Þjóðviljinn - 31.03.1978, Page 8

Þjóðviljinn - 31.03.1978, Page 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. mars 1978 Blaöamannafundurinn í Þjóðviljahúsinu ætti aö skapa fordæmi Staða Þjóðviljans betri nú en nokkru sinni áður Við hringborð það sem starfsmenn Þjóðviljans nota jöfnum höndum til kaffidrykkju og fundahalda var i gær haldinn blaðamannafundur um fjármál blaðsins. Þar var kynnt og rædd sú greinargerð er hér birtist á opn- unni. Til svara af hálfu Þjóðviljans voru ritstjórarnir Svavar Gestsson og Kjartan ólafsson, ólafur Jónsson, formaður útgáfufélags Þjóðviljans, ólafur Ragnar Grímsson, formaður framkvæmdastjórnar Alþýðu- bandalagsins, Haraldur Steinþórsson, formaður stjórnar Miðgarðs h.f., og Eiður Bergmann, framkvæmdastjóri Þjóðviljans. Af hálfu fjölmiðla heiðruðu Þjóðviljann með nærveru sinni blaðamenn útvarps, Dagblaðsins, Al- þýðublaðstns og Morgunblaðsins. Tíma- og Vísismenn létu sig vanta, en fengu ásamt fréttastofu sjónvarpsins sent afrit af umræddri greinargerð. Á þessum blaða- mannafundi brutu forráðamenn Þjóðviljans ísinn og sköpuðu fordæmi með því að opna fjárreiður blaðsins fyrir öllum almenningi. lægi það allt opið fyrir hlutaðeig- andi yfirvöldum. Þá vék Ólafur að sérstöku hlut- verki Happdrættis Þjóðviljans, sem væri blaðinu öflug stoö. Þetta væri i rauninni flokkshappdrætti. Aðrir flokkar notuðu slík happ- drætti til styrktar eigin starfi og til þess að koma yfir sig húsnæði. Alþýðubandalagið gæti ekki verið að keppa við Þjóðviljann um happdrættisfé eins og fjármálum blaðsins væriháttaö, og rynni það þvi óskert til þess. Þetta kæmi að sjálfsögðu niður á flokksstarfinu þvi að flokksskrifstofan væri i stöðugu fjársvelti. Ólafur Ragnar Grimsson, for- maður framkvæmdastjórnar Al- þýðubandalagsins, lagði næstur orð i belg og vék að þvi að alls- með væri formaður Alþýðu- flokksins að efast um grundvall- arforsendur hugsjónastarfs i lýð- ræðisriki og bera það á borð að is- lenskar stjórnmálahreyfingar gætu ekki staöið óháðar á eigin fótum án stuðnings erlendis frá. Ólafur minnti einnig á tillögu- flutning þingmanna Alþýðu- bandalagsins 1975 um skipan nefndar til þess að rannsaka f jár- mál flokka og fyrirtækja á þeirra vegum, en hugmyndin var sú að skýrsla þessarar nefndar yrði grundvöllur aö reglum um starfs- hætti og opnar fjárreiður flokk- anna. Þessi tillaga náði ekki fram að ganga á þingi þá, en nú lægi fyrir frumvarp um starfshætti flokkanna sem gerði ráð fyrir að reikningar þeirra yrðu opnir. lega myndu þeir hiklaust stefna Benedikt Gröndal fyrir dómstóla. Alþýðubandalagsmenn hefðu aft- ur á móti ekki lagt það i vana sinn aö hlaupa til dómstóla, enda þótt einhver vanviröandi ummæli féllu um þá i hita stjórnmálabar- áttunnar. Það hefði þvi orðið að ráði að svara ásökuninni með þvi að leggja málið i dóm fjölmiðla og alls almennings i landinu. Gætum safnað helmingi meira Kjartan lagði þunga áherslu á að hiklaust hefði verið hægt að safna helmingi meira fé en gert var ef mikið hefði þótt liggja við. Söfnunin i Þjóðviljahúsið hefði ísinn brotinn