Þjóðviljinn - 09.03.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.03.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. mars 1978 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fré'ttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösia, auglýsingar: Siðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Nú hóta þeir atvinnuleysi og landflótta Efni forystugreinar Morgunblaðsins i gær er að rifja upp atvinnuleysið og land- flóttann á viðreisnarárunum 1968 og 1969, og þar er siðan fullyrt að sams konar neyðarástand væri óumflýjanlegt nú, ef rikisstjórnin hefði látið vera að rifta kjarasamningum og dæma allt almennt launafólk þar með til að vinna kauplaust á annan mánuð þetta árið. Þetta eru staðhæfingar, sem eiga sér enga stoð i veruleikanum. Þær eru ein- göngu settar fram til að hræða fólk frá að standa á rétti sinum og fá menn til að ganga auðmjúka undir svipuhöggin. Þótt rikisvaldið hafi áður gripið til árása á gerða kjarasamninga með laga- setningu, þá eru kaupránsaðgerðir rikis- stjórnarinnar nú engu að siður nær einstakar. Þær eiga sér fá fordæmi vegna þess að til þeirra er gripið einmitt þegar ytri skilyrði þjóðarbúsins eru hagstæðari en nokkru sinni fyrr. Áður hafa slikar að- gerðir, oftast verið afsakaðar með ytri áföllum þjóðarbúsins markaðshruni eða samdrætti i framleiðslu, — samanber árin 1968 og 1969. Þótt slikar afsakanir stjórn- valda hafi vissulega sjaldnast verið hald- bærar, þá tekur þó steininn úr með kaupránsaðgerðunum nú, þar sem óumdeilt er, að þjóðarframleiðslan sé meiri en nokkru sinni fyrr og viðskipta- kjör einhver þau hagstæðustu i allri sög- unni. Hefðu kjarasamningarnir fengið að standa, þá hefði kaupmáttur umsaminna launa hjá verkafólki, iðnaðarmönnum, verslunar- og skrifstofufólki svo og opin- berra stafsmanna samt orðið lægri nú á árinu 1978, heldur en hann var 1974 eða 1973 eða 1972. Þetta hefur sjálf Þjóðhags stofnun staðfest, og enginn leyft sér að andmæla. Var það samt of mikið, að þessar helstu launastéttir fengju að halda þeim kaup- mætti launa árið 1978, sem kjarasamn- ingarnir gerðu ráð fyrir? Þurfti samt að . láta fólk vinna kauplaust nú á annan mán- uð i ár (miðað við að kjarasamningarnir giltu hina mánuði ársins), — og það þótt þjóðartekjur okkar á mann verði i ár 14% hærri en 1972 samkvæmt varkárri spá Þjóðhagsstofnunar? Hvers konar rikisstjórn er það, sem hefur haldið svo á málum i góðærinu allt þetta kjörtimabil, að nú við lok þess sjá helstu talsmenn stjórnarinnar enga möguleika nema atvinnuleysi og land- flótta, ef greiða á launafólki kaup i 12 mánuði á ári en ekki bara i 10—11 mánuði? Sé það kaup sem kjarasamningarnir kveða á um of hátt nú miðað við þjóðar- tekjur, þá hefur það þeim mun frekar verið of hátt öll vinstri stjórnar árin til dæmis. Ekki kom þá til atvinnuleysis, ekki kom þá til landflótta. Þá var atvinnulifið þvert á móti byggt upp, og að þeirri upp- byggingu búum við nú. Vill Morgunblaðið máske reyna að leiða rök að þvi, hvers vegna launin ættu að valda atvinnuleysi og landflótta nú 1978, þegar meira er til skipta frá þjóðarbúinu en nokkru sinni fyrr, fyrst að allt atvinnu- lif stóð i blóma á árum vinstri stjórnar- innar, þegar kaupið var hærra en nú þótt þjóðartekjur væru þá lægri? Það væri gaman að sjá þá röksemda- færslu. En sú röksemdafærsla er vist fyrirfram dæmd til að verða dálitið kynd- ug, og sist gæti hún falið i sér hrós um árangurinn af efnahagssefnu núverandi rikisstjórnar. Hitt er ekki nema satt og rétt, að svo bölvanlega er hægt að stjórna einu