Þjóðviljinn - 09.05.1978, Síða 3
ÞriOjudagur 9. mal 1178. ÞJÓÐVIUINN — 81ÐA 3
Fulltrúar Greenpeace-samtakanna, Remi Fermentier og Alan
Thornton á fundi meö blaöamönnum i gær. Mynd: —eik—
heildaraðgerðum. Eins og
komið hefur fram í frétt-
um, hyggjast samtökin
skjóta á flot mönnuðum
gúmmíbátum, er halda
munu sig í skotlinu hval-
anna.
Fulltrúar samtakanna túku
fram, að heimildir þær, sem not-
aðar hafa veriö til ákvörðunar
veiðikvóta hvala hjá Alþjóölega
Hvalveiðiráðinu væru ærið vafa-
samar. t fyrsta lagi væri stærð
hvalstofnanna ekki ákvörðuö,
þar sem aöferð Alþjóða Hval-
veiöiráðsins byggðist aðeins á
talningu þeirra hvala, sem veiðst
hafa á undanförnum árum. t öðru
lagi væru visindalegar rannsókn-
á törfum hefðu afdrifarik áhrif á
fjölgun stofnsins.
Þeir Thornton og Permentier
sögðu, að samtökin færu fram á
að Rikisstjórn Islands beitti sér
fyrir verndun á siðustu hval-
stofnum heimshafanna, með þvi
að banna allar hvalveiðar i
minnsta kosti tiu ár eins og
ályktun Umhverfisráðs Samein-
uðu Þjóðanna segði til um.
Greenpeace—samtökin voru
stofnuð fyrir tæpum átta árum og
hafa ýmis umhverfismál á
stefnuskrá sinni. M.a. hafa þau
beitt sér gegn tilraunum kjarn-
orkuvopna, og geymslu geisla-
virkra úrgangsefna og barist
gegn útrýmingu spendýra i höf-
um,svo sem sela og hvala.
— IM
Þjóðaratkvæðagreiðsla um
framleiðslu áfengs öls:
Málið svæft í þingi
Nú er ljóst að ekki veröur efnt
til þjóðaratkvæðagreiöslu um það
hvort heimila skuli framleiðslu
áfengs öls. Meirihluti þing-
nefndar sem fjallaði um tillögu
þar að lútandi mælti með þjóðar-
atkvæðagreiöslu, en máliö komst
ekki á dagskrá þingsins áður en
þvi var slitiö.
A 2 m herbergjum með hand-
laug og útvarpi. Bókasafn, verslun
og setustofa. Sturtur, gufubað og
íþróttasalur. Stutt í sund. Dagblöð
og sími. Rómuð náttúrufesurð.
Fæði________________
Stakar máltíðir eða afsláttar
matarkort, hálft eða fullt fæði.
Sjálfsafgreiðsla.
Böm_________________
Frítt fœði oggisting fyrir börn
með foreldrum til 8 ára aldurs.
Matur á hálfvirði fyrir 8—12 ára.
Fyfir starfshópa, fjölskyldu-
fagnaði og hópferðir. Pantið með
fyrirvara.
Ráðstefnur-fundir-námskeið
Fyrir allt að 250 manns. Leitið
upplýsinga og verðtilboða.
Pantanir 09 uppiýsingar
/síma 17-3-77 Reykjavík og
93-7102 (Símstöðin Borgamesi)
Sumarheimilinu Bifröst.
Orlof stímar 1978
2 m herb.
2.— 8. júní
8.—15. júhí
15.—19. júní
19.—26. júní
26.—30. júní
30.— 3. júlí
3.—10. júlí
10.—17. júlí
17.—24. júlí
24.—31. júlí
31.— 7. ágúst
7.—14. ágúst
14.—21. ágúst
21.—28. ágúst
6 dagar.
Húsmœðravikan
4 dagar.
7 dagar.
Uppselt
Laus herbergi.
Vika
Uppselt
Vika
Vika
Uppselt
Vika
Vika
Vika
9.600
9.600
16.800
26.600
26.600
26.600
18.600
13.600
9.600
íslenskur orlofsstaður
Staðhæfingar Greenpeace-samtakanna
Rangar forsendur
A blaðamannafundi, sem þeir
Jón Jónsson forstjóri Hafrann-
sóknarstofnunarinnar og Þórður
Asgeirsson, skrifstofustjóri
Sjávarútvegsráðuneytisins héldu
á Hótel Lofteliðum I gær, kom
fram, að ekki hafði verið tekin
nein ákvöröun um mótaðgerðir
gegn mótmælum Greenpeace-
samtakanna.
„Við vonum, að ekki hljótist
slys af þessum mótmælaaögerð-
um samtakanna”, sagði Þórður
Ásgeirsson, ,,en engin ástæða er
til að ætla, að mennirnir verði
fyrir skutlum hvalveiðibátanna.
