Þjóðviljinn - 09.05.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.05.1978, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 9. mal 1978. Benedikt Gröndal I innanflokksbréfi Alþýduflokksins: viöurkennir aö Alþýðuflokkurinn þiggi erlenda fjárhagsaðstoð I Iok aprflmánaöar þegar frumvarp um að banna erlenda fjárhagsaðstoð við islenskai stjórnmálafloka var til umræðu á Alþingi, flutti Jón Arm. Héðins- son ræðu þar sem hann m.a. fjall- aði um andstöðu þá sem væri I Alþýðuflokknum gegn samþykkt frumvarpsins. Jón las m.a. úr dreifibréfi Alþýðuflokksins frá 13. mars s.I. sem hann sagði Benedikt Gröndal for« mann flokksins hafa samið og sent flokksmönnum. 1 bréfi þessu er viðurkennt að Alþýðuflokkur- inn þiggi erlent fjármagn til starfsemi sinnar, en reynt er að réttlæta það auk þess sem hafðar eru í frammi barnalegar lygar um fjármál Þjóðviljans. Hér á eftir fara kaflar úr bréfi þessu. Fyrst er gerð grein fyrir aðstoð- inni og sagt: þingsjá Benedikt játar „Aðstoðin er tviþætt. Vorið 1976 stofnaði framkvæmdastjórn flokksins Norrænan fræðslusjóð og hafa jafnaðarmannaflokkar hinna Norðurlandanna lagt nokk- uð fé i hann, greitt i reikning hjá Landsbankanum. Um siðustu áramót stóðum við andspænis þvi að leggja Alþýðublaðið niður. Þá bauð norræna A-pressan, sem alþýðusamböndin eru aðaleig- endur að, okkur bráðabirgða- hjálp. Vonandi dugir hún til að fresta örlagaákvöröun um blaðið fram yfir kosningar. Oðrum kosti hefðum við orðið að safna stór- skuldum til að halda blaðinu úti. Alþýðuflokkurinn hefur þegiö boð um norræna aðstoð fyrir opn- um tjöldum, engu leynt og I öllu farið að lögum”. Fjármál Þjóðviljans Siðan eru i bréfinu dylgjur um fjármál Þjóðviljans auk þess sem Benedikt lætur i ljós ótta um að hann lendi i fangelsi: „Þaö er útilokaö annað en Þjóðviljinn fái erlenda aðstoð. Hann tapaði 26 milljónum 1976 og miklu meira 1977. Á sama tima var byggt glæsilegt blaðhús fyrir Frumvarp um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka: Samþykkt mótat kvæðalaust Frumvarp um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við islenska stjórnmála- flokka var samþykkt sem lög frá Alþingi á siðasta degi þingsins. Flutningsmenn þessa frumvarps voru Stefán Jónsson, Oddur Ólafsson, Steingrimur Hermannsson og Jón Arm. Héðinsson. Frumvarpið kom til 2. umræðu i neðri deild s.l. föstudag, og urðu þá miklar umræður um málið. 1 þeim umræðum lögðu Lúðvik Jósepsson, Jónas Arnason, Ingvar Gislason, Karvel Pálma- son og Páll Pétursson mikla áherslu á að frumvarpið yrði samþykkt. Sighvatur Björgvins- son var andvigur samþykkt frumvarpsins og lagði til að þvi yrði visað til rikisstjórnarinnar. Ingólfur Jónsson taldi að athuga þyrfti þetta frumvarp betur og vildi visa þvi til rikisstjórnarinn- ar. Við þessa umræðu fluttu Sighvatur Björgvinsson og Guðmundur H. Garðarsson breytingartillögu við frumvarpið. Lögðu þeir til að aftan við 1. gr. bættist: „þá er erlendum sendi- ráðum á tslandi óheimilt að kosta eða styrkjablaðaútgáfu i landinu. Þá lögðu þeir til að aftan við 2. gr. bættist: ,,og einnig til blaða eða timarita, sem út eru gefin á veg- um einstaklinga eða félagasam- taka.” Báðar þessar breytingar- tillögur voru samþykktar og var frumvarpið siðan samþykkt til 3ju umræðu mótatkvæðalaust, eða með 34 samhljóða atkvæðum. Við 3ju umræðu kom frávis- unartillaga Sighvats til atkvæða og var hún felld með 27 atkvæðum gegn 5. Þar eð frumvarpið hafði tekið breytingum varð að senda það á ný til efri deildar og kom það til umræðu i deildinni næsta dag, laugardag. Við umræðu um frumvarpið i efri deild sagðist Einar Agústs- son, utanríkisráöherra, vilja benda á að ákvæði frumvarpsin? um sendiráðin tiðkuðust ekki erlendis og túlka mætti lögin á þann veg að verið væri að banna sendiráðum útgáfustarfsemi t.d. útgáfu