Þjóðviljinn - 18.03.1978, Blaðsíða 20
DJÚÐVIUINN
Laugardagur 18. mars 1978
Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs-
menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
81333
Einnig skal bent á heitna-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóöviljans I sima-
skrá.
Forstjórinn var ekkert aö berjast viö menn i návigi, en gaf fyrirskipun um aö kaffi skyidi framreitt.
Verlcamenn I Sundaskála I gærmorgun. Ljósm. —eik. ...—
Vinnum ekki
— sögðu
hafnarverka-
mennirnir í
gærmorgun
Þegar Þjóövil jamenn
bar aö í Sundaskála á
tíunda tímanum í
gærmorgun var kaffi-
stofan þéttsetin, enda
hafði öll vinna legið niðri
frá þvi klukkan 8 um
morguninn. Menn sátu,
spiluðu á spil, röbbuðu
saman og drukku kaffi.
Við settumst við eitt borð-
ið og ræddum við Pétur
Lárusson, Jóhann
Geirharðsson, Guðjón
Friðbjörnsson, Óskar
Björnsson, Sigurð H.
Sigurðsson og fleiri yfir
kaf f inu.
óttarr Möller á heiöurinn af
þvi, að hér var lagað kaffi i
morgun.sagði Pétur. Undirtylla
hjá honum hafði bannaö það og
strákarnir voru búnir að kaupa
gos og slá saman I meölæti
þegar forstjórinn kom og gaf
fyrirskipun um aö kaffi skyldi
lagað.
Okkur telst svo til, að eftir
kaupránslög rikisstjórnarinnar
vinnum viö hér tvo tima kaup-
Pétur Lárusson: 1 júni fjölgar
þeim timum sem viö fáum ekki
borgaða. Nú eru þeir tveir, þá
verða þeir fjórir. Ljósm. — eik.
laust á viku. Hér erum við búnir
að sitja siðan klukkan 8 og för-
um ekki að vinna fyrr en
klukkan 10.
Við viðurkennum ekki annaö
kaup en það sem samningar
okkar óskertir kveða á um.
Kjörorðið er: „Samningana i
gildi.
Viö viljum vekja athygli, —
ekki bara á þeirri skerðingu
sem þegar hefur verið
framkvæmd, heldur lika þeirri
sem yfirvofandi er. Núna eru
það tveir timar á viku,og i júni
verður það komið upp i fjóra
tima á viku,sem stolið er af okk-
ur með þessum lögum.
Ef þetta verður ekki leiðrétt
förum við að athuga okkar gang
með yfirvinnuna, þvi þar er
hlutfallið það sama. Þetta er
bara dagvinnan.
Oft hefur það verið slæmt, en
aldrei sem nú. Nýjar verðhækk-
anir dynja yfir nær daglega.
Heildsalar heimta að fá að
leggja á vörulagerinn sem þeir
eiga, og sama er uppi annars
staðar. Skipafélögin eru búin að
fá 30% hækkun á uppskipunar-
kostnaði og 15% á fraktina. Við
förum ekki að vinna tvo tima
kauplaust i hverri viku fram á
sumar undir þessum kringum-
stæðum.
Við vinnum hér eftir samn-
ingum, sem eru lögverndaðir i
vinnulöggjöfinni. Við brjótum
ekki þá samninga eða vinnum
undir þeim taxta sem verka-
lýðsfélag okkar hefur barist
fyrir og náði með verkfalli á sið-
asta ári.
Við verðum einhuga i þessu og
fullvissir um sigur i þessari bar-
áttu.sögðu þeir félagar að lok-
um.
Eins og sjá má af þessum
orðræöum var engan bilbug á
mannskapnum að finna.
Hafnarverkamenn i Reykjavik
hafa löngum verið lifæðin i
ströngustu stéttaátökum i land-
inu og þar hafa þeir alitaf farið
með sigur af hólmi. A dreifi-
miðanum sem á borðum lá stóð
skýru letri: „Hverju tapar þú?”
Þetta er spurning sem hver
einasti launþegi veltir fyrir sér
um þessar mundir, og viðbrögð
hafnarverkamanna i Reykjavik
hljóta að teljast eðlileg. Þeir
voru sigurvissir i gærmorgun,og
sannfærðir um að kaupránslög
rikisst jórnarinnar verði brotin á
bak aftur gengum við
Þjóðviljamenn út á hafnarbakk-
ann, þar sem ekkert lif var að
sjá.
—AI.
Kemur mér ekki á óvart
— sagði
Guðmundur J.
Guðmundsson
Þetta kemur mér ekki á
óvart, sagði Guðmundur J.
Guðmundsson, formaður
Verkamannasambands lslands.
Ég hef orðið var við þá miklu
gremju sem situr i mönnum eft-
ir að kaupránslögin voru
samþykkt og sú gremja hefur
farið vaxandi upp á siðkastið
vegna sifelidra verðhækkana
sem yfir menn dynja.
Menn skyldu heldur ekki vera
undrandi á þvi að hafnarverka-
menn riði á vaðið með mótmæli
sem þessi. Mismunurinn á út-
gefnum töxtum Dagsbrúnar og
útgreiddum launum þeirra er 2
timar og 5 minútum betur.
