Þjóðviljinn - 11.06.1978, Side 3

Þjóðviljinn - 11.06.1978, Side 3
Sunnudagur 11. júní 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 GUÐBERGUR BERGSSON: Hugleitt milli kosninga Þjóðir eru ýmsum hæfileikum gæddar, sem stjórnmálamenn skortir. Einn er sá, aö þær koma leiötogum sinum stööugt á óvart, en þeir þjóð sinni sjaldan eða aldrei, að minnsta kosti ekki al- þinginsmaöurinn; sá er höfuö- munur þjóöa og þjóöarleiötoga. Alþingismaðurinn er reyndar ekki stjórnmálamaöur i orösins fyllstu merkingu. Hann er maöur, sem samiö er um aö fari i fram- boö fyrir flokkinn. Og komist hann á þing, keppir hann þar um setur og nefndarstörf. Sjaldan brýtur hann heilann um eöli þjóö- ar sinnar, hugsun hennar, stjórn- mál, eöa menntir. Alþingismaö- urinn er hrædd, litlaus vera, sem dirfist ekki að brjóta neitt til mergjar i máli eöa hugsun, vegna riks ótta viö aö falla ekki kjósend- um i geð. Hann er jafn hræddur við skoðanir og frúin við kjafta- sögur. Helst litur út fyrir, aö islenskir stjórnmálamenn, og reyndar fleiri en þeir, hafi einslags inn- byggöan heimasmiöaöan ritskoö- ara við hugsunarganginn, svo sérhvert orö af vörum þeirra móðgi hvorki né vekji nokkurn mann. Dæmi um hnignun og andlega frú- arleikfimi stjórnmálamannsins eru hinar ófrjóu umræður hans um tunguna. Hann fjallar einung- is um form, stafsetninguna, en aldrei um hvaö er hugsaö á tungu landsins. Þetta er sist undarlegt, hann þræðir brautir vanans, fari hann ekki undan i flæmingi, eöa á flótta, og þá slær út i fyrir honum. Þaö gerir hann forvitnilegan, þá heyrist hiö dulda samhengi þankagangsins. Þetta skynj- ar stjórnmálamaöurinn óljóst. Hann er þess vegna jafn- an á verði, fremur gefinn fyrir aö leyna hugsun, en láta hana i ljós, og gripur til þras- áráttu og talna. Þánnig er hans vörn. Helsta vörn stjórnmála- mannsin gegn rannsakandi aug-"- um og eyrum almennings er grima, sem hann lætur á andlitiö i liki talna. Hann notar loöiö, margrætt tungutak, likt og vé- frétt, i launhelgum fjölmiölanna. í þeim er hann helst fyrir al- menningssjónum, eöa undir eftirliti þjóöarinnar. (Grim- an er ekki óáþekk vörn menntamanna, skálda og presta, sem gripa til upp- skrúfaös tungutaks, humms, ropa, hvás, eða fléttaðs stamsj þetta þótti fint og einkenni hefö- armanna á meöan landiö var ný- lenda.) Komi stjórnmálamaður- inn fram opinberlega, reynir hann fremur aö rugla dómgreind almennings en skerpa, uns þjóðin þreytist og hugurinn slævist. Svo virtist fyrir siöustu bæjar- stjónarkosningar, að þingmönn- um heföi tekist aö leika huga þjóöarinnar jafn grátt og rik- isstjórnir hafa leikiö krónuna, og langar aö leika stafsetninguna. Allt er rökrétt, en tiðum i leyndu samhengi' þaö á aö rugla þjóöina á öllum sviöum, einkum á sviðum efnahags og sálarlifs. Glundroöi og samsekt hefur veriö höfuöstefna stjórnarflokkanna. Þeim hefur tekist aö skapa þetta viöhorf til gjaldmiðils landsins: „Uss, krónan er einskis viröi.” Og kannski stefna þeir aö þvi, aö breytt verði um stafsetningu i hvert sinn sem krónan fellur. Þá fengist nóg fjölbreytni. Ruglingur á þessum meginsviðum mannlegs lifs, efnahags og tungu, getur meö timanum aöeins leitt til einræöis. Þegar glundroði, samskekt og glataö gildismat ná hámarki, er gripiö i taumana, þjóðlifið fellt i fast, óhagganlegt form. Þjóöir andvarpa þá léttar um stund, likt og barn, sem hefur flækst i sitt ruglaða taumleysi