Þjóðviljinn - 09.05.1978, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 9. mai 1978. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
NM fatlaðra i lyftingum
/
Ut á planið
Inn í salinn
Umsjón: Stefán Kristjánsson
— öskruðu
— sigruðu
íslendlngar hlutu limm verðlaun og stóðu sig öllum vonum framar
Norðurlandamótið i lyftingum
fatlaðra var háð hér um helgina i
Hagaskóla. Var þar margt góðra
iþróttamanna og sumir sem þar
öttu kappi við frændur sina beittu
ýmsum bellibrögðum. Þar skáru
Sviar sig nokkuð úr.
Þeir voru tveir Sviarnir sem
höfðu það fyrir sið að fara út úr
húsinu og útá planið fyrir framan
dyr hússins og öskra þar ógur-
lega, svo ógurlega að ekki kemur
annað til greina en að öll sofandi
smábörn i næsta nágrenni hafi
vaknað við lætin.
Siðan er messunni fyrir utan
húsið var lokið komu þeir á
fleygiferð inn i salinn með slikum
látum og munnsöfnuði að annað
eins hef ég aldrei augum litið né
með eyrumheyrt. En árangurinn
létekki á sér standa. Þeir sigruðu
báðir i sinum þyngdarflokkum en
þetta voru þeir Bengt Lindberg og
Niels Georg Karreberg frá Svi-
þjóð.
Ekki verður annað sagt en að
íslendingarnirhafi náð frábærum
árangri þar sem okkar mönnum
tókstað ná i fimm verðlaun, þrjú
Valur í leit að þjálfara í handknattleik:
Fá Valsmenn
annan Janus?
Nú tekur að liða að þvi að 1.-
deildarfélögin i handknattleik
fari að ráða sér þjálfara fyrir
næsta vetur.
Eitt af þeim liðum sem eru
farin að athuga þessi mál fyrir
alvöru er Valur.
Er Þjóðviljinn hafði samband
við Þórð Sigurðsson formann
handknattleiksdeildar Vals sagði
hann, að þeir væru nú langt
komnir með að fá til sin erlendan
þjálfara. Sá kappi væri austan-
tjaldsmaður og heimsfrægur
fyrir störf sin við handknattleik-
inn. Hann væri einnig landsliðs-
þjálfari i heimalandi sinu en hefði
mikinn hug á að koma til Islands
sem þjálfari.
En yfir þessum málum hvilir
mikil leynd. Enginn fæst til að
gefa upp hver maðurinn er. Er
það gert vegna eindreginna óska
hins erlenda huldumanns sem
ekki vill lenda i Janusarævintýri
og vita þá flestir við hvað er átt.
Sú vitleysa öll sem fylgdi ráðn-
ingu þess manns hingað er nú
orðin heimsfræg og að henni er
hlegið um allan heim.
En það er greinilegt á öllu að
Valsmenn eru á réttri leið. Hing-
að vantar ferskt blóð i handknatt-
leikinn þvi eins og er er hann i
mikilli lægð og ekkert getur kom-
ið i veg fyrir hnignun hans hér
nema erlendir þjálfarar. En von-
andi skýrist á næstu dögum hver
þessi maður er og munum við þá
segja frá þvi hér á iþróttasiðu
blaðsins.
SK.
Ipswich bikarmeistarí
Sigraði Arsenal 1:0 á Wembley
Ipswich varð enskur bikar-
meistari með þvi að sigra Arsenal
i frábærum úrslital. á Wembley
leikvanginum i Lundúnum á
laugardaginn. Þetta var siðasti
leikurinn á knattspyrnuvertiöinni
á Englandi og jafnframt einn
besti leikurinn, eins og vera ber
raunar. Leikmenn Arsenals
hófust þegar i stað handa við að
gera vörn Ipswich gramt i geði og
munaði oft mjóu við mark
Ipswich. En þeir höfðu eitt tromp,
fráværan baráttukraft leikmanna
sem ætluðu svo sannarlega ekki
að gefa sig fyrr en i fulla hnefana.
eina mark leiksins og það ekki af
verri endanum. Tvitugur nýliði
hjá Ipswich, David Gesdis, gaf
fyrir markið þrönga leið fyrir
fætur Rogers Osborne sem
afgreiddi boltann svo til viðstöðu-
laust i netmöskvana. Þaö sem
eftir lifði leiks kappkostuðu
leikmenn Ipswich að halda
fengnu forskoti en létu þó ekki
undir höfuð leggjast að hefja
smáskærur að marki Arsenal
sem reyndust jafnvel hættulegri
hinum fyrri.
SK.
Smátt og smátt tóku Ipswich-
leikmennirnir leikinn i sinar
hendur og það var aðeins fyrir
frábæra markvörslu Pats Jenn-
ings, landsliðsmarkvarðar N-Ira,
að ekki hlaust mark af.
Þegar leikmenn gengu til bún-
ingsherbergjanna stóð jafnt,
hvorugu liðinu hafði tekist að
skora. 1 seinni hálfleik hófu
leikmenn Arsenals leikinn af
miklum krafti án . þess þó að
skapa sér umtalsverð marktæki-
færi. Aftur náði Ipswich undirtök-
unum. Þegar tæpur stundar-
fjórðungur var til leiksloka kom
Víkingur missti ,,sjansinn”
Vikingar misstu sina siðustu
von um að hreppa Reykjavikur-
meistaratitilinn i knattspyrnu
eftiraðeins 1:0 sigur yfir Þrótti á
Melaveliinum á laugardaginn Til
þess að eiga minnstu rriöguleika á
sigri varð liðið að skora a.m.k. 3
mörk og græða þar með eitt
bónusstig. En Vikingar hafa löng-
umverið þekktir á knattspyrnu-
sviðinu fyrir annað en að skora
mörg mörk og þrátt fýrir nær
stöðuga pressu á Þróttara tókst
þeim ekki að skora nema þetta
eina mark. Það gerði Jóhann
Torfason, isfirðingur og fyrrum
KR-ingur, i fyrri hálfleik.
