Þjóðviljinn - 20.05.1978, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. maí 1978
Lausar stöður
Kennarastööur viö Fjölbrautaskólann i Breiöholti I
Reykjavik eru lausar til umsóknar. Um er aö ræöa nokkr-
ar stööur I bóklegum og verklegum greinum, en kennsiu-
deildir skólans eru sem hér segir: tsienskudeild, deild
erlendra mála, stæröfræöideild, eölis-, efna- og náttiiru-
fræöideild, félagsgreinadeild, hússtjórnardeild, mynd- og
handmenntadeild, heilsugæsludeild, málmiönadeild, raf-
iönadeild, tréiönadeild, auk kennslu i Iþróttum og
tónmennt. Ekki eru horfur á aö ráönir veröi kennarar aö
öllum deildum, m.a. ekki i erlendum málum.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rlkisins.
Umsóknir meö upplýsingum um námsferil og störf skulu
hafa borist mennamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6,
Reykjavik, fyrir 15. júni n.k. Umsóknareyöublöö fást I
ráöuneytinu og I fræösluskrifstofu Reykjavlkur.
Menntamáiaráöuneytiö, 17. mai 1978.
Laus staða
Lektorsstaöa I bókasafnsfræöi viö félagsvisindadeild
Háskóla íslands er laus til umsóknar. Lektornum er eink-
um ætlaö aö kenna flokkun og/eöa skráningu.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rlkisins
Umsóknarfrestur er til 20. júni 1978.
Umsóknum skulu fylgja ýtarlegar upplýsingar um rit-
smiöar og rannsóknir svo og námsferil og störf og skulu
þær sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6,
Reykjavik.
Menntamálaráöuneytiö, 17. mai 1978.
Kennarar - Kennarar
Við grunnskólann á Akranesi vantar
kennara i eftirtaldar stöður frá 1. sept.
n.k.
a) Yfirkennara við Barnaskóla Akraness
b) íþróttakennara.
Umsóknarfrestur er til 20. júni n.k.
Skólanefnd Akraneskaupstaðar
íslenskir
aðalverktakar s/f
Keflavikurflugvelli
óska eftir að ráða:
1) Bifvélavirkja, vélvirkja eða menn vana
viðgerðum á bifreiðum og þungavinnu-
vélum.
2) Járniðnaðarmenn.
3) Blikksmiði.
Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar
á skrifstofu vorri, Lækjargötu 12 Reykja-
vik, þriðjudaginn 23. mai kl. 16—18.
Einnig alla vinnudaga á skrifstofu félags-
ins á Keflavikurflugvelli.
Tækjastjórar
Viljum ráða nokkra tækjastjóra. Upplýs-.
ingar á skrifstofu vorri, Lækjargötu 12
Reykjavik, mánudaginn22. mai kl. 15—17.
Einnig alla vinnudaga á skrifstofu félags-
ins á Keflavikurflugvelli.
íslenskir aðalverktakar s.f.
Keflavikurflugvelli
Greinargerd endurskoöunarnefndar almannatryggingalaga:
Um ,slysavarnir’ Guðrúnar Helga-
dóttur ogVilborgar Harðardóttur
Undir fyrirsögninni: „Stórslysi
foröaö” birtist i Þjóöviljanum
fimmtudaginn 11. þ.m. forsiöu-
viötal viö Guörúnu Helgadóttur
um þaö afrek hennar og Vilborg-
ar Haröardóttur, alþm., aö af-
stýra „ráöageröum stjórnar-
flokkanna” um aö „afnema allar
vinnuslysatryggingar i landinu”
(!). Þaö er látiö I veöri vaka aö
þessar skuggalegu ráöageröir
hafi miöaö aö þvi aö „losa at-
vinnurekendur viö aö greiöa
þessar tryggingar eins og þeir
gera nú og hafa alltaf gert” —
Meöal afleiöinga þess, að ráöa-
gerðirnar næöu fram aö ganga er
Guðrún borin fyrir þvi, t.d., að
örorka vegna vinnuslysa heföi
„aöeins verið bætt við 50% en
ekki 15% eins og nú er” (!) —
Það er meö hreinum ólikindum
aö ofanritað, og reyndar fleira i
viðtalinu, sé rétt eftir Guörúnu
haft, svo ósönn og full blekkinga
er þessi frásögn. En þar sem hún
hefir ekki séö ástæöu til aö bera
þetta til baka, veröa aörir nefnd-
armenn að gera þaö.
Hvernig var staðið að til-
lögunum?
Tillögurnar um endurskipu-
lagningu slysatrygginga voru
unnar af nefnd, sem skipuð var
fulltrúum allra stjórnmálaflokka,
auk nokkurra manna meö starfs-
reynslu á sviöi trygginga.
Fulltrúar stjórnarandstööu-
flokkanna voru:
Fyrir Alþýöubandaiagiö fyrst
Vilborg Haröardóttir, siöan Guö-
rún Helgadóttir.