og óþægö, uns faðirinn kemur aftur á aga. Þá veröur barniö hlýöninni fegnast. Þetta sama á sér staö hjá þjóö- um, þegar þær gefast upp á sinu andlega og félagslega rótleysi. Stjórnmálamönnum hefur reynst auðveldar aö lækka gengi gjaldmiöils þjóöa en mat ein- staklingsins á sjálfsvirðingu sinni. Almenningur er ævinlega skapandi, misjafnlega mikið á hverjum tima, en hugarfar hans er sifellt leitandi og i mótun, þótt þaö viröist dotta. Þjóöir leysa vandamál sin i svefni og draumi engu siöur en maðurinn. Stjórn- málamaöur nútimans, þessi hálf- geröa niðurlæging i sölum þing- anna, er tiöast hnapphelda á hugsun almennings. tslenskir kjósendur hafa þó sýnt um stund, aö þeir eru talsvert upp úr leiö- togum sinum vaxnir. Þaö er einkenni lifsreynds manns, aö hann lætur fátt koma sér á óvart. Komi honum eitthvaö i opna skjöldu, bregst hann skjótt við hinu óvænta og gerir sér grein fyrir eöli þess og tilgangi á vits- munalegan hátt. Arangurinn af sigri vinstriaflanna i kosningun- um fer þess vegna algerlega eftir þvi, hvaö leiötogar þeirra veröa skjótir aö ráða fram úr marg- brotnum vilja kjósenda. Ef ákvöröun kjósenda er einvörö- ungu reist á óljósri óánægju, mót- mælum, ekki á traustri stjórn- málaskoöun, ber leiötogunum aö marka óánægjunni félagslegan og menningarlegan farveg, svo hún einskoröist ekki viö kaupgjalds- þras. Enda er ein afleiöing langrar stefnu stjórnarflokk- anna sifellt peningaþras á öllum sviöum islensks mannlifs — „þótt krónan sé einskis viröi”. En kannski einmitt vegna þess. Gildi leikhúsverks fer eftir sölu aö- göngumiöa. Námsval fer eftir væntanlegum námslánum, gildi málverkasýninga er miöaö viö sölu — „og seldist bókin þin vel?” eru skáldin spurð. Umræöur flestra landsmanna einkennast af alls herjar smákaupmannaþrasi. Viö endurreisn andlegs lifs i landinu, kemur aö sjálfsögöu til kasta menntamanna, andlegra leiötoga hverrar þjóöar, en islenskir menntamenn gefa ekki einu sinni út timarit, til aö koma á framfæri hugmyndum sinum um landsmál, menntir eöa þjóöfé- lagsmál. Og listir eru flestum lok- uö bók. Hvernig eru þeir þá búnir undir aömæta kröfum almúgans? Hin andlega stétt þjóöarinnar viröist ekki vera glaövakandi. Til merkis um, hvað úrslit kosning anna komu flatt upp á aöra en almenning, er nóg að nefna um- mæli nokkurra vinstrimanna i Morgunblaöinu 31. mai: Guömundur Þ. Jónsson, 5. borg- arfulltrúi Alþýöubandalagsins: „Enginn gerði sér vonir um aö G- listinnfengi fimm menn”. „Sigur G-listans i Rvik stærri en nokkurn grunaði”, segir Ragnar Arnaíds. „Reykvikingar létu veröa af þvi aö skipta um borgarstjórnar meirihluta.. annars hugar”, sagöi Magnús Torfi Ólafsson. Og úrslit- in komu stjórnarliöinu enn meir á óvart. Þaö missti næstum málið af undrun. Ummæli stjórnmálamannanna benda til fremur litilla tengsla við almenning. En hver maöur meö örlitiö pólitiskt lyktarskyn fann aö miklar breytingar lágu i loft- inu. Er þjóöin stjórnmálamönn- um næstum lokuð bók? Enginn pælir i henni, enginn reynir aö rekja hana sundur og skoöa klukkuverkiö. Sérhver sjálfskoö- un hefur reyndar veriö álitin hreinasta naflaskoöun, en hins vegar gón manna út i loftið viö- sýni, og fálm og hálfkák fjöl- breytni. I rauninni er hér á ferö- inni spéhræðsla og ótti, sem kenndur hefur verið við smáborg- ara og þorpsmennsku, rangt viö- horf til heilbrigðrar forvitni, skortur á visindaanda, hræösla við tilraunir