Þjóðviljinn - 09.05.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.05.1978, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 9. mai 1978. A þjóðhátíðardegi Tékkóslóvakíu VOR 1 dag er þjóðhátiðardagur Tékkóslóvakiu. Þennan dag árið 1945 losnaði landið undan yfir- ráðum nasista. Fyrir lOárum var ,,Vorið i Prag” i hámarki. Þetta heiti var bæði fyrr og siðar notað um fræga alþjóðlega tónlistar- hátið, sem haldin er árlega þar i borg. En nafnið færðist einnig yfir á hina merkilegu þjóðfélagstil- raun, sem hófst fyrir alvöru um áramótin 1967/68, en var stöðvuð með innrás Varsjárbandalags- herjanna 21. ágúst sama ár. Svoboda endur- reistur t lok mars 1968 var Lúðvik Svo- boda hershöíðingi kjörinn forseti Tékkóslóvakiu eftir afsögn Antónins Novotný. Svoboda var fæddur 1895 og hafði m.a. á hendi yfirstjórn tékkóslóvösku her- sveitanna, sem börðust með Rauða hernum i siðari heims- styrjöldinni. Hann var land- varnarráðherra 1945-50 og vara- forsætisráðherra 1950-51. I sambandi við hreinsanirnar i flokknum eftir 1950 féll hann i takmarkaða ónáð og var um ára- bil bókhaídari á litlu samyrkju- bui. Þegar svo Krustjoff kom i opin- bera heimsókn vorið 1957, spurði hann eilt sinn, hvar vinur sinn Svoboda væri, sem hel'ði barist með sér i l’krainu á striðsárunum. Novotný og félagar urðu kindarlegir og reyndu að leiða talið að öðru, en Krúsi jagaðist á þvi, að Svoboda yrði að koma i eitthvert stórt samkvæmi íornvini sinum til heiðurs. Þá var ekið i loftköstum með einkennisbúning og heiðurs- merki út i þorpið til Svoboda, hann dubbaður upp og fluttur i veisluna. Eftir þetta var hann gerður að forstöðumanni herminjasafnsins i Prag og kosinn á þjóðþingið. F áfr æði Husaks Þegar ritskoðun var aflétt m.a. i Sjónvarpinu, urðu margir ihaldsmenn hvumsa við og mið- stjórn Flokksins bárust sifellt klögumál vegna nýstárlegra út- ''sendinga. Var sjónvarpsstjórinn oftsinnis kallaður fyrir til að svara til saka. Á einum fundi var Gústaf Husak i forsæti, og alltieinu spurði hann Pelikan: „Geturðu imyndað þér, að menn gagnrýni ráðherra sina opin- berlega i BBC eða franska sjón- varpinu og láti kommúnistaleið- toga tala þar?” ,,Það get ég þessheldur sem ég hef séð með eigin augum.” Husak varð vantrúaður á svip og i kaffihléinu vék hann sér aftur að Pelíkan og spurði: ,,Hvað varstu eiginlega að segja? Að kommúnistar geti kom ið f ram i kapitalistisku sjónvarpi?” ,,Það er staðreynd. Það er nánast regla hjá franska og italska sjónvarpinu, að fulltrúum Kommúnistaflokksins sé boðið að segja álit sitt varðandi ýmis mál- efni. Þar má lika gagnrýna rikis- stjórnina, og i BBC hef ég m.a.s. séð útsendingar, þar sem gert er stólpagrin að rikisstjórninni.” Husak trúði greinilega enn ekki til fullnustu, enda hafði hann þá aldrei komið til Vesturevrópu og var fangi sins eigin áróðurs likt og Gomulka. Einn athyglisverður fulltrúi þessa pólitiska ,,vors” var Jiri Pelikan. Hann er fæddur 1923, gekk 16 ára i Kommúnista- floskinn og var þá handtekinn af Þjóðverjum fyrir dreifingu áróðursrita gegn striðinu. Hann sat 8 mánuði i fangelsi, en var þá látinn laus skilorðsbundið „fyrir æsku sakir”. Eftir það starfaði hann i andspyrnuhreyfingunni til striðsloka. F'ljótlega eftir striðið varð hann ritari Sambands kommúnistiskra stúdenta og forseti Stúdentasam- bands Tékkóslóvakiu. 