Þjóðviljinn - 31.03.1978, Síða 4

Þjóðviljinn - 31.03.1978, Síða 4
■ ■■ 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. mars 1978 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiftur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meft sunnudagsblafti: Arni Bérgmann. ___ Auglýsingastjóri: GunnarSteinn Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Siftumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Lýðrœðislegur réttur Ein meginforsenda lýðræðis er félaga- frelsi, réttur hvers einasta manns til þess að ganga i félag með öðrum mönnum til þess að koma fram hugsjónamálum. A þessum grundvelli félagafrelsis starfa stjórnmálaflokkar hér á íslandi. Til þess að geta haldið uppi starfsemi telja stjórn- málaflokkar yfirleitt nauðsynlegt að vera með skrifstofurekstur, einhverja launaða starfsmenn og blaðaútgáfu. 1 þessum efn- um eiga f jármagnsaðilarnir i þjóðfélaginu allt aðra og betri aðstöðu en þeir sem litið fjármagn eiga. Þannig er þvi háttað á Islandi. Morgunblaðið er stærsta blað sem gefið er út á íslandi. Það nýtur meiri aug- lýsinga en önnur blöð frá fjársterkum að- ilum. Þjóðviljinn aftur á móti birtir að visu auglýsingar, en blaðið hefur jafnan verið rekið með halla. Frá venjulegu rekstrarsjónarmiði auðvaldsþjóðfélags- ins er slikt blað „vitlaust fyrirtæki”. En þeir menn sem vilja taka þátt i þvi að berjast fyrir verkalýðshreyfingu, sósial- isma og þjóðfrelsi hafa til þess lýðræðis- legan stjórnarskrárbundinn rétt að mynda félag til þess að gefa út blaðið og til þess að greiða hallann af blaðinu. Þetta hefur verið gert i rúm fjörutiu ár. Þjóð- viljinn hefur alltaf verið rekinn með halla, en stuðningsmenninrir hundruðum og þúsundum saman hafa lagt fram fé til þess að greiða þennan halla. Formaður Alþýðuflokksins hefur lýst þvi yfir að hann trúi þvi ekki að unnt sé að standa undir halla Þjóðviljans með fjárframlögum ein- staklinga. Þessi afstaða formanns Alþýðuflokksins sýnir i fyrsta lagi trúleysi hans á möguleika stjórnmálahreyfinga alþýðunnar til þess að starfa. Þessi af- staða formannsins sýnir að hann telur nauðsynlegt til þess að gefa út dagblað að auðstéttin i landinu eða útlendingar hjálpi til. Þessi afstaða Benedikts Gröndals lýsir i stuttu máli vesaldóm Alþýðuflokks- ins eins og hann er á sig kominn i dag. En Þjóðviljinn kemur út og forráða- menn Þjóðviljans héldu i gær blaða- mannafund þar sem þeir gerðu nákvæma grein fyrir fjárhag blaðsins og svöruðu öllum spurningum fréttamanna um þau mál. Á blaðamannafundinum var gerð grein fyrir fjármögnun Þjóðviljahússins nýja og fyrir rekstri blaðsins undanfarin ár. Jafnframt var blaðamönnum afhent itarleg greinargerð um málin og er hún birt i heild i Þjóðviljanum i dag. Með þvi að halda þennan blaðamannafund vilja forráðamenn Þjóðviljans ryðja brautina fyrir aðra aðila i þjóðfélaginu sem gefa út dagblöð og fyrir stjórnmálasamtök. Er þessi afstaða i samræmi við tillögu- flutning Alþýðubandalagsins á alþingi þar sem flutt hefur verið tillaga um rannsókn á fjárreiðum stjórnmálaflokkanna og um að sett verði löggjöf um það efni. Vonandi verður fordæmi Þjóðviljans með blaða- mannafundinum i gær til þess að ýta við öðrum aðilum. 