og rannsóknir. Reynt er aö breiöa yfir allt, vegna samsektar eða bræöralags i óheiöarleika. Og færi einhver á Hagstofuna i leit að upplýsingum og heimildum, mundi sá liklega veröa fyrir ótal hindrunum, vegna „virðingar fyrir einkamál- um”. Litiö er á fjárglæframál sem persónuleg einkamál. En spyrði sá fróöleiksfúsi, hver svaf hjá hverjum um siðustu helgi, stæöi sist á svörum. Svo ruglaðir erum viö i viöhorfum okkar, að segöi einhver: islendingar eru drykkjumenn, risi hvert manns- barn upp til mótmæla, ekki vegna alhæfingarinnar, heldur vegna afbakaðrar þjóöerniskenndar. En segði sá sami: Jón er róni, mundu fjölmargir samþykkja, jafnvel þótt þaö væri ósatt. öllum væri samt eitt sameiginlegt, að álita sig vera einstaklingshyggju- mann, en ekki hópsál og af- sprengi baöstofumenningar. Fljótt á litiö, og af grunn- hyggju, bylta þjóöir og velta leiö- togum sinum af valdastóli „ann- ars hugar”, eöa af tilviljun. Til- viljun i hegöun þjóða er ævinlega ákveöin tilviljun, reist á duldum en staöföstum vilja, eins og þjóö- arviljinn er oftast. Sköpunarvilji þjóöa, einstaklinga og lista- manna, hefur yfirbragð annars hugar (hvaöa þjóðfélagsbylting eöa menningarólga hafa veriö þrælskipulagöar á úrslitastund og árangurinn oröiö samkvæmt áætlun?) og brýst úr i æöi, sem afturhaldshugsun, bæöi til hægri og vinstri, álitur vera hættulega geöbilun. Og er það vissulega, séö frá sjónarhóli stöönunarinn- ar. Afturhaldiö veit ekki, aö stjórn- málaflokkar, eöa hugmynda- kerfi, er sú flik, sem kjósendur, einstaklingar og þjóöfélög, fara ekki úr fyrr en hún er gatslitin. Flikin er svo þrællimd viö sálar- lifið og þjóöarlikamann, eftir langan klistring, aö úr henni kemst enginn nema i æðisham fagnaöar og sköpunar. En slik almenningsreiði er hvorki til i eðli islendinga né litilla eyþjóöa. íslendingar fleygðu þvi ekki af sér flik stjórnarflokkanna. Úr henni verður aöeins fariö með gætni og stöðugum vilja, þvi allir vita aö raunverulegt stjórnmála- vald er fleira en traustsyfirlýsing kjósenda. Kjósendur veittu flokk- unum fremur ráðningu en þeir fellduþá. Flokkar fella sig sjálfir, rotnunin kemur aö innan. Um langan aldur hafa sjálf- stæöismenn misskilið borgina „sina”. Þeir hafa misvirt fortiö hennar, hús hennar, garöa og um- hverfi, og misvirða framtiö henn- ar meö braski. Þeir vita ekki aö upp er runninn timi minninga og ástfósturs. Aöur vildu allir rifa fortiöina, þetta gamla „drasl”, likt og þeir fyrirveröu sig fyrir hana, nema i hástemmdu tali. Aldrei fór saman orö og æöi. Eldhús uröu þó einkum fyrir baröinu á umbótum manna, ein- mitt þegar konur lögðu á flótta frá búi og börnum út i frelsi fyrstihúsanna. A þessum timum settu menn sér skoöun til aö skipta um hana, rifu til aö byggja, og byggöu til aö rifa. En nú vill fólk minnast og festa rætur. A siöustu áratugum hefur Reykjavik, helsta vigi Sjálf- stæðisflokksins, veriö miöstöö fjármálaspillingar úrættaöra af- komenda gömlu hálfdönsku borg- arastéttarinnar og nýglæfra- manna, afkomenda braskara ný- rika fólksins úr styrjöldinni, en á hinn bóginn, eins og óhjákvæmi- lega gerist i sögunni, hefur borgin breyst i miöstöð mennta og lista, og eins konar býkúpulifs ýmissa tegunda frjálslyndra hálfvinstri- sinna. Þaðan mun vaxa hin raun- verulega innlenda borgarastétt, þegar fram liða timar, ævinlega Framhald á 22. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.