Svavar Gestsson, ritstjóri, tók fyrstur til máls og gat þess að all- mikið heföi verið skrifað um blöð- in og fjármál þeirra að undan- förnu. Forystumenn Alþýðu- flokksins hefðu og tvivegis að minnsta kosti fullyrt opinberlega að staöið væri að útgáfu Þjóðvilj- ansog byggingu húsnæðis hans að Siöumúla 6 með annarlegum hætti. Af þessum sökum m.a. hefði verið tekin sú ákvörðun að gera á blaðamannafundi grein fyrir fjárreiðum blaösins og fjár- mögnun hússins. Meö þvi væri m.a. lögðáhersla á að alvara lægi að baki tillagna Alþýðubanda- lagsmanna á þingi um að fjár- reiöur stjórnmálaflokka og fyrir- tækja þeim tengdum væru geröar opinberar. Þjóðviljinn vildi fyrir sitt leyti brjóta isinn og ganga á undan öðrum með góðu fordæmi meðan ekki væri lagaskylda að birta upplýsingar af þvi tagi sem nú væri gert. Einstaklingar byggja stærra ólafur Jónsson, formaður Út- gáfuféiagsins, tók næstur til máls og sagöi m.a. að marga kynni að undra hversvegna þessar upplýs- ingar væru lagðar fram nú eftir aö Alþýðubandaiagið og Þjóövilj- inn hefðu legiö undir ailskyns að- dróttunum um fjármál sin i mörg ár. Fyrir sitt leyti kvaðst hann hafa þolað það illa að sjá og heyra i fjölmiðlum itrekaðar dylgjur um fjármálaóheilindi i sambandi Söfnunin í Þjóðviljahúsið var ekkert stótfyrirtœki og Alþýðubandalagið hefði getað safnað helmingi meira ef mikið hefði þótt liggja við við nýbyggingu Þjóðviljans. Hann heði átti mikinn þátt i bygg- ingarframkvæmdunum og væri öllum hnútum kunnugur I sam- bandi við þær og rekstur blaösins. Eins og vel kæmi fram i greinar- geröinni væri það ekkert stórvirki aö byggja hús uppá 52 miljónir þegar eldra húsnæði kæmi þar á móti. Og ekkert væri óskiljanlegt við það að sterk fjöldahreyfing stæöi undir byggingu húsnæðis undir blaörekstur. Einstaklingar byggöu sér jafnvel stærri hús og dýrari án þess að þurfa að þola nokkrar aödróttanir um misferli. Ölafur sagði að ekki væru birt nöfn hlutafjáreigenda né þeirra sem framlög inntu af hendi og væri það gert með tilliti til þess að sá siöur væri ekki almennt uppi og engin lög hefðu veriö um það sett. Þeir einstaklingar sem gáfu fé til byggingar Þjóðviljahússins hefðu þvi ekki verið undir nafn- birtingu búnir. Hinsvegar væru öll nöfn og upphæðir til á blaöi og staðar á Vesturlöndum væru f jár- reiður og fjáröflun stjórnarflokka mjög til umræðu. Gröndal afneitar forsendum hugsjónastarfs Benedikt Gröndal, formaður Alþýöuflokksins, heföi i sjón- varpsþætti á dögunum sagt að hann skildi ekki að stjórnmála- flokkur eins og Alþýðubandalagið stæði undir halla á Þjóðviljanum og nýbyggingu án erlendrar að- stoðar. ólafur Ragnar vakti at- hygli á að með þessu væri Bene- dikt Gröndal að efast um að fjöldahreyfing er næði til fimmt- ungs kjósenda gæti haldið úti blaði og byggt yfir sig. Með þvi vildi hann neita þvlað til væri fólk sem af hugsjónaástæöum vildi styðja máistað stjórnmálahreyf- ingar með fjárframlögum. Þar Meðan þetta frumvarp væri ekki i lög leitt vildi Alþýöubanda- lagið og Þjóðviljinn koma á þeirri sviðvenju að birta alþjóð yfiriit