Þjóðviljinn - 09.05.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.05.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 9. mal 1978. DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Berg- mann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein- ar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Au^lýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla auglýs- ingar: Siðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Umhverfismái eru stjórnmái Náttúruverndarþing, hið þriðja i röðinni, var háð nú skömmu eftir sumarkomu. Vel fer á þvi að halda slikar samkomur þegar náttúran tekur að vakna af dvala okkar norðlæga vetrar. Þá eru skilningarvit manna opnari en ella fyrir tengslum mannlifsins við allt það er grær og vex af lifrænu afli. Vissulega er það stolt mannsins og megin einkenni hans sem tegundar að gera náttúruna sér undirgefna og sækja i hennar sjóð. Jafnframt er ljóst orðið að þetta getur maðurinn þvi aðeins gert sér til lang- varandi ábata, að hann taki fullt tillit til þeirra lög- mála er gilda i riki náttúrunnar. Þar er það enn sem fyrr dauðasök að láta stjórnast af fýsnum of- metnaðar og græðgi. Margar ályktanir komu frá nátturuverndarþingi, og verða þær stefnumarkandi fyrir náttúruverndar- ráð á komandi starfstimabili þess og einnig leið- beinandi fyrir önnur stjórnvöld. Þingið taldi að áfram skuli unnið að friðun einstakara náttúru- fyrirbrigða og friðlýsingu landsvæða. Markmiðið með slikum friðunaraðgerðum er bæði að varðveita landið og opna það, gera það aðgengilegt og bein- linis auka notagildi þess fyrir almenning. Mengunarmál: Ályktað var jöfnum höndum um einstaka mengunarvalda, svo sem oliu og sorp, og um heila atvinnugrein, iðnaðinn. Þingið krafðist fullkominna mengunarvarna i iðnfyrirtækjum og vinnslustöðvum, og hafnaði þeim iðnaði sem ekki ræður við mengunarvandamál sin.. Þetta snýr jafnt að stóriðju á sviði efnaiðnaðar og málmvinnslu, sem úrvinnslu úr hráefnum sjávarútvegs og land- búnaðar. Skipulagsmál: Það var þvi álit náttúru- verndarþings að vinna þyrfti að samræmdu skipu- lagi landnýtingar fyrir landið allt, þéttbýli, strjál- býli og óbyggðir. Með þvi einu móti yrði tryggð hóf- leg auðlindanýting að teknu fullu tilliti til félags- legra og menningarlegra þátta umhverfisins. Hér er komið að þvi máli, að andspænis efnahags- skipan nútimans, sem með vélvæðingu leitast við að ná hámarks nýtingu allra framleiðsluþátta — bæði mannlegs vinnuafls og þeirra auðlinda sem landið og náttúran láta i té — dugar ekki lengur viðhorf eintrjánungslegrar náttúruverndar. f staðinn þarf að koma allsherjar auðlinda- og umhverfisvernd, þar sem maðurinn sjálfur er i þungamiðju, maðurinn i sinum vistfræðilegu tenglsum við lif- kerfið i heild. Þannig skoðað er landhelgismálið eitt stærsta náttúruverndarmál íslendinga, þótt það heyri engan veginn undir náttúruverndarráð. Hér er löng leið fyrir stafni, en á náttúruverndar- þingi mátti þó greina hreyfingu i áttina. í fyrsta sinn á slikri samkomu leituðu menn frá landi til hafs: vöruðu við áhrifum oliuborana á fiskinn i sjónum, bentu á að okkur ber að hafa vakandi auga með stofnum sjávarspendýra. Einnig var vikið að atvinnu-umhverfi manna: iðjuverin mega ekki menga ytra umhverfi sitt, en þau mega ekki heldur stofna heilbrigði þeirra i hættu sem við þau vinna. Viðtæk auðlinda- og umhverfisverndarstefna felur i sér hóflega nýtingu framleiðsluþátta til hámarks hagsældar allra. Slik samfélagsskipan er eins og draumsýn i þvi þjóðfélagi sem einkennist