upplýsingarita. Sagðist hann vona að lögunum yrði beitt af varfærni, þannig að þau fælu ekki i sér skerðingu á prentfrelsi. Frumvarpið var siðan samþykkt með 16 samhljóða atkvæðum og afgreitt sem lög frá Alþingi. Lögbrot aö þiggja tjármagn erlendis frá til stjórnmálastarfsemi og blaöaútgáfu Eins og greint er annars stað- ar frá hér á siöunni þá var samþykkt á siöasta degi þings- ins lagafrumvarp um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við islenska stjórnmálaflokka og blaðaút- gáfu erlendra sendiráða á islandi. Hin nýju lög eru birt hér i heild á eftir: l.gr. Islenskum stjórnmálaflokk- um er óheimilt að taka við gjafafé eða öðrum fjárhagsleg- um stuðningi til starfsemi sinn- ar hérlendis frá erlendum aðil- um. Þá er erlendum sendiráð- um á tslandi óheimilt að styrkja blaðaútgáfu i landinu. 2. gr. Lög þessi taka til stjórnmála- flokka og félagasamtaka þeirra, svo og til hvers konar stofnana, sem starfa á þeirra vegum, beint eða óbeint, þ.á.m. blaða og einnig til blaða og tímarita, sem út eru gefin á vegum einstak- linga eða félagasamtaka. 3. gr. Bann það, sem felst i 1. gr. þessara laga, nær til hvers konar stuðnings, sem metinn verður til fjár, þ.á.m. til greiðslu launa starfsmanna eöa gjafa i formi vörusendinga. 4. gr. Erlendir aðilar teljast i lögum þessum sérhverjar stofnanir eða einstaklingar, sem hafa erlent rikisfang, hvort sem þeir eru búsettir hér á iandi eða ekki. 5. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum allt að tiu milljón- um króna. Fjármagn, sem af hendi er látið i trássi við lög þessi, skal gert upptækt og rennur til rikis- sjóðs. 6. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Tillaga um z ekki afgreidd Eins og kunnugt er þá lögðu 10 þingmenn fram i vetur tillögu um íslenska stafsetningu sem fól i sér aö teknar væru upp að nýju þær reglur sem giltu á árunum 1929—73, þ.á.m.aðinnleiðazá ný. Tillaga þessi kom til 2.umræðu s.l. föstudag og var framhaldið á laugardag. Um fjögurleytiö á laugardag iýsti forseti sameinaðs Alþingis þvi yfir að ekki væri hægt að afgreiöa málið á þessu þingi, þareð 8 menn væru ennþá á mælendaskrá, en fyrirhugaö væri að slíta Alþingi kl. 5. Var málið þvi tekið af dagskrá. Lárus Jónssonmælti fyrir áliti meirihluta allsherjarnefndar Sameinaðs Alþingis sem lagði til aö tillagan yrði samþykkt og Framhald á 18. siöu Benedikt Gröndal: Neitar að trúa þvi að samtakamáttur Islenskrar alþýðu sé slíkur að hún geti reist hús yfir Þjóðviljann. tugi milljóna. Það stendur aldrei ' á greiðslum Þjóðviljans, t.d. fyrir prentun. Er þetta fjársöfnun frá islenskri alþýðu — eða hvað? Hafa þeir ekki i áratugi fengið stórfellda aðstoð, ólöglega og leynilega? Fjórir þingmenn (Stefán Jóns- son, Steingrimur Hermannsson, Oddur ólafsson og Jón Ármann Héðinsson) hafa flutt frumvarp um að banna erlenda aðstoð við stjórnmalaflokka. Ef þetta frum- varp væri i dag lög á Islandi (en til þess eru frumvörp flutt) væri formaður Alþýðuflokksins i varð- haldi og flokkurinn sektaður um milljónir. Slíkt bann væri auðvitað ófram- kvæmanlegt eins og kommarnir hafa sýnt og sanna. Þeir mundu sleppa, en við hinir, sem fylgjum gjaldeyrislögum en brjótum þau ekki, sem segjum þjóðinni satt en ljúgum ekki að henni , mund- um hljóta refsingu." (Millifyrirsagnir eru blaðsins en undirstrikanir eru Benedikts). Stjórnar- skrár- nefnd skipuð eftir kosningar Alþingi samþykkti s.I. laugar- dag tillögu frá formönnum allra stjórnmálaflokkanna þess efnis að ný stjórnarskránefnd verði skipuö eftir kosningar. Tillaga þessi var breytingartil- laga við svipaða tillögu sem alls- herjarnefnd sameinaðs Alþingis lagði fram fyrir nokkrum dögum. Tillagan sem samþykkt var hljóðar svo: „Alþingi ályktar, að þar sem 6 ár eru liðin siðan stjórnarskrár- nefnd var kosin, og það er lengri timi en venjulegur kjörtimi þing- kjörinna nefnda og ráða, skuli að loknum kosningum til Alþingis tilnefna að nýju 9 menn i stjórnarskrárnefnd af hálfu þeirra stjórnmálaflokka, sem fulltrúa eiga á nýkjörnu Alþingi, og i hlutfalli við þingmannatölu þeirra. Skal hin nýja nefnd skila innan tveggja ára álitsgerð og til- lögum um um endurskoðun stjórnarskrárinnar og taka sér- staklega til meðferðar kjör- dæmaskipun, kosningaákvæði stjórnskipunarlaga, skipulag og starfshætti Alþingis og kosningalög.” 