Þjóðviljinn - 09.06.1978, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 09.06.1978, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. júní 1978 Félagsstofnun stúdenta 10 t sturtuklefa á Gamla-Garði: Alla hreinlætisaðstööu þarf að endur- bæta. Ríkisvaldið hefur brugðist t andyri Hjónagarðanna við opnun þeirra Ides. sl. Félagsstofnun stúdenta boðaði til blaðamanna- fundar 3. júní sl. í tilefni þess, að tíu ár voru þá liðin frá því að stofnunin hóf starfsemi sína. Félags- stofnun stúdenta er sjálfseignarstofnun með sjálfstæðri fjárhags- ábyrgð. Aðild að stofnun- inni eiga menntamála- ráðuneytið, Háskóli Islands og allir skrásettir stúdentar innan hans. Hlutverk stof nunarinnar er að annast rekstur og bera ábyrgð á fyrirtækjum í þágu stúdenta og beita sér f yrir ef lingu þeirra. Jóhann G.' Scheving framkvæmdastjóri Félagsstofn- unar stúdenta kynnti á fundinum starfsemi þá sem stofnunin hefur með höndum,og einnig komu f jár- hagsvandræði Félagsstofnunar mjög til umræðu. Á tíu ára síarfsferli Félags- stofnunar hefur margt áunnist i þágu hagsmuna stúdenta. Stúdentaheimili við Hringbraut var byggt, en byrjað var á bygg- ingu þess 1969. Kaffistofum hefur verið fjölgað og Stúdentakjallar- inn innréttaður. Þar var áður matstofa stúdenta, sem fluttist Fjárveiting A lþingis orðin lœgri en hluti Félagsstofnunar i innritunargjöldum stúdenta siðan i nýja húsið. Starfsemi Bók- sölu stúdenta hefur aukist veru- lega og húsrými undir starfsemi hennar aukist mjög. Háskóla- fjölritun hefur eflst. Félagsstofn- unin rekur tvö barnaheimili i samvinnu við Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar. Þá er á döf- inni stofnun kennslubókaútgáfu Háskólans, og mun þar verða framhald á starfi sem Bóksala stúdenta hefur haft með höndum. Starfsfölk stofnunarinnar er um 40 manns, en um 30 bætast við yfir sumartimann vegna reksturs Hótels Garðs. Ríkisva Idiðhefur brugðist Framkvæmdastjórinn taldi að rikisvaldið hefði i raun brugðist þeim markmiðum sem höfð voru að leiðarljósi við stofnun Félags- stofnunar stúdenta, með þvi að halda stofnuninni i sliku fjársvelti sem gert hefur verið. T.d. vantar um 12 miljónir á þessu ári til að stofnunin geti staðið við allar greiðsluskuldir og veitt óbreytta þjónustu. Hins vegar standa vonir til, að framlög rikisins til Félags- stofnunar hækki á næstu árum. 36 miljónir i opinber gjöld Aætlað er að Félagsstofnun greiði rúmar 27 miljónir i sölu- skatt og alls tæpar 36 miljónir i gjöld til hins opinbera árið 1978. Framlag rikisins beint til stofn- unarinnar á fjárlögum 1978 er 14 miljónir króna, þannig að samkvæmt þessu mun stofnunin þurfa að greiða meira en helmingi hærri upphæð I opinber gjöld en nemur framlagi rikisins. Undanfarin 3 ár hefur stofnunin fengið um 30% af þeirri upphæð sem farið hefur verið fram á frá hinu opinbera, en i fyrra var farií fram á tæpar 63 miljónir, og fengust þá aðeins 19 miljónir alls. Jóhann G. Scheving sagði, að sl. vetur hefði stjórn Félagsstofn- unar ekki talið fært að öliu óbreyttu að halda stúdentr- görðunum