Þjóðviljinn - 18.03.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.03.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. mars 1978 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Ctgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Kitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: GunnarSteinn Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Sfðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. 1170 skattlaus fyrirtœki með 142 þúsund miljón króna veltu Ragnar Arnalds, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, mælti á fimmtudag fyrir tillögu til þingsályktunar er hann flytur um endurskoðun skattalaga. Til- laga Ragnars gerir ráð fyrir eftirfarandi meginatriðum til breytinga á skattalög- um: 1. Að atvinnureksturinn i landinu greiði skatt af tekjum sinum og veltu með eðli- legum hætti. 2. Að óbeinir skattar, söluskattur til dæm- is,verði lækkaðir. 3. Að skattakerfið verði einfaldað, en inn- heimta og eftirlit hert. í tillögunni nefnir Ragnar nokkur atriði sem breyta þarf i skattalögum til þess að tryggja það að ofangreindum markmiðum verði náð. Er þar um að ræða breytingu ár reglum um fyrningu atvinnufyrirtækja, um afnám flýtifyrningar og fyrningar eft- ir verðhækkunarstuðli, um endurskoðun reglna um varasjóðstillög og um aðgrein- ingu á fjárhag fyrirtækis og eiganda þess. Þá bendir flutningsmaður á nauðsyn þess að álagning tekjuskatts á launatekjur verði einfölduð, að tekjuskattur verði lagður á jafnóðum, að hjón verði skattlögð hvort fyrir sig, að tekjur láglaunamanna verði undanþegnar tekjuskatti og að tak- mörk verði sett fyrir þvi hversu mikla vexti má draga frá launatekjum fyrir álagningu. Þá er lagt til að sjúkratrygg- ingagjaldið verði afnumið, að söluskattur verði lækkaður verulega og innheimta söluskatts hert. 1 greinargerðinni bendir Ragnar Arnalds á, að skattlausum fyrirtækjum i Reykjavik hefur farið fjölgandi á und- anförnum árum: Þau voru 240 1973, 432 1974, 483 1975 og 485 1976. Lágmarks- stærð fyrirtækja sem hér er miðað við er að þau greiði minnst 20 þúsund kr. i aðstöðugjald sem þýðir 1,5 til 10 milj. kr. veltu eftir þvi hvers konar fyrirtæki er um að ræða. Miðað við þessa lágmarksveltu eru alls 1170 fyrirtæki á öllu landinu sem greiða engan tekju- skatt og var heildarvelta þeirra 1976 141,6 þús. j miljónir króna. Auk þessara fyrir tækja með engan tekjuskatt voru 414 félög með innan við 100 þúsund krónur i tekjuskatt hvert um sig, en heildarvelta þeirra nam um 19 þúsund miljónum króna. Fjöldi fyrirtækja i félagsformi me'ð engan tekjuskatt, eða innan við 100 þús- und kr. hvert, er þvi 1584 fyrirtæki (af 3.313 fyrirtækjum af þessari stærð) og heildarvelta þeirra rétt um eitt hundrað og sextiu þúsund miljónir króna, en heildarvelta allra fyrirtækja i félags- formi 343 þúsund miljónir króna. Það lætur þvi nærri að helmingur fyrirtækja i félagsformi með rétt um helming af heildarveltu slikra fyrirtækja borgi lit- inn sem engan tekjuskatt. Ragnar Arnalds vitnar i greinargerð sinni til álits Þjóðhagsstofnunar um af- komu atvinnuvega 1976, og þar kemur fram að heildarafkoma þeirra var góð i heildina tekið. „Ljóst er”, segir þingmað- urinn ennfremur, „að skýringin á þvi að fyirtækin greiða