Þetta er og hefur ætið verið
skeleggasti hópurinn i allri
verkalýðsbaráttu i landinu og
hafnarverkamenn hafa knúið
fram mjög mikilvæg atriði i
kjarasamningum með sam-
stöðu sinni og hörku.
Þessi gremja sem nú sýður i
fólki og krafan um aö samn-
ingarnir verði i gildi er aðalum-
ræðuefnið á öllum vinnustöðum,
ekki aðeins við höfnina, heldur
um allan bæ. Það er þvi engin
furða að þaö brjótist út á ein-'
hvern hátt,og menn skyldu ekki
ætla aö lifið á vinnustöðunum
gangi snurðulaust fyrir sig
þegar þannig er ástatt.
—AI.
r
Utgerðar-og hraðfrystistöðinÞór h.f.
Greiðir fuDar verðbætur
— Eitt fyrirtæki hér hefur
ákveðið að greiða samkvæmt
auglýstum kauptaxta verka-
mannafélagsins Arvakurs, sagði
Hrafnkell Jónsson, fréttaritari
blaðsins á Eskifirði okkur. Það er
útgerðar- og saltfiskverkunar-
stöðin Þór s.f.
Framkvæmdastjórinn, Ingvar
Gunnarsson, sagði mér áðan,
mælti Hrafnkell, — að hann teldi
vera ráðist á garðinn þar sem
hann væri lægstur með þvi að
skerða kaup verkafólks i
framleiðslugreinunum. Nær væri
að skera eitthvað niður i skrif-
stofubákninu en reyna heldur að
borga verkafólki mannsæmandi
laun.
Hrafnkell A. Jonsson sagðist
hafa reynt að kanna viðhorf til
þessara mála hjá öðrum fyrir-
tækjum á staðnum. Þar er greitt
samkvæmt taxta Vinnuveitenda-
sambandsins. En glöggt er, að
það, sem ræður þeirri afstöðu, er
sú vissa, að ef þau greiði
samkvæmt löglegum samning-
um, þá verði þau beitt hefndar-
ráðstöfunum af hálfu banka og
rikisstjórnar.
HerstödvaandstædingarSuöurnesjum
Baráttu- og
skemmti-
fundur
Herstöðvaandstæðingar.
Munið baráttu- og skemmti-
fundinn I Félagsbiói i Keflavik kl.
14 I dag.
Sætaferðir frá Umferðarmið-
stöðinni i Reykjavik kl. 13. Við-
koma I Hafnarfirði.
Ræður og ávörp: Jón Böövars-
son skólameistari, Sigriður Jó-
hannesdóttir, kennari, Sigurður
J. Sigurðsson og Jóhann Geirdal
kennari.
Kynnir: Pétur Gunnarsson, rit-
höfundur.
Skemmtikraftar: GIsli Rúnar,
Arnar Jónsson, Sigurður Pálsson,
Hjördis Bergsdóttir, Megas,
söngsveitin Bóbó og kór Alþýðu-
menningar.
A fundinum verður lesið úr
skýrslu um afleiðingar kjarn-
orkuárásar á Keflavikurflugvöll.
Herstöövaandstæöingar í Köpavogi
30. mars
fundur
í dag
t dag kl. 15.30 hefst I Þinghól við
Hamraborg i Kópavogi fundur
sem helgaður er 30. mars 1949.
Fjölbreytt dagskrá. Menningar-
og skemmtiefni. Andri Isaksson,
prófessor, flytur aðalræðu
fundarins. Gott siðdegiskaffi á
boðstólnum. Fjölmennum.
Hverfahópur Samtaka her-
stöðvaandstæðinga i Kópavogi Andri isaksson
Æskulýösnefnd Alþýðubandalagsins og SUS
Kappræða á Akur-
eyri 1 dag
i dag kl. 14 hefst i Sjálfstæðis-
húsinu á Akureyri kappræða um
höfuðágreining islenskra stjórn-
mála milli Æskulýðsnefndar
Alþýðubandalagsins og Sam-
bands ungra Sjálfstæðismanna.
Ræðumenn Alþýðubandalags-
ins eru Helgi Guðmundsson,
Erlingur Sigurðarson og Ottar
Proppé.
Ræðumenn SUS eru Sigurður
J. Sigurösson, Haraldur Blöndal
og Friðrik Sóphusson.
Fundarstjórar eru Kristin A
Olafsdóttir og Björn Jósef Arn-
viðarson
Kappræða í Eyjum
á morgun
A morgun sunnudaginn 19.
mars hefst kl. 14 i Samkomuhús-
inu I Vestmannaeyjum kappræöa
milli Æskulýðsnefndar Alþýðu-
bandalagsins og Sambands ungra
Sjálfstæðismanna. Umræðuefnið
er höfuðágreiningur islenskra
stjórnmála.
Ræðumenn Alþýðubandalags-
ins eru Baldur óskarsson Rúnar
Armann Arthúrsson og Björn
Bergsson.
Ræðumenn SUS eru Hreinn
Loftsson, Jón Magnússon og Arni
Johnsen.
Fundarstjórar eru Ragnar
Óskarsson og Sigurður Jónsson.