Þjóðviljinn - 09.03.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.03.1978, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 9. márs 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 ___hefur nú verið kynnt vöruvalið i búö ríkisstjórnarinnar: „Þið megið velja milli kjara- skerðingar og atvinnuleysis. Og þið verðið að kaupa annað hvort. Ef þið gangið út án þess að kaupa þá köllum við á lögguna.. Engilbert Guómundsson, Akranesi: 55 Verslun Geira Smart Hannes vinur okkar Gissurar- son þreytist aldrei á þvi að fræöa okkur um þau megin- sanndindi að lýðræði sé hið sama og markaðshagkerfi, þar sem „lýöfrjálsir” og „jafnrétt- háir” aðilar eigast við og neyt- andinn velur og hafnar þeim varningi sem að honum er rétt- ur. Hinum „lýðfrjálsu” launþeg- um Islands hefur nú verið kynnt vöruvalið i búð rikisstjórnarinn- ar: „Þið megið velja milli kjaraskerðingar og atvinnu- leysis. Og þið verðið að kaupa annaðhvort. Ef þið gangið út án þess að kaupa, þá köllum við á lögguna. Það er lögbrot að versla ekki. Og þið skuluð ekki halda að það sé betra vöruval i öðrum búðum. — í búð Alþýðu- bandalagsins fæst ekkert — þar rikja höft. Og ef þið heimtið ykkar vörur setja þeir ykkur á geðveikrahæli.” Véfrétt frelsis- ins hefur talað. En sumir neituðu að kaupa. Sögðust heldurvilja eiga aurinn sinn umsamda en skipta honum á svo slæmu gengi. Og gengu siðan út úr búðinni. Það var að sjálfsögðu kallað á lögguna. Höskuldur fjármála- lögga hótaði að allir peningar yrðu teknir af kúnnunum ef þeir neituðu að versla. Gunnar Schranlögga tjáði fólki með ábúðarfullu nikki að það væri harðbannað . að vilja hvorki kjaraskerðingu né atvinnuleysi. Og Geir alvörulögga fór með „tsland farsælda Frón” (enda er hann hluthafi) og sagði það vera merki um óþjóðhollustu ef menn vifdu ekki kaupa kjara- skerðingarkexið. Yrði slikt litið hinum alvarlegustu augum. Að lokum tókst að fá fólkið inn i búðina aftur, ensumir erumeð hótanir um að ganga út aftur ef vöruvalið batnar ekki. Löggan er núna á kafi i þvi að sannfæra kúnnana um að sára- fáir hafi farið út án þess að kaupa. — Þeir ganga svo ötul- lega til verks að sumir þeirra sem úti voru og sáu fjöldann sem með þeim var, eru nú farn- ir að trúa þvi að þeir hafi aldrei farið út úr búðinni, þetta hafi bara verið „ljótur” draumur. En þessir sem eru að hóta að ganga út að nýju — hvað eiga þeir að gera? Ef þeir fara út og hafa enga aðra búð að hverfa i, verður þeim bara smalað aftur inn i búðina hjá Geira Smart. Og Matthias moggalögga, sem er klárastur i að sannfæra fólk um að sárafáir hafi yfirgefið verslun Geira Smart — hann er lika búinn að segja hinum sömu frá þvi hve litið fæst i Alþýðu- bandalagsbúðinni, utan vist á geðveikrahælum. Hvað eiga menn að gera? Þeir biða. Þeir biða kannski eftir vit- neskjuum það hvort sú fullyrð- ing er rétt að i búð Alþýðu- bandalagsins biði beirra engu betra hlutskipti. Og þá er spurn- ingin: ætlar Alþýðubandalagið aðsenda þessufólki „vörulista” sinn, svo það geti valið um verslunarstað? Á Alþýðubanda- . lagið að gera slikt? Seinni spurningin er i raun þessi gamla: á marxiskur flokkur að taka þátt i að „leysa kreppu auðvaldsins”. — Alla- jafna er mér hugmyndin um „varanlega stjórnarandstöðu” Alþýðubandalagsins ekki svo mjög á móti skapi —að flokkur- inn eyði ekki orku sinni i slag um augnabliksreddingar á grundvelli stjórnarsamstarfs. Þó hef ég aldrei viðurkennt það sem allsherjarreglu að ekki beri að leggja fram leiðir til lausnar augnabliksvanda i efnahags- málum. Ogi dager full þörf á aö benda á slikar leiðir. En hvað á að leggja til? A flokkur eins og Alþýðubanda- lagið einvörðungu að leggja fram svonefndar „raunhæfar” lausnir, þ.e. lausnir sem hvorki vefengja né hrófla við núver- andi efnahagslegu forræði i þjóðfélaginu, eða eiga