Þjóðviljinn - 20.05.1978, Blaðsíða 5
Laugardagur 20. mal 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
>S«. «
mmm*'
i .mi 1 J4
rj| a ii• ii i mmm
Þorbjörn Broddason, borgarfulltrúi:
Hvað þuria reykvískir
kjósendur að óttast?
Sjálfsagt geta menn oröiö
sammála um aB stjórn Eeykja-
vikurborgar gæti veriB lakari en
hún er nú. En þar meO er ekki
sagt aö hún sé góB. Þetta vita
fulltrúar hins áratuga gamla
meirihluta SjálfstæBisflokksins.
Þess vegna er sterkasta vopn
þeirra i þessum kosningum ekki
styrk stjórn borgarinnar heldur
ótti kjósenda viB breytingar.
Viö Alþýöubandalagsmenn
hljótum þvi aö spyrja þá reyk-
viska kjósendur, sem hugleiöa
að ljá Sjálfstæöisflokknurh fylgi
sitt I vor: Ottist þiB aö fela þvi
fólki, sem skipar lista minni-
hlutaflokkanna stjórn borgar-
innar?
A iistum minnihlutaflokkanna
er aB finna karla og konur, sem
þrautþekkja borgarkerfiö og
hafa margra ára reynslu af
samskiptum viö embættismenn
borgarinnar. Þar er einnig aö
finna nýtt fólk meö ferskar hug-
myndir.
Glundroðakenning Sjálf-
stæðisflokksmanna byggir á þvi
aö minnihlutaflokkarnir séu svo
sundraöir aö þeir geti ekki kom-
iö sér saman um nokkurn hlut.
Ekkert styöur þá skoöun. Full-
trúum þessara flokka sýnist
vissulega sitt hverjum um ýmis
mál, en þeir hafa margsýnt aö
þeir geta auöveldlega komiö sér
saman um þau mál, sem horfa
til hagsældar fyrir Reykvík-
inga.
Og ég vil spyrja: Halda menn
aö aldrei komi upp skoöana-
ágreiningur innan meirihlutans
sem nú situr?
Ég fullyröi aö þar koma upp
hin alvarlegustu ágreiningsefni.
Munurinn er hins vegar sá, aö i
þeim herbúöum eru málin rædd
i felum, afgreidd I felum, án
þess aö almenningur fái nokkurt
Þorbjörn Broddaion.
tækifæri til aö fylgjast meö þvl
sem fram fer.
Síöan þegar kemur aö borgar-
stjórnarfundi koma 9 hendur
skilvislega á loft i hvert sinn
sem merki er gefiö. Samstaöa
Sjálfstæöisflokksmanna i borg-
arstjórn er ekki vottur um ein-
hug og eindrægni, heldur er hún
vitnisburöur um aö þar situr
fólk sem lætur vel að stjórn. Og i
þvi efni er engra breytinga aö
vænta vegna þess aö ekki er eitt
einasta nýtt andlit aö finna I
þeim hópi, sem Sjálfstæöis-
flokkurinn getur meö góöu móti
búist viö aö koma aö i borgar-
stjórn. Slikur er árangur próf-
kjörsins margrómaða.
Minnihlutaflokkarnir eru ekki
sammála um alla hluti og munu
ekki veröa þaö. En viö höfum
sýnt aö heiöarlegur skoðana-
munur hindrar ekki endaniega
samstööu. Munurinn er sá, aö
viö finnum samstööu okkar fyr-
ir opnum tjöldum en ekki á lok-
uöum klikufundum kl. 3 eftir há-
degi á miðvikudögum.
Þeir, sem eru haldnir efa-
semdum um getu minnihluta-
flokkanna til ábyrgrar stjórnar
ættu aö kynna sér tillöguflutn-
ing Alþýðubandalagsins i borg-
arstjórn undanfarin 4 ár. Þar
má nefna tillögu um féi-
agslegar húsbyggingar, tillögu
um stórbætta starfsemi dag-'
vistarheimila, tillögu um vinnu-
miölun fatlaBra og rökstudda
andstöBu viB skammsýna og
ábyrgöarlausa stefnu Sjálf-
stæöisflokksins I skipulags-
málum.
