Þjóðviljinn - 20.05.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.05.1978, Blaðsíða 9
Laugardagur 20. mal 1978 ÞJ6ÐVILJINN — SIÐA 9 „Aðlaðandi kona” merkir yfir- leitt snotran böggul af þeim eiginleikum, sem eftirsóttastir og vinsælastir eru á persónu- markaðinum — SU kona sem klæðir sig i há, mjúk leðurstig- vél,og teddy-bear frakka, hefur látið klippa sig skv. nýjustu Parisartisku hjá Per Knudsen, notar Rexona-spray, Cachet ilmvatn og Imperial Body Shampoo til að ilma vel, borðar Calcin sykúrlaust tyggigúmmi eftir hverja máltið svohún verði ekki andfúl, notar Tampax svo enginn sjái að hún er á túr, gengur með Feel smokka i tösk- unni ef hún er frjálslynd i kyn- ferðismálum og vill vera sexy, hlýtur að hafa hærra skiptagildi ámarkaðnum en sú sem gengur um i viðum rykfrakka frá i fyrra, bómullarbol með tómat- sósubletti i og þar að auki oftast nær með steikingarlykt hárinu af því að hún vinnur við að steikja franskar kartöflur og hefur ekki aðstöðu til að fara I bað daglega. Síðari grein c) Auglýsingar sem beint er til karla.Þökk sé mikilli auglýs- ingaherferð, þá eru karlmenn mun „betri” neytendur heldur en þeir voru fyrir tiu árum. Fram að þvi var markaðurinn fyrir karlmannaföt og snyrti- vörur ósköp stöðugur- karl- menn endurnýjuðu jakkafötin á nokkurra ára fresti og fengu stundum brúsa af Old Spice karlalykt frá konunum sinum i jólagjöf. — Nú hefur hins vegar ýmislegt unnist i fr jálslyndisátt. Rök auglýsinganna hafa sýnt körlum fram á að þeir séu alls ekkert „kvenlegir” þó þeir breyti um hárgreiðslu við og við, noti ilmvötn og þurfi oftar að endurnýja klæðaskápinn — þ.e. hlutgerving konunnar er óðum aö færast yfir á karlmanninn. — Það er verið að kennahonum að horfa á sjálfan sig: i fallegum fötum, velilm- andi, með nýja klippingu o.s.frv. Þar með fær hann hlut- deild i .Jcvenna-komplexun- um”róttanum við ellina („Livet begynder ved 40. Insær hvis De ser ud som var De 30”), við að missa kynþokkann, annað hvort vegna þess að þú ert púkalegur og hallærislegur eða v.þ.a. það erfýla (likamslykt) af þér. Nokkur dæmi um slikar karl- mannaauglýsingar má finna i blöðunum sem hér eru til um- fjöllunar, þó þær sé aöallega að finna I sérstökum karlablöðum, sem fram hafa komið á siðustu árum til að fylgja auglýsinga- herferðinnieftir. í BB(43) er auglýsing fyrir karlmannasápuna, IrishSpring. Myndin sýnir stæltan, brosandi karlmann á hestbaki, reiðandi fegurðardis fyrir aftan sig. Textinn staðhæfir að karl- maðurinn þurfi á vellyktandi hressingargjafa að halda m.a. kynþokkans vegna. En i þessum blöðum er algengara að höfðað sé til karl- manna i auglýsingum fyrir dýr- ari neysluvörur en sápur, þ.e. „almennilegar fjárfestingar” s.s. eins og frystikistu (Afd 124), sófasett (Afd 43) og sjónvarp (BB 11). Texti slðastnefndu auglýsingarinnar er lagður i munn nafngreindra hjóna á myndinni, sem hafa valið sér Philips litsjónvarpstæki. Þó textinn sé allur i 1. p.flt. (við), þá er greinilegt af myndinni hver er fyrirvinnan og átóritetið á heimilinu. Það er auðvitað pater familias sem situr gleið- gosalegur og sjálfumglaður fremst á myndinni, konan og börnin brosa litillát að baki hon- um. — Svipuð uppbygging er á auglýsingu fyrir Kellogg’s hveitiklið (Bb 6). 