Þjóðviljinn - 09.03.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 09.03.1978, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 9. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Fædíngarhjálp og foreldrafræðslan útvarp „Um fæðingarhjálp og for- eldrafræðslu” nefnist erinda- flokkur i umsjá Huldu Jensdóttur forstöðukonu Fæðingarheimilis Reykjavikurborgar. Hulda flytur annað erindi sitt i þessum flokki kl. 10.25 i dag. Aðspurð sagðist Hulda myndu ræða frekar hina „psykopro- filactisku” fæðingaraðferð, en hún felst i undirbúningi og fræðslu, þar sem konum eru kennd hin ýmsu viðbrögð til að i leikriti D.H. Lawrence, sem flutt verður i kvöld i kvöld kl. 20.10 verður flutt leikritið „Refurinn” eftir D.H. Lawrence. Þýðandi er Ævar R. Kvaran, og er hann jafnframt leikstjóri. Hlutverk eru þrjú, og leikendur eru Margrét Guö- mundsdóttir, Helga Bachmann og Bjarni Steingrímsson. Af ófyrir- sjáanlegum ástæðum reynist ekki unnt að flytja leikritið, sem aug- lýst er f dagskrá, en þaö kemur væntanlega siðar. „Refurinn” er raunar byggður á samnefndri skáldsögu Law- rence, en David H. Godfrey hefur búið efnið til flutnings .i útvarpi. Vinkonurnar Ellen March og Jill Banford búa saman i litlu húsi I sveitaþorpi. Þangaðkemur ungur maður, sem gegnt hefur herþjón- ustu, Henry Grenfel að nafni. Hann er að leita að afa sinum, sem búið hafði i húsinu. Henry sest að hjá þeim vinkonunum, enda hefur hann fengið augastaö á Ellen. auðvelda fæðinguna. t þessari að- ferð er afslöppun eða slökun stór þáttur. Einnig kvaöst Hulda myndu taka fyrir almenna af- slöppun í 5-7 mínútur ef timi ynn- ist til, og ætlar hún þá að leitast viö að kenna hlustendum að slappa af. I fyrra erindi sinu lýsti Hulda hinum nýstárlegu kenningum Fredericks Leboyer, en Fæðingarheimilið hefur tekið uppp þá nýbreytni aö bjóða þeim konum sem þar fæöa að fá með- höndlun samkvæmt kenningum hans, og hefur þaö mælst mjög vel fyrir. D.H. Lawrence varft frægastur fyrir skáldsögu slna. Elskhugi lafði Chatterleys, sem lengi var bönnuð I Englandi. Þetta er sérstætt leikrit, þar sem draumur og veruleiki bland- ast saman. Refurinn, sem Ellen er að eltast viö, er raunverulegt meindýr og táknmynd i senn. David Herbert Lawrence fædd- ist i Eastwood i Englandi árið 1885 og lést i nágrenni Nizza árið 1930. Ungur gerðist hann kennari, en veiktist af berklum og varð að hætta þvi starfi. Fyrsta skáld- saga hans, „Hviti páfuglinn”, boðað að vissu leyti nýja stefnu, meira frjálslyndi i kynferðismál- um, gagnrýni á þröngsýni og tepruskap. Frægasta bók Law- rence, „Elskhugi lafði Chatter- leys”, þykir varla nein klámsaga nú á dögum, en hún var bönnuð i Englandi um árabil. önnur þekkt saga er „Synir og elskhugar”, sem byggir að nokkruá atburðum frá æskuárum höfundar. Law- rence skrifaöi „Refinn” árið 1923 oglæturhann gerast nokkrum ár- um fyrr, eöa i lok heims- styrjaldarinnar fyrri. Auk skáld- sagnanna orti Lawrence ljóð og sendi frá sér smásögur. Þetta er annað leikritið, byggt á sögum D.H.Lawrence, sem útvarpið flytur. Hittvar var „Tengadóttir- in” 1976. Refurinn — meindýr og táknmynd í senn 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Guðrún Ásmundsdótt- ir heldur áfram að lesa „Litla húsiö i Stóru-Skóg- um” eftir Láru Ingalls Wilder (9). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atr. Um fæðingarhjálp og foreldra- fræðslu kl. 10.25: Hulda Jensdóttir forstöðukona Fæðingarheimilis Reykja- vikurborgar flytur annað erindi sitt. Tónleikar kl. 10.45. Morguntónleikar kl. 11.00: Vladimir Horowitz leikurPianósónötu nr. 10 op. 70 eftir Alexander Skrjabin / Werner Richter, Andor Karolyi og Hans Eurich leika Serenöðu i G-dúr fyrir flautu fiðlu og lágfiðlu op. 141 a eftir Max Reger / Aimée van de Wiele og hljómsveit Tónlistarskólans i Paris leika „Concert Champétre” fyrir sembal og hljómsveit eftir Francis Polenc/ Georges Prétre stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frivaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynn- ir óskalög sjómanna. 14.30 Um skólamál Fjórði Og siðasti þáttur fjallar um stuðningskennslu og ráð- gjöf. Umsjónarmaður: Karl Jeppesen. 15.00 Miðdegistónleikar Sin- fóniuhljómsveit Lundúna leikur „Drekana frá Villars” forleik eftir Aimé Maillart: Richard Bonynge stj. Renata Tebaldi syngur ariur úr óperum eftir Giuseppe Verdi. Rikis- Roy Rogers er sívinsæll „Þessi þáttur er áreiðanlega einn sá vinsælasti á dagskrá út- varpsins, a.m.k. hjá yngstu hlust- endunum, ef marka má af bréfum sem honum berast,” sagði Helga Þ. Stephensen, sem sér um þátt- inn „Lagið mitt.” Þátturinn er á útvarpsdagskránni kl. 17.30 i dag. Helga sagðist ekki henda nein- um kveðjum, en samt væri langt frá þvi,að hún gæti lesið allar þær kveðjur sem bærust. Þátturinn er 40 minútna langur og fer um það bil helmingur timans i kveðju- lestur. „Mest er beöið um islensk lög og þá m ikið um þaö sama aftur og aftur, þvi litið sem ekkert hefur komið út af islenskum plötum frá þvi fyrir jól,” sagði Helga. „Núer Roy Rogers með Halla og Ladda vinsælast.og af erlendu er Abba efst á blaöi með Thank You for the Music.” Helga sagðist hafa leikið eitt hljómsveitin i Brno leikur „Nótnakverið” ævintýra- ballettsvitu eftir Bohuslav Martinú: Jiri Waldhans stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. Í7.30 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Gisli Jóns- son menntaskólakennari flytur þáttinn. 19.40 lslenskir einsöngvarar og kórar syngja 20.15 Leikrit: Refurinn eftir D.H. Lawrence i þýðingu Ævars R. Kvara'ns. Leik- endur: Margrét Guðmunds- dóttir, Helga Bachman og Bjarni Steingrimsson. 21.25 Einleikur i útvarpssal: Pétur Jónasson leikur á git- ar verk eftir Antonio de Cabezon, Johann Sebastian Bach, Javier Hinojosa og Isaac Albeniz. 21.55 Þingkosningar i Frakk- landi. Friðrik Páll Jónsson fréttamaður flytur erindi. 22.20 Lestur Passiusálma Þórhildur Ólafs guðfræði- nemi les 38. sálm. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Spurt i þaula Einar Karl Haraldsson stjórnar um- ræðuþætti þar sem Vil- mundur Gylfason situr fyrir svörum. Þátturinn stendur allt að klukkustund. Fréttir. Dagskrárlok. Helga Þ. Stephensen. klassiskt lag i lok hvers þáttar, þvi margir krakkar á þessum aldri væru að læra á hljóöfæri og kynnu þvi að meta þessháttar tónlist. En þó hafa margir kvart- að yfir þvi og sagði Helga að sér þætti gott að vita ef hlustendum mislikaði. Þá væri alltaf hægt að breyta til, þótt erfitt væri að gera öllum til hæfis. Pétur og vélmennið eftir Kjartan Arnórsson Kvérju al/t til a<í ná J o^-öln-Röbert.? i í 3 $ pa acJ f* ad v/tð KverniO} >r\urA er St]ó r/W-Jnuernig k<3on - b £jr !

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.