Þjóðviljinn - 11.06.1978, Page 13
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. júnl 1978
Sunnudagur 11. júnl 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 ,
Myndir: Leifur
Texti: GFr
Reykvíkingar hafa sýnt
sögu Reykjavíkur, sem
víöa má enn lesa í borgar-
landinu, f ullkomið tómlæti.
Hér og hvar má finna
minjar og örnefni, jafnvel
aftan úr miðöldum, sem
ekkert er hirt um. Almenn-
ingur er fáf róður i þessum
ef num,því að f átt er gert til
-að fræða hann og vekja
áhuga hans. í hitteðfyrra
var t.d. farið með spreng-
ingum og jarðýtum um
fjörur í örfirisey. Engin
aðgát var höfð þó að þar
væru 200 ára gamlar áletr-
anir, einu sýnilegu merkin
um Hólmskaupstað þar
sem verslunin var áður en
hún var flutt inn til
Reykjavíkur. Það var f yrir
hreina tilviljun að vakandi
augu tóku eftir þessum
ósköpum og gátu stöðvað
framkvæmdir um stund
meðan þvi var bjargað
sem bjargað varð. Þar
voru þó unnin óbætanleg
spellvirki. Hér er ætlunin
að vekja athygli Reykvík-
inga á öðrum sögustað f
Bærínn Stóra-Sel er Hklega elsti steinbær I Reykjavik. Hann var reistur 1866 eOa 1867.
Þar hafði Ingólfur
Vesturbænum sem enginn
sómi hef ur verið sýndur þó
að allt bendi til að þar haf i
fyrsti bóndinn í Reykjavík
og reyndar á öllu íslandi,
Ingólfur Arnarson, haft í
seli. Þetta er Stóra-Sel við
Holtsgötu 41b,sem áður hét
einungis Sel. Þar bjuggu
um aldir sjósóknarar,
bændur og jafnvel prestar
og reru úr Selsvör.
Verður tæpast fyrir
augum vegfarenda
Stóra-Sel verður tæpast fyrir
augum vegfarenda, nema þa af
tilviljun. Þó að húsið tilheyri
Holtsgötu sést það ekki frá göt-
unni. Voldugar blokkir byrgja Ut-
sýn til þess. Ef þú átt hins vegar
leið um Ánanaust opnast mjótt
sund skammt sunnan við gatna-
mót þeirra við Holtsgötuna og á
hraðferð i bil má sjá tvær hvitar
burstir i' einni sjónhendingu en
svo eru þærhorfnar.Sundið sjálft
er ekki frýnilegt með verksmiðju-
veggi á báðar hliðar.
Farir þú hins vegar þarna inn á
milli ertu skyndilega kominn i
snertingu við horfið fólk sem háði
hér öldum saman lifsbaráttu sína
við særok og óblið kjör. Þarna er
nefnilega ótrúlega friðsælt, og
kunnirðu að lesa sögu af húsum,
umhverfi og mold andar allt af
henni i þessari kyndugu vin milli
stórhýsa.
Fyrst getið árið 1367
Sels er fyrst getið i máldagabók
Oddgeirs Skálholtsbiskups árið
1367 og er þe§s þar getið að Jóns
kirkja postula i Vik eigi landið að
Selí og 12 kýr. Þá þegar er Sel
Veggirnir eru góðir 50 sentimetrar, segir Halldór S. Stefánsson, er
hann bregður tommustokk á einn þeirra.
órðin sérstök jörð, en kirkjan i
Reykjavik þykir fátæk að eiga
ekki fleiri og betri eignir. Jörðin
er metin til 10 hundraða.
En hvernig stendur á nafninu?
ólafur Lárusson prófessor hafði
um það að segja i einum af sinum
lærðu ritgerðum:
„Þaðsýnir, að þar hefir i fyrstu
verið haft i seli frá öðrum bæ, og
varla getur leikið vafi á þvi, hyer
sá bær hefir verið. Selið hefir ver-
ið frá Reykjavik.
Sel er svo nærri bæjum að
mjólkin er borin heim eftir hverj-
ar mjaltir. Bændur i Vik hafa haft
i selstöðu þar sem bærinn i Seli
stóð siðar. Fénaðinum hefir þá
veriðhaldið tii beitar þar vestur á
mýrar”.
