Þjóðviljinn - 21.05.1978, Síða 24

Þjóðviljinn - 21.05.1978, Síða 24
 4-' MÖÐVIUINN Sunnudagur 21. mai 1978 A&alsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tlma er hægt aö ná 1 blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum; Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, ótbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans i sima- skrá. Hvernig á að bæta úr húsnæðisþörf Al- þingis? Allir virðast sammála um að þurf i að reisa ný hús, eitt eða fleiri, en eru þó ekki á einu máli um hversu brýnt það verkef ni er. En hvar og hvernig eiga slik hús að vera? Eiga þau að rísa í miðbænum við gamla þinghúsið eða annars staðar í Reykjavík eða jafnvel á Þingvöllum? Eiga þingf undir að vera áf ram í gamla alþingishúsinu eða í nýju? Allar þessar spurningar hafa vaknað í umræðum um nýbyggingar Alþingis á síðustu misserum. Vorið 1977 fólu forsetar Alþingis húsa- meistara ríkisins að gera úttekt á byggingar- möguleikum þess á lóðum Alþingis á milli Kirkjustrætis og Vonarstrætis og hefur hann nú skilað vandaðri greinargerð með köflum um söguleg minnisatriði, úttekt á núverandi stöðu og þróunarmöguleika. Verður hér stiklað á stóru í greinargerð þessari sem er hið merkasta plagg og nýstárlegt í Reykjavík þar sem tekið er fullt tillit til gamalla hefða og mannlegs umhverfis. onm Loksins er gaumur gefinn að verndunarsjónarmiðum S5;:.' Hinn gamli miðbær haldi sínum sess Auk Haröar Bjarnasonar húsa- meistara og Garðars Halldórs- sonar yfirarkitekts hafa arkitekt- arnir Birgir Breiðdal, Guðlaugur Gauti Jónsson, Gunnar S. óskarsson, Jörundur Pálsson, Magnús K. Sigurjónsson og Sigurður Gislason unnið að til- lögugerðinni. 1 kafla um staðsetningu hússins segir m.a.: „Þótt nýir verslunarkjarnar og ný hverfi opinberrar stjórnsýslu risi innan höfuöborgar- svæðisins, þá er þó staðfastlega að þvi stefnt, að hinn gamli miðbær Reykjavikur haldi sinum sess, sem miðborg Islands um ókomin ár.” Þó að skipulag geri ráð fyrir framkvæmdasvæði ... 1 endurskoðuðu aðalskipulagi Reykjavikur frá 1977 er reiturinn milli Kirkjustrætis, Templara- sunds, Vonarstrætis og Tjarnar- götu, sem ráðgert er að hinar nýju þingbyggingar komi til með að standa á merktur sem sem „framkvæmdasvæði”. Borgar- yfirvöld gera þvi ekki ráð fyrir að gömlu húsin sem þar standa nú komi til með að standa áfram. Þess vegna er ákaflega ánægju- legt að húsameistaraembættið Ieggur á það talsverða áherslu ab þarna komi byggð lágra húsa sem falli að hinum gömlu húsum sem fyrir eru. Auk Alþingis sem á 6984 ferm á þessu svæöi á Borgarsjóður 1097 ferm og Oddfellowreglan 771 ferm. Þarna standa núna 8 hús fyrir utan gamla Alþingishúsið. Langstærst er Oddfellowhúsið og er fermetrafjöldi þess álika mikill og allt húsnæðið sem Al- þingi hefur nú yfir að ráða. Við hlið þess stendur Vonarstræti 8, vandað steinhús frá árinu 1915. önnur hús eru timburhús. Þau eru Kirkjustræti 8 frá árinu 1882, Kirkjustræti 8B frá 1905, Kirkju- stræti 10 frá 1879, Vonarstræti 12 frá 1908, Tjarnargata 3C frá 