Fyrir Alþýöuflokkinn fyrst
Kjartan Jóhannsson, siðan Bragi
Guömundsson.
Fyrir Samtök frjálsiyndra og
vinstri manna Steinunn Finn-
bogadóttir.
Nefndinhéltsinnfyrsta fund 16.
des. 1975 og lauk umfjöllun um
slysatryggingarnar með fundi 1.
marz 1977. Nú mætti ætla aö hörö
átök heföu veriö innan nefndar-
innar um þetta mál, en það var
þvert á móti. Allan þennan tima
heyröist ekki orð innan nefnd-
arinnar um slysiö stóra. Vilborg
Harðardóttir var jákvæö I mál-
inu. Guðrún Helgadóttir flutti
eina breytingartillögu á siöasta
fundinum, um þaö, aö dag-
peningaréttur skyldi hefjast viö
15 ára aldur I staö 17 ára. Tillagan
var samþykkt og ákveöiö aö
senda frumvarpiö, svo breytt, til
ráðuneytisins. —
Skömmu síöar skrifuðu Guörún
og Bragi Guömundsson ráöherra
og geröu fyrirvara um samþykki
sitt viö tillögurnar, án skilgreinar
á þeim fyrirvara. Fyrirvari B.G.
byggöist ekki á þeim atriðum
sem G.H. nefnir i viötalinu I Þjóö-
viljanum, heldur einvöröungu á
framkvæmda-atriöum. Þaöer þvi
einnig ósatt aö Bragi hafi staöið
aö „áliti minnihluta nefndar-
innar” um slysatryggingafrum-
varpið með Guörúnu. Hinsvegar
komu i nóv. 1977, þegar unniö var
aö athugun sjúkratryggingakafl-
ans, fram skriflegar athuga-
semdir frá Guörúnu um slysa-
tryggingatillögurnar, þar sem
m.a. sagði aö vel yröi aö vera á
veröi, hvort lög og kjarasamn-
ingar fylli upp það sem áætlaö er
aö falli niöur skv. frumvarpinu.
Leitað umsagnar ASi og
Farmanna- og fiski-
mannasambandsins.
Þegar I upphafi starfs sins
sendi nefndin öllum aöalsamtök-
um aöila vinnumarkaöarins,
þ.á m. ofangreindum sam-
böndum, skýrslu um könnun þá,
sem lá til grundvallar starfi
nefndarinnar. Könnunina haföi
gert Guöjón Hansen, trygginga-
fræöingur. Dró hann saman i
skýrslunni niöurstööur sinar og
setti fram ákveönar tillögur. I
bréfi nefndarinnar, sem dags. er
15. jan. 1976, segir m.a. svo:
„Aöur en endurskoðunarnefnd-
in tekur afstööu til tillagna
Guöjóns vill hún leita álits abila
vinnumarkaðarins um þær.
Hér meö er þvi send umrædd
greinargerð Guöjóns. Tillögur
hans er að finna á bls. 15 og
áfram.
I tillögunum er gert ráö fyrir
þvi aö atvinnurekendur beri
áfram i breyttu formi kostnaö
er I heild svari um þaö bil til
þess kostnaðar af slysa-
tryggingum, sem þeir hafa
borið til þessa....”
(leturbreyting.nú, vegna frá-
sagnar G.H.)
Engin svör bárust frá ASl,
þrátt fyrir Itrekanir, og ekki
heldur frá Farm. og
fiskim.sambandinu.
Voriö 1977, þegar aöilar vinnu-
markaöarins sátu aö samningum,
fékk viöræöuhópur sá, sem sér-
staklega fjallaöi um trygginga-
mál, i hendur upplýsingar um til-
lögurnar, sem þá voru komnar
fram i frumvarpsformi. Ekki
heldur þá komu fram nein viö-
brögö, svo nefndin vissvafhálfu
málsvara launþega. — Það er
ekki fyijr en i þinglok i vor, tveim
árum eftir aö tillögurnar voru
kynntar, sem andstaöa gegn þeim
kemur fram af hálfu launþega-
samtaka. Var þá ekki lengur timi
til aö ræöa eöa skýra þau atriöi,
sem ágreiningi ollu, og þvi mun
hafa veriö falliö frá lögfestingu
þeirra aö svo stöddu.
Hvað fólst þá í tillögun-
um?
Könnun Guðjóns Hansens haföi
beinst aö þvi hver sé raunveru-
legur munur á þeirri tryggingu,
sem menn njðta annars vegar
samkvæmt slysatryggingakafla
almannatryggingalaga og hins
vegar samkvæmt ákvæöum lif-
eyris- og sjúkratrygginganna.
Könnunin leiddi i ljós, aö þróun
tveggja siöarnefndu trygginga-
greinanna undanfarna áratugi
hefur aö mestu leyti jafnaö þann
mun sem áður var i þessu efni.
