Þjóðviljinn - 08.03.1978, Page 5

Þjóðviljinn - 08.03.1978, Page 5
Miðvikudagur 8. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 VORBOÐARNIR LJÚFU Eftir að greinin um fyrirlitn- ingu á uppruna sinum birtist 14. jan., varð ég fyrir þeirri skemmtilegu r^ynslu, að siminn stansaði varla hjá mér i nokkra daga, og þar var ekki um að ræða neitt bölvað kvabb, heldur virtist þakklátt fólk i biðröð á llnunni. A götum Uti og vinnustöðvum klappaði fólk mér á öxlina og sagði: orð i tima töluð og fleira fallegt. En sem betur fer virðist ég lika hafa komið við kaunin á einhverj- um, og þeir skulu svo sannarlega ekki fá að bera þau sem einhverja guðstyftun án pess að vera amk. boðin læknishjálp. Það var dulitið skondin tilvilj- un, að báðir fyrstu andmælend- urnir skyldu heita Þröstur. Ég var farinn að óttast, að þetta yrði ekki annað en bibibi, en kvæðum fuglsins verður sem kunnugt er ekki svarað með rökum. (Auk þess nennti ég illa eða kunni varla við að fara að ónotast við þessa gömlu heimaganga mina frammi fyrir alþjóð). En svo kom Gisli Gunnarsson til skjalanna, og þá var unnt að fara að svara af viti og lofa hinum að fljóta með. Ég er mjög sammála fyrrihlutanum af grein Gisla, en hlýt eðlilega að gera nokkrar athugasemdir við seinnihlutann. Minusum eytt Fyrst verð ég að eyða tvenns- konar misskilningi, sem fram kemur hjá öllum þrem: 1. Það var aldrei ætlun min að skrifa um þetta leikrit Vésteins Lúðvikssonar sem slikt, heldur um vissa vanþekkingu, fordóma og angurgapahátt, sem ég hafði lengi orðið var við hjá mörgu fólki, sem telur sig sósialista. A þessum fyrirbærum hafði hins- vegar naumast verið hönd fest- andi fyrr en i þessu leikriti, þar sem þau eru túlkuð nokkuð vel. Hinsvegar er Vésteinn þó það góður höfundur, að finna má marga fleti á hans verki. Það mætti tam allt eins túlka það sem napra gagnrýni á unga fólkið ekki siður en Þórð gamla. Afturámóti setti ég púnktinn etv. ekki á réttum stað, einfald- lega af þvi þá var ég farinn að hafa svo gaman af þessu, að sköpunargleðin hljóp með mig i gönur. Sé samt ekkert eftir þvi. Það er þvi alrangt, að ég hafi ver- ið i vondu skapi, þegar ég skrif- aði þetta einsog Þröstur Haralds- son virðist telja sjálfsagða kveikju að gagnrýni og veit sjálf- sagt öðrum betur, að sá hvati er vissulega til. 2. Það er dagsanna, sem ég sagði, að sjálfur hafði ég ekki hugarflug til að varpa upp spurn- ingunni, hvort umrætt leikrit gæti talist sýningarhæft i fasistariki, heldur einn af „gömlu kreppu- jálkunum”. Og úr þvi svona mik- ið veður hefur verið gert út af þessum ummælum, tel ég rétt að nefna hann með nafni, þvi að ég veit, að hann skammast sin sist fyrir sinar skoðanir. Það er Gunnar össurarson trésmiður, f. 1912 i Kollsvik vestur. Siðar komst ég að þvi, að hann var ekki einn um þessar hugleiðingar, og taldi siðferðilega þarft að koma þeim á framfæri. Einsog ég tók strax fram, veit ég sjálfur ósköp litið um fasisma af eigin raun, ekki fremur en Gisli og Þrestirnir. Það væri þá helst i sambandi við VL. Ég hef ekki einusinni lesið þetta Samsæri mikla, sem Gisli talar um einsog eitthvert Helgakver, og býst ekki við að nenna þvi úr þessu. Fullyrðingum andmælt Ég hlýt að mótmæla þeirri staðhæfingu Gisla, að ég viti „ekkert um pólitiskt lif i Vestur- Evrópu árið 1957.” Það vill svo til, að einmitt þetta ár var ég á si- felldum