af vinnuþrælkun, brengluðu gildismati, misskiptingu auðs, tekna og valda. Við skulum samt varðveita þá draumsýn i pólitisku amstri hversdagsins. —h Með banni Verkalýðsfélag Vestmanna- eyja heldur úti fréttabréfi af miklum myndarskap. I 1-mai hefti f réttabréfsins ritar Runólfur Gislason, varafor- maður félagsins eftirfarandi grein. „Ýmsum hefur þótt kindugt að fylgjast með framkomu Karls Steinars Guðnasonar, varaformanns Verkamanna- sambands Islands og formanns Verkamanna- og sjómanna- félags Keflavikur og nágrennis, i sambandi við ákvörðun VMSI um útflutningsbann. Fyrst eftir að aðgerð þessi var ákveðin, á fundi framkvæmda- stjórnar Verkamannasam- bandsins 3. april, kom Karl Steinar fram i fjölmiðlum sem gallharður málsvari útflutn- ingsbannsins. Að visu fór hann með það i f jölmiðla þvert ofan i það sem ákveðið hafði verið á fundinum, en kom sem sagt framsem eindreginn stuðnings- maður aðgerðanna: Karl Steinar bands verkafólks, hefur áhyggj- ur af atvinnuleysi. Sennilega eru einmitt þær áhyggjur sam- eiginlegar hverjum einasta formanni verkalýðsfélags á landinu. Ný sannindi „Verkamannasambandið mun halda þessu útflutnings- banni áfram þangað til jákvæð viðbrögð fást hjá atvinnu- rekendum og alvöru viðræður geta hafist. Hingað til hafa þeir ekki viljað ræða við okkur i al- vöru”... „Við ætlum að stöðva útflutning, bæði áls, fisks og búvara, nema hjá þeim at- vinnurekendum sem greiða full- ar verðbætur,” segir Karl Steinar Guðnason i viðtali við En þar sem Karl Steinar var nú orðinn hræddur um að útskipunarbann gæti komið sér illa á Suðurnesjum og haft skað- vænleg áhrif á vinnumöguleika, hver eru þá úrræði hans? Til hvaða aðgerða vill hann þá taka, til að tryggja hvort tveggja i senn: Fulla atvinnu og mótaðgerðir gegn kjararáns- lögunum ? Þau ráðeru vissulega til: ,,Ég varaði við þessari að- ið og hvers vegna skyldi hann ■ hafa verið hunsaður? Gildi ! allsherjarverkfalls Jú á 10 manna-nefndarfundi, sem haldinn var að beiðni Karls St Cfyrir hönd Suðurnesja- manna, en hann mætti einn fulltrúa á þann fund) bar hann fram tillögu, sem hann kvað vera frá Suðurnesjaformönnun- um öllum. Þessi tillaga hljdðaði upp á allsherjarverkfall. Mönn- um er auðvitað fyllilega heimilt að velta því fyrir sér á hvern hátt aUsherjarverkfall tryggir betur fulla atvinnu á Suðurnesj- um en útflutningsbann, en þeirri spurðingu verður ekki svarað hér, þar sem höfundur þessara orða kannekkivarvið henni. Og raunar hefur Karl St. ekki feng- ist til að svara henni heldur, þegar beðið hefur verið um slika skýringu. Aftur á móti vissi Karl St fyrir mörgum mánuðum, að úti- lokað var að fá samstöðu um allsherjarverkfall, þar sem ljóst er, að atvinnuástand innan margra iðngreina er þannig, að atvinnurekendur innan þeirra myndu þakka fyrir ef verkfall skylli á. Málm- og skipasmiða- iðnaðurinn er þarna gott dæmi og sama er raunar að segja um rafiðnað og byggingariðnað. Hins vegar var þvi lýst yfir fyrir jafnmörgum mánuðum, að þessi sambönd, — og öll önnur landssambönd myndu gripa til að gerða til stuðnings útflutn- ingsbanninu (og VMSI þá um leið) þegar það væri skollið á. Þetta var á vitorði Karls fyrir langa löngu. Runóifur Gisiason* varafomadur Verkaiýdsf él ag s Vestmann aey ja: Furtíuleg framkoma varaformanns Verka- mannasambandsi ns Dagbiaðinu boðaði svo Verka- mannasambandið til blaðamanné fundar, þar sem aðgerðir sam- bandsins voru formlega boðaö- __ar. Þá var skyndilega komið blaðamann Dagblaðsins 4,april sl. Daginn eftir að þessi skorin- orða yfirlýsing