tillögurn- araðvera „byltingarrómantik” og „stúdentakjaftæði”, fallegar en óframkvæmanlegar áætlan- ir. A að leggja fram „krata- lausnir” eða „kommalausnir”. Svarið hlýtur að verða: sitt litíð af hverju. Við sitjum enn sem fyrr i þeirri erfiðu ballans- kúnstsem er hlutskipti flokks er valið hefur sér þann baráttu- vettvang að hafa annan fótinn inni i kerfinu en hinn utan þess. Það verður að benda á leiðir sem eru færar, án þess þó að fela i sér kröfu um „áhlaup á vetrarhöllina”, en þær mega hins vegar ekki vera af þvi tagi, að þótt þær yrðu gerðar að veru- * leika, myndi ekkért breytast í efnahagslegum valdahlutföll- um. Flestar þær hugmyndir sem við þurfúm á að halda eru tíl ,,á lager” i búð Alþýðubandalags- ins. Sumar eru i „sýningar- glugganum” þessa dagana, af öðrum þarf að dusta rykið. Það er núorðið all-langt siðan hafist var handa við að safna saman ýmsum hugmyndum sósialista i efnahagsmálum, undir samheitinu „tslensk at- vinnustefna”. Um ágæti þeirrar stef numótunar sýndist sitt hverjum, en hvað um það, i dag söknum við sliks rits. Hvar eru nú allir stuttu bæklingarnir og dreifimiðarnir með efni úr viða- mikilli bók um atvinnustefn- una? Þetta var liður i útgáfu- plönunum, ef ég man rétt. Það hefði ekki verið ónýtt fyr- ir óbreytta liðsmenn Alþýðu- bandalagsins að hafa slikt i höndum núna, þegar „niður- færsluleið” Alþýðubandalagsins og verkalýðshreyfingarinnar fær sömu skammirnar frá Mogganum og Fylkingunni. Það er þörf á miklu átaki i áróðri nú á næstunni, ekki þó fyrst og fremst til að styrkja Al- þýðubandalagið, sem þó er mik- ilvægt, heldur til að hindra, að gagnáras rikisvaldsins dragi allan móð úr verkafólki oghálf- lami verkalýðshreyfinguna um langan tima, loksins þegar andi stéttarvitundar virtist að nýju vera að vakna til lifs eftir sigra siðasta árs. Við eigum nú að hefja til vegs baráttuna fyrir því að undirstöðuatvinnuvegir þjóðar- innar verði ekki afétnir —- og að vandi þeirra sé leystur með öðr- um ráðum en þeim að fara enn dýpra ofan i vasa launþega. Viö eigum m.a. að halda áfram að slást fyrir lækkuðum vöxtum, ásamt, að sjálfsögðu, harðri stjórnfjárfestinga og sparnaðar — en þetta allt hlýtur að fara saman. ( Það er athyglisvert að Jóhannes Nordal og Asgeir Danielsson Fylkingarhag- fræðingur dansa vangadans i vaxtaspekinni). En öllu öðru fremur eigum við að beina hriðinni að helstu valdamiðstöðvum islenskrar auðstéttar — við eigum að benda þjóðinni á hverjir það eru sem eiga Island. Sýna fólki hverjar fjármálaköngulær Reykjavikurauðvaldsins eru. Benda á hvernig þessir aðilar hafa lagt undir sig innflutning, þjónustu og stóran hluta versl- unar —en láta „annars flokks” kapitalistum eftir þær ‘greinar þar sem vinnuafl er mest. Ein er sú vara i búö Alþýöu- bandalagsins sem nauðsynlegt er að dusta rykið af, þvi henni hefur litt verið hampað að und- anförnu. Það er krafan um þjóð- nýtingu — um opinbert og hálf- opinbert eignarhald á fram- leiðslutækjum („Opinbert eignarhald” — prump segir i nýjasta Neista. Sú fullyrðing er .... prump. Og enn eru Fylking- armenn &ammála fhaldinu en ósammála starfsmönnum t.d. Landssmiðjunnar), Við eigum miskunnarlaust að krefjast þjóðnýtinga — sú krafa á vafa- laust hljómgrunn meðal verka- fólks i dag. Þjóðnýtingarkrafan á einkum að beinast að þeim hluta hagkerfisins sem er tengdastur valdamiðstqðvum islenskrar auðstéttar. Við eig- um að krefjast þjóðnýtingar flugfélaganna, skipafélaganna, oliufélaganna, tryggingafélag- anna, bankanna og siðast en ekki sist innflutningsverslunar- innar. Þau gjaldeyrismál sem nú eru á hvers manns vörum eru vis- bending um það hvilikar fúlgur innflutningsverslunin geymir erlendis — fúlgur sem eru beinn ránsfengur úr vasa almennings. Hérer vafalaustum miljarða að ræða. Það má svo sannarlega benda á þessa miljarða þegar okkur er tjáð að nú vanti útgerð- ina svo og svo marga miljarða (gleymum heldur ekki miljörð- unum á Grundartanga). Þetta eru nokkur þeirra atr- iða sem fram þurfa að koma á „vörulista” þeim sem Alþýðu- bandalagið sendir frá sér. Mestu máli skiptir þó, að listinn komi sem fyrst og að hann verði jafn einfaldur og skýr og dreifi- bréf verkalýðshreýfingarinnar um daginn. Gerist þetta, mun vonandi verða nokkur kurr i verslun Geira Smart, þegar það fréttist að einungis fáeinar vörur séu bannaðar i búð Alþýðubanda- lagsins, þ.