Þjóðviljinn - 09.05.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 09.05.1978, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 9. maí 1978. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Siglaugur Brynleifsson: LANDBÚNAÐUR MEÐAL FORNÞJÓÐA The Agragian Sociology ol' Anci- ent Civilizations. Max Weber. Translated by R.I. Frank. New Left Books 197(>. Agrarverhaltnisse im Alter- tum sem hér birtisl i fyrsta sinn i enskri þýðingu kom fyrst út i Handbuch der Staars- wissenschaften, vol. I. bls. 32-188 árið 1909. Die Soziaien Grunde des Untergangs der antiken Kul- tur, sem birtist i lok þessarar bókar, var fvrst prcntað i Die Wahrheit vol. 6, bls. 57-77, árið 189«. Báðar þessar ritgerðir birt- ust svo siðar i Gesammelte Aufsatze zur Sozial und W irtschaftsgcschichte. Þótt svo langt sé umliðið frá birtingu þessara ritgerða, þá halda þær ennþá fullu gildi sem lillag til hagsögu fornaldar. Weber hefur lengi verið talinn meðal fremstu féiagsfræðinga 19. og 20. aldar og varð strax kunnur fyrir rannsóknir sinar á land- notkun meðal Rómverja til forna, og siðar varð hann einkum þekkt- ur fyrir athuganir sinar á tengsl- um kapitalisma og prótestant- isma og tengslum trúarbragða og samfélagskerfa innan ýmissa trúkerfa. Weber hélt þvi fram i ræðu sem hann hélt i háskólanum i Frei- burg 1895, þegar hann tók þar við starfi sem fyrirlesari i hagfræði, ,,að hagfræði væri pólitik og að grundvallaratriðið væri hin stöðuga barátta milli hópa um völd og áhrif...” Weber lifði sjálfur þá tima, þegar barátta hópanna um völd og áhrif mótuðu mjög svo þýska pólitik sem var barátta junkeranna og borgara- stéttarinnar. Weber taldi sig tii borgarastéttarinnar og var talinn meðal fremstu forsvara hennar á sinum tima. Það var þessi bar- átta sem kveikti með honum áhuga á rannsóknum á sam- félagssögu fyrri tima og einnig á gildismati og þætti þess i vali og mótun félagsfræðilegra og sögu- legra viðfangsefna. Hann segir: „Veruleikinn verður okkur „menning” að svo miklu leyti sem hann snertir gildishug- myndir vorar. „Menningin” inni- felur i sér aðeins þá þætti hlut- veruleikans sem eru oss þýðingarmiklir sem gildi. Aðeins litiðbrot þessa veruleika snertir i rauninni gildismat vort en þetta brot er það sem hefur þýðingu.” Weber áleit að persónulegur áhugi á vissum viðfangsefnum ylli vali þeirra en þvi meiri áherslu lagði hann á óhlutlæga rannsóknaraðferð viðfangsefnis- ins. 1908 var hann beðinn um að skrifa ritgerð um fyrirkomulag landbúnaðarreksturs meðal forn- þjóðanna og hann hófst þegar handa. Hann lauk við ritgerðina á fjórum mánuðum og hún ber það með sér að hann hefur ekki hirt um að fara yfir hana, nema þá lauslega i próförk. Ritið ber það með sér að það hefur verið unnið hratt en hann bindur sig alltaf við viss aðalatriði svo að tilgangur hans meö þvi fer aldrei milli mála. Weber fjallar fyrst um áveitu- búskapinn i Mesópótamiu og á Egyptalandi og forsendurnar að þeim búskap skiptingu iandsins og ræktunartækni. Hofið rak viða búskap safnaði birgðum og rak iánastarfsemi, þar stefndi formið i átt til rikisreksturs. Meðal Gyðinga átti ættflokkurinn landið sem hann nytjaði en siðar náði rikið yfirhöndinni. Höfundurinn ver miklu rúmi i að rekja heimildir um skuldarbændur meðal fornþjóðanna einkum meðal Grikkja og þá bylgingu sem varð við nýsköpun Sólons.. Hann rekur togstreituna milli borgar og landsbyggðar meðal Grikkja og rekur mismunandi þróun eignarhalds jarða i hinum ýmsu borgarikjum. Það sem gerir rit Webers um þessi efni svo gagnsamlegt er ná- k\æmni hans