Þjóðviljinn - 09.03.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.03.1978, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. mars 1978 Fimmtudagur 9. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 KARLAR KONUR M Ara og atdri •O-M Ara n-n 70-74 1 86-«9 60- M 88-80 TT'tzrjr •'C'-Aíl ■ 80-M 48-49 40-44 38 -39 i » >♦ f' -v ÉSiWMBmafe Bakki i Skeggjasta&ahreppi. Þar er nú aðeins búið á einu býli af þremur sem áður var. Myndina túk GM árið 1964. SKEGGJASTAÐAHREPPUR 30-34 25 — 20 20 -24 15 -19 Í*I* 10-14 5-9 0-4 i—<—■—'—>—r 1 E c ■r ii 1 Skaggjastaðahreppur heit- ir fámennt byggðarlag fyrir botni Bakkaflóa í N- AAúlasýslu og liggur á milli Langaness og Digraness. Árið 1972 var ákveðið að gera atvinnu- og fram- kvæmdaáætlun fyrir allt Austurlandskjördæmi/ og var Framkvæmdastofnun ríkisins falið það verkefni. Þvi er hvergi nærri lokið en fljótlega kom í Ijós, að greina mátti hættu á eyð- ingu byggðar í einum hreppi fremur öðrum. Það var Skeggjastaðahreppur. Af þeim sökum var ákveð- ið aö fela byggðadeild Framkvæmdastof nunar að taka þennan hrepp út úr og gera sérstaka byggðaþró- unaráætlun fyrir hann. Henni var endanlega lokið i sepember s.l. og gefin út fjölrituðnú í febrúar. Höf- undar hennar eru Ingi- mundur Sigurpálsson, Karl Bjarnason og Sigurður G. Þorsteinsson. Hér verður stiklað á stóru um efni hennar. Kalt veðurfar Skeggjastaöaherppur er meö köldustu hreppum landsins. Með- alhiti áranna 1931—60 var 3.3 gr. á C. á móts við 5.0 gr. á C. i Reykja- vik. Bakkaflói er mjög opinn fyrir kaldri norðaustan- og austanátt. Með hafátt fylgir gjarnan þoka og á veturna er oft snjóþungt. A kuldaárunum 1965—68 kól tún mjög i hreppnum og er greinilegt að með þeirri tækni sem nú er beitt við túnrækt er á mörkum að hún heppnist þar nema á góðum árum. Samt er ræktunarland mikið i byggð og afréttir rúmir 16 jarðir i eyði á 25 árum. Frá árinu 1929, þegar ibúafjöldi Skeggjastaðahrepps náði há- marki hefur ibúum fækkað jafnt og þétt eða úr 309 i 114 i des. 1975. Ekki hefur dregiö úr hlutfalls- legri fækkun hin siðari ár, nema siður sé. íbúum má skipta i tvo hópa. Anars vegar er sveitin með 62 ibúa á 11 býlum en hins vegar þorpiö á Bakkafiði með 52 ibúa (tölur miðast við árið 1975),én i búúm hefur fjölgað um 5 tvö s.l. ár). A árunum 1951 til 1975 fóru 16 jarðir i eyöi I Skeggjastaðahreppi. A þeim 11 býlum sem eftir eru i byggð verð- ur búseta að teljast nokkuð örugg i nokkur ár á samtals 9 jörrðum að öðru óbreyttu. Börn eru tiltölu- lega færri I hreppnum en lands- meðaltal segir til um og gamal- menni fjölmennari. Aldursflokk- urinn 25—59 ára er hins vegar áþekkur og annars staðar gerist. Þar má greina eyðingu byggðar Lægri tekjur en annars staðar Atvinnulif i Skeggjastaða- hreppi byggist að langmestu leyti á landbúnaði og sjávarútvegi. Meðal-brúttótekjur framteljenda eru 7% lægri en á Austfjörðum i heild og 14% lægri en á lands- mælikvarða. Vegna færri barna er framfærslubyrðin hins vegar minni. Landbúnaður Landbúnaðurinn i Skeggja- staðahreppi er meö smáu sniöi. Flest búin eru með 200—300 fjár, 1—2 nautgripi og álika mörg hross. Tvö bú voru þó með um 360 fjár haustið 1976. Fjöldi sauöfjár hefur haldist svipaður allt frá ár- inu 1950 og verið 3—4000 f jár, en nautgripum hefur hins vegar á sama tima fækkað úr 66 i 16. Helstu hlunnindi eru reki, æðar- varp og lax- og silungsveiði. 