ám. kjaraskerðing og atvinnuleysi. Einhverjir munu þá ganga út að nýju. En á meðan sitja menn i verslun Geira Smart og velta þvi fyrir sér hvort það sé ekki rétt hjá Geira að betra sé að kaupa kjaraskerðingu en at- vinnuleysi — vitandi þó,aö næst verða allir neyddir tíl að kaupa hvorttveggja. KÍSILIÐJAN H.F. 17 miljón kr. hagnaður Þrátt fyrir mjög mikla rekstrarerfiðleika á sl. ári Eins og kunnugt er hefur Kisiliðjan h.f. átt við verulega erfiðleika að striða allt frá þvi i april 1977, vegna náttúruham- fara i Bjarnarflagi, en þá gerð- ist það m.a. að hráefnisþrær fyrirtækisins skemmdust veru- lega. Þrátt fyrir þessa erfið- leika varð hagnaður af rekstri fyrirtækisins árið 1977 og nam hann 17 miljónum króna eftir afskriftir og skatta. Siðast liðið sumar ákvað stjórn fyrirtækisins að freista þess að láta gera við skemmd- irnar sem urðu i april, en þegar viðgerðum var sem næst lokið urðu enn umbrot i Bjarnarflagi með endurteknum skemmdum i hráefnisþróm. Var þá eigi ann- að til ráða en að gera við þrærn- ar til bráðabirgða með þvi að aka möl i sprungur, sem mynd- ast höfðu i þrónum, en ekki varð hjá þvi komist að þær viðgerðir spilltu mjög vinnslueiginleikum hráefnisins svo afköst verk- smiðjunnar minnkuðu til muna. Þá kom einnig til endurtekinna rekstrarstöðvana og truflana af öðrum ástæðum svo sem vegna rafmagnstruflana. En eins og áður segir, þá varð um 17 miljón króna hagnaður af rekstrinum á árinu 1977, þrátt fyrir alla þessa öröugleika. I byrjun janúar s.l. gerðist það svo, að gufuþrýstingur i Bjarnarflagi minnkaði með þeim afleiðingum, að verulega dró úr afköstum i framleiðslu, enda er gufa aðalorkuþáttur i vinnslu kisilgúrs. Nú hefur það aftur gerst að gufuþrýstingur hefur minnkað verulega svo að gufuveita Orku- stofnunar i Bjarnarflagi fullnægir ekki þörfum bæði Kisiliðjunnar og Gufustöðvar Klslliðjan viðMývatn og hráefnlsþrærnar sem orðiö hafa fyrlr miklum skemmdum I náttúruhamförum. Myndin er einmitt tekin aö afstöönum slikum hamförum.og má sjá hvernig runniö hefur úr a.m.k. einni þrónni. Laxárvirkjunar i Bjarnarflagi. Þá hefur enn ekki verið hægt, sökum fjárskorts jarðvarma- veitna rikisins, að gera við gufumannvirki, sem eru i afar slæmu ástandi, svo segja verður að framtiðargufuöflun á svæðinu sé i tvisýnu. Ljóst er hinsvegar, að án nægrar gufu er rekstrargrundvöllur ekki fyrir hendi til vinnslu kisilgúrs. Markaður er nú góður fyrir framleiðslu Kisiliðjunnar, en vegna framleiðsluerfiðleik- anna, sem hér hefur verið greint frá, hefur fyrirtækið ekki getað staðið við söluáætlanir og er tjón af þeim sökum umtalsvert. Það er nú til athugunar hjá fyrirtækinu hvernig bregðast skuli við þeim vanda sem við er að eiga, einkum varðandi hrá- eínisöílunina. Ef viðhlitandi lausn fæst á gufu og hráefnis- vandamálum fyrirtækisins, er vonast til að starfsemi þess verði komin i eðlilegt horf siðari hluta þessa árs. Gera má ráð fyrir að beint tjón Kisiliðjunnar af völdum náttúruhamfaranna i Mývatns- sveit geti numið um 450—500 miljónum króna, og er þá ekki tekið með i reikninginn það tjón sem fæst bætt frá Viðlagatrygg- ingu tslands h.f. vegna skemmda á vélbúnaði og fasteignum, né heldur tjón vegna tapaðrar sölu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.