og hlutleysi hann ícrðast alhæfingar og byggir ein- góngu á heimildum. Með auknu þrælahaldi i byggðum Grikkja ryrnaði hagur frjálsra hand- verksmanna og eina leið þeirra.til ae forðast armóð var að kaupa sér þræla og leigja þá út til hand- verks. Sú breyting gat ef til vill verið ástæðan fyrir stöðnun list- sköpunar i grisku borgrikjunum. Ýiarlegasti kafli ritsins fjallar un rómverska lýðveldið og skiptingu jarðeigna þar. Réttindi voru bundin jarðeign og fullgildir borgarar áttu eða höfðu umráða- rétt yfir jarðarskikum, meðan rómverski herinn var skipaður bændum varð að hluta jarðeign- um rikisins á þann hátt að hver hermaður ætti aðgang að jarð- skika. Með útþenslu Rómar jókst auður vissra stétta og þeim auð var best komið i jarðeignir. Þar með skapaðist spenna milli borg- ar og sveitar sem lauk að lokum með Caesarisma. Weber nýtir heimildirnar svo sem framast er kostur, hann er ekki með neinar getgátur um ástandið áður en heimildir liggja fyrir en dregur þó óbeint ályktanir af heimildum um ástand fyrri tima áður en borgir myndast og allir virðast hafa lifað innan ættflokkakerfisins. Á ' blaðsiðu 210 minnist hann á hópa i Aþenu sem nefndust ,,eranoi” sem stóðu fyrir söfnunum handa þeim sem stóðu höllum fæti i samfélaginu. Þessir hópar störf- uðu alla fornöldina og áttu sér samsvara f Róm. Weber getur þess að ef til vill hafi þeir að ein- hverju leyti mótað kristnar hug- myndir og að þeir hafi verið „tengiliðurinn við þá tima þegar bændurnir hjálpuðu hver öðrum”. Weber bætir við að þess- ir hópar hafi verið erfð frá fyrri timum, siðferðisleg erfð. Hið horfna siðferðismat lifði ennþá meðal lægristéttanna, en þær litu á gróðamyndun sem eitthvað annarlegt og erlent. Weber bætir þvi við að rússneski bóndinn sé nú tengdastur þessu ævaforna siðferðismati (1908). Eignarhald jarða i Aþenu eftir daga Kleisþesesar stefndi i þá átt að styrkja þorpsfélögin en i Róm varð stefnan að gera jarðirnar lausar af öllum kvöðum koma þeim á „hinn frjálsa markað og gera bændur jarðeigendur minnsta kosti að nafni til”. Þessi stefna var tekin upp i Róm þegar þrælar voru ódýrir og stöðugt aðstreymi þeirra hélst. Auðugir menn sáu mikla gróðamöguleika i rekstri stórbúa með þrælumj þessvegna stefnan. Útkoman varð sú þegar á leið að við austanvert Miðjarðarhaf var landbúnaðurinn i rauninni rekinn af rikinu þótt dæmi gæfust auðvitað um annað rekstrarform en við vestanvert hafið varð land- búnaður rekinn á kapitalfskum grundvelli þegar leið á aldir. I stuttu máli borgin sigraði i austri en sveitin í vestri en á þann hátt að stórjarðeigendur náðu eignar- haldi á jörðunum og ráku land- búnaðinn með ánauðarbændum. Sá timi sem H'esiodos lýsir i „Verk og dagar” var þá löngu liðinn, arðurinn af vinnu bænd- anna rann i vasa skattheimtu- manna Faraós eða þá til landeig- endanna á Itaiiu eða Galliu.'Og svo koma önnur öfl til sögunnar sem taka við rómverska kerfinu. Weber segir að bændurnir hafi alltaf verið skuldunautar til forna og enn þann dag i dag á sú um- sögn við. Ef litið er á ástandið hér á landi nú á dögum, hvaða aðili á þá mikinn hluta jarða hinna svo- nefndu sjálfeignarbænda? Bank- inn. Og hver reytir af þeim arð vinnu þeirra? Prangararnir, véla- og kjarnfóðurssalarnir. Fyrir tvö til þrjú þúsund árum rann arður- inn af vinnu bændanna til okrar- anna nú gerist það nákvæmlega sama og auk þesstalsverður hluti til prangaranna sem telja sig jafnframt styðja og styrkja bændur og vera beinlinis eign þeirra. Sagan endurtekur sig. Lokaritgerðin i þessari bók er um félagslegar ástæður