1 áætluninni er varað við of • mikilli bjartsýni á gildi aðstoðar við landbúnað fyrir alhliða upp- byggingu i Skeggjastaðahreppi. Þó er bent á þær félagslegu að- stæður að sveitin sé bakhjarl fyrir þorpið sem skapar öryggiskennd og festu hjá ibúum þess og taka verði tillit til. Ennfremur megi býlum ekki fækka frekar.og er þvi lagt til aö Byggðasjóður veiti lán til landbúnaðar i hreppnum á næstu 5 árum (1978—1983) og miði þau við 350—450 kinda bú. Lánin verði veitt til stækkunar og upp- byggingar byggðra jaröa þar sem slikt er fyrirhugað, til kaupa á byggðum jörðum sem annars kynnu að falla úr ábúð og til kaupa og uppbyggingar eyöijarða ef mjög gild rök mæla þar meö. Búist er við að heildarfram- kvæmdakostnaður verði varla lægri en 95—105 miljónir króna miðað viö matskostnað haustið 1977. Sjósókn og fiskverkun Sjósókn Bakkfirðinga er nú ein- göngu bundin við grásleppu- og þorskveiðar. Grásleppuveiðar eru einkum stundaðar á timabil- inu frá miðjum mars og fram i miðjan júni, en að þeim loknum taka þorskveiðar við, og standa þær út septembermánuð. Á und- anförnum vertiðum hafa 12—15 trillur af stæröinni 2—4 tonn verið gerðar út frá Bakkafirði. Fiskverkunin er eingöngu fólg- in i söltun grásleppuhrogna og saltfiskverkun. Arið 1977 voru verkuð 287 tonn af saltfiski, en söltuð 451 tonn af grásleppu- hrognum. Bæði fiskveiðar og fisk- iðnaður liggja að mestu niðri yfir vetrarmánuðina. 1 áætluninni segir að skilyrði fyrir uppbyggingu i Skeggja- staðahreppi sé aröbær útgerð og fiskvinnsla, en nú takmarkast afla- og vinnslumagn fyrst og fremst af lélegri hafnaraðstööu og þar með stærð veiðiskipa, gæftaleysi fyrir trillubáta yfir veturinn, aðstöðu til fiskverkunar og einhæfum vinnsluaðferðum. A næstu 5 árum er lagt til aö unnið verði að lagfæringum og endurbótum á fiskverkunarhús- inu á Bakkafirði i tveimur áföng- um. Fiskverkunarhúsið. er 800 fm húsnæði, að meginhluta stál- grindahús, og á hlutafélag sjó- manna á Bakkafirði það. 1 fyrri áfanga er lagt til að húsið verði gert hæft til saltfiskverkunar samkvæmt heilbrigðiskröfum, innréttaður verði vinnslusalur fyrir hrognaverkun og komið verði upp þurrkklefa, auk þess sem bætt yrði aðstaða fyrir fisk- hersluna. Jafnframt þarf að festa kaup á búnaði og áhöldum vegna saltfisk- og hrognaverkunar og innréttað þjónusturými fyrir starfsfólk þar sem fullnægt yröi aðbúnaðarkröfum á vinnustað. Aætlaður heildarkostnaður fram- kvæmda I fyrri áfanga er 10—13 miljónir miðað við haust 1977. Talið er að stór kola- og kúf- fiskamið sé að finna i innanverð- um Bakkaflóa og Eiðsvik og er talið æskilegt að nýta þau m.a. með þvi að veita heimild til tak- Fjöldi 10 5 O ! Aldursdreifing ibúa i Skeggjastaðahreppi árið 1975. 10 markaðra kolaveiða annaðhvort i kolavoð eða dragnót. Yrði þá grundvöllur trilluútgerðar treyst- ur að mun og þá gæti i seinni á- fanga verið byggð frystigeymsla við fiskverkunarhúsið. Höfnin stendur útgerð fyrir þrifum Hafnarmannvirki á Bakkafirði er hafnarbakki úr steyptum kerj- um i þokkalegu ástandi. Skjól er hins vegar ekki öruggt i öllum áttum og hefur þvi verið settur upp krani i þeim tilgangi að lyfta bátum á land. Getur hann mest lyft 5 tonna trillu. Ekki er þvi hægt að gera út stærri báta og stendur það útgerðinni verulega fyrir þrifum. Erfitt er að gera góða höfn á Bakkafirði og