Þjóðviljinn - 18.03.1978, Blaðsíða 3
Laugardagur 18. mars 1978 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3
Sambandid stofnsetur nýja
kexverksmiðju
Stefnt að fjöl-
breyttu úrvali
Um þessar myndir eru að koma
á markaðinn i kaupfélagsbúðum
og öðrum matvöruverslunum um
land aiit þrjár nýjar tegundir af
kexi. Þetta kex er fyrsta
framieiðsla rtýrrar kexverk-
smiðju, Kexverksmiðjunnar
llolts sem tekið hefur til starfa á
vegum sambandsins i hinum nýju
húsakynnum þess I Holtagörðum.
Vélarnar i verksmiðjuna voru
keyptar frá irlandi og komu til
landsins á siðasta ári. Það tók
hálfan þriðja mánuð að setja
vélarnar niður og undanfarið hef-
ur verið unnið að prófun vélasam-
stæðunnar, en rækilega þurfti að
rey na öll tæki og allar uppskriftir,
áður en fyrsta framleiðslan var
send á markaðinn.
Verksmiðjusalurinn er einir 86
Verksmiöjustjórinn f
kexverksmiöjunni Holti, örnólfur
Ólafsson.
/"0 81333
Félag áhugamanna um heimspeki
Fyrirlestur í Lögbergi
Félag áhugamanna um
heimspeki gengst fyrir fyrirlestri
iLögbergi, húsi Lagadeildar H.t.,
sunnudaginn 19. mars kl. 14.30.
Frummælandi er dr. Arnór
Hannibalsson og reifar efnið:
„Fyrirbærafræði og raunhyggja”
Fundurinn er öllum opinn.
Sýning Styrktarfélags vangefinna
að Kjarvalsstöðum 18.-27. mars
„Vfljinn í verid”
Dagana 18..- 27. mars veröur
haldin sýning að Kjarvalsstööum,
sem hlotiö hefur nafnið „Viljinn I
verki”. Tilgangur sýningarinnar
er að sýna þróun á málefnum
vangefinna i máli og myndum,
vinnu vistfólks á heimilum
vangefinna og kynna að öðru leyti
málefnið, sem ekki virðist
vanþörf á.
Að sýningunni standa öll
heimili vangefinna i landinu svo
og öskjuhliðarskóli, Þroska-
þjálfaskóli Islands og Landssam-
tökin Þroskahjálp.
málefnið og sýndar kvikmyndir,
innlendar og erlendar. Þá munu
ýmsir listamenn koma fram
meðan á sýningunni stendur.
Þetta er fyrsta sýning sinnar
tegundar hér á landi og er þvi von
þeirra sem vinna að málefnum
vanginna og standa að þessari
sýningu að hún veki athygli sýn-
ingargesta og veki þá umfram
allt til umhugsunar um þessi mál.
1 afmælisnefndinni eiga sæti:
Halldóra Sigurgeirsdóttir,
formaður, Gréta Bachmann,
Hrefna Haraldsdóttir, Hörður
Sýning þessi er haldin i tilefni
20 ára afmælis Styrktarfélags
vangefinna i Reykjavik, en það
var stofnað 23. mars 1958 og var
fyrsta félag, er stofnað var i land-
inu til styrktar vangefnum.
Innan félagsins hefur starfað
afmælisnefnd, sem m.a. hefur
haft það verkefni að undirbúa
þessa sýningu. Varð hún sam-
mála um að nota skyldi afmælis-
áriö til kynningar á málefninu
meðal almennings.
Auk sýningar á vinnu vangef-
inna verða kynntar bækur um
Sigþórsson og Tómas Sturlaugs-
son.
Mikill fjöldi fólks hefur starfað
með nefndinni að uppsetningu
sýningarinnar, foreldrar, starfs-
fólk stofnana og annað áhugafólk.
Hönnuöur sýningarinnar er
Gunnar Barnason, leiktjalda-
málari.
Sýningin verður opin frá kl.
