Þjóðviljinn - 20.05.1978, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. maí 1978
Kosningaskrifstofur
G-lista
og annarra lista sem Alþýðu
bandalagið styður eða á aðild að
Flokksskrifstofan Grettisgötu 3
Utankjörfundaatkvæöagreiösla og upplýsingar um kjörskrá
fyrir allt land. Opiö kl. 9 til 22, simi 17500.
Alþýðubandalagið í Reykjavik
Kosninga miðstöðin Grensásvegi 16
Komið á skrifstofuna! Veitið upp-
lýsingar! Látið skrá ykkur til
starfa! Opiö 9-23.
Símar kosningastjörnar eru
8 32181 Og 8 33 68
Sfmar félagsdeilda siðdegis:
1. deild — Vesturbær — 8 42 68
2. deild — Austurbær — 8 39 62
3. deild — Laugarnes og Lang-
holtshv. — 8 39 84
4. deild — Breiðagerðis- og Alfta-
mýrarskhv. — 8 39 12
5. deild — Breiðholt — 8 44 69
6. deild — Árbær —- 8 44 48
Kosningaskrifstofa i Vesturbæ
1. deild Alþýðubandalagsins i Reykjavik hefur kosningaskrif-
stofu að Brekkustig 1, opið frá kl. 20 til 22 á hverju kvöldi, simi
2 75 35. Kosningastjóri i Vesturbæ er Baldur Geirsson.
Kópavogur
Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins i Kópavogi er opin frá
13-19 alla daga. Skrifstofan er i Þinghól. Simi 4 17 46.
Seltjarnarnes H-listi
Kosningaskrifstofa H-listans, vinstrimanna og óháðra á Sel-
tjarnarnesi, er i Bollagörðum, simi 2 71 74. Skrifstofan er opin
frá kl. 20-22. Laugardaga frá kl. 14-18.
Garðabær
Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins i Garðabæ er i Goðatúni
14, simi 4 22 02. Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 17-19.
Hafnarfjörður
Alþýðubandalagið I Hafnarfirði hefur opnað kosningaskrifstofu
aðStrandgötu 41, 3. hæð (gengið inn bakdyramegin). Skrifstofan
verður fyrst um sinn opin frá kl. 17-19. Simi15 45 10.
Mosfellssveit H-listi
Kosningaskrifstofa H-listans er að Birkiteig 2, simi 6 64 70. Opin
frá kl. 5-9 e.h.
Keflavík
Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins I Keflavik er að Hafnar-
götu 49. Skrifstofan er opin frá kl. 13-19og 20-23 alla daga. Siminn
er 30 40.
Akranes
Kosningaskrifstofan er opin mánud. — föstud. frá kl. 16.00-22.00
og laugard. og sunnud. frá 14.00-18.00. Kaffiveitingar. Siminn er
16 30.
Borgarnes
Kosningaskrifstofan er að Þórólfsgötu 8. Síminn 74 12. Opið á
kvöldin.
Grundarfjörður
Kosningaskrifstofan er á Grundargötu 28, simi 87 90.
ísafjörður
Kosningaskrifstofan er i Hafnarstræti 1, simi 42 42.
Sauðárkrókur
Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins á Sauðárkróki er i Villa
Nova. Skrifstofan er opin fyrst um sinn á kvöldin kl. 20.30-22.30.
Siminn er 95-55 90.
Siglufjörður
Alþýðubandalagið á Siglufirði hefur opnað kosningaskrifstofu I
Suðurgötu 10. Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 3-7 siðdegis.
Simi skrifstofunnar er 71294.
Akureyri
Kosningaskrifstofan er að Eiðsvallagötu 18 á Akureyri. Siminn
er 21704. Skfirfstofan er opin alla daga kl. 1-7. Kosningastjóri er
Óttar Einarsson.
Húsavik K-listi
Óháðir og Alþýðubandalagið á Húsavik hafa opnað kosninga-
skrifstofu i Snælandi. Opið frá kl. 20 virka daga og 14-17 laugar-
daga og sunnudaga.
Vestmannaeyjar
Kosningaskrifstofan er að Bárugötu 9, simi 15 70.
Selfoss
Kosningaskrifstofan er að Þóristúni 1, simi 19 06.
Hveragerði
Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins I Hveragerði er að
Þórsmörk 9. Simi 42 35.
Friðrik tapaði
fyrir Larsen
— og hafnaði í 3. sæti
Friðrik Olafsson tapaði í
gærkvöld fyrir danska
stórmeistaranum Bent
Larsen í lSog síðustu um-
ferð alþjóðlega skákmóts-
ins á Kanaríeyjum. Hinn
forystusauðurinn, Tukma-
kov tapaði einnig sinni
fyrstu og einu skák fyrir
ungverska stórmeistaran-
um Sax sem með þeim
sigri komst upp við hliðina
á Tukmakov í efsta sætið.