fyrir- sjáanlegur mikiH kostnaður. Tal- ið er að varla séu framkvæman- leg frekari hafnarmannvirki þar sem höfnin er nú, en hugsanleg skjólhöfn innar i firðinum. Þá er ræddur sem valkostur krani sem lyftir 30—40 tonna bátum. Hann mun skv. lauslegri áætlun kosta uppsettur 55 miljónir króna. Bágborið ástand vega Ef hlutdeild vegamála i opin- berum útgjöldum ykist væri einn stærsti þröskuldurinn i vegi fá- mennra byggöarlaga til eflingar yfirstiginn, segir i skýrslu Fram- kvæmdastofnunar, en ástand vega I Skeggjastaðahreppi talið mjög bágborið. Ibúar hreppsins eru mjög tengdir Þórshöfn og Vopnafirði með viðskipti og þjón- ustu og sá hluti noröausturvegar, sem liggur milli þessara staða hefur þvi mikla þýðingu fyrir þá. Til Þórshafnar er sótt læknis- þjónusta og verslun að hluta, það- an er flutt neyslumjólk til Bakka- fjarðar, auk þess sem nær öll gas- olia, bæði vegna rafveitu og til húshitunar, er sótt þangaö.Til Vopnafjarðar er einnig sótt vegna margs konar viðskipta og félags legra tengsla, sem farið hafa vax- andi. Siðustu ár hafa unglingar stundað skyldunám þar, og er þeim ekið á milli um helgar, enda gera ný grunnskólalög ráð fyrir þeirri skipan mála framvegis. A verðlagi i ágúst 1977 var heildarkostnaður framkvæmda sem miða að þvi að koma vega- málum hreppsins i gott horf laus- lega áætlaður um 570 miljónir króna, en 373 miljónir er talið kosta að gera vegi hreppsins not- hæfa miðað við skilgreiningu Vegagerðarinnar á ástandi vega. Að óbreyttum framlögum til vegamála tekur bersýnilega langan tima að ná þvi marki að gera vegakerfi hreppsins nothæft, svo að ekki sé talað um gott. Er þvi lögð þung áhersla á úrbætur á þeim vegaköflum, sem eru hvað verstir. 1 skýrslunni eru lagðar til forgangsframkvæmdir, sem nema um 108 miljónum króna.til að koma nokkrum vegaköflum i gott ástand, en 90 miljónir til að gera þá nothæfa. Flugvöllur Flugvöllur við Bakkafjörð er um 2,5 km frá þorpinu með einni 600 m langri flugbraut. Lagt er til aö gerðar verði nokkrar umbætur á honum sem munu kosta að meðaltali 3,3 m kr. á ári næstu 6 árin. Skortur á íbúðarhúsnæði Skortur á ibúðarhúsnæöi stendur i vegi fyrir flutningi fólks til Bakkafjarðar. Ýmsir hafa sýnt áhuga á að flytja þangaðt en ekki getað vegna þessa. A Bakkafirði eru 15 ibúðir og meðalaldur húsa 38 ár. Fjórar ibúðir eru 50 ára og eldri. Miðað við áætlunartimabilið (5) ár er byggingaþörfin talin 10 ibúðir miðað við sömu kröfur og gerðar eru á landinu i heild. Lagt er til að strax á þessu ári verði hafist handa við byggingu allt að fjögurra söluibúða á vegum sveitarfélagsins. Siðan mætti miða framkvæmdir við að jafnan væri einu húsi i byggingu óráð- stafað. AAeginorsakir fækkunar Fækkun ibúa i Skeggjastaða- hreppi sýnir glöggt hve byggð hefur grisjast þar mjög siðustu áratugi. Orðugt er að greina á milli orsaka og afleiðinga grisj- unar, en þó má að llkindum rekja meginorsakir til afar fábreyttra atvinnuhátta og einhæfni i land- búnaði og sjávarútvegi, léglegra samgöngutengsla við öfluga þjón- ustukjarna og ófullnægjandi hafnaraðstöðu. Afstaða hins opinbera tímabær Siöan segir I niðurstöðum skýrslunnar: Segja má heimamenn vel á veg komna meö þær aðgerðir, sem þeim er unnt að gripa til að svo stöddu. Koma þær fram i þvi aö hreppsfélagið reisti tvær leigu- Ibúðir i þorpinu Bakkafiröi árið 1975, og stendur nú yfir bygging tveggja