opnum lengur. Var menntamálaráðherra þvi tilkynnt, að görðunum yrði lokað 1. febrúar. Eftir viðræður var fallist á að hefja framkvæmdir við viðgerð húsanna. Þær framkvæmdir eru nú i gangi, og Bilið milli þjóðartekna og kaupmáttar eykst 120 110 100 Þjóðartekjur Kaupmáttur 1972 1973 1974 1975 1976 1977 Efri linan sýnir þjóöartekjur á mann en neðri lfnan sýnir kaupmátt kauptaxta aiira iaunþega. Miðað er við 100 árið 1972. Af myndinni má ráða að árið 1977 voru þjóðartekjur á mann 11-12% hærri en 1972, en kaupmátturinn var að meðaltali um 7% minni. Myndritið hér til hliðar er tek- iðuppúr nýlegum Félagstiðind- um Starfsmannafélags rikis- stofnana og fylgir þar grein Björns Arnórssonar hag- fræðings um kjarabaráttuna. Björn dró myndritið eftir upp- lýsingum i Arsskýrslu Seðla- banka íslands sem kom út nú i vor. Þjóðartekjur á föstu verölagi og kaupmáttur kauptaxta eru i sjálfu sér ótengdar stærðir og geta hreyfst sitt i hvora áttina. Enhreyfingarnar segja sitt um hagstjórn i landinu og aöstöðu launþega til að öðlast hlut i heildar tekjumyndun þjóðar- búsins. A árunum 1972 til 1974 jukust bæði þjóðartekjur og kaupmátt- ur. Arið 1974 tók hægri stjórn að stýra þjóðarbúinu i stað vinstri stjórnar. Fóru þjóðartekjur þá niður á við og komust 1975 á svipað stig og þær höfðu verið 1972. Kaupmáttur hrapaði hins vegar langt niður fyrir það stig og hrapiö hélt áfram 1976. Kaupmáttur jókst með að- gerðum launþegasamtakanna á árinu 1977, en ekki til jafns viö aukningu þjóðartekna. —h Eldhúsin á Nýja Garði: Húsgögn- in komin til ára sinna og gólf skemmt. vonast stjórn Félagsstofnunar til að fá aukna fjárveitingu til þeirra. Húsin eru i mjög lélegu ásigkomulagi, og Heilbrigðis- eftirlitið og Eldvarnaeftirlitið höfðu margsinnis gert alvarlegar athugasemdir vegna ástandsins og krafist lagfæringa. Framkvæmdastjórinn taldi það mesta hagsmunamál stúdenta að koma þessum húsum aftur i gott horf og gera þá að mannabústöð- um á ný. Hann nefndi sem dæmi um ásigkomulag garðanna, að orðið hefði að rifa allt úr böðunum inn i múr á Gamla garði. Þar hefði allt verið ónýtt nema veggirnir sjálf- ir. Lauslega er áætlað að kostn- aður við að koma húsunum i sæmilegt horf verði 130 miljónir. Stúdentagarðarnir eru einu heimavistarhúsnæðin á landinu, sem þurfa að greiða fasteigna- skatt. Er þar um töluvert fjármagn að ræða, þvi fasteigna- skattur er um 4 miljónir á þessu ári, fyrir utan önnur fasteigna- gjöld. I lögum frá árinu 1972 um tekjustofna sveitarfélaga eru undanþáguákvæði vegna skóla- húsnæðis, og öll önnur sveitar- félög en Reykjavikurborg hafa túlkað þessi lög þannig, að heimavistarhúsnæöi falli undir skólahúsnæði. Fasteignaskattur í fyrsta sinn 1 fyrra fékkst ekki samþykkt að fella niður fasteignaskatt af hjónagörðunum og á þessu ári fékk Félagsstofnun stúdenta reikning fyrir fullum fasteigna- skatti á Stúdentaheimilið. Aldrei áður hefur verið lagður fasteignaskattur á garðana eða Stúdentaheimilið. Stofnunin fór fram á að borgin veitti fjárstyrk sem nemur þessum fasteigna- skatti, en ekkert svar