Larsen náði með sigrinum
i gærkvöld að hefna ófar-
anna stórkostlegu á al-
þjóðamótinu í febrúar en
þá vann Friðrik í aðeins 25
leikjum. Með jafntefli í
gær hefði Friðrik náð að
deila efsta sætinu með Sax
og Tukmakov. Ekki er enn
Ijóst hver úrslitin á
Kanaríeyjum verða en
Ijóst er að Friðrik er einn í
3. sæti. Larsen var í gær-
kvöld einn i 4. sæti en útlit
var fyrir að Mariotti,
Miles, Stean og Vesterinen
tækist að ná honum. Hvað
sem umferðinni í gærkvöld
liðurer frammistaða Frið-
riks í mótinu mjög góð og
þá sérstaklega þegar tillit
er tekið til þess að hann var
veikur í nokkrum síðustu
umferðunum.
Eínvfgið um íslandsmeistaratitilinn:
Hart barist í öll-
um skákunum
Eins og kunnugt er lauk
einvíginu um íslands-
meistaratitilinn milli
Hauks Angantýssonar og
Helga Ólafssonar síðast-
liðið f immtudagskvöld
með sigri Helga sem hlaut
2,5 gegn 0,5 vinningi
Hauks. Þar með hafði
Helgi tryggt sér titilinn (s-
landsmeistari í skák 1978 í
fyrsta sinn. í þessu einvígi
þó stutt væri gekk á ýmsu.
Haukur hafði hvítt í fyrstu
skákinni og fékk mjög
snemma mun betri stöðu
sem honum láðist þó að
notfæra sér, þannig að í
miðtaflinu náði Helgi
undirtökunum og vann
örugglega. 2. skákin var
geysilega spennandi og tví-
sýn. Helgi hafði yfirburða-
stöðu á tímabili en gerðist
of værukær þannig að
smáttog smátt tókst Hauki
að snúa taflinu sér í vil.
Munaði ekki nema hárs-
breidd að honum tækist að
knýja fram vinning en
varð að lokum að sætta sig
við skiptan hlut. 3ja og síð-
asta skákin var hinsvegar
einstefnuakstur frá upp-
hafi til enda. Helgi náði
snemma yfirtökunum og
herti að þar til yfir lauk.
Skák sú birtist hér á eftir:
3. skák
Hvitt: Haukur Angantýsson
Svart: Helgi Ólaisson
Katalan
1. d4-Rf6
2. c4-e6
3. g3-d5
4. Bg2
(Tiltölulega meinlaus byrjun eins
og reynslan og þessi skák sýnir.)
4. ...-dxc4
5. Da4+-Rbd7
6. Rf3-a6
7. Rc3-Bxe7
8. Dxc4
(Eftir þennan leik á svartur ekki i
neinum vandræðum með að jafna
taflið og ná jafnvel betri stöðu.
„Teórian” gefur upp 8.0-0 b5 9.
Rxb5 Rb6 10. Rxc7+ Kf8 11. Dc6
Hb8 með miklum flækjum sem
ómögulegt er að henda reiður á.)
8. ..- I T
9. Db3-Bb7
10. 0-0-C5!
(Svartur hefur þegar náð frum-
kvæðinu!)
11. Hdl?
(Ein aðalorsök fyrir erfiðleik-
um hvits. Betra var 11. dxc5 þó
svartur standi betur eftir 11- -
Rxc5 12. Dc2 b4 o.s.frv.)
11. ..-c4!
12. Dc2-b4
13. Rbl
(Undanhaldið er algjört.)
13. ..-Hc8
14. Rel-Db6
15. e4
(Ef til vill var 15. Bxb7 betra)
15. ...-0-0
16. h3-e5
17. d5
(Eða 17. Be3 exd4 18. Bxd4 De6,
eöa jafnvel 18. - Bc5, t.d. 19. Dxc4
Bxd4 20. Dxd4 dxd4 26. Hxd4 Hcl
með riflegu mótspili fyrir peðið.)
17. ...-Bc.5
18. Bf 1-Re8
(Skemmtilegur möguleiki var 18.-
Rxe4 sem ég hefði örugglega
reynt undir öðrum kringumstæð-
um.)
19. Bxc4-Bxf2+
20. Kxf2-Dxf2+
21. Kxf2-Hxc4
(Svartur stendur mun betur.
Hvitur á erfitt með að koma
mönnum sinum á framfæri auk
þess sem peðið á e4 er valt i
sessi.)
22. Rd2-Hc8
23. g4-Rd6
24. a3-Rc5
25. Ke3-b3!
26. Rd3
(Hvað annað?)
26. ...-Rxd3
27. Kxd3-a5!
(Annar möguleiki var 27. - Hc2,
en eftir 28. Rxb3 Hh2 29. Be3
heldur hvitur i horfinu.)
28. Rxb3-Hc4
(Hvitur er algerlega varnarlaus).
29. Be3-Ba6
30. Kd2-IIb8!
31. Rc5-Rxc4 +
32. Rxe4-Hxb2+
— Hvitur gafst upp. Eftir 33. Kd3
getur svartur valið um 6 mismun-
andi mát og eftir 33. Kel Hxe4 er
biskupinn á e3 tabú.