þjóð- félagi, að við landauðn liggi, þótt smjör drjúpi af hverju strái náttúrunnar. Við skulum vona að sá verði þrátt fyrir allt ekki dómurinn um þá samstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem tveir þriðju islenskra kjósenda lyftu i valdastól i kosningunum 1974. Sumir þeirra sem tala um að umsamið kaup verkafólks sé nú alltof hátt bæta þvi við, að nær væri að iáta kaupið (raungildi þess) fylgja afkomu þjóðarbúsins, eins og hún er hverju sinni. Þá væri hægt að losna við aila þessa kjarasamninga, sem síðan eru ógiltir!! En hafa menn hguleitt, að ef þessari reglu hefði verið fylgt siðan i striðslok, þá hefði kaup verkamanna verið heimingi hærra i fyrra en það var fyrir kjara- samningana. Og hefði þessi regla verið tekin upp frá 1972, þá væri umsamið kaup helstu launastéttanna nú um 18% hærra en kjarasamningarnir gera ráð fyrir og þar með 28% hærra en það kaup sem ólög rikisstjórnarinnar skammta. Hér er byggt á þeim upplýsingum, sem Þjóðhagsstofnun hefur vottfest, að miðað við grunntöluna 100 stig árið 1972, (bæði hvað varðar kaupmátt og þjóðartekjur), þá megi vænta þess að kaupmáttur um- samins kaups verði 96.8 stig árið 1978, en þjóðartekjur á mann 114 stig. —k. Eindregnari karlalistar Engin kosningakerfi eru full- komin, og jafnvel æstustu tals- menn prófkjöranna eru nú farn- ir að viðurkenna ágalla sem á þeim eru. Hér skal aðeins bent á einn þeirra, sem nú stingur mjög í augu. Allt bendir til þess að áhrif prófkjöranna, bæði til bæjar- og sveitarstjórnalista og alþingislista, veröi þau að færri konur verði ofarlega á listum i kosningunum i vor heldur en við siðustu kosningar. 1 flestum kjördæmum og bæjarfélögum er stillt upp eindregnari karla- iistum en áður, og enda þótt heildarskoðun hafi ekki verið gerð á uppstillingu flokkanna, bendir flest til þess að færri konurverðii „öruggum” sætum en áður Berlega kom þetta fram i prófkjörum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna um siðustu helgi. Eintómir karlar komust þar á dekk, og Elin Pálmadóttir, blaðamaður, féll úr fjórða niður i áttunda sæti á lista Sjálfstæöisflokksins. Tyrkneskar konur og íslenskar á sama báti Það er ástæða til þess aö staldra við og hugleiða hvert stefnir i þessu efni. Kvenna- Skoðanakönnun Frams óknarflokks - ins til bæjarstjórnar á Akureyri — Marktæk úrslit FI — Skoðanakönnun Framaökn- arflokksins i Akureyri tU bcjar- stjornar fór fram 3.-5. mari og nifti hún til 6 efstu sæta lista flokksins vift ncstu bcjarstjórn- arkosnlngar.Atta hundruft og þrjátiu kusu. efta rétt um 50% miftaft vift þaft atkvcftamagn sem flokkurinn fékk I sfftustu kosning- um árift 1974. þá leift aft Sigurftur Oli Brynjólfs- son kennarí hlaut 348 atkvsfti I fyrsta scti og samanlagt 658 at- kvaeöi. Tryggvi Glslason skólameislarí hlaut 228atkv*fti I (yrsta og ann- abscti ogsamanlagt 564 atkvcfti. I þriftja sæti varft Sigurftur Jó- hannesson (ramkvcmdastjóri meft 320 atkvcfti I (yrsta annaft og þriftja sæti og samanlagt meft 476 atkvæbi. 1 (jórfta sæti varft Jðhannes Sig- valdason ráftunautur sem hlaut 250atkvæftii (yrstatil (jórfta sæti. Og samanlagt 370 atkvæbi. Ingimar Eydal kennari hlaut 294 atkvæfti I fyrsta tif (immta sæti og samanlagt 362 atkvæftí. 