Þjóðviljinn - 18.05.1978, Side 15
Fimmtudagur 18. mai 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
Afmælisrit
Styrktar-
félags van-
gefinna
Styrktarfélag vangefinna á 20
ára afmæli um þessar mundir og
hefur félagið i tilefni þess gefið Ut
stórt og vandað afmælisrit. Ritið
ér 82 bls. að stærð. I þvl er rakin
saga félagsins og einnig er greint
frá átarfi þess i dag.
Húsnæðis-
málastofnun
lánaði 5,9
miljarða á
síðasta ári
Á árinu 1977 námu lánveitingar
Húsnæðismálastofnunar rikisins
samtals 5.977.8 miljónum króna
til byggingar og/eöa kaupa á 3879
ibúöum. Var hér um að ræða lán-
veitingar úr Byggingarsjóði rik-
isins og Byggingarsjóði verka-
manna sem og af hinu sérstaka
framlagi rikissjóðs til nýbygging-
ar ibúða i stað heilsuspillandi
húsnæðis.
SGHF
áskotn-
ast fé
Samtök grásleppuhrognafram-
leiðenda S.G.H.F. voru stofnuð
12. nóvember 1977. Samtök grá-
sleppuhrognaframleiðenda eru
landssamtök sjómanna og verk-
enda grásleppuhrogna.
Tilgangur samtakanna er að
vinna að hinum ýmsu hagsmuna-
málum sjómanna og verkenda er
þennan útveg stunda, t.d. verð-
ákvörðun á grásleppuhrognum
uppúr sjó, útflutningur fyrir
meðlimi samtakanna, hærra verð
á söltuðum grásleppuhrognum til
útflutnings, betri nýting sjávar-
aflans, aöild meðlimanna að hinu
almenna sjóðakerfi sjávarút-
vegsins, en á þeim vettvangi hafa
þeir nánast enga fyrirgreiöslu
fengið, þrátt fyrir að þessir aðilar
hafa skilað á land sjávarafla að
verðmæti um 800 miljónir króna á
ári hverju á þvi 3ja mánaða tima-
bili sem vertiðin stendur.
Með lögum um breytingar á
lögum um Sölustofnun lagmetis-
iðnaðarins er samþykkt voru á
alþingi 28. april siðast liðinn er
lagt 3% svonefnt „fullvinnslu-
gjald” á útflutt grásleppuhrogn.
Fá S.G.H.F. 1% til sinna samtaka
á sama hátt og L.I.tJ. og Samtök
sjómanna fá af hinu almenna út-
flutningsgjaldi af sjávarafurðum.
Samtök grásleppuhrogna-
framleiðenda opnuðu eigin skrif-
stofu að Siðumúla 37, Reykjavik,
þann 16. mai s.l. Simi
samtakanna verður 86686.
Pípulagnir
Nýlagnir, breyting
ar, hitaveitutenging-
ar.
Simi 36929 (milli kl.
12 og 1 og eftir kl. 7 a.
“kvöldin)
Þorsteinn Sveinsson, formaður Þjóðleikhúskórsins tekur við
Menningarsjóðsstyrknum
Þjóðlelkhúskóriim hlaut
Menningars j óðsstyrkinn
Að loknum afmælistónleikum
Þjóðleikhúskórsins 8. mai s.l,
sem haldnir voru I tilefni 25 ára
afmælis kórsins, afhenti Sveinn
Einarsson Þjóðleikhússtjóri
styrk úr Menningarsjóði Þjóð-
leikhússins.
Styrkurinn var að þessu sinni
veittur Þjóðleikhúskórnum, og er
það nýmæli, þar eð styrkurinn
hefur til þessa eingöngu verið
veittur einstökum listamönnum
leikhússins. Styrkupphæðin nem-
ur 300 þús. krónum og lét Þjóð-
leikhússtjóri svo ummælt við af-
hendingu styrksins, að honum
fylgdi sú ósk sjóðsstjórnar, aö
upphæð þessi yrði vísir að utan-
fararsjóði Þjóöleikhúskórsins,
söngfólki til hvatningar og upp-
örvunar.
Þorsteinn Sveinsson, lögmaður,
formaður Þjóðleikhúskórsins, tók
við styrknum og þakkaði fyrir
kórsins hönd.
Árás Suöur-Afríkumanna
600 drepnir
— Sænska blaðið Dagens
Nyheter skýrir svo frá aö nærri
600 manns hafi verið drepnir I
sprengjuárás Suöur-Afriku-
manna á flóttamannabúðir I
Cassinga i Angóiu. Sænskur
blaðaljósmyndari, Sven Asberg,
sem kom á staðinn, tók myndir
af 15 metra langri og fimm
metra breiðri fjöldagröf, sem
honum var sagt að 460 lik hefðu
verið jarðsett i. Hann sá lik af
konum og börnum þar á meðal
og eflirlifendur sögðu honum að
fjöldi barna hefði verið meðal
hinna drepnu.
