Þjóðviljinn - 18.03.1978, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 18.03.1978, Blaðsíða 17
sjónvarp Laugardagur 18. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Einmana hjarta Biómynd sjónvarpsins i kvöld nefnist Einmana hjarta (The Heart is a Lonely Hunter). Þaö er bandarisk mynd, gerö áriö 1968. Aöalhlutverk leika Alan Arkin og Sandra Locke (mynd). Myndin fjallar um daufdumban mann og tilraunir hans til aö sigrast á einmanaleika sinum. t ijj i: JW \ w / MESSÍAS útvarp Mesta snilldarverk Handelsf flutt af Pólýfónkórnum á morgun og langafrjádag A morgun pálmasunnudag, og föstudaginn langa flytja Pólýfónkórinn og kammersveit undir stjórn Ingcjlfs Guöbrands- sonar eitt af meistaraverkum tónbókmenntanna, Messias eftir G.F. Handel. Gm þetta verk sitt lét tónskáldiö svo um mælt, aö honum þætti leitt, ef hann heföi aöeins skemmt áheyrendum sinum. Hann vildi gera þá að betri mönnum. Tónlist barokk- timabilsins nær hátindi sinum i verkum Bachs og HSndels, sem báöir voru fæddir i Þýskalandi árið 1685. Formskyn þeirra beggja, kunnátta, snilli og af- köst voru slík, aö vart veröur til þess jafnaö i allri sögu tónlist- arinnar fyrr né slöar. Þó iágu leiðit þeirra aidrei saman. Georg Friedrich Hándel hlaut tilsögn i hljóöfæraleik og tón- smiðum á unga aldri. Ellefu ára gamall vakti hann undrun og aödáun hiröarinnar i Berlin fyrir leikni sina og kunnáttu. Nokkrum árum siöar fór hann aö vinna fyrir sér meö hljóö- færaleik og kennslu, en um tvi- tugt heldur hann til ttaliu, er um þær mundir var nær alls ráöandi um stil og tónlistar- smekk Evrópu. Snilld og dirfska opnuðu honum allar dyr meöal auöugusta fyrirfólks og listfrömuða á ttaliu. Ariö 1712 sest hann að i Lond- on fyrir fullt og allt, og brezkur þegn verður hann 1726. Hann veröur tónlistarkennari hiröar- innar og hirðtónskáld, og dáöur og eftirsóttur gestur i sam- kvæmum aðalsins. Tónsmiöar Handels i Bretlandi voru aö mestu óperur fyrstu 30 árin. Var flutt eftir hann a.m.k. ein ný ópera á ári. Svo fór um siöir, að rekstur óperuhúsanna tók að ganga illa og var þeim lokað vegna skulda. Þetta varö til þess aö Hándel fór að hugleiöa annað tónlistarform, óratoriu, þ.e. leikhúsverk, sem fjallaði um atburði úr Bibliunni meö enskum texta. Aö formi til er óratorian þó náskyld óperunni og fjallar oftast um dramatisk efni en án leik- eöa sviösbún- aðar. Oftast skiptast hlutverk milli nokkurra sögupersóna, sem flytja söguþráðinn, en inn á milli syngur kór, sem venju- lega táknar múginn i eins kon- ar hópsenum. Asamt passium Bachs eru óratoriur Handels hápunktar þessa tónlistar- forms. Arið 1741, þegar Hándel var blásnauður og heilsulaus mað- ur, samdi hann mesta snilldar- verk sitt, óratoriuna Messias. Auömaöur nokkur sendi honum handrit, sem reyndust vera vandlega valdar ritningagrein- ar að mestu úr Gamla testa- mentinu, en fjölluðu allar um ,,Messias” — hinn smuröa — frelsara mannkynsins. Þjáöur, vonsvikinn og yfir- gefinn hafði Hándel dregið sig út úr öllu veraldarvafstri og einangraö sig i húsi sinu i Brook Street. Það var sem vitund hans hæfist á æðra tilverustig, hann gleymdi stund og staö, likast og knúinn áfram af yfirnáttúru- legu afli. Hann vék ekki burtu úr húsinu i 24 daga, en aö þeim tima liðnum hafði hann lokið verkinu. Hándel fékk boð um aö koma til Dublin til hljómleikahalds og þar var Messias frumfluttur i april árið 1742. Áheyrendur voru gagnteknir af hrifningu. Og ummæli dagblaðanna voru á sömu lund: „Mestu kunnáttu- menn telja það vera fegurstu tónsmið, sem um getur”. ,,Orð skortir til að lýsa þeim fögnuði, sem verkið vakti meöal hug- fanginna áheyrenda. Upphafnir hljómar.sem ýmist voru mildir eða magnaðir, tengdir háleit- um, hjartnæmum orðum, gagn- tóku eyru og hjörtu áheyr- enda”. Sú hrifningaralda, sem Messias vakti strax i upphafi, 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 8.50. Fréttirkl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7,55 Tilkynningar kl. 9.00. Létt lög milli atriða. óskalög sjúklinga kl. 9.15: Asa Jóhannesdóttir kynnir. Barnatimi kl. 11.10: Sigrún Björnsdóttir stjórnar timanum og helgar hann Þorsteini skáldi Erlingssyni ! og verkum hans. 112.