1948-51 var hann formaður háskólanefndar á vegum miðstjórnar Kommúnistaflokksins. 1953-63 var hann aðalritari og siðar for- seti Alþjóðasambands stúdenta. Frá 1948 var hann þingmaður (þá þeirra yngstur) og 1963-68 var hann aðalframkvæmdastjóri Sjónvarpsins i Prag. Arið 1968 varð hann formaður utanrikis- nefndar þjóðþingsins. 1 október 1968 var honum vikið úr báðum þessum stöðum og gerður að sendiráðsritara i Róm. Eftir að stjórn Tékkóslóvakiu beygði sig endanlega fyrir kröfum Moskvu, vildi hann ekki snúa heim aftur og hefur siðan starfað sem blaða- maður i Róm og ritstjóri tima- ritsins ,,Listy”, sem er aðalmál- gagn hinnar sósialistisku stjórnarandstöðu Tékkóslóvaka. Mér er Jiri Pelikan persónulega kunnugur alla tið siðan ég var fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla tslands hjá Alþjóðasambandi stúdenta 1956-57. 4. febrúar 1975 varö Pelikan fyrir morðtilraun með sprengju i bögglapósti. Þá ákvað hann að skrifa hrafl úr endurminningum sinum. Sú bók, ,,Vor án enda”, kom fyrst út á frönsku, siðan á þýsku, og er nú nýlega komin út á norsku hjá Pax-forlag. Hér verða örfáar glefsur úr bókinni endur- sagðar. Arni Björnsson Gestir og landslýöur við minnismerki Veneslás, þjóöardýrlings Tékka, á heitum degi i ágúst 1968. Ad komast á þíngfund „öreigar allra landa sameinist, eða ég skýtl!” Arni Björnsson. Samsæris- menn og góöir gestir Sem formaður utanrikisnefnd- ar þingsins þurfti Pelikan eðli- lega að taka á móti mörgum er- lendum stjórnmálamönnum, ekki sist frá Vestur-Evrópu. Eftir hernámið voru þessi embættis- verk notuð i áróðri Sovétmanna sem ásökun um grunsamleg tengsl vestur á bóginn. Einn þessara gesta var Walter Scheel, formaður Frjálsa demókrataflokksins i Vestur- Þýskalandi. Var þá m.a. verið að ræða um, hvort unnt væri að taka upp fullt stjórnmálasamband milli rikjanna eins og þegar var löngu komið á milli Vestur - Þýskalands, Sovétrikjanna og Jiri Pelikan. Rúmeniu. Eftirá voru Pelikan og fleiri ásakaðir fyrir að taka á móti þessum „fulltrúum v-þýsku heimsvaldastefnunnar” og „stríðsæsingamönnum”. Nokkrum árum seinna hittust þeir af tilviljun á götu i Róm. Scheel var þá orðinn utanrikis- ráðherra V-Þýskalands og hafði verið fagnað i Moskvu sem „góð- um vini, raunsæjum stjórn- málamanni og friðarsinna”. Hann spurði Pelikan, hvað hann væri að gera i Rómaborg. „Þótt undarlegt megi virðast, hr. ráðherra, þá er ég hér m.a. yðar vegna, afþvi ég tók á móti yður i Prag um árið. Svona eru vegir austurevrópskra stjórn- mála órannsakanlegir. Þer eruð nú utanrikisráðherra og kærkom- inn gestur i Moskvu, en ég mátti flýja land mitt og verð fyrir áras- um frá Moskvu og Prag sem fjandmaður sáttastefnunnar.” Báðir hlógu að þessu, en Pelikan telur sinn hlátur hafa verið nokkurri beiskju blandinn. Af þjóöþingi á flokksþing 14. þing Kommúnistaflokks Tékkóslóvakiu átti að hefjást 9. september. Kosning fulltrúa á það hafði farið fram i lok júni. Vegna