Þjóðviljinn - 09.03.1978, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 9. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Samkomulag í Ródesíu
Samningur stjórnar hvitra
Ródesiumanna viö þrjá af leift-
togum þarlendra blökkumanna,
sem tilkynntur var I upphafi
mars, telst trúlega ein mesta
heimsfrétt mánaftarins. Sam-
kvæmt þeim samningi á innan
skamms aft taka vift bráftabirgfta-
stjórn, sem bæfti svartir menn og
hvitir eiga aftild aft, og skulu Ian
Smith, forsætisráftherra hvitra
manna, og blökkumannaleifttog-
arnir þrir skiptast á um að hafa
forustu fyrir henni. Siftan eiga aft
farafram kosningar meft jöfnum
kosningarétti allra landsmanna,
en af 100 þingfulltrúum á fyrir-
huguftu þingi fá hvítir einir aft
kjósa 20 og ráða einnig mestu um
kosningu átta i viftbót.
Hvitir Ródesiumenn, sem eru
aðeins rúmlega 260.000, fá þannig
hlutfallslega meiri völd en sem
nemur f jölda þeirra í samanburöi
við svarta landsmenn, sem eru
6.8 miljónir. Þar að auki þarf ekki
að taka fram að hviti minnihlut-
inn er drottnandi i fjármálum og
atvinnulifi, og samkvæmt hinni
nýju stjórnarskrá mun ekki gert
ráð fyrir neinni breytingu á þvi.
En þetta fyrirkomulag á sam-
Ian Smith tilkynnir aft samkomulag hafi náftst um aft stjórn blökkumanna taki við i Ródesfu. A myndinni
eru einnig (talift frá vinstri) Abel Muzorewa, Eliott Gabeilah, fulltrúi Ndabaningi Sithole, og Jeremiah
Chirau.
kvæmt samningnum ekki að
standa lengur en tiu ár. Eftir
þann tima má gera ráð fyrir að
öllum sérréttindum hvita minni-
hlutans eigi að vera lokið, að
forminu til að minnsta kosti.
Frönsk u kosningarnar:
I
■
Mittcrrand I hópi háttvirtra kjósenda — liklega vinsælasti og fylgismesti stjórnmálamaftur Frakk- •
lands.
Helstu flokkarnir og
aðaleinkenni þeirra
6/3— I frönsku þingkosn-
ingunum eru eftirfaldir
stjórnmálaflokkar helstu
keppinautarnir um 491
saeti franska þingsins:
Flokkur gaulleista, kenndur
við stofnanda sinn og frægan
leiðtoga, Charles de Gaulle
hershöfðingja og forseta. Form-
legt heiti flokksins er að visu
annað og myndi helst mega
þýða það „Endurherðing lýð-
veldisins” á islensku. Leiðtogi
flokksins er Jacques Chirac,
kraftmaður mikill sagður, og
i hefur flokkurinn tekið á sig nú-
timalegri svip undir forustu
I hans frá þvi sem var á tið de
Gaulles. Gaulleistar eru ihalds-
flokkur og njóta einkum fylgis
millistéttarfólks eða þjóðfélags-
hópa með millistéttaviðhorf._
Þeir eru sterkastir hægri- og
miðflokkanna og allóþjálir Val-
ery Giscard d’Estaing forseta.
Þeir leggja áherslu á sjálfstæði
Frakka i varnar- og utanrikis-
málum, einkaframtak i efna-
hagslifinu og að rikið spari sig
hvergi við að halda uppi „lögum
og reglu.” '
Lýftveldissinnar, miftflokks-
menn og radikalar. Þeir eru
stundum kallaðir vera i miðju
franskra stjórnmála, sem er
hæpið hvað snertir Lýðveldis-
flokkinn, flokk Giscards d’Es-
taing forseta, sem er sá flokkur
sem stórauðvaldið hefur mesta
velþóknun á. Litið er á stuðn-
ingsmenn þessara flokka sem
„menn forsetans” fyrst og
fremst. Þeir hafa með sér
losaralegt bandalag, sem hefur
hið fagra heiti „Franska lýð-
ræðisbandalagið.” Milli þess og
gaulleista eru vægast sagt tak
markaðir kærleikar, enda þótt
gaulleistar teljist standa að nú-
verandi stjórn með þvi.