1880 og Tjarnargata 5A frá 1895. Alþingishúsið var reist 1880. Að þvi er best verður séð eru öll þessi hús heil, en misjafnlega viöhaldið. óhrjáleg bifreiðastæðis- eyðimörk 1 skýrslu húsameistara segir aö mestur hluti þessa svæbis sé nú óhrjáleg bifreiöastæðiseyðimörk með vanhirtum bakgörðum. Undantekning er sjálfur Alþingis- garðurinn sem er umlukinn stein- garöi og lóðirnar Kirkjustræti 12- 12B og Vonarstræti 8 sem snyrtar voru árið 1973 með grasi, runna- beðum og göngustlg. Segir i greinargerð arkitektanna að utan Alþingisgarðsins séu nokkur gömul tré sem beri að varðveita eftir þvi sem kostur er. Nefna þeir tré á horni Vonarstrætis og Templarasunds, 2 tré á lóð Vonarstrætis 8, tré fyrir framan Vonarstræti 12 og nokkra þyrpingu trjáa að baki húsanna nr. 8, 8A og 10A við Kirkjustræti. Núverandi byggingarþörf Al- þingis skv. áætlun skrifstofu- stjóra Alþingis og húsameistara AfitUmyiá *Us ivciUlu. Nýkygglagar (A-I) em týadar i þeim atMam aem hAiamebUraeaitottiA leggar kelat til að þcr verbi reistar. Mestur hluti svcbbins er nú óhrjileg bifreiðastcðiseyðimbrk, segir I greinargerðinni. Húsameistaraembættið leggur til að nýbyggingar Alþingis falli að eldri byggð í miðborg Reykjavíkur rikisins (gerðri 1966) er 9040 ferm en skv. skipulagsskilmálum er hámarksnýting á umræddu svæði 20.000 ferm. Um nokkra framtið verbur þvi ekki þörf á að nýta hámarksuppbyggingarmöguleika og af þeirri ástæðu og með tilliti til verndunarsjónarmiða er talið eðlilegt að nýbyggingar falli inn i þau skörð sem eru nú fyrir hendi. Viökvæmur staður i miðri höfuðborg landsins „Alþingishúsið liggur á við- kvæmum staö i miðri höfuðborg landsins og ber þvi margs að gæta við uppbyggingu á sllkum stað. Svæðið er hluti af kvos milli tveggja hæða (Þingholts og Grjótaþorps) og gerir af skipu- lagslegum sem af sögulegum ástæðum tilkall til fremur lág- vaxinnar byggðar”, segir I skýrslunni. Lóð Alþingis stóð áður á Tjarnarbakkanum og siðan Templarahúsið var rifið eru enn á ný órofin tengsl Alþingishússins við Tjörnina. Allt svæðið er tengi- liður milli Tjarnarinnar og miðborgar. Er hér átt viö tengsl fótgangandi, sem og sjóntengsl til suðurs yfir Tjörnina og Hljóm- skálagarðinn. Torg og garðar sem lengi hafa sett svip á bæinn liggja að svæðinu. Ber þar fyrst að nefna Áusturvöll, gamla Kirkjugarðinn i Aöalstræti og Kirkjutorg. 1 Reykjavik er fátt um torg sem notuð eru til annars en að liðka fyrir bifreiðaumferð (hringtorg). Meðal þeirra fáu torga fyrir fót- gangandi eru auk Lækjartorgs hin fyrrnefndu mikilvægust. A þessum torgum er gott skjól, einkum fyrir norðannæðingi á sólrikum dögum. Það sama gildir um austur- og vesturbakka Tjarnarinnar meðan t.d. Lækjar- gata er mjög opin fyrir veörum. Af þeim húsum sem gáfu Kvos- inni svip um aldamótin eru til- tölulega fá enn standandi á umræddu svæði. Flest hafa þau brunnið eða verið rifin til að rýmka fyrir nýrri húsum. Enn setja þó Dómkirkjan og Alþingis- húsið svip á svæðið og flest önnur hús I nágrenninu styðja þær byggingar með