1 upphafi var minnt á stjórnarskrár- bundinn rétt manna til þess að mynda félög hugsjónum sinum til framdráttar. Alþýðan i þessu landi getur ekki látið sér nægja það eitt að mynda félög, hún verður sjálf að leggja fram starf og hún verður sjálf að leggja fram fé til þess að standa undir þeim kostnaði sem af þvi hlýst að stofna félög og gefa út blað málstaðnum til framdráttar. í rösklega 40 ára sögu Þjóðviljans hafa þúsundir og aftur þúsundir islenskra alþýðumanna skilið nauðsyn þess að eiga blað sem vopn i baráttunni á hverjum tima. Oft hefur fjárhagur blaðsins verið ákaflega þröng- ur, miklu þrengri en hann er nú. Samt hef- ur alltaf verið til nægur fjöldi fólks til þess að leggja Þjóðviljanum lið og svo er enn og verður. Tapi Þjóðviljinn á þeim grund- velli sem birtist i áhuga og hugsjónum og starfi fólksins i hreyfingunni er hann orðinn allt annað blað. Forsendan fyrir til- veru Þjóðviljans eru hugsjónir fólksins, þær hugsjónir að berjast fyrir þjóðfélagi sósialisma, jafnréttis og þjóðfrelsis.Sé sú forsenda ekki lengur til á Þjóðviljinn að hætta að koma út. — s. Stalinistar taka við af lýðrœðissinnum Lesift I dáiki Svarthöfða I Visi: Ólafur Ragnar Grimsson, prófessor, er oröinn oddviti stalinista i Alþýöubandalaginu og tekinn aö ryöja burt viður- kenndum lýöræðissinnum i flokknum eins og Magnúsi Kjartanssyni. Svarthöföi rýfur langa þögn sina til þess að koma þessari kenningu á framfæri og fullyrðir að Óalfur Ragnar sé nú orðinn helsti linudansari Alþýöubandalagsins á hinni kunnu Moskvulinu. Til samanburðar ættu menn að fletta nokkrum árgöngum af Morgunblaðinu og Visi og leggja saman dálkmetrana af „upplýs- ingum” þessara virðulegu blaða um stalinisma, Moskvufylgni og almennan skepnuskap Magnús- ar Kjartanssonar. Ekki er örgrannt að fyrir kosningarnar 1967 hafi þvi verið haldið fram að stalinistinn Magnús Kjartansson og Moskvuklikan i Alþýðubandalaginu væri að ryðja burtu alkunnum lýðræðis- sinnum i flokknum. En þeir eru seigir viö að end- urtaka sig á borgarblöðunum og eftir svo sem áratug er eins vist aö Ólafur Ragnar veröi aftur tekinn i tölu lýðræöissinna i Visi og Morgunblaöinu. En klippari þessa þáttar er fús til þess að lofa þvi aö éta hattinn sinn ef sá spádómur hans rætist ekki að þá verða enn á kreiki kenningar um að stalinistar og Moskvu- agentar i Alþýöubandalaginu séu að velta lýðræðissinnum eins og Ólafi Ragnari úr sessi. Kommakrossferð Vilmundar Alþýöubandalagsmönnum stendur nokkur stuggur af þvi að ritstjórar Morgunblaðsins eru nánast hættir að kalla þá komma og öðrum viröingarheit- um, og klifa á viðlika kenning- um og Svarthöfði um dularfull- ar klikur Moskvuagenta og stalinista, sem öllu ráði bak við tjöldin i Alþýðubandalaginu og snúi sakleysingjum og lýðræðis- sinnum i flokknum um fingur sér. Oss er bættur skaðinn með þvi að Vilmundur Gylfason hefur hafið mikla krossferð gegn þessari vá, og heldur uppi merki Morgunblaösins eftir mætti þótt aðstöðuleysi bagi hann nokkuð. Alþýðublaðið spilar undir af veikum mætti og virðist hug- sjónagrundvöllur jafnaðar- stefnunnar hafa snúist upp i andstæðu sina i höfði ritstjóra þess og Vilmundar Gylfasonar. 