Siðan sýnir Ólafur prófessor
fram á þaðað oft hafi verið haft i
seli svo stutt frá heimabæ bæði
hér og i Noregi.
Undir ægishjálmi
Bessastaðamanna
Ekki hefur jörðin Sel verið
kostamikil a.m.k. þegar á leið.og
á dögum einokunar og einveldis
hvildu þungar kvaðir á henni eins
og mörgum öðrum i næsta
nágrenni við vald danskra
embættismanna á Bessastöðum.
I jarðabók Arna Magnússonar
og Páls Vidalins kemur þetta
glöggt i ljós. Þá er bóndi þar
leiguliði kirkjunnar i Reykjavik
og leigan 2 kúgildi sem borgist i
smjöri heim i Vik. Landskuld eru
2 álnir og borgist hún i 5 vættum
fiska til heimabóndans i Vik.
Kvaðir eru mannskapur um ver-
tið, dagsláttur einn og styrkur til
flutninga þá Bessastaðamenn
kalla. Einnig frá Bessastaða-
mönnum skipaferðir eineða þrjár
á ári, lengra eða skemmra eftir
þvi sem þeir hafa kallað og fæðir
bóndinn sjálfur. Þá er ein kvöð
sem aldrei var áður, segir i jarða-
bókinni. Þaðer heyhestur einn til
fálkanna, heimtur alls þrisvar,
siðan fálkar sigldu i Hólmi. Hér
er vikið að hinum eftirsóttu is-
lensku fálkum sem kóngur sjálf-
ur flutti út og minnir á annað
örnefni á Seltjarnarnesi hinu
forna, nefnilega Valhúsahæfysem
dregur nafn sitt af valhúsi sem
þar stóð meðan þessi Utflutningur
stóðsem hæst. Liklega hefur hey-
hesturinn átt að flytja fálka úr
þessu húsi og til skips i Hólmin-
um.
Þegar jarðabókin er gerð i upp-
hafi 18. aldar vorufjórar kindur i
Seli, ein kýr, fjögur lömb, 2 hestar
og einn foli veturgamall.
önnur gæði þessarar jarðar eru
fri torfrista, stunga og móskurður
i Vikurlandi, nokkur rekavon,
hrognkelsaf jara nokkur,
skelfiskafjara nægileg i Vikur-
landi, en túnunum grandar sjór
árlega og engjar eru mjög litlar.
Úthagar eru engir nema i óskiptu
Vikurlandi og þó mjög hættir.
Vatnsból þrýtur stundum, bæði
sumar og vetur.
Selvör fornt
mannvirki sem
hefur verið eyðilagt
Heimræði er árið um kring og
lending sæmileg, segir i jarða-
bókinni, og er þar átt við hina
fornfrægu Selsvör. Um hana er nú
Þegar ekin eru Ananaust sést bærinn sem snöggvast Inni I sundi.
Sagt frá Stóra-Seli við Holtsgötu og Selvör
Málverk Þórarins B. Þorlðkssonar af Stóra-Seli árið 1904.
Þá var umhverfi þess með öðru móti en nú er.Málverkið er ieigu
Sigurðar H • Egilssonar stórkaupmanns.
Búið er að fylla að miklu leyti upp I hina merku Selsvör og sér hennar nú Htil merki.
litið hirtog búið að fylla upp I efri
hluta hennar. A stórstraumsfjöru
sér þö greinilega til hennar og
verður þá ljóst að þar hefur verið
rutt björgum til hliðar til að gera
hana betri og öruggari. Pétur
Hoffmann Salómonsson reri sið-
astur úr Selsvör og telur hann vist
að Reykjavikurbændur, allt frá
Ingólfi Arnarsyni, hafi kosiö að
fara sjávqrgötu þangað fremur
en að róa til fiskjar frá Vik og út
fyrir Orfirisey. Það er gömul og
ný saga að það munar um hvert
áratog.
Sr. Sivertesen í Seli
Eftir að Sel varð sérstök jörð
einhvern tima á fyrstu öldum
byggðar komst hún i eigu kirkj-
unnar i Reykjavik, eins og fyrr
segir, og var það allt fram yfir
miðja 19. öld. 1 gerð frá 1787 segir
að Selsjörðin liggi milli Hliðar-
húsa og Eiðis.