eðlilegúm stærð- arhlutföllum. Einkum er húsa- röðin við Kirkjustræti veigamikil i þessu sambandi. Auk þess er sú húsaröð snar þáttur I umhverfis- tengslum milli alþingissvæðisins og Grjótaþorps, sem hugmyndir eru uppi um að vernda. Lítill gaumur gefinn aö verndunarsiónarmiöum i Reykjavík þrátt fyrir al- menna vakningu 1 greinargerð húsameistara segir slðan: „A siðustu árum hefur mikið veriðfjallað um verndun gamalla húsa. Hér er ekki um sérislenskt fyrirbrigði að ræða, heldur hefur átt sér stað almenn vakning I þessum efnum um öll vesturlönd, eins og skýrt kom fram á ráð- stefnu I Amsterdam við lok „Hús- friðunarárs”. Nær sllk verndun ekki eingöngu til húsa, heldur til alls umhverfis mannsins. Við uppbyggingu Reykjavikur siðustu áratugi hefur verndunar- sjónarmiðum litill gaumur verið gefinn, og gömlu timburhúsin hafa horfið eitt af öðru, án þess að fólk geröi sér fulla grein fyrir hvert stefndi. öll eiga húsin sér litríka sögu Á athugunarsvæðinu standa nú auk Alþingishússins 7 hús, byggð á árunum 1879-1915, og Oddfellow- húsið byggt árið 1937. Það hlýtur þvl að vera einn af valkostum, þegar auka skal húsakost Alþingis, að nýta þessi hús að öllu eða einhverju leyti. Þótt ekki hafi fariö fram nákvæm úttekt á þessum húsum, með tilliti til breytinga á innréttingum eða kostnaðar við að endurhæfa þau, er þó ljóst, að það er tæknilega framkvæmanlegt. Oll eiga húsin sér litrlka sögu að baki, og nánast hvert hús er ágætt dæmi um vel byggt hús á þeim tíma, sem þau voru byggð á. Þannig er t.d. Vonarstræti 8 gott dæmi um byggingu úr steinsteypu við upphaf þess byggingarmáta á Islandi, og Vonarstræti 12 er dæmi um sértaklega vandað timburhús frá upphafi aldarinnar. Húsin nr. 8, 8b og 10 við Kirkjustræti mynda ásamt Alþingishúsi og Dómkirkju all sérstæöa húsaröð sunnan Austur- vallar. Þessa húsaröð mætti hugsanlega styrkja vestan við Kirkjustræti 8 með einu eða tveimur húsum frá sama tima- bili.” Nú er það Alþingis að taka ákvörðun 1 tillögugerð frá húsameistara er gert fyrir lágum byggingum sem fari hækkandi eftir þvi sem nær dregur Tjarnargötu (3-5 hæðir). Fyrstu áfangar riki meðfram Tjarnargötu og verði þar til húsa skrifstofuhald Alþingis og þingmannaaðstaða. Gefnir eru upp ýmsir valkostir og I þvl tilefni að gömlu húsin þyrftu að vikja yrði stefnt að þvi að flytja þau á aðrar lóðir t.d. i Grjótaþorpi. Bifreiðastæði og tengsl við gamla þinghúsiðyru neðanjarðar. Stefnt er að þvi að þingfundir verði áfram I gamla húsinu. Kaup á Oddfellowhúsinu fyrir starfsemi Alþingis er talin jákvæð. Eins og hér hefur komið fram má segja að hugmyndir hús- ameistaraembættisins um uppbyggingu á svæði Alþingis I miðborginni brjóti á vissan hátt blað i skipulagssögu Reykjavikur. Það svartnættis- sjónarmið sem tekur ekkert tillit til hefða og mannlegs umhverfis og gætt hefur um of hjá borgar- yfirvöldum Reykjavikur er látið víkja fyrir hugmyndum um að samræma gamalt og nýtt. Nú er það bara Alþingis að taka ákvöröun. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.