Niðurstaða varð þess vegna sú,
aö ekki þótti ástæða til aö halda
slysatryggingum áfram sem
sjálfstæöri tryggingagrein. I
þessu sambandi má einnig benda
á aö fjölmörg ákvæöi utan al-
mannatryggingalaga tryggja
launþegum bætur vegna vinnu-
slysa. Er hér um aö ræða ákvæöi
laga, reglugerða og kjarasamn-
inga um laun i slysaforföllum,
bótaákvæði sjúkrasjóöa og lif-
eyrissjóöa, ákvæði laga og kjara-
samninga um örorku- og dánar-
bætur og skaðabótaskyldu at-
vinnurekenda. í mörgum tilvik-
um er um aö ræöa tvi- eða jafnvel
þrítryggingu sömu áhættunar,
svo að spurning er ekki um bóta-
rétt, heldur hver skuli greiöa bæt-
urnar.
I frumvarpinu fólst eftirfar-
andi:
1. Lifeyris- og sjúkratryggingar
skyldu taka viö verkefni slysa-
trygginga. Tvær tegundir bóta,
sem greiddar eru sérstaklega
vegna vinnuslysa, skyldu hald-
ast óbreyttar og nefnast sér-
stakar slysabætur. Þessar
bótategundir eru: örorkubætur
á bilinu 15%- 50%, sem vissu-
lega áttu ekki aö falla niöur,
þótt þaö sé haft eftir G.H., og
dánarbætur til ekkju I formi 8
ára lifeyris.
2. Sjúkradagpeningar skyldu
hækka til jafns viö slysadag-
peninga og nokkur ákvæöi um
greiðslu sjúkrakostnaöar tekin
inn i sjúkratryggingakaflann.
3. t heild heföi samþykkt frum-
varpsins haft I för meö sér
Framhald á 18. siöu
rekið uppbofs síðan’64
Hef ekki
— segir Óðinn
Valdimarsson, sem
nú rýfur þögnina
og sendir frá
sér breiðskifu
Hinn góðkunni og gamalkunni
söngvari að norðan, óðinn Valdi-
marsson, sem söng hér um árið
vinsæl lög eins og Ctlagann, Ég er
kominn heim og Einsa kalda úr
Eyjunum, skýst nú skyndilega
fram á sjónarsviðið á ný og sendir
frá sér hljómpiötu með 12 lögum
sem hann söng á böllum fyrir
15—20 árum en aldrei inn á hljóm-
plötu. Þjóðviljinn hitti Óðin að
máii og spurði hverju þessi tiðindi
sætti.
— Ég hef eiginlega ekki rekiö
upp bofs siöan 1964 en þegar kom-
ið var aö máli viö mig og ég beö-
inn aö gera þetta stóöst ég ekki
freistinguna.
— Hvaöa lög eru þetta?
— Þetta eru lögin sem ég söng
á böllum meðan þaö var aöalstarf
mitt á árunum fyrir og eftir 1960
og voru þá ákaflega vinsæl. Þau
heita Blátt oni blátt, Vióletta, Já,
þvi ekki þaö, Oli rokkari, Erla
góöa Erla, Rokk calypsó I réttun-
um, Jón er farinn aö heiman, Allt
sem ég þrái, Döpur loga ljósin,
Óðinn með nýju breiösklfuna.
Umslag þess er hannaö af Hall-
grlmi Tryggvasyni (Ljósm.:Leif-
ur).
Lengi má sá leita, Bjössi, vinur
minn og Inga min.
— Ertu ánægöur meö útkom-
una?
— Ég haföi gaman af þvi aö
gera þetta og eftir öll þessi ár er
mesta furöa hvaö kom út úr
þessu.
— Þær eru býsna margar
hljómplöturnar þinar frá fyrri ár-
um?
— Já, ég veit ekki hvaö þær eru
margar en þetta er fysta breiö-
sklfan. Annars finnst mér leiöin-
legtaö hlusta á sjálfan mig á plöt-
um. Mér finnst ég alltaf geta gert
betur.
— Hvaö hefurðu veriö aö bar-
dúsa siöan þú hættir aö syngja?
— Hitt og þetta. Ég er prentari
og kokkur og núna er ég nemi i
pipulögnum. 15 ár var ég i Noregi
og á þvi tlmabili söng ég i 8 mán-
uöi á skemmtiferöaskipinu Oslo-
fjord meö norskum kvartett og
triói frá Sviþjóö. Tveimur mán-
uöum eftir að ég hætti á skipinu
sökk þaö i Karabiska hafinu. Þaö
var ekki mér aö kenna.
— Hverjir annast undirleik á
plötunni?
— Upptakan fór fram á Akur-
eyri undir verkstjórn Ingimars
Eydal og eru hljóðfæraleikarar
þaöan.
— Viltu segja eitthvaö aö lok-
um?
— Já, þaö væri ágætt ef þetta
viötal kæmi rétt fyrir kosningar.
— Ertu kannski vinstri maöur?
— Já, þaö máttu bóka.
—GFr