Tilboð undir koddanum
Þjóðviljinn hefur það eftir
nokkuð öruggum heimildum að
hinn snjalli leikmaður Hauka
Elias Jónsson hafi nú undir kodd-
anum tilboð frá dönsku 1-deildar-
liöi i handknattleiknum i Dan-
mörku. Er ekki óliklegt að það sé
Arhus KFUM en það er einmitt
liöið sem Gunnar . Einarsson
hyggst leika meö á næsta
keppnistimabili ytra.
Er iþróttasiöan haföi samband
við Elias vildi hann ekkert um
málið segja annaö en það að þetta
mál myndi skýrast á næstu dög-
um.
SK.
brons og tvö silfur. Og ekki dreg-
ur það úr árangri tslending-
anna þar sem gifurleg mistök
áttu sér stað i sambandi við
niðurröðunina i þyngdarflokka.
Þar voru tveir keppendur
Islands, þeir Arnór Pétursson og
Björn K. Björnsson, skráðir i
vitlausa flokka og fengu þvi ekki
að taka þátt i mótinu sjálfu. En
þeir kepptu utan móts og árangur
þeirra þar hefði nægt Arnóri tii
silfurverðlauna og Birni til brons-
verðlauna.
Þetta voru grátleg mistök sem
við vonandi lærum af.
Úrslit mótsins urðu þessi:
52 kg. flokkur:
1. Tran Tueng Lien Noregi UOkg.
2. Lars Larsström Sviþjóð 110 kg.
En Norðmanninum var dæmdur
Framhald á bls. 18.
Hörður Sigmarsson
gengurí Hauka
Markakóngurinn fyrr-
verandi úr Haukum,
Höröur Sigmarsson, hef-
ur nú snúið til sinna
fyrri heimkynna á ný.
Hann lék með Leikni i
vetur og jafnframt því að
leika með liðinu þjálfaði
hann þar.
En Hörður hefur nú ákvcðið
að ganga til liðs við Hauka á ný
og er vist að hann verður liöinu
mikill styrkur. Hann skorar
ávallt mikið af mörkum og varð
markakóngur er hann lék með
liðinu á keppnistimabilinu 76 til
77.
Það er vist að hann mun
styrkja liðið mikið á komandi
keppnistimabili. Hörður
stundar nú nám i tannlækning-
um og á eftir eitt ár i að verða
tannlæknir.
SK.
Hinn knái handknattleiks-
maður úr Þór frá Vestmanna-
eyjum, Hannes Leifsson, er nú
ákveðinn i að ganga til liðs við
sina gömlu félaga i Fram á ný.
Er við höfðum samband við
Hannes i Vestmannaeyjum i
gær sagði hann, að hann stæði i
ibúðarkaupum i Reykjavik og
hann myndi þess vegna flytjast
i höfuðborgina og leika með
Fram á næsta keppnistimabili.
Ekkiþarfað tiundaað Hannes
verður Framliðinu geysimikill
stvrkur næsta vetur. Framliðið
hefur aldrei skort langskyttur
fyrr en einmitt nú og þvi má
segja að Hannes komi i Fram á
réttu augnabliki. Enginn efast
lun hæfiieika hans i handknatt-
leiknum. Hann sýndi það er
hann lét með Fram hér áður
fyrraðhann vareinn efnilegasti
handknattleiksmaðurinn hér
þá. Hann hefur m.a. leikið úr-
valsleiki og fjöldann allan af
unglingalandsleikjum.
SK
Framarar halda enn i vonina
um Reykjavikurmeistaratitil-
inn eftir að þeir burstuðu Ar-
menninga i knattspyrnunni um
helgina. Leiknum lauk með
yfirburðarsigri Fram 5:1 en i
leikhléi var staðan 2:1 Fram i
vil.
Framarar skoruðu fyrsta
mark leiksins og var Eggert
Steingrimsson þar að verki eftir
að markvörður Armanns hafði
misst knöttinn frá sér. Ekki leið
á löngu áður en Armenningar
jöfnuðu leikirin og verður það
mark að skrifast á reikning
markvarðar Fram. Hár bolti
var gefinn fyrir mark Fram og
Þórarinn skallaði knöttinn til
markvarðarinssem réð ekki við
knöttinn og skipti það engum
togum aðhann fór imarkið, 1:1.
Kristinn Jörundsson náði sið-
an forustunni fyrir Fram f>Tir
lok hálfleiksins með stórkost’lega
fallegu marki og er það eitt fall-
egasta markið i mótinu til þessa.
Boltinn gekk þá á milli leikmanna
Fram og Kristinn rak endahntSt-
inn á failega sóknarlotu Fram
liðsins með viðstöðulausu skoti
sem markvörður Armanns réöi
ekki við. Þeir Eggert og Kristinn
skoruðu siðan sitt hvort markið i
siðari hálfleik ásamt marki frá
Gunnari Guðmundssyni.
1 kvöid mætast Valur og Fram
og ráðast úrslit mótsins af þvi
hvernig þeim leik lyktar. Verði
jafntefli er KR Reykjavikur-
meistari en vinni annað hvort
lið með þvi að skora fleiri en
þrjú mörkverður það iið meist-
ari. Verður því öruggiega hart
barist I kvöld á Mela vellinum en
leikurinn hefst kl. 20.00.