Þjóðviljinn - 08.03.1978, Side 12

Þjóðviljinn - 08.03.1978, Side 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. mars 1978 Heilsugæslustöð á Vopnafirði Heildartilboð óskast i innanhússfrágang heilsugæslustöðvar á Vopnafirði. Innifalið i verkinu er t.d. múrhúðun, hita- og vatns- lagnir, raflagnir, málun, dúkalögn og inn- réttingasmiði. Verkinu skal vera lokið 15. júli 1979. útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavik gegn 15.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikud. 29. mars, 1978, kl. 11.30 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Blaðburðarfólk óskast - Vesturborg: Austurborg: Melhagi Sogamýri Kópavogur: Háteigshverfi (afl.) Vogar Hrauntunga Tún Skúlagata DIÚDVIUINN Siðumúla 6 simi 8 13 33 Blaöberar Vinsamlegast komið á afgreiðslu blaðsins og sækið rukkunarheftin. Afgreiðslan opin: mánud. — föstud. frá kl. 9-17. Þjóöviljinn Síðumúla 6 sími 81333 Tökum að okkur smiði á eldhúsinnréttingum og skápum, bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur um breytingar á innréttingum. Við önn- umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og inni. Verkið unnið af meisturum og vönum mönnum. Trésmíðaverkstæðið Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613 Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garöabæ önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboö I ■ I i ■ fc Laugardaginn 11. febrúar var haldin ráðstefna um iðnaöarmál á Suðurnesjum, i samkomusal Gagnfræðaskóia Keflavikur. Var öllum alþingismönnum Reyknesinga, ásamt bæjar- og sv ei tars t jórnar m önnu m á svæðinu, boðið. Ráðstefnan var öllum opin og sóttu hana um 80 manns. Eftir að forseti félags- ins.Gizur t. Helgason, hafði sett ráðstefnuna, ávörpuðu Þorvald- ur Alfonsson, aðstoðarmaöúr iðnaðarráðherra, og Jósep Borgarsson, formaður sam- starfsnefndar sveitarfélaga á Suðurnesjum, ráðstefnugesti. Fyrri hluta ráðstefnunnar var varið til þess að kynna starfsað- stöðu iðnaðar á Suðurnesjum, eins og hún er nú og liklegar breytingarþar á,á næstu árum. Þessir menn fluttu erindi: Ólafur B. ólafsson talaði um fiskiðnað. Einar Einarsson um skipasmiðar. Ellert B. Skúlason um vélaverktaka. Birgir Guðnason um þjónustuiðnað. Hreinn Óskarsson um byggingariðnað. Egill Jónsson um framleiðsluiðnað. Að þessum erindum loknum var gert fundarhlé og ráðstefnu- gestum boðið upp á kaffiveit- ingar. Siðari hluta ráðstefnunnar 1 ."2 • • JH.. TjB ÍM-4,T gg g w* Keflavik ; Ráðstcfna um iðnaðar- imál á Suðurnesjum var varið til kynningar á vaxtarmöguleikum iðnaðar á Suðurnesjum. Leó M. Jónsson, Bændur bjóða próf. Poul rekstrartæknifræðingur, flutti erindi sem hann nefndi: „Til hverra má leita?”. Jónas Bjarnason,dósent, kynnti nýjar vinnsluaðferðir 1 fiskiðnaði. Kristján Friðriksson talaði um stofnun nýs fyrirtækis. Olfur Sigurmundsson, forstjóri Út- flutningamiðstöðvar iðnaðar- ins, flutti erindi um iðnað við alþjóðaflugvöll. Að lokum kynnti Ingólfur Aðalsteinsson, framkvæmda- stjóri Hitaveitu Suðurnesja, verklegar framkvæmdir á veg- um fyrirtækisins og starfsemi þess. Að ráðstefnunni lokinni var gestum boðið i kynnisferðir til Skipastöðvar Njarðvikur og hitaveitunnar i Svartsengi, til að lita á mannvirki þar. Voru ferðirnar