Loftárás þessi átti sér stað I
siðastliðinni viku, þegar suður-
afriskt herlið geröi árásir langt
inn I Angólu, og var árásunum
að sögn Suður-Afrikumanna
beint gegn bækistöðvum
SWAPO, sjálfstæðishreyfingar
Namibiu, sem hefur griðland i.
Angólu. Suður-Afrikumenn
sögðust þá hafa eyðilagt aöal-
bækistöö SWAPO. Sænski ljós*
myndarinn kvaðst ekki hafa séð
nein merki þess að herbækistöð
hefði verið I flóttamannabúöun-
um. Skóli var á meðal bygging-
anna, sem eyðilagðar voru i
árásinni.
Frá aðalfundi Mjólkursamlags KEA:
Adeins 20% framleiðsl-
unnar neyslumjólk
Aðalfundur Mjólkursamlags
KEA var haldinn i Samkomuhús-
inu á Akureyri þriðjudaginn 2.
mal 1978 og hófst hann kl. 10.30
árdegis. Fundinn setti formaöur
kaupfélagsstjórnar, Hjörtur E.
Þórarinsson, Tjörn.
A fundinum mættu um 140
m jólkurfra m leiðendur.
Mjólkursamlagsstjóri, Vern-
harður Sveinsson, flutti ýtarlega
skýrslu um rekstur Mjólkursam-
lagsins á árinu 1977 og las og út-
skyrði reikninga þess.
Innlagt mjólkurmagn var
23.912.674 litrar og hafði aukist
um 1.782.098 litra eða 8.05% frá
fyrra ári. Fitumagn mjólkurinn-
ar var að meðaltali 4,148%.
Mjólkurframleiðendur voru 313
og hafði fækkað um 7 frá fyrra
ári. Meðalinnlegg á mjólkur-
framleiðanda var 76.398 litrar. Af
mjólkinni var 19.87% selt sem
neyslumjólk en 80.13% fór til
framleiðslu á ýmsum mjólkur-
vörum.
A árinu 1977 var framleitt:
627 tonn smjör
743 tonn ostur af ýmsum
tegundum
70 tonn mysuostur og mysingur
160 tonn skyr
35 tonn þurrmjólk
216 tonn kasein
35 tonn youghurt
Reikningsyfirlit ársins sýndi,
að heildarverð til framleiðenda
fyrir innlagða mjólk varð kr.
84.20 hver ltr.
Sumarbúðir skáta
að Úlfljótsvatni
Eins og undanfarin ár verður
fjölbreytt æskulýðsstarf á vegum
skáta að Clfljótsvatni I sumar.
Auk foringjanámskeiða og ann-
arrar starfsemi, sem einskorðast
við félaga skátahreyfingarinnar,
verða rekin þar útilifsnámskeið
og sumarbúðir sem standa öllum
börnum opin.
Otilifsnámskeiðin eru ætluð
fyrir 11—-14 ára krakka.
Sumarbúðirnar eru nú orönar
hefðbundinn þáttur i sumarstarf-
inu að Olfljótsvatni. Þær eru ætl-
aðar 7—11 ára börnum.
Bæjarfógetaembættið
í Bolungarvik
Heildartilboð óskast i innréttingar hús-
næðis fyrir skrifstofu fógeta og lögreglu-
stöð i ráðhúsi Bolungarvikur. Innifalið i
verkinu er einangrun og plötuklæðning
litils hluta útveggja, smiði og uppsetning
innveggja, hurða og innréttinga, málning
og dúkalögn. Verkinu skal að fullu lokið 1.
mars 1979.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
vorri, Borgartúni 7, Reykjavik, gegn
10.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað miðviku-
daginn 31. mai 1978, kl. 11.00
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
BLAÐBERAR
óskast 1 eftirtalin hverfi:
Austurborg: Rauðalækur
Seltjarnarnes: Skólabraut
Okkur vantar tilfinnanlega blaðbera i
þessi hverfi, þó ekki væri nema til bráða-
birgða i nokkrar vikur.
DJOOVWNN
Vinsamlegast hafið samband við af-
greiðsluna, Siðumúla 6.— Simi 81333.
® ÚTBOÐf
Tilboð óskast i „Ductile pipur” fyrir
Vatnsveitu Reykjavikur. útboðsgögn eru
afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuveg 3
Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á sama
stað fimmtudaginn 8. júni 1978 kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fnkifkjuvegi 3 — Sími 25800
Aðalfundur
Reykjavikurdeildar Norræna félagsins
verður i Norræna húsinu 23. maí 1978 kl.
20:30.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Tökum að okkur
smiði á eldhúsinnréttingum og skápum,
bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur
um breytingar á innréttingum. Við önn-
umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og
inni. Verkið unnið af meisturum og vönum
mönnum.
T résmíða verkst æðið
Bergstaöastræti 33 — Simar 41070 og 24613