Þjóðviljinn - 09.03.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.03.1978, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. márs 1978 Þingfréttir i stuttu máli: íslenskukennsla í fjölmiðlum hlýtur almennan stuðning Síðast liðinn þriðjudag mælti SVERKIR HERMANNSSON fyrir tiliögu til þingsályktunar sem hann flytur um islensku- kennslu i fjölmiðlum. Með- flutningsmenn hans eru TÓMAS ARNASON, JÓNAS ARNASON, GYLFI Þ. GÍSLASON og KAR- VEL PALMASON. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að sjá svo um að sjón- varp og útvarp annist kennslu og fræðslu i öllum greinum móður- málsins. Þrettán manna ráð, kosið hlutfallskosningu á Aiþingi, skal hafa með höndum stjórn þeirra mála”. Auk Sverris tóku til máls þing- mennirnir Jónas Arnason, Sigur- laug Bjarnadóttir, Stefán Jónsson og Tómas Arnason og lögðu þeir allir áherslu á mikilvægi þess að þetta mál næði fram að ganga. Kortabók íslands A sama fundi mælti Sverrir llermannsson fyrir tillögu sem hann flytur um útgáfu kortabókar islands. Meðflutningsmenn hans eru Ingvar Gislason, Gils Guðmundsson, Eggert G. Þor- steinsson og Karvel Pálmason. 1 tillögunni er skorað á rikis- stjórnina að hafa forgöngu um út- gáfu kortabókar Islands. 1 máli Sverriskom m.a. fram að áhuga- menn um framgang þessa máls hefðu gert drög að efnisskipan slikrar bókar. I fyrsta kafla yrði t.d. náttúra landsins, landslag, jarðfræði islands, jarðeðlisfræði- Breytingar á lögum fjögurra lifeyrissjóöa til umræöu í neöri deild þingsjá þjóðviljans leg kort, jarðvegur og gróður, vatnafræðikort, veðurfar og hafið við island. í öðrum kafla yrðu sagníræðileg kort, svo sem stjórnmálasaga, hagsaga og menningarsaga. i þriðja kafla yrði fjallað um ibúa landsins, mannfjölda og mannfjölgun dreifingu ibúanna, fólksflutninga og menntun. 1 fjórða kafla yrðu ýmis hagræn kort, fiskveiðar, landbúnaður, orku- og námu- vinnsla, iðnaður, samgöngur og Stjórnarfrumvarp um Kennaraháskóla íslands: Uppeldisfræðin flutt úr Háskólanum Nýlega mælti Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráð- herra, fýrir frumvarpi til laga um Kennaraháskóia isiands. Frum- varp til nýrra laga um Kennara- háskóla islands var lagt fyrir Alþingi veturinn 1976-1977, en varðþá eigi útrætt. Jafnframt þvi að frumvarpið var lagt fram á Aiþingi sendi menntamálaráðu- neytið það ýmsum aðilum til umsagnar og athugunar. Frum- varp það sem nú er lagt fram tekur meðal annars mið af þeim umsögnum er ráðuneytinu bárust. Miklvægustu breytingar sem lagt er til að gerðar verði á hlutverki Kennaraháskóla islands og fyrri skipan kennara- náms eru eftirfarandi: 1. Kennaraháskólinn skal vera miðstöð visindalegra rann- sókna i uppeldis- og kennslu- fræðum i landinu. 2. Hann skal annast uppeldis- og kennslufræðilega menntun . allrakennaraá grunnskólastigi og i öllum skólum á framhalds- skólastigi. 3. Heimilter að fela skólanum að annast fullnaðarmenntun kennara i þeim greinum grunn- skóla, sem kenndar eru í sérskólum við setningu lag- anna. 4. Stofna skal til kennslu i uppeldisfræðitil B.A.-prófs við Kennaraháskóla íslands. Auk þess er heimilt samkvæmt ákvörðun skólaráðs og að fengnu samþykki menntamála- ráðherra að efna til framhalds- náms i Kennaraháskólanum til æðri prófgráðu en B.A.-prófs. 5. Gert er ráð fyrir að tekið verði upp námseiningakerfi og kveðið er á um meginþætti kennaranáms á þeim grund- velli. Jafnframt er valgreina- kerfið gert sveigjanlegra og tekur nú einnig til sérstakra verksviða i grunnskóla, t.d. byrjendakennslu. 