1 blöðunum kemur þannig fram greinilegur munur á aug- lýsingum sem höfða til karla annars vegar og kvenna hins vegar. Reynt er að höfða til kon- unnar fyrst og fremst sem kyn- veru, en einnig sem húsmóður (þvi hún sér jú um dagleg innkaup til heimilisins s.s. á mat og hreinlætisvörum). Nokkuð er um að höfðað sé til karlmannsins sem kynveru, en þó fyrst og fremst sem fyrir- vinnuog höfuðs f jölskyldunnar, þess sem tekur ákvarðanir um stærri fjárútlát. Auglýsingar, sem beint er jafnhliða tii beggja kynja, eru aðallega fyrir lúksus-varning eins og vín, tóbak, kaffi og sæl- gæti. — Þessar augl. eiga það flestar sameiginlegt að sýna glatt, fallegt og rikt fólk gæða sér á tilteknum vörum i fritfma sinum: annað hvort um helgar eða „after eight”, að loknum vinnudegi, sbr. piparmyntu- súkkulaðiauglýsinguna i Afd (10). Vinnudagur almennings verður sifellt lengri og leiðin- legri. Þvi hlakka allir til helgar- innar sem á að bæta upp til- gangsleysi virku daganna. Þá er timi til að borða góðan mat, drekka gott vin: hegða sér eins og almennilegur neytandi. — Þetta nota framleiðendurnir sér með þvi að sýna á auglýsingun- um fallegtfóik ifrii. Þá freistast hinn almenni neytandi e.t.v, til að trúa, að hann verði eins fallegur, hreinn og hamingju- samur og a.m.k. rikmannlegur (ef ekki rikur), neyti hann tiltekinnar vöru. Lokaorð: Hugmyndafræðileg innræting og heildarmarkmið vikublaðanna 1 viðtali við Jörgen Ranten, blaðamann við Rapport, i desemberhefti Samvirke ”77, segirhann að ef vikublöð eigi að skila gróða, verði þau að vera „samfundsbevarende”, varð- veita ástandið óskemmt. Hann kveðst áður hafa barist fyrir breyttum samfélagshátt- um i blaðamennsku sinni, en neyðst til að leggja hugsjónirn- ar á hilluna: „Við (blaðamennirnir) urðum að mæla með óbreyttri þjóðfé- lagsskipan ef við vildum halda vinnunni, þvi að vinnuveitand- inn var ekki á okkar máli. Svo við gerðum hvert samkomulag- ið á fætur öðru. En skitt með það. Við verðum að lifa lika.” Þessi orð blaðamannsins eru i fyllsta samræmi við heildar- áhrifin af lestri þessara blaða sem við höfum fjallað um. t þeim fer fram stórfelld innræt- ing þeirra viðhorfa sem stuðla að viðhaldi kapitalisks neyslu- þjóðfélags. Athygli og áhuga lesandans er stöðugt beint frá samfélaginu að einstaklingnum og einkalifinu. 1 stað þess aö hjálpa honum aö öðlast heillega mynd af samfélaginu og þeim öflum sem þvi stjórna, er til- veran brotin niður i ótal smáar einingar: kjarnafjölskyldur. Innan þeirra á að bæta úr öllu semaflagafer. Þá stuðla blöðin af alefli að varðveislu hefðbundinna kyn- hlutverka. Konur eru metnar fyrstog fremst eftir útliti sinu. Þeim er beint inn á heimilin og innrætt að hægt sé að kaupa sér nýjan persónuleika, ef þær eru ekki sáttar við þann gamla, lifs- fyllingu, ef hinn þröngi heimur þeirra verður ófullnægjandi. Þannigeruskapaðar alls kyns gerviþarfir sem allar stuðla aö aukinni neyslu. Neyslan verður siðan að eins konar staögengli lýðræðisins: frelsi til að velja úr öllum þeim fjölbreytta varningi sem á boðstólum er, kemur i stað frelsis til að ráða einhver ju um skipan þjóðfélagsins. Reykjavik. 