þveitingi um Vestur- Evrópu þvers og langs sem starfsmaður Alþjóðasambands stúdenta. (Ég hafði nefnilega svo gott vegabréf og þurfti ekki árit- anir.) Það fór ekki hjá þvi, að ýmis- konar vinstri menn meðal stúd- enta sæktu þá að þessu fyrirbæri, sem bæði var frá IUS i Prag og Stúdentaráði Háskóla íslands. En þessa stjórnleysingja og trotsky- ista hans Gísla varð ég naumast var við, þótt vitaskuld hafi þeir verið til. Gisli viðurkennir, að þetta voru ,,að visu litlir og einangraðir hóp- ar”, en „höfðu haft með sér sam- tök nokkurn veginn samfleytt sið- an fyrir strið.” Þetta er ugglaust rétt. Það er hinsvegar alkunna, að menn reyna ósjaldan að halda sjálfsvirðingu sinni með þvl að gera sinn hlut þeim mun meiri sem þeir eru smærri og einangr- aðri, hvort heldur Eik,m-1, telja sig hluta af voldugri heims- hreyfingu eða Jón kútur á Gjögri segir af sér hreystisögur. Þarna virðist smágat á heimildarýni og sögulegri yfirsýn Gisla. Gisli telur, að blekkingin um tilveru Sovétrikjanna sem verð- andi fyrirmyndarrikis hafi fælt ótal verkamenn frá sósialisman- um og þannig dregið úr baráttu- getu verkalýðsins, en ekki aukið« honum áræði og kjark einsog ég sagði. Ég vil upplýsa, að ég var mjög sömu skoðunar og Gisli, þar til fyrir nokkrum mánuðum, þegar efni greinar minnar tók að sækja á mig. (Og það var löngu áöur en ég vissi nokkuð um innihald þessa of oft nefnda leikrits, sem er al- gert aukaatriði). Af varfærni heimildasafnarans tók ég þá að ræða um þetta við menn, sem höfðu lifað þessa tima sem verka- fólk. Og útkoman er sú, að hvort- tveggja hafi gerst: Sumum, hin- um dugmeiri, jókst kjarkur og áræði, aðrir fældust frá. Hinu hlýt ég að mótmæla af öll- um kröftum, að ég telji sósialiska hreyfingu á Islandi eiga uppruna sinn i stalinismanum. Sveiattan. Ég tel ekki nokkra sósialíska hreyfingu i heiminum, sem það nafn er gefandi, eiga uppruna sinn i þeim déskota. Auðvitaö eiga þær allar uppruna sinn i þjóðfélagslegu óréttlæti heima fyrir, þótt allskonar kenningar berist að hvaðanæva. SÍA sek eöa sýkn? Gisli ásakar SIA-menn fyrir það „vantraust i garð almennra .félaga” að birta ekki opinberlega „skýrslur” okkar um ástandið i Austur-Evrópu og kallar það „staliniska arfleifð”. Eg get vel viðurkennt nú, að við vorum þá óþarflega hlýðnir flokksforyst- unni, sem hafði vægast sagt litið álit á þessu grufli okkar og sann- leiksgildi þess. Enda hefndi það sin, þegar eintaki af bréfunum var stolið og Mogginn og Heim- dallur prentuðu þau meira og minna brengluð. Hitt var þó miklu meira atriði, að meginsjónarmið okkar var visindaleg varfærni. Það var blátt áfram nýmæli I sögu sósial- ismans, að nokkurskonar starfs- hópur sósialista hefði bæði að- stöðu, vilja og getu til að fremja þær athuganir, sem við reyndum. Þar var i sem stystu máli sagt reynt að bera saman opinberar skýrslur og áróður þarlendra yf- irvalda, áróður auðvaldspress- unnar og reynslu okkar sjálfra af áralangri dvöl i þessum löndum. Ég veit ekki um slikt framtak frá nokkru öðru landi, enda höfðu fæstir sömu forsendur og við. Og svo mikið vissum við, að jafnvel bestu skoðurum geta yfir- sést mikilvægir þættir i heildar- myndinni. Og við vildum einfald- lega ekki gera neitt fljótfærnis- legt i eins viðurhlutamiklu máli og við töldum um að tefla. Við þóttumst lika þurfa að hittast öðru hverju og bera saman bæk- urnar. En