Þjóðviljinn - 09.03.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.03.1978, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. mars 1978 Umsjón: Magnús H. Gíslason Cr kjörbúdinni. til félagsmanna. Fyrstu árin af 5 ára timabilinu var greiddur aröur en siöasta ár þess timabils var taprekstur. Það var árið 1970, 144 þús. kr. og þótti nokkuð mikið þá. Um áramót 1970/71 kom kaup- félagsstjóri nr. 3 til valda Fyrsta ár hans, 1971, varð hagnaður, kr. 76 þús. Á fundi 6. mai 1972, þar sem þessi hagnaður var tilkynnt- ,ur, var samþykkt að breyta versl- uninni i kjörbúð. Teikningar voru sagðar hafa komið frá SIS. Versl- að var á tveimur hæðum. Fyrsta ár kjörbúðarinnar, árið 1972, var tapið 303 þús. kr. Svo fór það heldur betur að aukast. Arið 1973 fór tapið i kr. 1.396.366,94. Áriö 1974 i kr. 4.120.356,96. Arið 1975 i kr. 5.175.779,20. 9. jan. 1976 tók nýr kaupfélagsstjóri við völd- um og var hann sá fjórði i röðinni eða réttara sagt fimmti frá ára- mótum 1970/71, þvi einn var tvis- var. Og árið það, 1976, lækkaöi tapið niður i kr. 4.716.665.00. Siðastliðið sumar komu menn að sunnan, — allt kemur að sunn- an, — til athugunar á rekstri fé- lagsins og reyndist þá taprekstur- inn fyrstu 6 mánuðina vera kr. 6 milj., þ.e. 1 milj. á mánuði. Það má þvi ætla að taprekstur ársins 1977 hafi orðið 12-15 milj. Reikn- ingar félagsins eru ekki klárir enn. Ólafur Þórðarson, formaður kaupfélagsins i nokkur ár, upp- lýsti það á félagsfundi fyrir jól, að kaupfélagið væri illa stætt vegna skulda við SÍS og að likindum dótturfyrirtæki þess, og það yrði þessvegna aðhætta rekstri. Og að SÍS yrði svo hjálpsamt og elsku- legt að taka eignir þess upp i skuldirnar. Það mundi svo gramsa eitthvað i vörum, sem fyrir voru og þaö mundi lika breyta búðinni eitthvað og svo ætti að verða hér útibú frá Kaup- félagi tsfirðinga. Þessar upp- lýsingar urðu að veruleika. Þann 31. jan. s.l. var lykli snúið og búð- inni lokaö. Þar með teljum við fé- lagsmenn, sem erum nú 77, að Kaupfélag Súgfirðinga sé komið á hausinn, hreint og klárt, hvað sem formaður þess eða stjórn segja. Menn komu svo hingað bæði að sunnan og frá ísafirði til þess að skipuleggja útibúið. Það var svo opnað kl. 9 þann 10. febr. s.l. Breytingin er mjög til fyrirmynd- ar. Verslunin er nú á neðri hæð hússins. Kaupfélagsstjóri Isfirð- inga var hér staddur opnunar- daginn. Það er mjög virðulegur maður og lofar öllu góðu með auglýsingu á hurð dánarbús okk- ar kaupfélagsmanna. Ctibús- stjóri ku vera að sunnan og heitir að sögn Kjartan Ólafsson. Og að lokum þetta: Skuld dánarbús okkar félags- manna kaupfélagsins var við dótturfyrirtæki SIS um áramót 1976/77 kr. 17.681.512,00 og að auki við SIS á sama tima kr. 3.746.910,00. Samanlagt kr. 21.428.422,00. Hver er svo skuld þess 31. jan 1978? Það er spurn- ing. Félagsmönnum mundi ekki flökra neitt við þvi þó að hún væri nú komin i á milli 40 og 50 milj. og að brunamótamat húsa dánar- búsins, sem var 15/10 1977 kr. 49.951.000, 00 dugi ekki fyrir skuldum. Hvernig