6. Æfingaskólinn skal sinna þróunarverkefnum á uppeldis- sviði i samvinnu við mennta- málaráðuneytið, einkum skóla- rannsóknadeild. Ein þeirra umsagna er ráðu- neytinu bárust er frá DrWolfgang Edelstein, og erhún prentuð sem fylgiskjal með frumvarpinu sem og aðrar umsagnir. 1 umsögn sinni segir Edelstein: „Meginstefna frumvarpsins miðar aðeinangrun KHI frá HI og fræði- og visindastarfsemi háskólans. Tengsl þessara stofn- ana virðast hins vegar forsenda bæði fyrir skynsamlegri þróun kennaranámsins sjálfs (starfs- menntunarhiutverki KHI) og framvindu rannsókna á sviði uppeldisvisinda á íslandi. Frum- varpið gengur i aðra átt og getur komiðtil með að hindra þróunina, ef að lögum verður,' frekar en stuðla að henni. Einkum er hætta Vilhjálmur Hjálmarsson á að einangrun KHI hindri að nægilega hæft lið veljist til kennslu eða rannsókna þar; að munur verði á gæðum og reisn stofnananna, framvindu beggja stofnananna sem og uppeldis- kerfisins á Islandi i óhag. Skilgreiningar á námi ognáms- skipan i KHI, námsskrá, eininga- kerfi og hagnýtu námi i starfs- undirbúningi (æfingakennslu) svo ogstefnumótun um tengsl við nám kennara i sérskólum, skipu- lag, inntak og markmið endur- menntunar eru ekki nógu ljósar. Frumvarpið virðist annars vegar fastbinda ákveðin framkvæmda- atriði um of i lögum, en hins vegar ekki skilgreina nægilega vel ýmsa mikilvæga þætti i hlut- verkaskrá kennaraháskóla á tslandi.” Fyrrverandi alþingismanns minnst á Alþingi A fundi sameinaðs Alþingis i gær minntist Asgeir Bjarnason Karls Kristjánssonar alþingis- manns. Asgeir sagði m.a.: ,,Karl Kristjánsson fyrrverandi alþingismaður andaðist i gær, þriðjudaginn 7. mars, i Borgar- spitalanum eftir nokkurra mán- aða sjúkralegu, hátt á átttugasta og þriðja aldursári. Til þessa fundar er boðað til að minnast hans. Karl Kristjánson var kjörinn alþingismaður Suður-Þingeyinga árið 1949, var siðar þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra og átti sæti á Alþingi samfellt til vors 1967, sat á 19 þingum alls. Hann var alla sina þingmannstið skrif- ari i efri deild, var á timabili varaforseti sameinaðs Alþingis og aldursforseti siðustu árin. Hann átti löngum sæti i fjár- veitinganefnd og fjárhagsnefnd. Arið 1939 var hann skipaður for- maður endurskoðunarnefndar löggjafar um sveitarstjórnarmál. Hann var skipaður i endurskoð- unarnefnd löggjafar um skatta- mál árið 1952. Um þær mundir átti hann sæti i stjórnarskrár- nefnd og lagði þar fram tillögur sinar i stjórnarskrármálinu i árs- byrjun 1953. Arið 1957 var hann skipaður i endurskoðunarnefnd vinnulöggjafarinnar og á sama ári formaður endurskoðunar- nefndar lagaákvæða um skatta- mál hjóna. Þingkjörinn endur- skoðandi Útvegsbankans var hann 1959—1971. Hann var skip- aður i samninganefnd um kisil- viðskipti. 1 fimmta kafla yrði fjallað um stjórnarfar, umdæma- skiptingu, Alþingis og sveitar- stjórnarkosningar o.fl. Stefán Jónssonog Jón Helgason tóku einnig til máls og lýstu stuðningi við tillöguna. Stefán lagði á það áherslu að söluverð slikrar bókar yrði ekki hærra en svo að hún gæti komist inn á hvert alþýðuheimili. Þá sagðist hann telja æskilegast að megináhersla yrði lögð á þá þætti bókarinnar er lytu að landinu sjálfu og náttúru þess. Hann sagðist telja óhyggi- legt að leggja mjög mikið pláss og kostnað i stjórnmálakortin sem og aðra þá þætti er tækju miklum breytingum. Breytingar á lögum fjögurra lífeyrissjóda 1 gær, miövikudag, voru til umræðu fjögur frumvörp i neðri deild sem fela i sér breytingu á jafnmörgum lifeyrissjóðum. Þeir lifeyrissjóðir sem hér er um