almennt svo litinn tekju- skatt er ekki léleg afkoma, heldur eru ástæðurnar i fyrsta lagi ivilnunarreglur skattalaga, ma. fyrningarreglur og vara- sjóðsheimildir, en i öðru lagi verður að hafa i huga að á miklum verðhækkunar- timum koma aðeins hin neikvæðu áhrif verðbólgunnar fram i bókhaldinu og hagn- aðurinn telst þá að sama skapi minni, en raunverulega er um stórfelldan leyndan verðbólgugróða hjá flestum fyrirtækjum að ræða.” í greinargerðinni kemur fram, að skatt- greiðslur fyrirtækja i félagaformi námu aðeins 1,6% af veltu fyrirtækjanna 1976. Nefnir Ragnar þann möguleika að fyrir- tækjum verði gert að greiða veltuskatt, mismunandi háan eftir tegund rekstrar- ins, eins og nú gildir um aðstöðugjöld, en veltuskattur sem væri 1% að meðaltali gæfi um 6 miljarða króna á árinu 1978, þar eð áætluð velta fyrirtækja á árinu 1977 var um 600 miljarðar króna. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri rikis- bókhaldsins fyrir rikisbúskapinn árið 1977 námu heildartekjur rikissjóðs það ár um 95,5 miljörðum króna. Velta skattlausu fyrirtækjanna varð hins vegar 141,6 miljarðar króna árið 1976. Hér er þvi um að ræða veltu fjármuna sem er meiri en öll velta islenska ríkisins. Þessi fjármuna- velta fyrirtækjanna er ekki háð lýðræðis- legu eftirliti almennings, og þessi fjár- munavelta sleppur við skatta til sam- neyslunnar. Þetta er hneyksli sem verður að stöðva; það verður að tryggja að fyrir- tækin i landinu standi undir samneyslunni og að þau greiði að minnsta kosti fyrir þá hluta samneyslunnar sem þau nota. Það gera þau ekki eins og skattalögum er hátt- að i dag. Þess vegna er baráttan fyrir breytingum á skattalögunum i þá átt sem hér hefur verið lauslega rakið eitt af meginbaráttumálum Alþýðubandalags- ins. —s. Dómkirkju hneyksliö Þjóðviljinn ritar öllu jafna ekki mikið um kirkjuleg mál- efni. Ef til vill er það misráðiö þvi kirkjan er áhrifamikil þjóð- félagsstofnun og verðskuldar sina umfjöllun ekki siður en aðrar. Það hneykslismál sem nii er komið upp i dómkirkjusöfn- Ragnar Björnsson uðinum er þess eðlis að ekki verður hjá þvi komist að gera þvi nokkur skil. Það er nefni- lega ekkert einkamál kirkjunn- ar manna eða safnaðarins sjálfs. Til upþrifjunar skal þess getið að þegar Ragnar Björnsson kemur heim úr glæsilegri tón- leikaför um Sovétrikin erhann kallaður á fund tveggja sóknar- nefndarmanna, Erlings Aspe- lunds, hótelstjóra, og Benedikts Blöndals, lögfræðings, og til- kynnt að honum sé sagt upp störfum fyrirvaralaust, en haldi þó launum i þrjá mánuði. Þann 8. febrúar sl. berst honum form- legt uppsagnarbréf. Tilgreind ástæða fyrir uppsögninni ér ágreiningur um vai sálmalaga og vöntun á söngfólki I Dómkór- inn.Uppsögnina bar að eins og um afbrot væri að ræða. Dóm- organistanum var skipað að skila lyklum og gögnum og hætta á stundinni. Viðbrögðin við þessum harka- legu ráðstöfunum létu ekki á sér standa. Dómkórinn hætti störf- um og kvaöst ekki syngja við kirkjuna fyrr en fullnægjandi skýring hefði fengist á uppsögn- inni. Organistafélagið hélt fundi um málið, og Ragnar Björnsson birti sjálfur greinargerð um uppsögnina i blöðunum 1. mars, þar sem hann lýsti yfir þvl, að hann ætlaði að sækja á ný um stöðu dómorganista, sem aug- lýst