hefur enn borist frá borgaryfirvöidum. Nýlega hafa verið auglýstar 12 ibúðir til leigu. á hjónagörðunum, og eru umsóknir þegar orðnar um 50, enda þótt umsóknarfrestur sé ekki útrunninn. Forráðamenn Félagsstofnunar töldu að miklir erfiðleikar'væru framundan með afborganir vegna hjónagarðanna. A þessu ári eru afborganir vegna hjónagarðanna um 20 miljónir. Aðeins f jögur sveitarfélög og tveir einstaklingar hafa lagt fram fé til byggingar hjónagarðanna, en til samanburðar má geta þess, að þegar garðarnir voru byggðir á sinum tfma, kom helmingur fjárins frá sveitarfélögum og einstaklingum. Félagsstofnunin greiðir mis- muninn á daggjöldum og rekstr- arkostnaði vegna barna stúdenta utan af landi. A sl. ári námu þess- ar greiöslur tæpum 6 miljónum króna. Stofnunin hefur farið þess á leit við viökomandi sveitar- félög, að þau taki þátt i kostn- aðinum við að greiða dag- heimilisvistina niður, en undir- tektir hafa verið dræmar. Af þessum sökum hefur orðið að útiloka þrjú sveitarfélög frá þess- ari þjónustu. Börn stúdenta utan Reykjavikur hafa oftast verið um 15% barna á vegum stúdenta á dagheimilum borgarinnar, en á siðasta ári næstum tvöfaldaðist fjöldi þessara barna. Félagsleg þjónusta Forráðamenn Félagsstofnunar sögðu, að beiðni um styrkveitingu lægi nú fyrir borgarstjórn og þeir sögðust að sjálfsögðu vonast til að einhver breyting verði á afstöðu borgarinnar til Félagsstofnunar stúdenta. Stofnunin leggði tals- vert af mörkum til samfélags- legrar þjónustu, t.d. með bygg- ingu 57 leiguibúða á hjónagörðun- um, sem er viðbót við hinn almenna húsnæðismarkað. Dagheimilin tvö létta lika á dag- heimilisplássum I borginni. Um 100 herbergi eru nýtt á Hótel Garði yfir sumarið, ásamt nokkr- um ibúðum á hjónagörðunum. Á fundinum kom fram, að fjár- hagsvandræði stofnunarinnar væru ekki jafn slæm og raun ber vitni, ef unnt hefði verið að halda' görðunum við með eðlilegum hætti. Ekkert fé hefði hins vegar fengist til þess fyrr en eftir að hótað var að loka húsunum. Fjármagnssveltið hafði einnig orsakað það, að reksturinn hafi orðið að ýmsu leyti óhagkvæmur, og hafi fjármagnskostnaður t.d. verið allt of mikill. Fjárveiting Alþingis lægri en innritunargjöld í greinargerð, sem fylgdi frum- varpinu um stofnun Félagsstofn- unar stúdenta fyrir tiu árum, sagði m.a.: „Gera verður ráð fyrir, að framlög rikissjóðs til félagsmálefna stúdenta fari hækkandi á næstu árum. 1 Noregi tiðkast t.d., að rikið leggi fram fé i hlutfalli við framlag stúdenta. Greiði hver stúdent 500 kr. þá greiðir rikissíóður 1.500 kr. á móti honum.” A fyrstu árum stofnunarinnar var framlag Alþingis i samræmi viö greinargerðina og ávallt tölu- vert hærra en hluti Félagsstofn- unar i innritunargjöldum stúdenta. Hin siðari ár hefur þetta hlutfall minnkað, og er nú svo komið, að hluti innritunar- gjaldanna er hærri en fjdrveiting Alþingis. Fjárveiting Alþingis 1978 var 14 miljónir, en heildar- fjárhæð innritunargjalda árið 1978 er 15 miljónir og 960 þúsund krónur. — eös.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.