það var ekki auðgjört að halda tiða fundi i starfshópn- um, þegar menn voru dreifðir um noröanverðan hnöttinn frá Pek- ing til Reykjavikur. Liklega gerð- um við okkur ekki heldur nægi- lega ljóst þá, hversu mikilvægrar vitneskju við höfum i rauninni aflað okkur með þess tómstunda- gamni. Ég tel þó, að SIA-menn hafi bætt fyrir syndir sinar, þvi að engir hafa fremui; mótað og stað- ið vörð um sjálfstæða og gagn- rýna afstöðu Alþýðubandalags- ins gagnvart flokkaþursunum i Austur-Evrópu. Kynslódir og kokhreysti I grein Þrastar Haraldssonar vil ég fyrst minnast á kynslóða- bullið. Það er einsog ekki sé leng- ur unnt að tala um stéttir eða bara fólk, heldur einhverjar ó- skýrgreindar kynslóðir. Hvenær byrjar eiginlega ný kynslóð? Ég er ekki fulltrúi neinnar kynslóðar, þvi miður, heldur ákveðins hóps með svipaðar skoðanir. Þröstur er ekki heldur fulltrúi neinnar ,,68-kynslóðar”, sem betur fer, heldur annars fremur fámenns hóps. Ég svara honum lika sem slikum, en ekki bara einstakl- ingnum ÞH. Mér finnst enginn hetjuskapur fólginn i þvi að skammast við for- eldra sina. Það er álika merkilegt og þegar Vilmundur Gylfason þykist vera að bölsótast úti spill- ingu kerfisins eða lambhrútur bukkar hundaþúfu. En þetta er visst þroskastig, sem allir lenda einhverntimann i. Furðulegt, ef Þröstur heldur, að þetta sé eitthvert sérafrek „68- kynslóðarinnar”, nema þetta sé hennar eina afrek. Flest vöxum við uppúr þessu og förum að skamma sjálf okkur. Það krefst miklu meiri manndóms en að kenna öðrum um. Auðvitað mislikaði manni oft við foreldra sina rétt einsog suma vinnufélaga eða skólasystkin og fór ekkert dult með þaö. En að lita á „venjulega afskiptasemi” sem einhvern „húskross”, það kannast ég ekki við. Hitt veit ég, að unglingar á minum aldri voru miklu verri húskrossar en for- eldrarnir. Við komum fram viö þau einsog þau væru vinnudýr, vorum heimtufrek, löt og tillits- laus, nenntum aldrei aö vaska upp, fara út með ruslið eða taka til eftir okkur. Við vorum miklu fremur stalinistar heimilisins. Og mér er fullkunnugt um, að „68- kynslóðin” er ekki hótinu skárri aö þessu leyti. Það mætti lika spyrja, hvenær „afskiptasemi foreldra” ætti að taka enda. Þegar barn fæðist? Þegar það er 5 ára? 10 ára? 15 ára? Eða þegar barnið vill sjálft? I þessu sambandi vil ég benda á, að börn geta verið miklir „stal- Inistar” bæðiheima og I sinnhóp. Bg man eftir litlum strák, sem kom eitt sinn inn kvartandi sáran þvi að stærri strákar kölluðu n litinn polla. „En ég er eng- inn lítillpolli.” Hverjir eruþálitl- ir pollar? spuröi ég. „Þessir 3ja Og 4ra ára.’ ’ Hann var vist minnt- ur á þetta á hverju ári, og alltaf eltust pollarnir — um leið og hann sjálfur. Sami drengur var einn forkólfa t leynifélagi, sem hét „Rauða nannshöfuðið”. Maður rakst á reglur fyrir óbreytta félagsmenn, og 1. grein hljóöaði svo skrifuð meö 7 ára barnshendi: „Gera það sem við segjum.” Ég veit ekki, hvort það eru for- eldrar, sem innræta börnum svona hugsunarhátt um valdboð og hlýðni, eða lestur hasarbóka, kvikmyndir, eða hvort þetta er einfaldlega einkenni tápmikilla krakka. Meira um þaði sambandi við hinn Þröstinn. Óviljandi blekkingar? Þessi endar mál sitt á svo for- kastanlegum blekkingartilraun- um, að ég verð að endurbirta þann kafla. Hann viðurkennir fyrst, að ,,68-kynslóðin” hafi ekki staðið sig nógu vel, en segir