Skytturnar eru færari en svo.
Hinsvegar gera þeir þetta upp á
eigin spýtur, og það liggur i aug-
um uppi, að þaö getur orðiö við-
sjárvertað vera á opnum gúmmi-
bátum á þessum slóðum.”
segja talsmenn
Hafrannsókna-
stofnunarinnar og
sjávarútvegs-
ráöuneytisins
I sambandi við staðhæfingar
samtakanna um ófullkomnar
heimildir visindamanna um
stærð hvatstofna, benti Jón Jóns-
son á, aö fullyrðingar þessar
væru órökstuddar, og að niður-
stöður visindamanna væru
óhaggandi. Hins vegar hefði ekki
verið farið eftir ráðleggingum
visindamanna fyrr en fyrir
nokkrum árum, og þvi hafði of-
veiöi átt sér stað á sumum heims-
höfum, eins og i Kyrrahafi og i S-
Ishafi. Hvalveiðar við tsland
hefðu hins vegar verið óbreytileg-
ar siöustu 30 árin. Mest hafði
verið veittaf langreyöum, eða 348
dýr, þegar mest nam og minnst
142 dýr. Alþjóðlega Hvalveiðiráð-
ið hafði ákvaröað fastan heildar-
kvóta fyrir þessa hvaltegund
1976, og næmi hann 1524 langreyð-
um á sex ára timabili. Arsaflinn
má þó ekki vera meiri en 254 dýr
á hverju timabili.
I sambandi við áhrif loðnuveiða
tslendinga á stofn hvala, benti
Jón á, að rannsóknir á magainni-
haldi hvala sýndu, að loðnan væri
hverfandi litill hluti af fæðu
hvala. Aðalfæðan væri rauðáta og
ljósáta. Jón tók einnig fram, að
eftirlitsmenn frá Alþ. Hvalveiði-
ráðinu fylgdust með veiöum allra
hlutaðeigandi þjóða. Jón sagði
einnig þann orðstir rangan, að
Japanir skráðu hluta af hval-
veiðiflota sinum i öörum löndum,
til að geta sniðgengið reglur um
aflamagn. Hann kvað hlut tslands
Fulltrúar Greenpeace-samtakanna
Vilja tíu ára
hvalveiðibann
Fulltrúar Gveenpeace —
samtakanna, þeir Allan
Thornton frá Kanada og
Remi Permentier frá
Frakklandi/ sögðu í viðtali
við Þjóðviljann í gær, að
samtökin beittu sér fyrir
verndun gegn ofveiði og
útrýmingu hvala, og væru
aðgerðir þeirra hér við
land hluti af frekari
ir mjög takmarkaðar ag gæfu
enga fullkomna mynd af ástandi
og stærð hvaistofnanna.
Fulltrúarnir bentu einnig á, aö
aukin loðnuveiði tslendinga heföi
neikvæðar afleiðingar fyrir fæðu-
öflun hvalstofnsins. Nefndu þeir i
þessu sambandi, að loðnuveiði
hér við land hafði aukist um 342%
á sl. sex árum. Einnig sögðu þeir,
að Alþjóðlega Hvalveiðiráðið tæki
ekkert tillit til þess, að hvalirnir
væru fjölkvænisdýr, og að veiöar
Jón Jóniton, tantjórl Hafrannsóknarstofnunarinnar og Þórður Asgeirs
son, skrifstofustjóri ó blaöamannafundinum, sem haldinn var eftir
fund Greenpeacefulltrúanna. Mynd: —eik—
i heildarveiði hvaia sáralitinn, og
það væri sárt að heyra fullyrð-
ingar um að illa væri staðið aö
hvalveiðimálum hérlendis. t þau
30 ár, sem íslendingar hafa
stundað hvalveiöar, hefur aðeins
ein stöð verið leyfileg og aöeins
fjórir bátar hafa verið notaðir við
hvalveiðar, sagði Jón. Hann vakti
athygli á þvi, að þeir sem eyði-
lögðu hvalstofna hér við land
hefðu verið Norðmenn, sem hófu
hvalveiðar viðlsland árið 1881, og
höfðu haft móöurskip hér 'við
strendur allt fram til loka fjórða
áratugsins.
Hvorki Jón né Þórður töldu
langreyðurstofninum hættu búna
af veiðum við Island, og að öll
barátta Greenpeace-samtakanna
væri byggð á alröngum forsend-
um og haldlitlum upplýsingum.
Ef við hættum hvalveiðum hér-
lendis, látum við undan pólitisk-
um þrýstihópi, sem ekkert vit
hefur á þessum málum, sagði
Jón.
—IM