1 hugum þeirra er höfuðinntakið að berjast á móti stærsta verka- lýðsflokknum og forystusveit verkalýðshreyfingarinnar. Ekki lofar umsnúningur þessi og hin nýgamla forysta Alþýðuflokks- ins góðu uppá framtiðina. Nærtæk skýring er þó til á hamagangi Vilmundar. Sjúk- legt kommúnistahatur er arfur úr fööurgarði og vafalaust hafa rök Þjóðviljans og gagnrýni Alþýðubandalagsins vegna svika dr. Gylfa við æskuhug- sjónir sinar og gömul baráttu- mál Alþýöuflokksins verið fleinn i holdi hans frá æskuár- um. 1 annan stað er það ekki óskynsamleg stefna að taka við af Morgunblaðinu við aö nýta Moskvugrýluna og kommúnistataliö til þess aö hræöa hugsandi kjósendur frá þvi að taka skrefið alla leið til vinstri i komandi kosningum og kjósa Alþýðubandalagið. Spila- mennska Alþýðuflokksins fyrir kosningarnar byggir öll á þvi að óánægjustraumurinn frá stjórn- arflokkunum stöðvist við krata- dyrnar. Með þvi að ala á komma- skrekk, mæra her i landi og NATÓ og fjandskapast við verkalýðshreyfinguna biðlar Vilmundur Gylfason til óánægðra Sjálfstæðismanna og vonar að þeir verði sá grund- völlur sem aftur kemur Alþýðu- flokknum i flokkatölu. Viðreisn- arsængin biður svo uppbúin aö loknum kosningum. Sigurhátíð kratanna Nú uppá siðkastið hefur Alþýðuflokkurinn tekið upp annaö baráttumál sem ber ekki siður vott um glæst skrið á flokksskútunni og hugsjónainn- tak baráttunnar. Það er barátt- an fyrir þvi að leggja Alþýðu- blaðið niður. Linnulaust hefur hún staðið innanflokks um nokkurra ára skeið og enda þótt maður hafi gengið undir manns hönd i þessari háleitu baráttu hefur gengið illa að kveða drauginn niður. Tregðulögmál hefðarinnar og aldursins lætur ekki aö sér hæða og út hefur blaðið komið. Enda þótt flokks- menn hafi neitað um hrisið til þess að kynda undir útgáfunni, hefur Alþýðublaðið komið sér innundir hjá bilasölum og þró- unarlandasjóðum bræðrakrata annarsstaðar á Norðurlöndum — og lifað af. En nú er loks tekið að hilla undir árangur i þessari baráttu gegn Alþýðublaðinu. Hvernig sem allt veltist með afdrif Alþýðuflokksins i kom- andi kosningum verða dagar Alþýðublaðsins taldir að þeim loknum. Lárviðarsveiginn fær að sjálfsögðu Vilmundur Gylfa- son. Og sigurhátið sina að kosn- ingum afstöðnum hafa kratar ákveðið að halda á rústum Alþýðublaðsins. Moggaeyrað er nœmt Morgunblaðið hefur áhyggjur af þvi i miðvikudagsieiðara sin- um að herstöðvaandstæðingar kunni að leynast á framboðslist- um Alþýðuflokksins. Það heimt- ar að Bjarni Guðnason ákveði i hvorn fótinn hann ætlar aö stiga, en hann mun bæði hafa stigið i NATÓ-fótinn og herstöövaandstæöingafótinn austur á landi. Þá telur Morg- unblaðiö að herstöðvaandstæö- ingur hafi komið i stað Jóns Armanns Héðinssonar i Reykja- neskjördæmi og biður lýðræðis- sinna á Suðurnesjum að hefna þess grimmilega. Ósköp hefur litið farið fyrir þessum herstöðvaandstæðing- um, en vera má að einhverju hafi verið hvislað á fundum syðra og eystr%-og Moggaeyraö er næmt. En þaö er afskaplega einkennandi fyrir Morgunblaðið að i orðum i niðurlagi leiðarins felst sú hugsun að lýðræðissinn- ar geti þeir einir talist sem eru jafnframt herstöðvasinnar. Herstöðvaandstæðingur getur þarafleiðandi aö mati Morgun- blaðsins ekki verið lýðræðis- sinni. Og þetta er boriö á borð á upplýstriöld kinnroðalaust. Þaö má lengi misbjóða lýðræðishug- sjóninni. —ekh I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I I tilefni úthlutunar listamannalauna

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.