innrásarinnar var i skyndi ákveðið að reyna að kalla flokksþingið eða hluta þess sam- an strax. Þar sem hernámsliðin náðu ekki nærri strax taki á öllum sendistöðvum útvarpsins né held- ur talsimakerfinu, tókst að boða fulltrúa úr öllum landshlutum samdægurs, og um hádegi 22. ágúst voru um 1300 þeirra saman komnir með leynd i verksmiðju einni i Vysocane i Prag. Það voru tveir þriðju þeirra, sem kosnir höfðu verið, og þvi var þingið ályktunarhæft samkvæmt flokkslögum. Það voru aðallega fulltrúar frá Slóvakiu, sem ekki komust á leiðarenda. Það var vissulega mikill sjónarsviptir að þeim, enda var það óspart notað siðarmeir. En nú var þrautin þyngri fyrir þá kjörnu fulltrúa að komast á flokksþingið, sem sátu inni i þinghúsbyggingunni. Þvi þótt sá garður væri ekki rúmur inn- gangs, var hann enn þrengri brottfarar. Málið var loks leyst þannig, að læknir og sjúkraliðar komust að þinghúsinu i Rauðakrossbilum og fluttu þingfulltrúana út á sjúkrabörum undir hvitum ábreiðum. Morguninn eftir innrásina var þjóðþingið kvatt saman til skyndifundar. Það varð lengsti og óvenjulegasti fundur þess og stóð i 6 sólarhringa. Þingmennirnir voru svotil innilokaðir og borðuðu og sváfu i þinghúsinu. En það var ekki andskotalaust að komast inn i þinghúsið þennan morgun, þvi að sovéskir hermenn höfðu umkringt bygginguna og meinuðu aðgang. Þingmenn hnöppuðust saman um sovéska liðsforingjann sýndu þing- mannaskirteini sin og hömruðu á þinghelgi sinni. Liðsforinginn hafði aldrei heyrt orðið „þing- helgi” og skildi ekki hugtakið. Hann endurtók bara i sifellu: „Enginn má fara inn.” Norska Pax-útgáfan af endur- minningum Pelikans. Svo vildi til, að meðal þing- mannanna var fyrrverandi varn- armálaráðherra, Lomsky hershöfðingi, sem verið hafði liðsforingi sjálfboðaliða frá Tékkóslóvakiu með Rauða hern- um, hlotið margar orður og talaði rússnesku reiprennandi. Hann var i einkennisbúningi, benti á hershöfðingjatákn sin og sovésku heiðursmerkin og öskraði með rödd, sem engin mótmæli þoldi: „Ég er hershöfðingi! Ég fyr- irskipa ykkur að hleypa þessum þingmönnum i gegn!” Og hermennirnir, sem vandir voru við að hlýða yfirboðurum, viku úr vegi. Herstjórnarlega séð vai innrásin framkvæmd á meistara- legan hátt. Siðdegis 20. ágúst lentu tvær sovéskar farþegavélar á flugvellinum i Prag. Flugmennirnir kváðust hafa orðið fyrir smábilun og þurfa að biða eftir varahlutum frá Moskvu. Látið var i veðri vaka, að um væri að ræða iþróttalið á leið til Júgóslaviu. A.m.k. voru allir eins skóaðir og með sams- konar töskur. Hluti farþeganna settist að i veitingastofu flugvall- arins, en afgangurinn fór i vagni til sovéska sendiráðsins i Prag. Kl. 11 um kvöldið drógu „iþróttamennirnir” vélbyssur uppúr farangri sinum og hertóku flugvöllinn með leifturárás. Flug- vélarnar reyndust vera fljúgandi radarstöðvar, sem nú leiðbeindu sovéskum herflutningavélum umsvifalaust til löndunar, en út úr þeim rúlluðu skriðdrekar og meira herlið. Þeirra biðu bilar merktir sovéska sendiráðinu, sem visuðu skriðdrekunum veg á tiltekna staði i Prag. ÁNENDA INNRÁSIN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.