Alþýöubandalagið telur sig
hafa mikilvægu hlutverki aö
gegna i borgarstjórn. Málsvar-
ar meirihlutans, hafa lýst þvi
yfir aö Alþýöubandalagið sé
höfuðandstæðingur Sjálfstæöis-
flokksins. Viö tökum heilshugar
undir þaö mat. Viö lýsum okkur
reiöubúna til þess aö hafa
forystu fyrjr nýjum meirihluta i
borgarstjórn. Fari svo aö meiri-
hluti vinstriflokkanna náist ekki
i þessari lotu, þá mun Alþýöu-
bandalagiö ekki liggja á liöi sinu
viö aö halda hálfrar aldar göml-
um meirihluta Sjálfstæöis-
flokksins viö efniö.
A hvorn veginn sem fer, væri
ómetanlegur styrkur I þvi aö
koma 4. manninum á lista
AlþýOubandalagsins i fast sæti i
borgarstjórn. ViBtæk reynsla og
þekking GuOrúnar Helgadóttur,
ekki sist á þeim sviBum sem
snerta litilmagnann i þjóöfél-
aginu, eru mannkostir sem full
þörf er aö efla I borgarstjórn
Reykjavikur.
A ðstoðarframkvœmda
stjóri Borgarspítalans
Jóhannes Pálmason lögfræö-
ingur sem starfaö hefur sem
skrifstofustjóri Borgarspitalans
frá aprfl 1972hefur veriö skipaöur
aöstoöarframkvæmdastjóri spit-
alans.
Jóhannes lauk prófi frá
Menntaskólanum á Akureyri
1964; cand. juris fra Háskóla ls -
lands ’71, stundaöi nám i sjúkra-
hússtjórn viö Nordiska
Hfllsovárdshögskolan I Gauta-
borg 1974-75.
Hann var fulltrúi Starfsmanna-
ráðs Borgarspitalans i stjórn
sjúkrastofnana Reykjavikur-
borgar frá janúar 1975. Jóhannes
er kvæntur Jóhönnu Arnadóttur
og eiga þau 3 dætur.
Jóhannes Pálmason
Emll Gllels í Háskólabíói
Rússneski pianósnillingurinn
Emil Gilels heldur tónleika i dag
kl. 2.30 i Háskólabiói. Tónleikar
þessir eru siöustu tónleikarnir
sem Tónlistarfélagiö heldur á
þessum starfsvetri, 1977-78.
A efnisskrá tónleikanna á laug-
ardaginn eru eftirtalinn verk: 4
lög fyrir píanó op. 32 eftir R.
Schumann, Sónata nr. 3 op. 28 i
c-moll eftir Prokofiev. Einnig
veröa fluttar 8 Visons Fugitiveve
op. 22 eftir Prokofiev og Preiúdía
I c-dúr op. 12. Eftir hlé
veröur : flutt Pólónesa i
c-moll op. 40 eftir Chopin og Sön-
ata nr. 3 i h-moll eftir Chopin.
Emil Grigorjewitsch GILELS
fæddist i Odessa,og var faðir hans
bókhaldari. Hann hóf nám i
pianóleik 5 ára gamall, áriö 1922.
Fyrsti kennari hans var Yakov
Tkach, sem var nemandi hins
fræga Raoul Pugno. Gilels hélt
fyrstu opinberu tónleika sina 13
ára gamall, og frammistaða
hanns varö til þess að hann fékk
inngöngu i tónlistarskólann i
Odessa. Kennari hans þar var
Berta Ringold, en hún var frá Vín
og hafði lært þar.
Ariö 1933, þá 17 ára gamall, tók
Gilels þátt i alþjóðakeppni i pia-
nóleik i Moskvu, sem fulltrúi fyrir
Úkrainu. Hann lék þrisvar sinn-
um, fékk fyrstu verölaun og gat
þar meö haldiö áfram námi.
Næstu 2 ár stundaði hanri nám hjá
hinum' þjóðkunna kennara i
Moskvu, Heinrich Neuhaus, sem
einnig kenndi Swjatoslaw
Richter, sem var einu ári eldri en
Gilels. Þá fékk Gilels kennara-
stöðu i Moskvu, sem geröi honum
kleift aö undirbúa alþjóöaferil
Framhald á bis. 18.
Emil Gileis
IGMS
oifími
eigendur athugið
Erum fluttir af Vesturgötu 11
AUSTURVÖLLUR
LANDSSIMA
HÚSIO
KIRKJUSTRÆTI
RAFIÐJAN 1 ÍALÞINGI
DÓMKIRKJAN
VERSLUNIN
Kírkjustræti 8, v/Austurvöll
VARAHLUTIR OG VIÐGERÐIR
Smiðjuvegi 10 Kópavogi, sími: 76611
RAFIÐJAN
--Geymið auglýsinguna-