Þjóðviljinn - 09.05.1978, Page 20

Þjóðviljinn - 09.05.1978, Page 20
E WÐVIUINN Þriöjudagur 9. mai 1978. Aöalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hxgt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, Otbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans I sima- skrá. Erlendur fjárstuöningur við stjórnmálaflokka Óheiinill aö lögum Sendiráöum óheimilt ad styrkja blaðaútgáfu Frumvarp um bann við f járhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska st jórnmálaf lokka var samþykkt sem lög frá Alþingi s.l. laugardag. Samkvæmt fyrstu grein laganna er islenskum stjórn- málaflokkum óheimilt aö taka viö gjafafé eöa öðrum fjárhagslegum stuðningi til starfsemi sinnar hérlendis frá erlendum aöilum. Þá er erlendum sendiráðum á íslandi óheimilt að styrkja blaða- útgáfu i landinu. A þingsiðu blaösins eru hin nýju lög birt i heild auk þess sem greint er frá umfjöllun um frum- varpið s.l. föstudag og laugardag. Bruninn á Breka VE Engínn veit um eldsupptökin en leki í gasslöngu talinn orsök aö svo miklum elsvoöa Lögreglurannsókn á brunanum á Breka VE á Akureyri i siöustu viku var á lokastigi i gær. Aö sögn Ásgeirs Péturssonar fulltrúa bæjarfógeta á Akureyri liggur ekkert fyrir meö hvaöa hætti eld- ur kviknaöi I skipinu og taldi Asgeir þaö myndi aldrei vitnast. Um hitt virðast menn sammála aö gasleki úr slöngu frá logsuöu- tækjum hafi veriö orsökin fyrir þvi hve eldurinn var mikill og breiddist fljótt út. Að sögn Gunnars Ragnars forstjdra Slippstöðvarinnar á Akureyri, er ekki búið að ganga frá tryggingamálunum en hann bjóst við að þau lægju ljós fyrir seint I þessari viku. Verið er að reikna út hve tjónið á Breka VE er mikið en fróðir menn hafa talið það nema hátt i einn miljarð króna. Gunnar vildi ekki giska á neina tölu i þessu sambandi. —S.dór. Þingmenn töluðu i 445 stundir Fundir Aiþingis á siöasta ári kjörtimabilsins stóöu i 445 klukkutima og 40 minútur. Fundir I sameinuöu Alþingi og neöri deild tóku 333 klukkutima og 32 minútur en fundir I efri deild 112 tima og 8 mlnútur. Er þetta þing þaö lengsta á þessu kjörtimabili mælt I kiukkustundum. Tekið skal fram að ekki eru inni- faldir i þessum tölum fundir i þingnefndum, heldur aðeins sá timi er fór i fundi i sameinuðu Alþingi og deildum. Alþingis- mannatal 1 ræðu Asgeirs Bjarnasonar, forseta sameinaðs Alþingis, við slit Alþingis, kom fram að alþingismannatalið, sem nær fram til ársloka 1975, er komið i prentun og verður væntanlega til- búið i næsta mánuði. •>“íí r Breki brennur. Ljósm. Áskell. Þarna er veriö aö ganga frá boröanum, sem ráöherra klippti á viö vigslu jaröganganna. (Mynd: eös) Oddskarðsgöng formlega vígö Sl. sunnudag voru jarðgöngin i gegnum Oddskarð formlega vigð. Göngin eru mikil samgöngubót á leiöinni milli Norðfjarðar og Eskifjarðar. Þau voru tekin i notkun i desember i fyrra, en eru ekki fullfrágengin enn. Liðið er á annan áratug frá þvi að undirbúningur hófst fyrir gerð jarðgangna i gegnum Oddskarð. Verkið var boðið út vorið 1972. . Tekið var lægsta tilboði frá Gunnari og Kjartani hf. og Hús- iðjunni hf. á Egilsstöðum. Undir- verktaki við sprengingu jarð- gangna var Isiak hf. i Reykjavik. Vegagerð rikisins framkvæmdi gröft fyrir forskála Norðfjarðar- megin og sá um uppsetningu á öryggisneti i loft. Raflagnir ann- aðist Guðjón Þórarinsson. Eftirlit með framkvæmdum hafði Vega- gerð rikisins og Verkfræðistofan Hönnun hf. Aætlað var að verkið tæki tvö ár, en vegna erfiðleika sem upp komu dróst það á lang- inn. Heildarlengd ganganna eru 626 metrar, þar af eru sprengd jarð- göng 431 m. og forskálar 195 m. Göngin eru ein akrein með tveim- ur útskotum. Breidd þeirraer 4.3 m. og hæðin 5.3 m. Vegur að göngunum er samtals 2.3 km., eða 1.6 km. Eskifjarðarmegin og 0.7 km. Norðfjarðarmegin. Hæð