Þjóðviljinn - 31.03.1978, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 31.03.1978, Qupperneq 1
MOÐVIIIINN Föstudagur 31. mars 1978 —43. árg. 64. tbl. tJtgefendur Þjóðviljans gerðu 1 gær grein fyrir fjár- hagsmálum blaðsins á blaðamannafundi. Myndin er Sjá opnu tekin á fundinum, en frá honum segir nánar inni í blaðsins blaðinu Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins: Oskhyggja ef atvinnurekendur halda að verka- lýöshreyfingin œtli ekkert að aðhafast fyrr en eftir kosningar Málgagn atvinnurekenda, Morgunblaðið, slær þvi upp sem frétt i gær, að verkalýðshreyfing- in ætli ekkert að aðhafast fyrr en eftir kosningar i vor. Þar sem þetta brýtur algerlega i bága við yfirlýsingar forystumanna verkalýðshreyfingarinnar undan- farnar vikur, bárum við þessa frétt undir Guðmund J. Guðmundsson formann Verka- mannasambands islands. Ráðstafanir vegna fjárhagsvanda RARIK Húshitunartaxtar hækkaðir um 25% Gjakltaxtar verða teknir til endurskoðunar og hækkaðir. Tekið verður um 500 mfljóna kr. lán og rekstrarián framlengd Á fundi rikisstjórnar- innar i gærmorgun voru teknar ákvarðanir vegna fjármálaöng- þveitis RARIK. Megin- atriði þess sem samþykkt var á fundi rikisstjórnarinnar er eftirfarandi: 1) Hitunartaxti fyrirtækisins verður hækkaður frá og með 1. mai n.k. um 25%. Þessi hækk- un mun gefa 110 miljdna tekju- auka á þessu ári. 2) Aiiir gjaidtaxtar KAKIK verfta teknir til endurskoðunar I þvl skyni að afla fyrirtækinu auk- inna tekna. 3) Framlengd verða rekstrarlán að upphæð 250 miljónir fram á næsta ár. 4) Aflað verður lánsfjármagns aft upphæð 450—520 milijónir til aft hefja framkvæmdir vegna Vesturllnu á þessu ári. 5) Tryggt verður fjármagn til aft ljúka framkvæmdum við Austurlinu á þessu ári. RARIK skortir nú um 1200 mil- jónir til að geta staðið við eölileg- an rekstur og framkvæmdir á þessu ári, þannig að þrátt fyrir þessar ráðstafanir vantar enn vel yfir 200 miljónir króna. Ætlunin er að taka fljótlega ákvarðanir til að afla þess fjármagns. Þessar upplýsingar komu fram hjá forsætisráðherra á Alþingi I gær er Lúðvik Jósepsson kvaddi • sér hljóðs utan dagskrár og gerði að umtalsefni fjárhagsvanda Rafmagnsveitna rikisins. Beindi Lúðvik fyrirspurn til forsætisráð- herra i 6-liðum þar sem hann fór fram á upplýsingar um stöðu málsins og hvafta ráöstafanir rikisstjórnin beffti i undirbúningi til lausnar vandanum. Lúðvik lagði áherslu á að hér væri um að ræða mál er snerti fjölda landsmanna þar eð heilu landshlutarnir fá alla raforku frá Rafmagnsveitum rikisins. Hætta væri á að þýðingarmikil framleiðslufyrirtæki stöðvuðust og að heil byggðarlög yrðu raf- magnslaus. Þegar svona alvar- legt ástand skapaðist væri það skylda rikisstjórnarinnar að gefa Alþingi og landsmönnum öllum skýrslu um málið. Þegar forsætisráðherra haffti svarað fyrirspurn Lúðviks hófust almennar umræður um orkumál og tóku eftirtaldir til máls: Gylfi Þ. Gislason, Gunnar Thoroddsen, Karvel Pálmason og Pálmi Jóns- son. Nánar verður gerð grein fyrir umræðunum á morgun. Guftmundur J. GuftmudssM. „Þeir sem halda að verkalýðs- hreyfingin