fjölmennar og þóttu takast vel. Ráðstefna þessi var liður i verkefni á sviði iðnaðar, sem nú er i framkvæmd á vegum JC Suðurnes. Annar þáttur þess er ritgerðasamkeppni um iðnaðar- mál, sem nú fer fram i skólum á svæðinu. Þá er fyrirhugaður borgaráfundur i lok mars og út- gáfa blaðs, þar sem birtir verða kaflar úr erindum, verðlauna- ritgerðir, greinar um iðnaðar- mál á Suðurnesjum o.fl. / Það er von félagsins að sem flestir Suðurnesjamenn taki þátt i verkefninu, svo það megi bera tilætlaðan árangur. —mhg Sýslunefnd Noröur-Þingeyinga Skorar á sjávar- útvegsráðuneytið Astrup til íslands Framleiðsluráð landbúnaðar- ins hefur boðið prófessor Poul Astrup við Rikisspitalann i Kaupmannahöfn að flytja fyrir- lestur hér á landi um mataræði og hjartasjúkdóma. Akveðið er að Astrup flytji fyrirlestur sinn i Súlnasal Hótel Sögu,fimmtudaginn9. mars, kl. 20.30. 1 samráðivið Læknafélag tslands ogiLæknafélag Reykja- vikur hefur öllum læknum sér- staklega verið boðið á fundinn. Formaður Læknafélags tslands, Tómas A.Jónasson, verður fundarstjóri Þess er vænst, aö sem flestir, sem áhuga hafa á neysluvenjum og heilsufari sjái sér fært að mæta á fundinum. Frjálsar umræður munu að I sjálfsögðu verða leyfðar, enda ■ æskilegt, að þeir, sem eru á | öndverðum meiði við kenningar ■ Astriqss láti i sér heyra á fund- ■ inum. Prófessor Poul Astrup er " þekktur fyrir efasemdir um Iréttmætiþess að ráðleggja fólki að breyta neysluvenjum sinum “ til að forðast hjarta- og æða- I sjúkdóma. Gert er ráð fyrir að ■ prófessor Astrup fiytji einnig | fyrirlestur viö læknadeild Há- m skólans. ■ (Heimild: Uppl.þjón.landb.) —mhg Byggðin i Norður-Þingcyjar- sýslu hefur um alllangt árabil átt i vök að verjast. Bæði hefur strjálbýli verið mikið og atvinnutækifæri ekki nægilega mörg og stöðug, svo að sýslan hefur orðið að berjast við fólks- fækkunarvanda. 1 júni 1975 var lögð fram af hálfu Framkvæmdastofnunar rikisins byggðaþróunaráætlun Norður-Þingeyjarsýslu, en hún er þó aðeins úttekt á at- vinnuástandi og hugsanlegum leiðum til framvindu i atvinnu- málum sýslunnar. Ekkert hefur verið gert til þess að hrinda i framkvæmd áætlun þessari, svo að hún er enn sem komið er að- eins pappirsplagg. Með áætlun- inni var þó viðurkenndur af opinberri hálfu sá mikli vandi, sem Norður-Þingeyingum er á höndum. Skömmu eftir útgáfu byggða- þróunaráætlunarinnar fundust hinsvegar auðug rækjumið i öxarfirði, en þá brá svo við, að allur sá vandi, sem byggðaþró- unaráætlunin lýsti, var gleymd- ur, og sjávarútvegsráðuneytið úthlutaði veiðileyfum til skipa úr öðrum sýsium. Af þessu tilefni gerði sýslunefnd Norður- Þingeyjarsýslu svohljóðandi ályktun á siðasta fundi sinum: „Aðalfundur sýslunefndar Norður-Þingeyjarsýslu, haldinn á Kópaskeri, lýsir fullum stuðn- ingi sinum við kröfu ibúa við öxarfjörð um algjöran forgang þeirra til nýtingar rækjumið- anna i firðinum og skorar hún á sjávarútvegsráðuneytið að verða við eðlilegum og sjálf- sögðum kröfum þeirra tíl sama réttar og viðurkenndur hefur verið alls staðar, þar sem rækjuveiðar eru stundaðar inn- fjarðar við landið”. Framanritað er blaðinu sent frá sýslunefnd Norður-Þingeyj- arsýslu. —mhg. SÍMI 53468

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.