Sósialistaflokkurinn, vinstri-
flokkur með fylgi á breiðum
grundvelli og nú sennilega
fylgismesti flokkur landsins.
Hann hefur eflst mjög undir for-
ustu núverandi leiðtoga sins,
Francois Mitterrand, sem af
sumum er nú talinn vinsælastur
franskra stjórnmálamanna.
Siðan 1972 hefur flokkurinn ver-
ið i bandalagi við Kommúnista-
flokkinn, ótryggu að visu, mælt
með þjóðnýtingu stærstu iðn-
fyrirtækja, miklum umbótum i
félags- og tryggingamálum og
lögleiddum lágmarkslaunum.
Sósialistar eru i nánu bandalagi
við smáflokkinn vinstri-radi-
kala.
Kommúnistaflokkurinn hefur
eindregið lýst þvi yfir að hann
sé óháður Sovétrikjunum og er-
lendum aðilum yfirleitt. Leið-
togi flokksins er Georges
Marchais. Kommúnistar vilja
róttækari breytingar og umbæt-
ur í þjóðfélagsmálum en sósial-
istar, hækkaða skatta á efna-
stéttir, meiri þjóðnýtingar en
Sósialistaflokkurinn vill sam-
þykkja og gerbreytingu á
„skiptingu þjóðarkökunnar,” en
tekjumunur mun meiri í Frakk-
landi en viðast. annarsstaðar i
Vestur-Evrópu. Kommúnistar
hafa reynst sósialistum all-
örðugir i samstarfi, sem kann
sumpart að stafa af þvi, að
Marchais og hans menn efi ein-
lægni Sósialistaflokksins i bar-
áttunni við stjórnarflokkana, en
einnig hinu að kommúnistum,
sem lengi voru sterkasti vinstri-
flokkur landsins, liki ekki að
sósialistar skuli nú komnir fram
Ur þeim i fylgi. Er þvi sumra
grunur að kommúnistum sé það
ekkert ýkja mikið keppikefli að
vinstriflokkarnir nái nú þing-
meirihluta undir forustu Sósial-
istaflokksins.
Varnarsigur Smiths
Sumir fréttaskýrendur túlka
þennan samning sem mikinn sig-
ur fyrir IanSmith, og vissulega er
það rétt,að fáir áttu von á þvl að
samningar tækjust milli hans og
blökkumannaleiðtoganna
þriggja, Abels Muzorewa
meþódistabiskups, séra Ndaban-
ingi Sithole og Jeremiah Chirau.
Allavegana er þetta þó ekki nema
varnarsigur fyrir Smith, þar eð
nú hefur hann neyðst til þess að
afhenda blökkumönnum völdin að
forminu til að minnsta kosti, eftir
að hafa svo lengi þverskallast við
það I lif og blóð. Og þótt blökku-
mannaleiðtogarnir þrir séu mjög
upp á hvita menn komnir af ýms-
um ástæðum, er engin ástæða til
þess aðætla að Abel Muzorewa að
minnsta kosti sætti sig við að
verða leppur hvita minnihlutans.
Skæruliðar og her hvitra
manna
Stóra spurningin er vitaskuld
hvaða afstöðu tveir aðrir leiðtog-
ar blökkumanna i Ródesiu (eða
Zimbabwe, eins og landið kemur
efalaust til með að heita eftir að
stjórn skipuö blökkumönnum tek-
ur við eftir kosningarnar, sem
munu eiga að fara fram fyrir ára-
mót) taka i framtiöinni, þeir
Joshua Nkomo og Robert
Nugabe. Þeim var ekki boðið til
viðræðnanna, sem hófust -fyrir
tveimur mánuðum og urðu und-
anfari samningsins, enda for-
dæma þeir samninginn meö hörð-
um orðum og segja að Föður-
landsfylkingin, bandalag sam-
taka þeirra er þeir standa fyrir,
muni halda áfram skæruhernaði
sinum þangað til fullur sigur
vinnist. Hinsvegar er ekki vist að
bandalag þeirra Nkomos og Mu-
gabeséýkjanáið og gera forustu-
menn hvitra Ródesiumanna sér
einhverjar vonir um að geta feng-
ið Nkomo til þess að bregða trún-
aði viö félaga sinn, sem hefur
stærri og harðsnúnari skæruher
og miklu meiri fótfestu I Ródesiu
sjálfri. Þeir Muzorewa, Sithole og
Chirau hafa lika sinar ástæður til
þess að fá þá Nkomo og Mugabe
til samkomulags, annan eða
báða. Verði ekkert lát á andstöðu
Föðurlandsfylkingarinnar við
Ródesiustjórn, hvort heldur hún
verður skipuð hvitum mönnum
eða svörtum, verða Muzorewa og
þeir hinir átakanlega komnir upp
á núverandi Ródesiuher, sem er
algerlega undir stjórn hvitra
manna. Þar hafa Smith og hans
menn hátt tromp á hendi, þvi að
Muzorewa og aðrir blökku-
mannaleiðtogar þora vart að
æmta eða skræmta um neinar
breytingar á stjórn og skipan
hersins meðan þeir þurfa hans við
til þess að verja sig fyrir skæru-
liðum þeirra Mugabes og Nkom-
os.