um rekstur og húsbyggingarmál blaðsins. Þung ásökun Kjartan Ólafsson, ritstjóri, greindi næst frá þvi,að i rauninni hefðu fjármál Þjóðviljans verið opin undanfarin ár. Það væri þvi ekkert nýtt. Hið nýja væri hins- vegar að öll gögn varðandi þau væru nú lögö fram með þeim hætti sem nú væri gert og svo mikil áhersla lögð á að koma þeim á framfæri. Astæðan væri ekki sist sú að Benedikt Gröndal, formaður Alþýöuflokksins, leyfði sér að tala um það sem sjálfsagð- an hlut að Þjóðviijinn og Alþýðu- bandalagið tækju við erlendu fé til þess að gefa út blaðiö. Asökun þessi væri af þvi taginu að ef Alþýðubandalagsmenn tækju meiöyrðalöggjöfina hátið- langt þvi frá verið rekin á fullum dampi og allsekki verið tekið á öllu þvi sem flokkurinn ætti til. Stórvirkið sem yxi Benedikt Gröndal svo i augum væri heldur ekki meira en þetta: Byggt hefði veriö hús að Siðumúla 6 fyrir 52 miljónir. Fé var safnað með þeim hætti er getur i greinargerðinni og reyndist það 35—36 miljónir. 44 miljónir króna fengust fyrir hús- eignina að Skólavörðustig 19. Þetta gerði samtals um 80 miljón- ir króna, og 28 miljónir króna hefðu þvi verið afgangs til þess að grynna á skuldum Þjóðviljans frá fyrri árum. Kjartan sagði einnig að menn kynnu að spyrja hversvegna byggt hefði verið á söfnun tiltölu- lega stórra framlaga i Þjóðvilja- húsið. Skýringin á þvi væri ein- faldlega sú að ekki hefði verið tal- iö æskilegt að fara inn á verksvið happdrættis Þjóðviljans sem ein- mitt byggði á smærri framlögum fjöldans. Ragnar Arnalds um skólamálaráðstefnuna: Kallað eftir frumkyæði og framlagi allra áhugamanna í kvöld hefst ráðstefna Alþýöu- bandalagsins um skólann og þjóð- félagiö. i þvi sambandi hafði Þjóöviljinn samband við Ragnar Arnalds alþingismann og bað hann að lýsa tilganginum mcö þessari ráöstefnu, og fara orð hans hér á eftir: ,,Á þessari ráðstefnu verður leitastvið að varpa ljósiá islenskt skólastarf frá sósialiskum sjónarhól. Hvernig er skólinn og hvernig þarf hann að breytast? Alþýðubandalagið hefur mark- aö sér stefnu i skólamálum bæði meðafstöðu til einstakra mála og margvislegu starfi skólamanna i okkar röðum. Hins vegar er okk- ur Ijós nauðsyn þess að skóla- starfiö verði tekið til miklu ræki- legri umfjöllunar en fram að þessu hefur verið gert, ekki að- eins i hópi skólamanna, heldur einnig á flokkslegum vettvangi. Að þessum málum hefur verið unnið i menntamálanefnd mið- stjórnar, sem boðar til þessarar ráðstefnu til að kalla eftir sem flestum hugmyndum og ábend- ingum. Sérstök ástæða er til að vekja athygliá þvi að ráðstefnan er öll- um opin og frjálsleg tilhögun hennar ætti að vera til þess fallin aðkallaeftir frumkvæði og fram- lagi allra áhugamanna. A ráðstefnunni verða ekki flutt- ar langar framsöguræður af hálfu fundarboðenda eins og oft tiðkast og ekki er heldur lögð fram undir- búin ályktun. Hins vegar voru sendir út umræðupunktar i formi nokkurra spurninga um flesta helstu þætti skólamala ogsiðan er þess vænst að menn komi með svör si'n viö þessum spurningum inn i umræðuna. Það er sem sagt á þaö treyst að á ráðstefnuna komi snjallt og hugmyndarikt fólk úrýmsum átt- um sem eigi þátt i þvi, einkum með starfi i umræðuhópum, að leggja drög að nýrri skólastefnu i sósialiskum anda.” Ráðstefnan hefst i kvöld i Þing- hóli, Hamraborg 11, Kópavogi. Svava Jaklobsdóttir, alþingismað- ur, setur ráðstefnuna. Þá verða flutt nokkur undirbúin framlög frá þátttakendum. Ráðstefnan hefst að nýju i fyrramálið og er gert ráð fyrir að henni ljúki á sunnudag. Föstudagur 31. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Um framlögin sjálf sagði Kjartan aö þau gætu ekki talist stórkostleg þegar þess væri gætt að 700 manns hefðu aö jafnaði lagt fram 50 þúsund krónur hver. Bygging Þjóðviljahússins i Siðu- múla hefði tekið þrjú ár og mönn- um hefði verið gefin kostur á að dreifa greiðslunum á þennan tima. Hverjum miðlungslauna- manni með sæmilegan pólitiskan vilja hefði þvi verið i lófa lagið að stand-a undir þessum framlögum af tekjum sinum jafnvel þótt um hafi verið að ræða árin ’74 til ’76. Engin fyrirtæki með framlög Sú regla hefði verið viðhöfð i söfnuninni að leita eingöngu til einstaklinga. Ekkert fyrirtæki hefði lagt fram fé i söfnunina og væru Alþýðubandalagsmenn dá- litið stoltir af þeirri staðreynd. Kjartan benti einnig á að af öll- um þeim er lögðu fram fé i Þjóð- viljahúsið hefðu aðeins þrir ein- staklingar verið með hærri fram- lög en 300 þúsund krónur. Þrir væru með 300 þúsund krónur, tólf með 200 þúsund krónur en aðrir með 100, 50 og 25 þúsund krónu framlög. Um rekstur Þjóðviljans hafði Kjartan Ólafsson það að segja að engin ósköp vantaði þar á til að endar næðu saman. Eigin tekjur blaðsins af áskrift, lausasölu og attglýsingum væru um 80 til 90% af útgáfukostnaöinum. Þegar happdrættisfé bættist við væri aflaféð langt yfir 90% af kostnað- inum. Það þætti sæmilega stætt fyrirtæki i öðrum atvinnurekstri sem ekki bærimeiri halla en 5%. 1 raun og veru væri sllkt fyrirtæki eins og allir i islenska verðbólgu- þjóðfélaginu vissu að hagnast vegna veröhækkana á eignum sinum. Umframfé það sem var til ráö- stöfunar eftir sölu Skólavörðu- stigs 19 og byggingu Siðumúla 6 hefði verið notaö tii þess að minnka verulega skuldahalann frá fyrri rekstrarárum — 9g með þeim hætti hefði tekist að laga stöðu blaðsins gagnvart gjald- heimtu, lifeyrissjóðum og bönk- um, sagöi Kjartan. Staðreyndin væri sú að Þjóðviljinn stæði nú betur hvað efnahagsgrundvöll varðar en áður og að sinu mati væri staða blaðsins nú betri en nokkru sinni fyrr. Góður árangur Miðgarðs Haraldur Steinþórsson, stjórn- arformaður Miðgarðs hf., talaði siðastur af hálfu fundarboðenda. Hann geröi grein fyrir stofnun Miðgarös h.f. Það var stofnað ár- ið 1940 með hlutafé 70 til 80 manna. Fyrir bæjar- og sveitar- stjórnarkosningar 1942 þegar Sósialistaflokkurinn var i mikilli sókn þótti ekki fært annað en hann fengi einhverja kosningaað- stöðu. Var ráðist i að kaupa Skólavöröustig 19 og fengust þar tvö herbergi til afnota fyrir flokk- inn. Sósialistaflokkurinn vann þetta ár stórsigra i báðum kosn- ingunum. Vegna húsaleigulaga tók flokkurinn eða