birtist i Dag- blaðinu boðaði svo Verkamannasambandið til blaðamannafundar þar sem að- gerðir sambandsins voru form- lega boðaðar. Þá var skyndilega komið annað hljóð i strokk varaformannsins, hverjir sem haft hafa áhrif á hann í þá átt, á þessum stutta tima: „Ég hef þann fyrirvara á stuðningi við fyrirhugaðar að- gerðir Verkamannasambands- ins, að um þær náist viðtæk samstaða og góð. Þá tel ég of mörg veigamikil mál i sam- bandi við aðgerðirnar litt eða ekki rædd i forystu sambands- ins og taldi þvi ekki timabært að boða til fréttamannafundar í morgun til að kynna málið”, segir sá sami Karl Steinar við Alþýðublaðið 6. april, tveim dögum eftir að hann hafði sjálf- ur haft forystu i að kynna málið fjölmiðlum. En það er meira blóð i kúnni, og i sama viðtali gefur Karl Steinar upp ástæðuna fyrir þessari afstöðu sinni: „Fullyrða má að hér á Suðurnesjum sé rikjandi veru- legur ótti fólks við atvinnuleysi, — meira atvinnuleysi en hér hefur verið tilþessa...” Það er auðvitað ekki nema virðingarvert, þegar formaður verkalýðsfélags, sem auk þess er varaformaður landssam- gerð á öllum umræðustigum málsins og taldi hana ekki nógu markvissa og að hún myndi skapa andstæðingum verka- lýðshreyfingarinnar betri vopn en þeir eiga skilið. Ég skýrði frá, hvernig ástandið væri hjá minu fólki á Suðurnesjum, þar sem rikt hefur erfitt atvinnu- ástand, sem skapast hefur af aflabresti...” ,,...ég vildi... ganga úr skugga um hvort ekki væri unnt að ná fullri samstöðu innan Alþýðusambands Islands um sameiginlegar aðgerðir, eins og félagar minir i verka- lýðsfélögunum á Suðurnesjum hafa alltaf viljað. Ef vilji heföi verið fyrir slikri samstöðu inn- an ASl, hefðu Suðurnes að sjálf- sögðu verið með. Nú hefur á þetta reynt og i ljós komið, að það er ekki sem stendur vilji fyrir þvi innan ASÍ að efna tíl sameiginlegra aðgerða...” Þetta er haft orðrétt eftír Karli Steinari i hádegisfréttum Rikis- útvarpsins 12. april. Sú full- yrðing Karls St. að hann hafi varað viðþessari aðgerð á öllum stigum er að visu ný sannindi fyrir samstarfsmenn hans, enda lýsir Guðmundur J. Guðmunds- son formaður VMSl þvi yfir i viðtali að Karl Steinar Guðna- son hafi greitt útflutningsbann- inu atkvæði á öllum fundum þar sem um það var fjallað. En hvað sem þvi -h'ður, þá kemur þarna fram, að vilji Karls St. hefur verið hunsaður innan ASI. Hver skyldi þá sá vilji hafa ver- Skipt um forsendur Það er leiðinlegt að þurfa að segja það, um félaga sinn i verkalýðshreyfingunni, en þvi verður ekki hjá komist, að engu likara eren að Karl Steinar hafi hreinlega verið að skipta um forsendur fyrir þátttöku sinni i útskipunarbanninu til að komast hjá því að taka þá ákvörðun að vera með. Fyrst segir hann (Alþýðubl. 6. april) að alger samstaða verði að nást innan VMSl. Hún náðist, þvi aðeins eitt félag felldi útskipunarbann, Þegar það lá fyrir, var þraut- ráðið að krefjast aðgerða sem hann vissi að ekki var möguleiki að ná fram, — allsherjarverk- falls — þrátt fyrir að hann vissi að slikt var útilokað. Karl St. sagði i viðtali þvi við útvarpið, sem vitað er til hér að ofan, að útflutningsbannið færi óvinum verkalýðshreyf- ingarinnar óverðskulduð vopn i hendur. Menn hafa auðvitað fullt leyfi til aö vera ósammála um hvað sem er, — en það er sannfæring þess, sem þessi orð ritar, að aldrei hafi and- stæðingar hreyfingarinnar ver- ið eins vel vopnaðir og eftir að þeir fengu i hendur yfirlýsingu Karls Steinars Guðnasonar varaformanns VMSI.” — ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.