14. janúar 1978, Jóhanna Sveinsdóttir Guðrún Bjartmarsdóttir. Beinar heimildir fyrir utan vikublöðinsex: „Söndags-B.T.” Rapport om en succes, Gyldendal 1971; Samvirke, 1. desember 1977; Maria Bergom-Larsson: „Kvinno- medvetanda” (Sth 1976) og tvær greinar byggðar á henni: „Þú ert svo sæt i...” (Þjóðv. 26. nóv. ’77) og „Aö selja draslið” (Þjóðv. 3. des. ’77). S.A. bjó til prentunar og þýddi tilvitnanir. V ortónleikar Sam- kórs Trésmiðafél. Samkór Trésmiðafélags sinum nú til hljómleika I annað Reykjavikur býður velunnurum sinn. Starfsemi kórsins hefur Ein af myndunum á sýningunni. Hún er tekin á tsafirði, Ljósmyndasýn- ing á ísafírði Félag áhugaljósmyndara stofnað þar Að undanförnu hefur staðið yfir ljósmyndasýning fjögurra Isfirðinga i kjallara Alþýðu- hússsins á Isafirði. Þetta eru þeir Leó Jóhannsson, sem er menntaður ljósmyndari, Jón Hermannsson, Hörður Krist- jánsson og Sverrir Jónsson. Ljósmynd irnar eru bæði i lit og svarthvitu og flestar teknar á Isafirði, myndir af mönnum aö störfum t.d. i fiski og við upp- skipun, myndir af trillum sem ► spegla sig i lognkyrrum pollin- um og endurspeglun i gljáfægð- um hraðsuðukatli, svo að eitt- hvað sé nefnt. Mikill áhugi er á ljósmyndun á ísafirði, og nýlega var þar haldinn stofnfundur Félags áhugaljósmyndara. Var þar mikill hugur i mönnum aö koma upp aðstöðu og tækjum til að framkalla og vinna myndir og auka fræðslu i meðferð mynda- véla og ljósmyndun. aukist mjög og eflst þessi sex ár sem kórinn hefur starfað. A þvi starfsári sem nú er að ljúka ber hæst af viðfangsefnum kórsins þátttöku i afmælishátið Landssambands blandaðra kóra i siðasta mánuði og svo vortónleika kórsins sem nú standa fyrir dyr- um. A tónleikunum verður fjöl- breytt efnisskrá, sem segja má að skiptist i þrjá meginkafla: I islensk kórlög II þjóðlög frá ýmsum löndum III útlend klassisk kórlög. Guðjón Böðvar Jónsson stjórn- ar kórnum eins og undanfarin ár og undirleikarar eru Agnes Löve pianóleikari og Jósef Magnússon flautuleikari. Vortónleikar kórsins veröa n.k. sunnudag 21. mai kl. 16.00 i Hamrahliðarskóla Myndlistaskólinn á Akureyri Vorsýning Vorsýningm Myndlista- skólans á Akureyri verður opnuð á tveimur stöðum i dag kl. 15, í húsnæði skóians að Glerárgötu 34 og I Galerie Háhól. A sýningunni eru hátt á þriðja hundrað verk nem- enda skólans sem voru ním- lega 120 i fjórum barnaflokk- um og fimm flokkum fullorð- inna. Kennd var teiknun og málun auk þess efnt til nám- skeiða i myndvefnaði, tau- þrykki, hnýtingu og hýbýla- prýði. Fjórir kennarar voru við skólann. Skólastjóri er Helgi Vilberg. Vorsýning Myndlistaskól- ans á Akureyri verður opin i dag og á morgun frá kl. 15 til 22. Sýning á verk- um Mary Bruce Sharon I dag verður opnuö i Menn- ingarstofnun Bandarikjanna að Neshaga 16 sýning á verk- um listakonunnar Mary Bruce Sharon. Hún er talin með betri „naivistum” sem fram hafa komið i Banda- rikjunum. Hún lést árið 1961, 83 ára að aldri, en hóf ekki listasköpun sina fyrr en hún stóð á sjötugu. Sýningin á verkum Mary Bruce Sharon verður opin tfl 9. júni frá 13 til 19 virka daga og 13 til 18 um helgar. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.