Miögarður ekki húsnæðiö allt tii afnota fyrr en siðar, en hafði tekjur af leigu. Þegar Þjóðviljinn flutti inn i húsið var byggt við það og með endur- bótum og verðbólguáhrifum sagði Haraldur að Miðgarði h.f. hefði tekist að skila húseign uppá 44 miljónir króna upp I nýbyggingu. Væri það nokkuð vel að verki staðið. Haraldur gat þess að hluthafa- fjöldinn heði ekki breyst frá upp- hafi þar til lagt var út i nýja hlutafjársöfnun i sambandi við húsbyggingu. Flestir gömlu hlut- hafanna hefðu með timanum á- nafnað Þjóðviljanum eða Alþýöu- bandalaginu sitt hlutafé og þvi hefðu blað og flokkur eignast stóran hlut i félaginu. 1 hinum nýja Miðgarði væru gömlu hluta- bréfin aðeins brot af heildar- hlutafénu. Haraldur gat þess sér- staklega að aldrei hefði nokkrum dottið i hug að arður yrði af þvi fé sem menn legðu Miðgarði til og verkefnum félagsins sem væru að tryggja Þjóðviljanum húsnæði undir rekstur blaösins. Sjálfur kvaðst hann nýkomin til for- mennsku i Miðgarði og hefði æxl- ast svo til er hann kom til þess að afhenda hlutabréf fööur sins Steinþórs Guðmundssonar til flokksins, en hann var i hópi stofnenda félagsins og fyrsti for- maður. Ákveðið hefði verið að tengja þannig saman gamla og nýja tið i félaginu. Að lokum skýrði Haraldur Steinþórsson frá þvi að loforð um framlög i Þjóðviljahúsiö i formi hlutafjár i Miðgarði h.f. hefðu mörg verið tekin með vixlum og á hann sem stjórnarformann hefðu aðeins fallið tveir vixlar frá ein- um og sama manninum sem lent hefði i vanskilum. öll önnur hlutafjárloforð hefðu skilað sér fljótt og vel. Þá væri lýörædiö einskis virði Að loknum þessum framsögum lögöu blaðamenn fram ýmsar spurningar. Var mjög i umræðu sjónvarpsþátturinn þar sem Benedikt Gröndal kom með full- yrðingar sinar. Bar allt mjög að sama brunni i svörum forsvars- manna Þjóðviljans og Alþýðu- bandalagsins,, að þeir kváðust heldur hætta að gefa út blað en að taka á móti erlendum fjárstyrkj- um. Slikt gæfi stórhættulegt for- dæmi. 10 miljónir til Alþýðu- flokksins frá norrænum krötum væri ekki stórmál i sjálfu sér, heldur gæti þetta fordæmi leitt út i botnlaust fen. Nógir aðilar væru til þess erlendis að bera fé á is- lenskar stjórnmálahreyfingar ef þær vildu fara á slikt uppboð. Brýn nauösyn væri að leiða i lög algert bann við þvi aö islenskir stjórnmálaflokkar þægju fé er- lendis frá eins og Alþýðubanda- lagsmenn hefðu lagt til á þingi. Yrði það siðvenja að stjórnmála- flokkar væru reknir fyrir erlent fé væri lýðræðið i landinu einskis- virði. Á blaðamannafundinum komu fram spurningar um viðskipti Þjóðviljans við bankastofnanir, fullyrðingar Vilmundar Gylfa- sonar um meinta aðstoð norskra krata við Blaðaprent, upplagseft- irlitog greiðslúr rikisins til dag- blaðanna. Verður væntanlega hægt að gera grein fyrir þeiri^i umræðu i blaðinu siöar. —ekh. Raftnar Arnaldi Söfnun og sala 80 miljónir. Nýtt hús fyrir 52 miljónir kr. Greinargerd útgefenda Þjóðviljans afhent á bladamannafundi Vegna itrekaðra aðdróttana í fjölmiðlum, nú slðast frá formanni Alþýðuflokksins i sjónvarpsþætti föstu- daginn 