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. i 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Vikan framundan 15.00 Miðdegistónleikar Marielle Nordmann og franskur strengjakvartett leika Kvintett fyrir hörpu og strengi eftir Ernst Hoff- mann. Mary Louise Boehm, Kees Kooper og Sinfóniu- hljómsveitin i Westfalen leika Konsert fyrir pianó, fiðlu og strengjasveit eftir Johann Peter Pixis, Sieg- fried Landau stjórnar. 15.40 íslenskt mál 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Vinsælustu popplögin Vignir Sveinsson kynnir. 17.00 F.nskukennsla 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Davið C'opperfield” eftir Charles Dickens. Anthony Brown bjó til útvarpsflutnings. (Aðurútv . 1964). Þýðandi og leikstjóri: Ævar R. Kvaran. — Þriðji þáttur. Persónur og leikendur: Davið / Gisli Alfreðsson, Ekill / Valdi- mar Helgason, Davið yngri / Ævar R. Kvaran yngri, Betsy frænka / Helga Val- týsdóttir, Herra Dick / Jón- as Jónasson, Herra Murd- stone / Baldvin Halldórs- son, Ungfrú Murdstone / Sigrún Björnsdóttir, Uria Heep / Erlingur Gislason. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 lienrik Ibsen — 150 ára minning Þorsteinn ö. Stephensen fyrrverandi leiklistarst jór i útvarpsins flytur erindi um skáldið. 20.00 Hljómskálamúsik Guö- mundur Gilsson kynnir. 20.40 Ljóðaþáttur Jóhann Hjálmarsson hefur umsjón með höndum. 21.00 Einsöngur: Leontyne Price syngur lög úr söng- leikjumog önnur vinsæl lög. André Previn er undirleik- ari og stjórnandi hljóm- sveitarinnar sem leikur með. 21.35 Teboö „Hinir gömlu góðu dagar”. — Sigmar B. Hauksson ræðir við nokkra skemmtikrafta frá árunum eftir strið. 22.20 Lestur Passiusálma Kjartan Jónsson guðfræði- nemi les 46. sálm. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Danslög 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. ,16.30 tþróttir Umsjónarmaö- ur Bjarni Felixson. 17.45 Skiðaæfingar (L) Þýsk- ur myndaflokkur. 5. þáttur. Þýðandi Eirikur Haralds- son 18.15 On We Go Ensku- kennsla. 18.30 Saltkrákan (L) Sænskur myndaflokkur. Þýðandi Hinrik Bjarnason. 19.00 Enska knattspvrnan (L) Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Menntaskólar mætast (L) Undanúrslit. Verslunar- skóli íslands keppir við Menntaskólann við Sundin. A milii spurninga leikur Arnaldur Arnarson á gitar. Einnig er samleikur á tvo gitara og flautu. Dómari Guðmundur Gunnarsson. Stjórn upptöku Tage Amm- endrup. 20.50 Dave Allen lætur móðan mása (L) Breskur skemmtiþáttur. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 21.35 Einmana hjarta (L) (The Heart is a Lonely Hunter) Bandarisk bió- mynd frá árinu 1968. Aðal- hlutverk Alan Arkin og Sondra Locke. John Singer er daufdumbur. Hann ann- ast um vangefinn heyrn- leysingja, sem gerist brot- legur við lög og er sendur á geðveikrahæli. Singer reyn- ir að hefja nýtt lif til þess að sigrast á einmanaleikanum og flyst til annarrar borgar, sem er nær hælinu. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 23.35 Dagskrárlok. hefur siðan borist um allan heim. Verkið, sem er i þremur þáttum eins og óperur þess tima,er einstætt meðal oratoria HSndels, þar eð það f jallar ekki um sögulega atburði og i þvi er engin atburðarás eins og i passium Bachs. Það er eins konar hugleiðing um frelsar- ann. Sterkra dramatiskra áhrifa gætir samt sem áður i verkinu, eins og vænta má, þar eð verk Hándels eru flest mótuð af dramatiskri tjáningu. PETUR OG VÉLMENNIÐ jab- tM en Kvftr/jig viStiréu rvv'g lanydéi i É<5 93|r Jwrjó. shipaoH Eftir Kjartan Arnórsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.