1 sjötta sæti varft Pétur Palma- ion verkfræftingur og hlaut hann samanlagt i fyrsta til sjötta sæti 336 atkvæfti. Þrlr menn eiga nú sæti I bæj- arstjórn Akureyrar íyrir Fram- sóknardokkinn, en þaft eru þeir Sigurftur Oli BrynjóUsson, Stefán Keykjalln forseti bæjarstjórnar og Valur Arnþórsson íyrrverandi forseti bæjarstjórnar. Tveir hinir siftastnefndu gáfu ekki kost a sér til skoftanakönnunarinnar. Erlingur sagfti aft lokum, aft hina rólegu þátttöku bæri ab skilja sem svo aft engin ævintýra- mennska heffti verift meft I spiUnu og fullt mark væri á úrslitunum takandi. Trýggvl Gfslaton, skólametstarl. Slgurftur Jóhannessan fram- Jóhannes Sigvaldason, ráftunaut- Inglmar Kydal. kennarl. Einn karlalistanna sem kosift verftur um I vor. Ekki einu sinni „skrautblóm” i 6 efstu sætunum. verkfallið ’75 vakti heimsat- hygli og ekki laust við að bæði hér á tslandi og erlendis væri gert ráð fyrir að mikilla tiðinda yrði að vænta af þátttöku islenskra kvenna i fulltrúasam- komum og opinberu stjórn- málavafstriá næstu árum. Ekki stóð heldur á þvi að forystu- menn stjórnmálasamtaka gæfu út hástemmdar yfirlýsingar um að þeir myndu leggjast á sveif með konum og breyta ástandinu. Staðreyndin sem prófkjörin hafa í engu haggað nema siður sé, er sú að á Alþingi Islendinga er hlutfall kvenna aðeins 5% og i bæjar- og sveitarstjórnum 3,7%. í nefndum og ráðum á vegum þings og ráðuneytia er ástandiö enn verra. Raunar kemur það fram i tölum frá Evrópuráðinu að einungis i Tyrklandi og Grikklandi eru konur i Evrópu eins illa á vegi staddar hvað varðar þátttöku i fúlltrúasam- komum og islenskar konur. Við erum ekki aðeins eftirbátar - frænda okkar annarsstaðar á Norðurlöndum heldur i þessu tilliti á sama félagslega stigi og þau þjóðfélög í Evrópu sem búið hafa við hvað mesta stjórnar- farslega kúgun og forneskju. Skrautblóm á listum Það mætti sjálfsagt spinna um það lopann hversvegna ekk- ert tommar enn i þessum málum hérlendis. Sá hugsunar- háttur virðist enn landlægur að konur eigi einvörðungu að vera til skrauts á listum og i nefndum og ráðum. Og enda þótt fleiri konur gefi nú kost á sér til opin- berra starfa en áður virðist þessi hugsunarháttur halda þeim niðri. Og ljóst er að alls- staðar þar sem um völd er að tefla eða umsjón og yfirráð yfir fjármunum fer fram valdatog- streyta, sem konur verða undir i. Ástæðurnar eru margar, en staðreyndirnar i þessu máli eru íslendingum til skammar. Þvingunar- reglur? 1 Noregi gafst það vel amk. um tima er þar voru settar reglur sem gera ráð fyrir að i allar opinberar nefndir og ráð skuli tilnefna helmingi fleiri en þar eiga að siitja, og skuli i þeirri tilnefningu vera jafnmargar konur og karlar. Siðan er valið úr þessum hópi. í ljós kom að miklu fleiri konur höfðu menntun og hæfileika til trún- aðarstarfa, en norskir karlar höfðu gert sér grein fyrir. Þaðer engum vafa undirorpið að hérlendis er ekki hægt að treysta á snögga hugarfars- breytingu sem tryggi konum meiri þátttöku og áhrif i stjórn þjóðmála. Úr þvi að menn hafa viðurkennt jafnréttissjónar- miðin i orði þarf einhverjar skynsamlegar reglur og ákvæði sem þvinga menn til þess aö viðurkenna þau i reynd. Skylt er að geta þess að á ein- stöku stöðum eins og t.d. á Akureyri hafa Alþýðubanda- lagsmenn haft jafnréttissjónar- miðin í huga við skipan bæjar- stjórnarlista. Vonandi lætur Alþýðubandalagið i Reykjavik það ekki henda sig að nota gri'ska og tyrkneska módelið við uppstillingu á sina lista ogkosn- ingarnar i vor. Vel upplýstar uppstilllinga- nefndir hafa enn tækifæri á að sýna að þeirra dagar eru ekki taldir. Þær hafa það i hendi sér að taka tillit til margra mikil- vægra sjónarmiða, t.d. jafn- réttiskröfunnar, sem algjörlega verða undir i darraðardansi prófkjöranna. —ekh T ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ a ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.