söluibúða. Frekari bygg- ingarframkvæmdir eru fyrirhug- aðar jafnskjótt og leyfi Húsnæöis- málastofnunar fæst. Ennfremur hófu tveir einkaaðilar smiði tveggja einbýlishúsa vorið 1976, og nýlega settust að i þorpinu ung hjón, sem ráðgera byggingu ibúðarhúss á þessu ári. Þá má að lokum minnast þess, sem áður kom fram, að ung hjón hafa ný- lega keypt hluta i einni af betri jörðum I sveitinni, auk þess semsjómenn i þorpinu hafa stofn- að meö sér hlutafélag og tekiö höndum saman um rekstur fisk- vinnsluhúss. Sú viðleitni, sem heimamenn sýna og marka má af ofan- greindri upptalningu, má teljast þess eðlis, að afstaða hins opin- bera til framtiðarbúsetu i Skeggjastaðaherppi sé timabær. Afgreiðslu stjórnar Framkvæmdastofnunar rikisins, sem frá er greint i inngangi hér að framan, má túlka sem af- stöðu stofnunarinnar til framtiðarbúsetu i hreppnum. Afstaða og stuðningur Framkvæmdastofnunar rikisins hrekkur þó skammt, ef aðrar opinberar stofnanir og sjóðir sjá sér ekki fært að fylgja áætlun þessari fram. Leggi allir hlutað- eigandi aðilar áætluninni lið, má hins vegar vænta þess, að sporna megi viö eyðingu byggðar I Skeggjastaðahreppi.” —GFr. SAGT FRÁ BYGGÐAÞRÓUNARAÆTLUN FRAMKVÆMDASTOFNUNAR RÍKISINS Leikarar i skopleiknum „Stundum og stundum ekki”. Frá v. Lára Marteinsdóttir, Amundi Sigurðsson, Steinn Ragnarsson, Guðmundur Georgsson, Þuriður Steinarsdóttir, BergljótGuðmundsdóttir, Sirrý Garðarsdóttir, Hávar Sigurjónsson, Hjálmur Hilmarsson, Magnús Baldursson, Magnús Torfason.Halla Kjartansdóttir, Jónina Valsdóttir, Laufey Hauksdóttir og Geir Ragnarsson. Fremst á sv. fr. v. Ari Eggertsson, Steinunn ólafsdóttir, Hróbjartur Jónatansson. (Ljósm.: GFr) Leiklistarfélag Menntaskólans við Sund sýnir: Veldi tilfínninganna annó 1940 Talia, leiklistarfélag Menntaskólans við Sund frumsýnir fimmtudaginn 9. mars i ágætum sal Breiðholtsskóla leikritið „Stundum (bannað) og stund- um ekki” eftir hina þekktu farsa- höfunda Arnold og Bach. Þessi gamanleikur vakti mikinn úlfaþyt i höfuðborginni á þvi herrans ári 1940 og var þá bannaður af lögreglustjóranum um hrið en bannið upphafið af dóm- nefnd. Það er leikarinn og söngvarinn Gisli Rúnar Jónsson, sem hefur sér- hæft sig i striösárunum, sem færir leikinn upp með menntskælingum. Blaðamaður Þjóöviljans átti þess kost að fylgjast með æfingu á þriðjudags- kvöld ásamt fullu húsi af krökkum úr Breiðholtsskóla og skemmti sér konunglega. Eins og áður sagöi var leikrit þetta frumsýnt vorið 1940, rétt fyrir her- námið, og hafði Emil Thoroddsen þýtt það og staðfært til Islands. Er það látið gerast i Stjórnarráðinu og austur á Laugavatni. Lögreglustjórinn bannaði verkið á þeirri forsendu aö þaö væri klúrt, siðspillandi og brjóti i bága við reglur og velsæmi. Hins vegar var talið að raunverulega ástæðan væri pólitisk og runnin undan rifjum Jón- asar frá Hriflu. Að beiöni LR var til- kvödd sérstök dómnefnd og leikið fyrir hana en jafnframt var boðið alþingis- mönnum og fleiri fyrirmönnum og varð húsfyllir á þessari sérstöku sýningu. Banninu var siðan aflétt með öllum greiddum atkvæðum gegn at- kvæði Jónasar frá Hriflu. Sýnirtg Menntaskólans við Sund núna byggist á uppfærslu Guörúnar Asmundssdóttur á þessu verki á Akur- eyri 1972 en þá skrifaði Jón Hjartarson forleik sem einnig er leikinn núna. Gerist hann i búningsherbergjum leikarafyrir sýningu