stendur svo á þessu „forholli” öllu? Ég heyrði Björn ; Rúning með \ gamla laginu Dagana 14. til 22. febrúar voru haldin á vegum Búnaðar- félags íslands og Véladeildar SÍS þrjú kennaranámskeið í vélrúningu sauðfjár. Nám- skeiðin voru að Syðsta-Ósi i Miðfirði i Vestur-Húnavatns- sýslu, Möðruvölium i Hörgár- dal og að Artúni i Höfðahverfi við Eyjafjörð. Námskeiðin sóttu 15 manns viðsvegar að af landinu. Margir þeirra hafa þegar haf- ið leiðbeiningarstörf i vélrún- ingi, en ef vel á að vera, þarf vetrarklippingu sauðfjár að vera lokið fyrir 20. mars. Fjárræktaríélög og búnaðar- sambönd ættu nú að notfæra sér hæfni þessara manna og koma af stað vélrúningsnám- skeiðum sem allra fyrst. Kennari á námskeiðunum var John Williams frá Wales. I ■ I i ■ 8 j i 8 ■ 8 Jónsson segja i Kastljósi 10. febr. að verslanir hafi staðið sig mjög vel. Kaupfélagið hafði með að gera oliusölu, bensin og fleira fyrir ESSO. Rafveitan hér, RARIK, féklc þar oliu þar til i nóv. s.l. Þá tók viö B.P. umboð, Fiskiðjan Freyja h.f. I janúarmánuði fóru út frá rafstööinni hér og út á kerfið, — til sparnaðar á vatni i Mjólká, — 200.000 kwst. og olian sem fór i þær stundir varð 56.300 ltr. Verð á oliu nú til þessara hluta er kr. 41.45 pr. ltr. Bensinsölu fyrir Esso annast nú Þorkell Diego Þorkelsson. Slysavarnarfélag tslands, sem stofnað var hér 1930 hefur verið dautt siðan 1968. Aðeins 1 ár verið innheimt félagsgjöld. Svo styrkur þess til hins lifsnauðsynlega fé- lagsskapar er hér enginn og er það stór skömm fyrir byggðar- lagið, svo ekki sé meira sagt. Hreppstjórinn okkar, Sturla Jónsson, sem hefur verið hrepp- stjóri i hartnær 30 ár, er nú hættur störfum. Við tók Gestur Kristins- son, fyrrverandi skipstjóri. Hann er nú lika rafveitustjóri hér og innheimtumaður á rafmagni með meiru. Glsli Guðmundsson. Eftirmæli um Kaupfélag Súgfiröinga Kaupféiag Súgfirðinga, sem stofnað var árið 1940, var, vegna skulda við SIS og dótturfyrirtæki þess, lokað að kvöldi dags 31. jan. s.l. Klukkan 9 að morgni dags þann 10. feb. , voru húsin opnuð aftur. Og þá sem útibú Kaupfé- Iags tsfirðinga. Hér á eftir mun ég skýra nokkuð rekstur kaupfé- lagsins okkar og sérstaklega frá siðustu ára andköfum þess. Alla tið siðan ég kom hingað til Suðureyrar árið 1923 hafa starfað hér tvær matvöruverslanir. Kaupfélag Súgfirðinga var stofn- að árið 1940. Fyrsti kaupfélags- stjórinn var hér i 25 ár. Næsti i 5 ár. Oll árin 25 var greiddur arður FELAGIÐ ISLAND - DDR Íþróttahátíðin í Leipzig 1977 Félagið ísland-DDR efnir til sýningar á kvikmynd frá iþróttahátíðinni i Leipzig 1977 i dag, fimmtudaginn 9. mars að Hótel íLoftleiðum (Auditorium). Sýningin hefst kl. 20.30. Stjórnin, Starfskraftur óskast i Mötuneyti Hafnarhússins. Vinna 5 daga vikunnar. / Upplýsingar á staðnum og i sima 10577 Blaðburðarfólk óskast Vesturborg: Melhagi Kópavogur: Hrauntunga MOWIUINN Siðumúla 6 simi 8 13 33 Austurborg: Sogamýri Háteigshverfi (afl.) Vogar Tún Skúlagata

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.