Oddskarðs er 705 metrar yfir sjávarmáli. Göngin eru 630 m. yf- ir sjávarmáli og er lækkun á vegi þvi 75 metrar. Kostnaður við þessar fram- kvæmdir nemur um 690 milljón- um króna á verðlagi siðasta árs. Við vigslu ganganna á sunnu- daginn töluðu Snæbjörn Jónasson vegamálastjóri og Einar Þorvarðarson umdæmisverk- Framhald á bls. 18. Hraðfrystistöð Vestmannaeyja greiddi ekki orlofsfé: Skyndiverkfall í fískimjöls verksmiðjunni Vinna lá niðri í 12 tíma Verkamenn í fiskimjölsverk- smiðju Hraðfrystistöðvar Vest- mannaeyja lögöu niður vinnu i 12 tima i gær til að mótmæla þvi aö fá ekki greitt fullt orlof. A föstudaginn var fengu menn aðeins greitt orlof fram til ára- móta en ekkert fyrir tiinabiliö frá áramótum fram til 1. april. Runóifur Gislason trúnaöar- maður Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja i fiskimjöls verk- smiðjunum sagði i samtali við Þjóðviljann i gær, að Hraðfrysti- stöðin hefði trassað aö greiða or- lofið á réttum tima til Póstgiró- stofunnar og hefði greiðsla ekki borist fyrr en viku eftir siðasta skiladag, sem er 10. april. Þessi dráttur þýðir að orlofs- greiðslurnar voru amk. 100 þús- und krónum lægrihjá þeim tekju- hæstu sagði Runólfur. Við vorum ekkert látnir vita af þessu og það eitt var mjög bagalegt fyrir marga, sem voru fyrirfram búnir að ráðstafa þessum peningum. Vinna átti að hefjast i Fiski- mjölsverksmiðjunni kl. 4. að- fararnótt mánudags við spær- lingsbræðslu, en á þá vakt mætti enginn, að sögn Runölfs. Verkamennirnir mættu ekki fyrr en kl. 1 e.h. og klukkan 4 barst þeim skeyti frá yfirmanni Póstgiróstofunnar, þess efnis að reynt yrði að sérvinna þessar greiðslur nú i maimánuði og stefntyrði að þvi að greiða orlofs- fé fyrir mánaðamót. Tvö önnur fyrirtæki amk. hafa Framhald á bls. 18. Þórir Oddsson, vararannsóknarlögreglustjóri: Rannsókn handtökumálsins lýkur væntanlega nú f vikunni og veröur þaö þá sent til ríkis- saksóknara, sagöi Þórir Odds- son, vararannsóknarlögreglu- stjóri i samtali viö Þjóöviljann i gær. Þeim Hauki Guömundssyni og Viöari Oisen hefur nú báöum veriö sleppt .úr gæsluvaröhaldi, Hauki s.I. föstudag, en Viöari nokkru fyrr. Ekki sagðist Þórir geta sagt nákvæmlega tii um hversu margir hefðu verið yfirheyrðir vegna endurrannsókiiar máls- ins, en þar hefði i fiestum tilfell- um verið um sömu menn að ræða og komu við sögu i fyrri rannsókninni. Haukur Guðmundsson segir i viðtali við Dagblaðið i gær, aö niðurstaða Guðbjartsmálsins svonefnda muni verða hans eina vörn i handtökumálinu, en Þórir Oddsson sagði að þessi tvö mál hefðu á engan hátt blandast saman. Guðbjartsmálið var sent til rikissaksóknara fljótlega eftir andlát Guðbjarts, sagði Þórir, eins og eðiilegt var. Niðurstaða þess kemur niðurstööu hand- tökumálsins ekkert við. Þá segir Haukur Guðmunds- son I sama viðtali að öll mál hafi verið „hrifsuð” úr höndum þeirra Kirstjáns Péturssonar jafnóðum og nefnir hann þar sem dæmi spiramálið fyrsta, lita sjón varpsmá lið, tollva rðar- tnálið ,,og svoframvegis”. Þórir Oddsson sagðist hafa íarið með rannsókn tveggja þessara mála, þeirra fyistnefndu. Það var ekki fyrir oktear tilstilii að þau mái voru tekiri ur höndum þeirra suðurfrá. sagði Þórir RannsóknarlÖgreglumenn i Reykjavik hafa lagt á það áhersiu að farið væri eftir þeim starfsreglum sem gilda i land- inu i löggæslumálum, sagði Þórir og við höfum mótmælt þvi að löggæslumenn eins og Haukur, sem ekki er yfirmaður i sinu umdæmi og Kristján sem er tolivörður með starfssvæöi bundið viö Keflavikurflugvöll, handtaki menn i öðrum iög- sagnarumdæmum, að þvi er virðist án uinboðs sinna yfir- manna. Löggæslumönnum ber að starfa eftir settum regium, sagöi Þórir Oddsson að lokum, og á það höfum við lagt áherslu. —Al.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.