36 nýir ríkisborgarar Nokkru fyrir þingslit var 36 mönnum veittur isienskur rikis- borgararéttur með lögum. Sam- kvæmt þessum lögum skal sá sem fær isienskt rikisfang taka sér islenskt fornafn. Börn hans skulu taka sér islensk nöfn samkvæmt lögum um mannanöfn. Hér á eftir fer listi yfir þá sem fengu Islenskan rikisborgara- rétt með lögum i siðustu viku: 1. Anna Aðalsteinsdóttir, barn á Akureyri, f. i Suður-Kóreu 10. janúar 1977. 2. Beers, Christa, gjaldkeri i Reykjavik, f. i Þýskalandi 8. mars 1924. 3. Calatayud, Miguel Casanova, verkamaður I Mosfellssveit, f. á Spáni 16. september 1928. 4. Druzina, Alevtina Valerye- vna, cand mag., Kópavogi, f. i Ráðstjórnarrikjunum 18. nóvember 1938. 5. Falkvard, Eydna Sólbrún, húsmóðir i Hafnarfirði, f. i Færeyjum 22. september 1938. 6. Fannberg, Yrsa Roca, barn I Reykjavik, f. á íslandi 22. nóvember 1973. 7. Gicheva, Evgenia Peneva, arkitekt i Reykjavík, f. I Búlgariu 22. mars 1947. 8. Haagensen, John, málari í Reykjavik, f. i Danmörku 1. október 1946. 9. Hansen, Anges, kennari i Hveragerði, f. á Islandi 13. júni 1954. 10. Honkanen, Anja Iris Katarina, húsmóðir i Kópa- . vogi, f. i Finnlandi 19. janúar 1933. 11. Hiibner, Herdis Magnea, gjaldkeri á Isafirði, f. á Islandi 22. janúar 1954. 12. Kankam, Kankaew, húsmóðir i Kópavogi, f. i Thailandi 8. júli 1953. Fær réttinn 10. júli 1978. 13. Kim Hyun Jin, barn I Mos- fellssveit, f. I Suður-Kóreu 25. april 1977. 14. Koo Man Suk, barn á Hólma- vik, f. i Suður-Kóreu 27. desember 1973. 15. Loebell, Maja, kennari i Keflavik, f. i Þýskalandi 25. nóvember 1949. 16. Marti, Maria Teresa, húsmóðir I Reykjavik, f. á Spáni 17. april 1950. 17. Mekkinó Björnsson, flugmaður i- Reykjvik, f. á Islandi 20. mars 1953. 18. McGinley, Eleanor Beatrice, húsmóðir i Reykjavik, f. i Skotlandi 6. nóvember 1930. 19. Newman, Jón Róbert, verkamaður i Keflavik f. á Islandi 5. febrúar 1954. 20. Nielsen, Meinert Johannes, hafnarvörður i Njarðvik, f. i Færeyjum 23. ágúst 1922. 21. Niemenen, Laila Björt, barn i Reykjavik, f. i Suður- Kóreu 6. april 1977. Danmörku 24. april 1943. 22. Odfield, Richard, nemandi I Sandgerði, f. i Englandi 5. nóvember 1959. 23. Ólöf Viktorsdóttir, barn I Reykjavik, f. i Danmörku 28. febrúar 1977. 24. Ómar Þorsteinn Arnason, barn á Akureyri, f. i Suður- Kóreu 17. marz 1976. 25. Pedersen, Else Lilian, húsmóðir i Kópavogi, f. i Dan- mörku 26. ágúst 1937. 26. Poulsen, Johanne Sofie, húsmóðir i Keflavlk, f. I Fæeyrjum 19 júli 1942. 27. Ramos, Ernesto Hilmar, barn i Reykjavik, f. á Kúbu 13. júli 1975. 28. Sunna Björk Gylfadóttir, barn I Reykjavik, f. i Suður- Kóreu 6. april 1977. 29. Tegeder, Edda, húsmóðir I Vestmannaeyjum, f. i Þýskalandi 7. april 1939. 30. Veronika Sigriður Bjarnardótt ir, barn i Reykjavik, f. i Suður- Kóreu 23. september 1973. 31. Vignir Már Runólfsson, barn I Grundarfirði, f. i Suður-Kóreu 24. desember 1976. 32. Vinther, Jóhanna Birgitta, húsmóðir á Akureyri, f. i Færeyjum 25. april 1932. 33. Yamagata, Nobuyasu, verkamaður i Borgarnesi, f. i Japan 11. október 1950. 34. Yoo, Jin-Sung, barn á Akranesi, f. i Suður-Kóreu 24. april 1977. 35. Zharova, Tayana Borisovna, barn I Kópavogi, f. i Ráðstjórnarrikjunum 8. september 1966. 36. Þórunn Gisladóttir, húmóðir i Sandgerði, f. á íslandi 24. april 1918.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.