ætli að halda að sér höndum fram á sumar vaða reyk. Það er aðeins óskhyggja og von, sem Mbl. er að fara með i gær. Verkalýðshreyfingin hefur lýst þvi yfir. að hún ætli sér að fá aftur það sem af henni var tekið með kaupránslögunum i vetur, og við það verður staðið. Það er hins- vegar ljóst að atvinnurekendur vilja engar viðræður nú; þeir gera ekki annað en drepa málinu á dreif og fást ekki til að ræða kjarna málsins, en þeir munu ekki komast upp með það, svo mikiðer vist”, sagði Guðmundur. Framhald á 14. siftu Skólamálaráð- stefnan hefst f kvöld — Sjá viðtal við Ragnar Arnalds á opnu Stöðvast málm- og skipaiðnaður? Utistandandi skuldir jyrirtœkja innan Málm- og skipa- smiðjasambandsins nema um 1,5 miljörðum kréna A fundi sem haldinn var fyrir skömmu hjá Sambandi málm- og skipasmiðja varákveðið að hvert félag innan sambandsins aflaði sér heimildar til aðgerða, sem liklega yrði þá stöðvuð á rekstri málm- og skipasmiðja i landinu. Astæðan fyrir þessu er tviþætt. 1 fyrsta lagi telja atvinnurekcndur i þessari grein að álagning á útscldri vinnu sé of lág ogbenda á i þvi sambandi að álagningin hafi lækkað um 28% á tveimur sl. ár- um. i öðru lagi og ekki siður vegna þess að fyrirtæki innan Sambands málm- og skipasmiðja eiga nú útistandandi 1,5 miljarð króna hjá útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækjum I landinu og virðist staða þeirra fyrirtækja með þeim hætti að ekki sé von til þess að fyrirtækin geti greitt þessa skuld i náinni framtið. Guðjón Tómasson framkvæmdastjóri Sambands málm- og skipasmiðja sagði i gær, að i sambandinu væru um 250fyrirtæki og hefði heildarvelta þessara fyrirtækja verið um 40 miljarðar sl. ár og þvi mætti kannski segja að 1,6 miljarður væri ekki há prósenta af þvi. En hann benti á að i þjóðfélagi þar sem verðbólgan væri 40%, þar sem raungildi peninga væri þrisvar sinnum minna nú en árin 1975—1977 og vextir hefðu hækkað úr 11% i 23,5%, þá væri um mjög alvarlegan hlut að ræða, að eiga 1,5 miljarðkróna útistandandi, þó heildarveltan hefði verið um 30 miljarðar króna. Guðjón sagði að þau fyrirtæki Framhald á 14. siðu Tillaga þingmanna Alþýðubandalagsins: ! Island úr Nató—herinn burt t gær, 30. mars, er 29 ár voru liðin frá þvi að lsland varð aðili að Atlantshafsbandalaginu, var lögð fram á alþingi tillaga þing- flokks Alþýðubandalagsins um úrsögn úr Nato og uppsögn „varnarsamnings” islands og Bandarikjanna. Fyrsti flutningsmaður tillög- unnar er Gils Guðmundsson, en allir þingmenn flokksins, 11, standa að flutningi tillögunnar. Tillagan er á þessa leiö: Alþingi ályktar að fela rfkis- stjórninni að segja upp aðild íslands að Norður-Atlantshafs- samningnum, er gekk i gildi 24. ágúst 1949. Enn fremur ályktar Alþingi að fela rikisstjórninni að æskja nú þegar endurskoðunar á varnarsamningi milli Islands og Bandarikjanna frá 5. mai 1951, i samræmi við ákvæði samnings- ins, svo og að leggja fyrir Alþingi frumvarp til uppsagnar samnings þessa, þegar er endurskoðunarfrestur sá, sem i samningnum er ákveöinn, heimilar uppsögn hans.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.