að ræða eru lifeyrissjóðir sjómanna, starfsmanna rikisins, barnakennara og hjúkrunar- kvenna. Breytingarnar sem þessi frum- vörp fela i sér seru fólgnar i þvi að samkvæmt frumvörpunum er heimilt að ávaxta fé sjóðanna með skuldabréfum, tryggðum með veði i fasteignum, enda sé verðtryggingin allt að 65% af brunabótamati viðkomandi fast- eignar. Samkvæmt gildandi ákvæðum er kveðið á um, að tryggt sé með 1. veðrétti i fasteignum, en það hefur haft i för með sér óþægindi fyrir félaga sjóðanna. Hafa þeir þurft m.a. að afla sér rikis- ábyrgðar, ef önnur lán eru tryggð með 1. veðrétti. Flutningsmenn frumvarpsins um breytingu á lifeyrissjóði sjómanna eru Pétur Sigurðsson, Ólafur G. Einarsson, Garðar Sigurðsson og Þórarinn Þórarins- son. Félagsmálanefnd neðri deildar alþingis hefur nú þegar mælt með samþykki þessa frum- varps. Hinum frumvörpunum var i gær visað til félagsmálanefndar, en flutningsmenn þeirra eru Pétur Sigurðsson, Ólafur G. Einarsson og Gunnlaugur Finns- son. Hafnarfjörður sérstakt fræösluumdæmi? Frumvarp til breytinga á grunnskólalögunum kom til 3. umræðu i neðri deild i gær. Frumvarp þetta felur i sér eins og áður hefur komið fram heimild til að stofna sérstakt fræðsluum- dæmi i sveitarfélagi með 10 þúsund ibúum eða fleiri. Gunnlaugur Finnsson mælti gegn samþykkt frumvarpsins. Sagði hann að i reynd snérist deilan um þetta frumvarp um það hvort stofna skyldi sérstakt fræðsluumdæmi i Hafnarfirði. Las hann upp bréf frá fræðslu- stjóra Reykjaneskjördæmis, þar sem fram kemur andstaða hans við þetta frumvarp sem og and- staða fræðsluráðs kjördæmisins. Ólafur G. Einarsson lagði áherslu á að frumvarpið væri flutt að ósk bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Hafnarfjörður ætti ekki aðild að samtökum sveitarfélaga i Reykjaneskjör- dæmi og hefðu þvi engin áhrif á val manna i fræðsluráð kjör- dæmisins. Að ósk menntaniálaráðherra sem ekki gat verið viðstaddur umræðurnar, var frekari umræðum um málið frestað. Þess má geta að við atkvæðagreiðslu eftir 2. umræðu um einstakar greinar frumvarpsins, kom fram stuðningur meirihluta þing- manna i deildinni við frumvarpið. Karl Kristjánsson gúrverksmiðju árið 1965 og átti sæti i stjórn kisilgúrverksmiðj- unnar og siðar Kisiliðjunnar 1966- 1971”. Stjórnarfrumvarp um meðferð einkamála i héraði: Sáttanefndir m.a, lagðar niður Ólafur Jóhannesson, dóms- málaráðherha mælti i gær fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um meðferð einkamála ihéraði. I frumvarpinu felast aðallega eftirfarandi nýmæli: 1) Sáttanefndir verði lagðar niður, en sáttastörf falin dóm- urum einum. 2) Tekin verði upp aðalflutningur mála, þar sem fram komi þær skýrslur, sem gefa á munnlega, og siðan fari munn- legur flutningur fram i beinu framhaldi af þvi. 3) Úrskurðir verði að jafnaði án forsendna og dómar verði sty ttir. 4) Nokkrri sérdómstólar verði lagðir niður: sjó- og verslunar- dómur, merkjadómur I Reykjavik og á Akureyri og aðrir fasteignadómstólar. 5) Þá eru i frumvarpinu tillögur um einstök atriði, sem eiga að stuðla að hraðari meðferð dómsmála og ótviræðari reglum en nú gilda. Er þar um sumt stuðst við venjur, sem myndast hafa t.d. um skrif- legar greinargerðir og aðila- skýrslur. Óiafur Jóhannesson Þá mælti dómsmálaráðherra einnig fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um eftirlit með skipum, en það frumvarp er fylgifrumvarp frumvarpsins um meðferð einkamála i héraði. I frumvarpinu felst að sjó- og verslunardómur verði lagður niður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.