Bretland og Bandaríkin
fagna
Ljóst virðist að Bretland og
Bandarikin fagni samkomulag-
inu, þótt þau þori ekki að hafa
hátt um það enn um sinn. Vestur-
veldi þessi taka Muzorewa og fé-
lagahans áreiðanlega framyfir þá
Nkomo og Mugabe, sem þau hafa
illan bifur á sem „herskáum”
mönnum, en það útleggst að þeir
gæru reynst vestrænu rikjunum
óþjálir stjórnendur. Andrew
Young, aðalfulltrúi Bandarikj-
anna hjá Sameinuðu þjóðunum,
hefur undanbragðalaust sagt að
Bandarikin hafi beitt áhrifum
sinum i framlinurikjunum svo-
kölluðu (Angólu, Sambiu,
Mósambik, Tansaniu, Botsvana)
til þess, að þessi riki takmörkuðu
starfsemi skæruliða og þar með
skæruhernaðinn gegn stjórn
Smiths. Meftan þessi riki og
Afrikuriki yfirleitt fordæma
Salisbury-samninginn, hætta
Bretar og Bandarikjamenn þvi
varla á opinskáan stuðning við
Smith og hina nýju bandamenn
hans. Þar að auki gæti opinskár
stuðningur engilsaxnesku stór-
veldanna við Smith og Muzorewa
orðið til þess að Sovétrikin ykju
sinn stuðning við þá Mugabe og
Nkomo. Bretlandi er mál þetta
sérstaklega náið vegna þess, að
flest riki heims, sem aldrei hafa
viðurkennt minnihlutastjórn
hvitra Ródesiumanna, lita enn á
Ródesiu sem breska nýlendu.
Samningur Smiths og blökku-
mannaleiðtoganna þriggja getur
þvi epga alþjóðlega viðurkenn-
ingu fengið nema meö blessun
bresku stjórnarinnar.
-dþ.
Fyrirlestur
um frönsku
kosningarn-
ar í kvöld
Friftrik Páll Jónsson
fréttamaður heldur fyrir-
lestur um frönsku þingkosn-
ingarnar á vegum Alliance
Francaise i franska bóka-
safninu, Laufásvegi 12, i
kvöld kl. 20.30 (9. mars).
Þingkosningarnar sem
fram munu fara sunnudag-
ana 12. og 19. mars, vekja
sérstaka athygli að þessu
sinni, vegna þess hve úrslit
þeirra eru tvisýn og búast
má við verulegum breyting-
um ef vinstri flokkarnir
sigra.
Friörik mun fjalla um
stjórnmálaþróun i Frakk-
landi frá þvi að De Gaulle
komst til valda árið 1958,
kynna helstu stjórnmála-
flokka og ræða horfur fyrir
og eftir kosningar.
Friðrik Páll Jónsson lauk
stúdentsprófi við Mennta-
skólann i Reykjavik 1965.
Hann stundaði siðan háskól-
nám I Paris og lauk þar próf-
um i heimspeki, rökfræði og
hagfræði. Hann hefur lengi
unnið við fréttastörf og starf-
ar nú á Fréttastofu útvarps-
ins. Fyrirlesturinn, sem er á
islensku, er. öllum opinn og
að honum loknum fara fram
almennar umræður.
Frá Alliance Francaise.