hafði verið með umsóknar- fresti til 10. mars. Organistar sáu sóma sinn I að sækja ekki á móti Ragnari, en i gær barst honum bréf frá sóknarnefndinni und rritað af sóknarnefndarfor- manninum, Magnúsi Þórðar- syni, þar sem honum var til- kynnt að hún hefði ákveðið að ráða hann ekki i starfið. Dylgjur í staö skýringa Enginástæða er þvitilþess að láta þetta mál liggja i þagnar- gildi lengur. Þess skal getið,að þrátt fyrir itrekaðar tilraunir hafa sóknarnefndarmenn og prestar kirkjunnar neitað að gefa viðhlitandi skýringar á uppsögninni. Þeir hafa þó látið að þvi liggja að til væru frekari skýringarheldur en ágreiningur um sálmalög. Að sjálfsögðu er það ekki fullnægjandi ástæða til uppsagnar, þvi i samningurh organistaerbeinlinis kveðið svo á, að prestur ráði sálmum, en organistar lögum. Um vöntun á söngfólki er það að segja ab við slikt vandamál búa flestir organistar, og ekki hefur það komið niður á sönglifi við Dóm- kirkjuna, því að starf Dómkórs- ins hefur verið blómlegt. Þá stofnaði Ragnar öratóriukórinn sem konsertkór við Dómkirkj- una.og hefur hann haldið marga tónleika, m.a. með Sinfóniu- hljómsveit Islands. Dylgjurnar um frekari skýr- ingar hafa þann lævislega til- gang að koma þvi inn hjá fólki að Ragnar Björnsson sé slikur vandræðamaður aðekki séhægt að flika raunverulegum ástæð- um uppsagnarinnar opinber- lega: Fyllibytta, dóni, þjófur eða e-ð þviumlikt. Aðferðín er velþekkt,en varla guðsmönnum sæmandi. Óbilgjarn klerkur Hm raunverulega ástæöa er hinsvegar sú, að séra Þórir Stephesen sem nýlega hefur ráðist til starfa við Dómkirkj- una og prestar Reykjavlkur treystu sér ekki til að kjósa dómprófast eins og venja er til um dómkirkjuprest, hefur sett sóknarnefnd Dómkirkjunnar úrslitakosti: Þið verðið aðvelja milli min og dómorganistans. Kjarni málsins er sá, að með uppsögninni er einn af ríkis- iaunuðum guðsmönnum þessa lands að vanvirða allar hefðir og reglur um atvinnuöryggi sem tiðkasthérlendis ogvinna að þvi aö listamaður verði sviptur starfsaðstöðu sinni og flæmdur úr landi. Á svipaðan hátt hefur hann flæmt úr starfi kirkjuvörö og konu sem séð hafði um ræst- ingu kirkjunnar. Sannarlega er hann óvandur að meðulum sln- um. Þessi óbilgjarni guðsþjónn rasðst þannig að listamanni sem um 20ára skeið hefur fylgt fram þeim hefðum i starfi dómorgan- ista sem Páll tsólfsson skóp, fyrst sem lærisveinn og að- stoðarmaður og siðan eftirmað- ur. Kirkjumálaráö- herra grípi í taumana Ragnar Björnsson hefur ög likt og dr. Páll unnið merkilegt kynningarstarf á islenskri kirkjutónlist erlendis og nýtur viðurkenningar sem listamaður i Evrópu. Hér er um slikt alvörumál aö ræða að ráðherra kirkjumála i landinu hlýtur að skerast I leik- inn þegar kirkjunnar þjónar og safnaðarstjórar geta ekki ráðið fram úr þvi skammlaust. Rökréttast væri að Öiafur Jóhannesson sýndi af sér rögg og gerði starf organista við Dómkirkjuna að fuliu starfi á vegum rikissjóðs. Eins og starf dómorganista hefur mótast og eins og þær kröfur eru vaxnar sem geröar eru til hans hér heima og erlendis, á hann ekki að þurfa að eiga starf sitt og listamannsheiður undir skap- brestum einhverra pokapresta. —ekh. I ■ I ■ I ■ 1 m a ■ i ■ a

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.