiö okkar á þessu ári, jafnframt þvi aö vona aö áfram megi halda sú jákvæöa þróun sem hófst áriö 1977, aö sýna og sanna þaö fyrir eigendum bankans, aö þaö borgi sig aö eiga banka og þannig veröi hægt, viö lok ársins 1978, aö greiöa eigendum bankans einhvern arö af þvi fé sem þeir hafa lagt bankanum til i hlutafé. —e.k.h.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.