að niður- koðnun hinnar fornu menningar. Weber telur að þrælahald á stór- búunum hafi verið upphafið að falli Rómaveldis, Þegar að- streymi þræla minnkaði, rýrn- aði framleiðslan og þar með tekjur rikissins, skattpiningin jókst og afkomuöryggið varð tryggara undir vernd auð- ugra landeigenda heldur en i borgum. Skortur á þræl- um var unninn upp með þvl að leyfa þrælunum f jölsky dlulif sem áður hafði ekki viðfengist meðal þeirra, þar með þurfti aukna framleiðslu til að vinnu- krafturinn gæti endurnýjast þrælarnir verða ánauðarbændur. Skattarnir rýrna við þetta og rikisvaldið getur ekki lengur kostað málaliðið. Landaurar eru teknir upp i stað peningakerfis. Jarðeignirnar komast á æ færri manna hendur og eining rikisins rofnar. Þessar kenningar Webers voru siðar teknar upp af finnska sagn- fræðingnum Gunnar Mickwitz i riti hans Money and Economy in the Roman Empire of the Fourth Century 1932. Aðrir sem ritað hafa um þetta efni feta flestir beint eða óbeint i slóð Webers. Meðal þeirra eru Heichelheim: An Ancient Economic History i þremur bindum, Leiden 1958-70 og M.I. Finley: The Ancient Economy, 1973. Ýmsir kvarta stundum yfir þvi að Weber skrifi heldur knúsaðan stil og rit hans séu ekki sem best uppsett og skipulögð, en hánn svaraði þessu á sinum tima með þvi að segjast hafa haft talsvert fyrir því að setja þau saman og að hannvorkenni engum að leggja á sig nokkuð erfiði með þvi að lesa þau. Grafiska sveinafélagið Verkfallsheimild samþykkt Aðalfundur Grafiska sveina- félagsins var haldinn föstudag- inn 28. april. Auk venjulegra aðalfundastarfa voru laga- breytingar á dagskrá. A fundinum var meðal annars samþykktar breytingar á reglugerð sjúkra- og styrktar- sjóðs og á lögum félagsins. Þá voru samþykktar tvær tillögur er varða áframhaldandi upp- byggingu orlofsheimila félags- ins i Brekkúskógi, en félagið á allstórt land við Brekku I Biskupstungum og hefur komið þar fyrir þremur orlofsheimil- um til afnota fyrir félagsmenn. Þá var á aðalfundinum sam- þykkt að veita stjórn og trún- aðarmannaráði heimild til boð- unar vinnustöðvunar, til að ná aftur þeirri kjaraskerðingu, sem kaupránslögin valda. I stjórn félagsins voru endur- kjörnir tveir menn, þeir Arsæll Ellertsson og Jóhann F. As- geirsson, en Hörður Arnason kemur i stað Jens St. Halldórs- sonar, sem ekki gaf kost á sér áfram. Stjórn Grafiska sveinafélags- ins skipa þvi nú eftirtaldir menn: Arsæll Ellertsson for- maður, Jóhann Guðmundsson varaformaður, Veigar Már Bóasson ritari, Jóhann F. Ás- geirsson gjaldkerfi og Hörður Arnason meðstjórnandi. ÚTBOÐ Grindavíkurbær óskar hér með eftir tilboðum I lagningu holræsa i Ægis- götuog Túngötu að lengd um 500 m. Utboðsgögn verða afhent á verkfræöistofunni Hnit h.f. Siðumúla 34 Rvk frá og með 9.mai gegn krónum 20.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skilað til bæjarstjóra Grindavíkur Vikurbraut 42 Grindavik fyrir kl. 18.00 mánudaginn 22.mai og verða þau þá opnuð þar að við- stöddum bjóðendum. fÚTBOÐf Tilboð óskast i afgreiðslulinur og kantínur vegna borð- stofu vistmanna og starfsfólks af Arnarholti. Utboðsgögn verða afhent að skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3 Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn l.júni 1978 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 nvn frö mn» Tegund 860 Dömujakki Efni: Terylene, nælonfóður Litir: ljósdrapp, grænt, dökkblátt, gul- grænt og ljósbrúnt Stærðir: 38-46 SEnoum GEcn fústkröfu mm SIMI25980 ijaUGAVEGI 66

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.