ogþá hætta ma. 4 leikarar við að koma fram og hvislari verður að taka aö sér 3 hlutverk. í þessari sýningu Gisla Rúnars er bætt við ýmsum bröndurum og er fullt af uppákomum i verkinu. T.d. er dóm- nefndin mætt til staðar i salnum og skiptir sér af verkinu og vegna alls konar innskota verður verkið með dálitið hráum blæ. Að öðru leyti er nákvæmlega fylgt ’ staðfæring- unni frá 1940 ogbúningar eru frá þeim timum. Reynt er að ná stemningunni sem rikti i Iðnó á hinni frægu frum- sýningu 1940. Uþhr, 50 manns taka þátt I sýningunni þar af eru um 30 hlutverk i leiknum. t hléum er boðiö upp á jass. Sviðsmynd er gerð af nemendum eftir hugmyndum leikstjórans. Almennar sýningar veröa dagana 9., 10., 12., 13., og 14. marskl. 20.00. —GFr 29 af 33 kennurum Menntaskólans á Akureyri Ríkisstjórnin hefur glatað trausti okkar sem viðsemjandi um kaup og kjör Þann fyrsta þessa mánaðar gerðu 29 af 33 kennurum Menntaskólans á Akureyri samþykkt þar sem þeir „átelja harðlega þá framkomu rikis- stjórnarinnar að ómerkja með lögum kjarasamninga, sem hún sjálf gerði fyrir aðeins ársfjórðungi, svo og kjaradóma, sem grundvallaðir hafa verið á þessum samningum.” Kenn- ararnirláta þaðfylgja I samþykktinni að „með þessari lagasetningu hefur stjórnin glatað trausti okkar sem viðsemjandi um kaup og kjör.” Undir þessa yfirlýsingu rita eins og áður sagði 29 af 33 kennurum skólans og eru þeir sem hér segir: Valdimar Gunnarsson, Stefán Þorláksson, Sigurður Bjarklind, Ole Lindquist, Jóhann Sigurjónsson, Magnús H. Ólafsson, Magnús Kristinsson, Ragn- heiður Gestsdóttir, Böövar Guðmundsson, Sverrir Páll Erlends- son, Asmundur Jónsson, Jón Hafsteinn Jónsson, Tómas Ingi Olrich, Þórir Haraldsson, Gunnar Frimannsson, Hilmar Bragason, Ragnar Þ. Ragnarsson, Anna Ingólfsdóttir, Stefania Arnórsdóttir, Snæbjörn Friðriksson, Rafn Kjartansson, Sigriður P. Erlingsdóttir, Bárður Halldórsson, Jón A. Jónsson, ólafur Rafn Jónsson, Tryggvi Gislason, Bryndis Þorvaldsdóttir, Vilhjálmur Ingi Árnason og Sigrún Sveinbjörns- dóttir. Þjóöleikhúskórinn 25 ára t dag 9. mars, er Þjóöleikhúskórinn 25 ára. Hann hefur tekið þátt I öllum óperu- og óperettusýningum, söngverkefnum öörum og ýmsum leik- ritum þjóðleikhússins allt frá stofnun kórsins. Þá hefur hann og sungið bæöi á vegum rikisútvarpsins með Sin- fónóuhljómsveit íslands og fyrir sjón- varpið og farið i söngferðalag til Ameriku með leikurum á vegum Þjóð- leikhússins o.fl. Ætlunin var, að Þjóðleikhúskórinn héldi afmælistónleika á sjálfan af- mælisdaginn i Þjóöleikhúsinu, en i samráði við Þjóðleikhússtjóra, Svein Einarsson, hefur þeim verið frestað, þar til siöar á leikári þessu, þar sem söngfólk er fast við æfingar og undir- búning að frumsýningu óperunnar „Káta ekkjan” sem.frumsýnd verður 22. mars n.k. A afmælistónleikum Þjóðleikhús- kórsins veröa flutt verk af þessum 25 ára ferli. Stjórnandi kórsins á tónleik- um hans veröur Ragnar Björnsson, hljómsveitarstjóri, en æfingar með honum annast Carl Billich. Þjóðleikhúskórinn er blandaður kór skipaöur um 40 söngmönnum. For- maður hans hefur verið samfleytt i 21 og 1/2 ár Þorsteinn Sveinsson, lög- maður, en aðrir I stjórn kórsins frú Svava Þorbjarnardóttir, gjaldkeri og Jónas O Magnússon, trésmiðameist- ari, ritari. Siöar verður sagt frá væntanlegum afmælistónleikum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.