17. mars og i leiðara Alþýðublaðsins 22. mars s.l., vilja útgefendur Þjóðviljans koma eftirfarandi upjnlýsingum á framfæri: I. Þióðviliahúsið, Síðumúla 6. Þegar prentun Þjóðviljans hófst i prentsmiðju fjögurra dagblaða. Blaðaprenti hf„ Siðumúla 14, var talið nauðsynlegt að flytja skrifstofur blaðsins, rit- stjórn þess og afgreiðsiu I nágrenni prentsmiðjunnar. Var þvi ákveðið að gera sérstakar ráðstafanir I þvi skyni. Þær voru: a) Sala á húsinu að Skólavörðustig 19. Seldar voru þrjár hæðir hússins fyrir 44 miljónir króna. b) Efnt var til almennrar fjársöfnunar. Alls var safnað sem hlutafé og framiögum kr. 35.540.000. Þetta fé, andvirði Skólavörðustfgs 19 og söfnunarfé, var siðan notað til þess að reisa nýtt hús að Siðumúla 6 og til þess að greiða skuldir sem safnast höfðu fyrir á undanförnum árum vegna hallareksturs blaðsins. Nýja húsið kostaði 52 miljónir með búnaði. Miðgarður hf. er eigandi hússins að Siðumúla 6 og sama hlutafélag var eigandi hússins að Skólavörðustig 19. Hlutafélagið Miðgarður hf. var stofnað 1940 og er tilgangur þess sá einn að tryggja Þjóðviljanum nauð- synlegt húsnæði til starfsemi blaðsins. Málaleitan um fjársöfnun til nýja Þjóðviljahússins var vei tekið. Mörg hundruð einstaklingar ails staðar að af landinu lögðu fram fé til hússins. Stór hluti þess hóps kaus að gefa Þjóðviljanum eða Alþýðubandalag- inu framiögin til þess að auka hlut blaðsins og flokksins i húsinu. Það skal sérstaklega tekið fram, að ekkert fyrirtæki lagði fé i húsið. A skrifstofu AlþýðubandalagsinsaðGrettisgötu 3 eru listar yfir alla þá, sem lögðu fram fé tU Þjóðviljahúss- ins.og er formanni Alþýðuflokksins, Benedikt Gröndal. hér með boðið að koma og iita á þá. Samkvæmt vottorði útgefnu af Skattstofunni I Reykjavik, 22. mars 1978,voru 369 einstaklingar hlut- hafar i Miðgarði hf. i árslok 1976 auk Þjóðviljans og Alþýðubandalagsins, scm eignuðust hluti f Miðgarði hf. með áðurgreindum hætti. Vottorð Skattstofunnar I Reykjavik er á þessa leiö: „Samkvæmt beiðni yðar staðfestist hér með að Miðgarður hf. hefur skilað til Skattstofu Reykjavik- ur skrá yfir hluthafa félagsins og hlutafjáreign þeirra miðað við 31.12. 1976. Samkvæmt þeirri skrá voru hluthafar 371 og hluta- fé kr. 35.540.078. Virðingarfyllst, f.h.s. Gestur Steinþórsson.” Hér fer á eftir listi yfir hlutafé i Miðgaröi hf eftir upphæðum hlutafjár: Þjóðviljinn Alþýðubandaiagið 7,860.078. 1.650.000. 35.540.078.- Hér fer á eftir listi um framiög eftir iandshlutum og fjölda manna sem lögðu fraro fé I hverjuin landshiuta: F jöldieinstaklínga: Samtals: kr. Reykjavlk .......208 Reykianes....... 132 Wsturland....... 66 Vestfirðir...... 12 Norðurl. vestra .. 13 Norðurl. eystra .. 119 Austurland...... 61 Suðurland....... 93 Gjafir við opnun Þjóðviljahússins ,og aðrar smærri upp- hæðir f rá nokkur hundruð einstakling- um................... 15.305.000.- 7.320.000.- 2.332.000,- 360.000.- 840.000.- . 1.280.000.- . 3.530.000.- . 2.736.000.- 1.837.078.- 704 35.540.078. Hluthafar: 175 einstakl. 89 einstakl. 64 einstakl. 12 einstakl. 8 einstaki. 