sið- an: „En ýmislegt jákvætt hafa um- brotatimar áranna upp úr 1968 skilið eftir sig. Ber þar hæst hina nýju kvennahreyfingu sem oft er kennd við rauða sokka. Innan hennar hafa konur unnið þrek- virki við að gera upp við kynhlut- verk sitt. Væri nú ekki nær, félagi Arni, aðfylgjafordæmisystra okkar og hefja ýtarlega — og áreiðanlega sársaukafulla — krufningu á okk- areiginkynhlutverkihelduren að stunda smásmugulegt skitkast og geðvonskulegt nöldur út I þá sem sýna viðleitni i þá veru?” 1 fyrsta lagi voru það ekki kon- ur af „68-kynslóðinni”, sem voru frumkvöðlar Rauðsokkahreyf- ingarinnar á Islandi, heldur miklu fremur konur af „SlA-kyn- slóðinni”, ef maður á að nota þessi asnalegu orð. I öðru lagi veit ég ekki til, að ég hafi nokkru sinni verið með skit- kast eða nöldur Uti neina, sem vilja kryfja kynhlutverk karla. Hafi ég verið með skitkast, er það útiþá, sem henda skit i gamla og góða baráttumenn verkalýðsins. Éghef ekki einu sinni orðið var við þessa karlakynhlutverks- kryfjara, ekki vitað að þeir væru til hér, þótt svo ég hefði viljað hendaskiti þá. Enþað vil ég bara allsekki. Ég stakk þvi þvert á móti að málsmetandi mönnum fyrir þrem mánuðum, hvort ekki væri hugsanlegt aö helga 1. des. 1978 þessu viðfangsefni. Kannski verður það sársaukafullt fyrir einhverja, þótt ég skilji ekki al- mennilega af hverju, þvi ég á vist bágt meö að setja mig inni sálar- lif annarra. Fyrsti maðurinn, sem ég sé orða þetta vandamál skilmerki- lega, er Egill Egilsson i Þjóðvilj- anum i haust. Það var gott viötal, sem brá ljósi yfir ýmsa einfalda hluti, líkt og lausn á myndagátu, hluti sem maður þekkti, en hafði þó ekki gert sér grein fyrir. Einsog t.d. það, að kannski eru strákar jafnvel enn meir tilfinn- ingalega kúgaðir af tilætlunar- semi kerfisins en nokkurntima stelpur. Hinsvegar varð ég fyrir vonbrigðum með bókina hans, Karlmenn tveggja tima. Þar varð allt óskýrara. Bókin er greinilega mjög litið unnin, og ég skil ekkert i jafn skaupi gnægðum manni og Böðvari Guðmundssyni að þykja þetta fyndið oná alltsaman. Ann- aðhvort þarf Egill að vinna betur eða ritfærari menn að gera þessu efni skil. En þökk sé honum fyrir frumkvæðið. I þriðja lagi vegna ávarpsins: Égveit ég er i alltof mörgum fé- lögum, það er alltaf verið að draga mig i einhver félög, en þó veit ég ekki til að ég sé i einu ein- asta sama félagi og Þröstur þessi — og sist sálufélagi. Valdbod og hlýdni Um Þröst Ólafsson gæti ég ver- ið fáorður. Engan hef ég hitt, sem sér i grein hans annað en hringsól i þokunni, nema þriðja Þröstinn, Asmundsson. (U-hljóðvarp: þras — þrös). Þó má festa hendur á stöku atriði. Hann virðist tam. telja, að stal- inisti sé sú „manngerð sem alltaf er að hafa vit fyrir öðrum og þolir ekki aðaðrirhafivit fyrir sjálfum sér, stangist það á við hans eigin skoðun”. I lokin fer hann svo að leggja mér lifsreglurnar. Burtséð frá þvi, hvað hænan verður ævin- lega skrýtin i framan, þegar egg- ið ætlar að fara að kenna henni, þá hlýtur maður að spyrja: er Framhald á 14. siðu Konur og karlar I dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna Mætum öll á baráttufund 8. mars-hreyfingarinnar i TJARNARBÚÐ KL. 20.30 I KVÖLD Fjölbreytt dagskrá. ★ Kvennabarátta á grundvelli stéttabaráttunnar! ★ Gegn allri heimsvaldastefnu! 8. mars-hreyfingin

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.