17:00 til kl. 22:00 nú á laugardag-
inn og siðan alla daga frá kl. 14:00
til kl. 22.00, nema páskadag frá
kl. 15:00 til 22:00 og lokað veröur
á föstudaginn langa.
(Ljósm: —eik)
Munir unnir af vistfólki i Bjarkarási
Unnið aö pökkun á kexinu.
metrar að lengd, málaöur i hólf
og gólf, og er afar snyrtilegt um
að litast.
öðru megin i salnum er heljar-
langur bakarofn, hvorki meira né
minna en 56 metrar aö lengd og
tekur það u.þ.b. 7—8 minútur frá'
þvi að deigið fer i vélarsamstæö-
una og þar til kökurnar eru pakk-
aðar. Þarna eru löguö 400 kiló af
deigi i einu i stórri þar til gerðri
hrærivél. Allt frá þvi að deiginu
er komið i vélina og þar til kemur
að pökkun er um sjálfvirka starf-
semi að ræða. Fyrst er sléttað úr
deiginu siðan mótaðar kökurnar,
þá fara þær i bakarofninn og
þaðan á heljarlangt færiband til
kælingar áður en kemur að
pökkun.
Þáð var danskur kexverk-
smiðjustjóri sem aðstoðaði við
uppbyggingu verksmiöjunnar,
Georg Engstrup, en hann hefur
starfað sem kexverksmiðjustjóri
hjá FDB i Danmörku i 40 ár.
Hann kvaðst vera mjög ánægður
með kexiö sem hér er nú framleitt
i þessum vélum.
Stjórnandi verksmiðjunnar er
örnólfur Ólafsson bakara-
meistari, en hann hefur verið
bæði i Irlandi og Danmörku til að
kynna sér þessa starfsemi. Við
framleiösluna vinna nú 12 manns
og er starfsliðið að sögn örnólfs
óðum að ná fullum tökum á öllum
stigum framleiðslunnar.
Miðað við 6—7 stunda vinnudag
er áætlað að i verksmiðjunni
verði bökuð um 2 tonn af kexi á
dag.
Nú þegar eru framleiddar þrjár
tegundir af kexi eins og áður seg-
ir, en þær eru vanillukex,
mjólkurkex og kornkex. En ætl-
unin er að bæta við þremur nýjum
tegundum á næstunni og koma
með samtals sex tegundir af kexi
á markaðinn á þessu ári. Hinar
þrjár tegundirnar verða væntan-
lega kremkex, súkkulaðihúðað
kornkex og hafrakex.
—IGG
Áskorun frá
Verkamanna-
sambandi íslands
Gerið
ráðn-
ingar-
samning
Af gefnu tilefni vill Verka-
mannasamband lslands minna
allt verkafólk, sem vinnur við
fiskvinnslu, á það ákvæði gr.
16.1.1. i samningum VMSl við
samtök atvinnurekenda, að frá og
með 1. mars s.l. fjölgaöi
kauptryggingardögúm um einn
og eru þeir nú 5 i hverri viku, þ.e.
full vinnuvika.
Þá vill VMSI skora mjög
eindregiö á allt verkafólk i fisk-
vinnslu að nota þann rétt, sem
samningar veita til þess að gera
ráðningarsamning og losna á
þann hátt m.a. við erfiðleika i
sambandi við atvinnuleysis-
bætur, en samkvæmt ákvörðun
stjórnar atvinnuleysistrygginga-
sjóðs ber ekki að greiða atvinnu-
leysisbætur fyrir þá daga sem
viðkomandi hefði átt rétt á laun-
um samkvæmt kauptryggingar-
samningi.
ÚTI ER VETUR -
HJfl OKKUR ER VOR
>lvnla í: “ ':j Mrara ý,Elv|ilái ''Vy Sniii'i*;i
Við bjóðum BLÓMALÍNURNAR frá HAGA
i nýjum og fjölbreyttari búningi.
HAGI nr
Glerárgötu 26 Akureyri simi 96 21507 Suðurlandsbraut 6 Reykjavik simi 91 84585
0