7 einstakl. Seinstakl. 3 einstakl. 2 einstakl. 1 einstaki. 1 einstaki. 1 einstakl. ■* níeirf'vl/l Hlutur kr.: með 50.000.- 100.000.- 25.000.- 200.000.- 150.000,- 75.000.- 60.000.- 300.000.- 40.000.- 125.000.- 350.000.- 400.000.- 500.000.- meö með með með með með með með með með með með Samtals: kr. eða 8.750.000.- eða 8.900.000.- eða 1.600.000.- eða 2.400.000.- eða 1.200.000.- eða 525.000.- eða 300.000.- eða 900.000.- eða 80.000.- eða 125.000.- eða 350.000.- eða 400.000.- eða 500)000.- II. útgáfa Þjóðviljans. Reikningar Þjóðviljans eru árlega sendir til um 200 féiagsmanna í Útgáfufélagi Þjóðviljans og lagðir fram á aðalfundum þess til samþykktar. Auk þess eru þeir lagðir fram á tandsfundum Alþýðubandplagsins og afhentir blaðamönnum frá öllum dagblöðum, sem þar eru mættir. Samkvæmt reikningum Þjóðviljans árið 1975 var út- gáfukostnaöur það ár kr. 90.391.000,- Tekjur voru hins vegar kr. 75.575.000.-, eða 83,6% af útgjöldum. I meira en 20 ár hefur Þjóðviljinn starfrækt happ- drætti til þess að standa undir hallarekstri þeim, sem jafnan hefur verið á blaðinu. Er happdrættið orðið fastur liður i rekstri blaðsins á sama hátt og flestir stjórnmálaflokkar nota þá fjáröflunaraðferð til þess að standa undir sinni starfscmi. Arið 1975 voru nettótekj- ur Þjóðviljans af happdrættinu og öðrum söfnunum samtals kr. 10.537.000. Var þvi skuldasöfnun það ár kr. 4.279.000. Arið 1976 var útgáfukostnaður kr. 139.790.000. Tekjur btaðsins kr. 119.406.000 eða 85,4% af rekstrarkostnaði. Nettótekjur af happdrætti og öðrum söfnunum kr. 14.275.000 og skuldasöfnun kr. 6.109.000. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri gekk rekstur blaðs- ins vel á siðast liðnu ári, einkum vegna aukinnar sölu á blaðinu, og eru horfur á að ekki verði um verulega skuldasöfnun að ræða á þvi ári. Útgáfa dagblaða er mjög erfið öllum þeira, sem ekki styðjast við fjársterka aðiia i þjóðfélaginu og njóta auglýsinga frá þeim i rikum mæli. Ef dagblað er hins vegar öflugt málgagn i kjarabaráttu fjölmennra stétta og þjónar hugsjónum, sem menn vilja fórna einhverju fyrir, þá hefur slikt blað engu að siður traustan rekstrargrundvöll og á ótvfræðan tilverurétt. Útgefendur Þjóðviljans vona að þessi greinargerð verði til þess að skýra svo sem verða má fyrir almenn- ingi hversu útgáfu blaðsins og byggingu Þjóðviljahúss- ins er háttað. ólafur Jónsson. formaður Útgáfufélags Þjóðviljans Eiður Bergmann, framkvæmdastjóri Þjóðviljans. Kjartan Ólafsson, ritstjóri Þjóðviljans Svavar Gestsson, ritstjóri Þjóðviljans Ólafur Ragnar Grimsson, formaður framkvæmda- stjórnar Alþýðubandalagsins. Haraldur Steinþórsson, formaður stjórnar Miðgarðs hf. frá blaðamannafundlnnm I Þjóðviljahúsinu að Sfðamúla « I gær. Frú v. Svavar GeaUaon, riUtjéri. Eiður Berg- mann, framkvæmdastjóri, Kjartan óiafsson, ritstjóri, ólafur Jónsson. formaður Útgáfuféiags Þjóðviljans Óiafur R. Grimsson, form. framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins og Haraldur Steinþórsson, stjórnar-’ formaður Miðgarðs h.f.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.