Þjóðviljinn - 11.06.1978, Page 11

Þjóðviljinn - 11.06.1978, Page 11
Sunnudagur 11. júni 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 * -m •* Kortsnoj gegn Karpov I ársbyrjun 1974 hófst áskorendakeppnin með þátttöku 8 stórmeistara. 3 þessara skákmanna komu úr mil lisvæðamótinu í Leníngrad, en það voru þeir Karpov, Kortsnoj og Byrne frá Bandaríkjunum. Úr mótinu í Brasilíu komu Mecking, Portisch og Polugajevskí, og tveir þeir síðustu voru svo Spasskí og Petrosjan, fórnarlömb heimsmeistarans Fisch- ers. Niðurröðun keppninn- ar gaf eftirfarandi niður- stöðu: Karpov — Polugajevski i Sovét- rikjunum Spasski — Bryne I Puerto Rico Kortsnoj — Mecking i Bandarikj- unum Petrosjan — Portisch á Spáni Meö einvigunum var fylgst með mikilli eftirvæntingu en þegar upp var staöið var vart hægt að segja að úrslitin hafi komiö á óvart. Spasski vann Byrne 3:0 (4 1/2 3 11/2, jafntefli voru ekki talin með(, Karpov vann Polugajevski ámóta auðveldlega 3:0 (5 1/2 : 2 • Frá upphafi einvigis Kortsnojs og Karpovs 1974 um réttinn til að skora á hcimsmeistarann Fischer. Jafnvel þessi saklausa keppni reyndi gifurlega á þolrifin hjá Kortsnoj, þvi að aðalþjálfari so- véska liðsins var Efim Geller, en hann var jafnframt leynilegur að- stoðarmaður Karpovs. Þarf ekki að orðlengja að návist Gellers hafði skaðleg áhrif á allan byrj- anaundirbúning hans. En i lok september hófst svo einvigið. t fyrstu skákinni lenti Karpov snemma i ógöngum og á einum stað a.m.k. var staöan hans örugglega töpuð. Um siðir endaði þó skákin með jafntefli. Og svo kom 2. skák.... 2. einvígisskák Hvitt: Anatoly Karpov Svart: Viktor Kortsnoj Sikileyjarvörn (Drekaafbrigðið) 1. e4-c5 (Upphafsleikurinn i Sikileyjar- vörninni. Eftir þessa skák endur- tók Kortsnoj hana aldrei, en hélt sig yfirhöfuð við franska vörn.) 2. Rf3-d6 4. Rxd4-Rf6 3. d4-cxd4 5. Rc3-g6 (Polugajevski beitti ætið Naj- dorf-afbrigðinu (5. — a6) gegn Karpov en hafði ekki erindi sem erfiði. Spasski á hinn bóginn not- aðist við Scheveningen ( vörnina 5. — e6. Drekaafbrigðið er eitt flóknasta og hættulegasta vopn sem svartur á völ á.) 6. Be3 (Nú i seinni tið hefur Karpov leikiö 6. Be2 ásamt stuttri hrókun, sjá aths. við 16 leik svarts.) 6. ..-Bg7 7. f3 (Rauzer — afbrigðið svokall- aða.) 7. ..-Rc6 9. Bc4 8. Dd2-0-0 (Nú er mikið i tisku að leika 9. 0-0-0 en þá á svartur kost á fram- Framhald á 22. siðu. 1/2), Kortsnoj Mecking 3:1 (7 1/2 : 5 1/2 ) og Petrosjan Portisch 3:2 (7 : 6) 1 næstu umferð tefldi Karpov við Spasski i Leningrad og Kortsnoj við Petrosjan i Odessa. Fyrirfram var heimsmeistur- unum, þeim Spasski og Petrosjan spáð sigri þó að búist væri viö jafnri keppni. En margt fer öðruvisi en ætlað er þvi Karpov lék sér að Spasski og vann 4:1 borðinu, augnatillit hans væri truflandi og þar fram eftir götun- um. Ekki var hin gifurlega spenna til að bæta úr skák, og þegar tefldar höfðu verið 5 skákir og staðan 3:1 (3 1/2 : 1 1/2) Kortsnoj i hag gafst Petrosjan upp. Hann kvaðst vera veikur auk þess að vera búinn að fá yfrið nóg af greppitrýninu andstæðingi sin- um. Svo ekki varð lengra haldið. (7:4) eftir að hafa tapað fyrstu skákinni. í einvigi Kortsnojs og Petrosjans i Odessa gerðist margt, ekki sist utan skákborðs- ins. Lengi hafði verið grunnt á þvi góða milli þeirra en nú sauð allt uppúr. Strax i fyrstu skákinni kvartaði Kortsnoj undan allskyns klækjabrögðum Petrosjan, fætur hans væru á fleygiferð undir Aöur en einvigi Karpovs og Kort- snoj hófst tefldu þeir báöir í so- véska landsliðinu á Olympiumót- inu I Nizza, Frakklandi. Karpov tefldi á 1. borði og hlaut að sjálf- sögðu besta árangurinn með 12 vinninga af 14 mögulegum. Kort- snoj sem tefldi á 2. borði var ekki eins fengsæll og hlaut 11 1/2 vinn- ing af 15 mögulegum. 6. ÞÁTTUR Gtænland Ferö til Grænlands - þó stutt sé - er engu lík. í Grænlandi er stórkostleg náttúrufegurö og sér- kennilegt mannlíf, þar er aö finna hvor tveggja í senn nútíma þjóðfélag eins og viö þekkjum það - og samfélagshætti löngu liöins tíma. Stórskemmtilegar feröir sérstaklega fyrir fjölskyldur - starfshópa og félagasamtök. Spyrjiö sölufólk okkar, umboösmenn.eóa ferðaskrifstofurnar um nánari upplýsingar. Færeijjar Það sem gerir Færeyjaferð að ævintýri er hin mikla náttúrufegurð, ásamt margbreytilegum möguleikum á skemmti- og skoöunarferðum um eyjarnar, og síöast en ekki síst hið vingjarnlega viðmót fólksins. Ef þú ert einhvers staðar velkominn erlendis - þá er það í Færeyjum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.