Einn Reykjavikurpresta, Brynj-
ólfur Sigurðsson, sem kallaði sig
rQ'ndar Sivertsen, bjó i Seli. Það
var áárunum 1797-1814. Brynjólf-
ur þótti enginn sérlegur lærdóms-
maður né skörungur og var lika
próflaus. Hann var ekki i áliti hjá
dönskum kaupmönnum i Reykja-
vik og sótti þvi i burt að lokum.
Bretinn Mackenzie kom til ls-
lands 1810 og skrifaði bók um ferð
sina. M .a. kom hann til prestsins i
Seli og lýsir komu sinni þannig:
„Presturinn mætti okkur við
dyrnar á kofaræf li og leiddi okkur
gegnum löng, dimm og skitug
göng, þakin alls konar búshlut-
um, og fram hjá manni, sem var
að berja harðfisk, inn i dimmt
herbergi. Það var svefnherbergi
fjölskyldunnar og hið besta á
bænum. Þakið var svo lágt, að
maður gat varla staðið uppréttur,
og þar var tæplega pláss fyrir
nokkurnhlut nema húsgögnin, en
þau voru þessi: rúm, klukka, litil
kommóða og glerskápur”.
Þannig hefur fátækt löngum
fylgt ábúendum þessarar jarðar,
jafnvel þótt prestar væru.
Tómthúsum fjölgar
á Selsjörð
Arið 1786 fékk Reykjavik kaup-
staðarréttindi og tekur þá að
fjöiga tómthúsum á landi hennar.
Ariö 1835 voru landamerki kaup-
staðarins færð út þannig að þau
náðu yfir Selsjörðina. Fjórtán ár-
um seinnaer Sel ásamt Bráðræði
metið á 25,2 hundraða, ogum 1860
seldi dómkirkjan i Reykjavik
jörðina fyrir 1500 rikisdali. Kaup-
andi var Magnús Jónsson bóndi i
Austurhlið. Þá var mjög farið að
fjölga I landi Sels. Þar var gras-
býliðLitlasel, tómthúsin Lágholt,
Háholt, Steinar, Pálsbær, Steins-
holt með ræktuðum túnbletti,
Selsholt, Þorgrimsstaðir með
ræktuðum túnbletti, Hlið og
Brekka.
Með úlkomu Litla-Sels var
farið að kalla Sel Stóra-Sel og
seinna bættust við Mið-Sel, Jór-
unnar-Sel og Ivars-Sel. Seljaveg-
ur er kenndur við þessa bæi.
Steinbærinn reistur
1866 eða’67
Annaðhvort árið 1866 eða 1867
var reistur steinbær sá sem enn
stendur og eru likur til þess að
hann sé elstur allra steinbæja i
Reykjavik. Ekki hefur sá sem
þetta skrifar haft tök á að kynna
sér hver reisti bæinn og hverjir
áttu hann. 1 nokkra áratugi fyrir
og eftir aldamót bjó þar þekktur
sjósóknari sem hét Sveinn Ingi-
mundarson og er hann titlaður
land- og sjávarbóndi i manntali
1870 og voru þá 8 manns i bænum.
Sveinn hefur verið vel bjargálna
og jafnvel rikur þvi hann heldur
bæði vinnumenn og vinnukonur.
Um aldamótin eru fjórar fjöl-
skyldur að Stóra-Seli eða um 20
manns. Nú búa þrjár manneskjur
i bænum.
^Yív&rsverir veggir
og bitar í loftum
Blaðamann Þjóöviljans bar að
garði einn góðan veðurdag og
hitti þar fyrir Halldór S. Stefáns-
son, sem á helming Sels ásamt
konu sinni Hjálmfriði Þórðar-
dóttur. Hann var uppi á þaki að
dytta þar að.ensýndi blaðamann-
inum fúslega húsakynni. Veggir
hússins eru nær álnarsverir og
inni er þröngt og vinalegt, bitar I
loftum og brattur stigi upp á loft.
Þau hjón kunnavel aðmetaþetta
gamla hús, elsta Steinbæ i
Reykjavik sem stendur að öllum
likindum á sama stað og sel
Ingólfs. Þau hafa kynnt sér nokk-
uðsögu hússins og jarðarinnar og
eru greinilega hreykin af þessari
eign sinni. Þau mega lika vera
það.
—GFr
-1