Þjóðviljinn - 11.06.1978, Síða 15

Þjóðviljinn - 11.06.1978, Síða 15
Sunnaidagur 11. jdni 1978 1>JÖÐVILJINN — SIÐA 15 Listahátíð á mánudag: Flaututónleikar Mánudaginn 12. júni halda þau Manuela Wiesler og Julian Daw- son-Lyell flaututónleika i Iðnó. Tónleikarnir hef jast kl. 20.00. Á efnis- skránni verður eingöngu flaututónlist frá tutt- ugstu öld. Efnisskráin gefur sýnishorn af bestu og frægustu flautuverkum siöustu fjögurra áratuga. A fyrri hluta tónleikanna eru: Ballada eftir svisslendinginn Frank Martin, Le Merle Noir (svarti þrösturinn) eftir Olivier Messiæn — einskonar fuglatónlist —, Sequenza 1 eftir italska tónskáld- ið Luciano Berio — verk, sem olli byltingu i flaututækni á sinum tima, og Chant de Lions eftir André Jolivet, harmsöngur um látinn ástvin i forngriskum stil. Eftir hlé leika þau Manuela og Julian Sónatinu eftir Pierre Eloulez, mjög þétt unnin tónsmiö og verður það i fyrsta sinn sem þetta mikla verk heyrist hér á landi. Efnisskráin endar á tveim nýlegum islenskum verkum: Calais (1976) eftir Þorkel Sigur- björnsson — fiskar og önnur sjávardýr láta lokka sig upp úr sjónum af flautuleikaranum — og Xanties (Næturfiðrildi) eftir Atla Heimi Sveinsson, samið 1975 — tónlist með orðum sem lýsir Prancton-steinprent eftir Alexander Calder. Hann er frægastur fyrir svifskúlptúra sina, en var mjög fjölhæfur listamaður sem m.a. hannaði leikföng, skartgripi og veggteppi. Frönsk veflist og grafík íBogasal 1 Bogasal Þjóðminjasafns fer fram á vegum Listahátiðar sýn- ing á franskri veflist og grafik, Þetta er farandsýning, sem hing- að er komin fyrir milligöngu franska sendiráðsins. A henni eru 43 verk cftir 26 listamenn. 1 sýningarskrá segir á þá leið að siöari áratugi hafi vaknað til nýs lifs áhugi manna á möguleik- um veflistar sem i verki hefur þýtt að dregið hefur úr þeim mun sem menn áður gerðu sér á vegg- teppum og ýmsum öðrum grein- um myndlista. Um sýninguna segir að reynt sé aö ,, setja saman hógvært yfirlit yfir ýmsar teg- undir veflistar, með þvi að tefla saman viðurkenndum listamönn- um og svo þeim yngri og litt þekktari. Þeir koma úr mörgum greinum: Málaralist, högg- myndalist, grafik og jafnvel byggingalist, og allir fylla þeir upp I ákveðna mynd af þróun vef- listar og flestir lita þeir björtum augum til framtiðarinnar.” næturstemmningu i ný-impressionistiskum stil Manuela Wieslerer fædd 1955 i Brasiliu. Hún er af austurrisku bergi brotin,en hefur verið búsett á Islandi siðastliðin fimm ár. Eftir að hún lauk einleikaraprófi frá Konservatorium i Vin 1971 með ágætiseinkunn hafa kennar- ar hennar verið Alain Marion og James Galway. Manuela hefur haldið tónleika i Austurriki. Þýskalandi, Tyrklandi, Iran, Egyptalandi, Sviþjóð, Danmörku og Noregi og gert margár út- varpsupptökur. 1976 vann hún ásamt Snorra Birgissyni 1. verð- laun i norrænni kammermúsik- keppni i Helsingforaog 1977 vann hún til 3. verðlauna i alþjóðlegri flautukeppni i Vicenza (ítaliu). Julian Dawson-Lyeli fæddist i Skotlandi 1947. Hann byrjaði tón- listarnám sitt snemma undir leið- sögn Lamar Crowson og Arttiur Benjamin, og stundaði fram- haldsnám við Royal College of Music i London. Hann tók einnig háskólagráðu i tónfræöum frá Oxford-háskólanum. Siðustu Manuela W'iesler námsár sin var hann nemandi Louis Kentner. Hann hefur haldið tónleika i Bretlandi, Hollandi Þýskalandi og á ttaliu og gert Julian Dawson-Lyell margar útvarpsupptökur. 1975 var hann verðlaunahaf i i Gaudeamus-keppninni (keppni fyrir nútimatónlist) i Rotterdam. LANDGRUNNS PENINGURINN MINNING UM MERKAN ÁFANGA MÓTUÐ í SILFUR OG BRONS I tilefni þess. að 30 ár eru liðin frá setningu laga um vísindalega verndun fiskimiða land- grunnsins, hefur sjávarútvegsráðuneytið gefið út minnispening. A þessum lögum eru byggðar fiskvernd- unaraðgerðir okkar og útfærsla landhelg- innar í áföngum úr þremur í tvö hundruð sjómílur. Peningur þessi er glæsilegur minjagripur. sem heldur á lofti minningum um skelegga baráttu lítillar þjóðar til sjálfforræðis yfir auðlindum sínum. Baráttu, sem færði okkur íslendingum marga sigra, þann mesta með útfærslu landhelginnar í 200 mílur. Peningarnir eru slegnir hjá Ís-Spor h.f., Reykjavík, en hönnuður þeirra er Þröstur /■ 0 \N‘l' fhf ht :' ; \ t } U 1 M / / r Magnússon. teiknari FÍT. Þeir eru 5 sm í þvermál og tölusettir á rönd. Gefnar verða út 750 samstæður silfur- og bronspeninga og 2250 stakir bronspeningar. Verð á samstæðu, þ.e. silfur- og brons- peningi saman í öskju. er kr. 24.000, en verð á stöku®. bronspeningi í öskju er kr. 6.000. Seðlabanki íslands annast sölu og dreifingu peninganna, en söluaðilar eru: Afgreiðsla Seðlabankans, Hafnarstræti 10, Búnaðarbankinn, Útvegsbankinn. Lands- bankinn og útibú þeirra svo og helstu mynt- salar í Reykjavík. Ath. Til og með 26. júní 1978 miðast afgreiðsla á samstæðum við þrjár til hvers kaupanda, vegna takmarkaðs upplags. > ^ j X- 7 m r r r f i . Sr ik f áLJ. • '»‘l\ tkSm \ ,r . I-w »3» SJÁVARÚTVEGS RÁÐUNEYTIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.