Þjóðviljinn - 08.07.1978, Page 4
4 StÐA — ÞJÓPVILJINN Laugardagur 8. júli 1978
MQÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Berg-
mann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein-
ar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla auglýs-
ingar: Siöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf.
Viðskilnaður
Geirs sem
náttúruhamfarir!
Þessa dagana lesa landsmenn hrollvekjandi lýsingar
athafna- og peningaráðsmanna á ömurlegu ástandi
þjóðarbúsins. Lýsingarnar minna helst á sigildar lýs-
ingar Morgunblaðsins á viðskilnaði vinstri stjórna. En
oftast eru þetta góðir og gildir Framsóknar- og Sjálf-
stæðismenn sem lýsa viðskilnaði ríkisstjórnar Geirs
Hallgrimssonar. Þannig lýsir formaður Stéttarsam-
bands bænda því yfir að ,,bændur séu að kikna undan
lausaskuldum og háum gjöldum". Frystihúsaeigendur
telja rekstur frystihúsanna þannig, að ,,ekki sé um ann-
að að ræða en hætta þessu". Talsmaður iðnaðardeildar
SíS taldi grundvöllinn vera að bresta undan út-
flutningi iðnaðarvara. Ráðuneytisstjóri fjármálaráðu-
neytisins upplýsir að skuld ríkissjóðs við Seðlabankann
sé komin upp i 26 miljarða króna og hafi aukist um
tvo miljarða í síðasta mánuði. Loks telja sérfræð-
ingar í efnahagsmálum að verðbólgan muni vaxa um
38% frá ársbyrjuntil loka þessa árs, en um 50% á milli
áranna 1977 og 1978, ef tekið er meðaltal hvors árs. Og
sjálfur forsætisráðherrann segir eftir fjögurra ára
valdatíma: „(slenska þjóðfélagið stenst ekki þá efna-
hagslegu og siðferðilegu upplausn, sem af mikilli verð-
bólgu leiðir." Þetta segir Geir eftir að uppvíst hef ur orð-
ið um verðbólgumet ríkisstjórnarinnar.
En það er ekki aðeins í ríkisbúskapnum og í atvinnulíf-
inu sem öngþveitið blasir við. I sveitarfélögum þar sem
stjórnir íhalds og framsóknar hafa hrökklast frá blasa
við nýjum stjórnum óreiðuskuldir og langir skuldahalar.
í sumum tilfellum eiga sveitarfélögin inni miklar skuld-
ir hjá ríkissjóði, t.d. á Reykjavíkurborg inni hjá ríkis-
sjóði vegna reksturs Borgarsjúkrahússins sem svarar
650 miljónum króna. önnur eins óstjórn í fjármálum
hefur vart verið afhjúpuð hér á landi, né heldur annað
eins fyrirhyggjuleysi í málefnum atvinnuveganna. Þeg-
ar nær öllu hefur verið siglt í strand er athyglisvert að
lesa viðhorf strandkapteinsins og málgagns hans.
Morgunblaðið skrifar blygðunarlaust um nauðsyn þess
að Alþýðubandalagið taki sæti í ríkisstjórn til að stuðla
að „hófsamri kröfugerð af hálfu verkalýðssamtak-
anna". Blaðið heimtar að verkalýðsf lokkarnir leggi þeg-
ar í stað fram tillögur um úrræði í efnahagsmálum er
losi þjóðarskútuna af strandstað. Formaður Sjálfstæðis-
flokksins lítur vandamálin sem hann hefur meðal ann-
arra skapað svo alvarlegum augum að engu líkara er en
náttúruhamfarir eða styrjöld sé að skella á. í viðtali við
málgagn sitt segir Geir Hallgrímsson i gær:
„Ég tel vissulega að vandamálin séu svo alvarleg, að
þjóðstjórn komi til greina, t.d. með samkomulagi allra
flokka um 2ja ára samstarf til þess að koma verðbólg-
unni niður og koma sér saman um ákveðnar leikreglur
svo að við sprengjum ekki þjóðfélag okkar innan frá."
Maðurinn sem staðið hefur að hverri kjaraárásinni á
fætur annarri á launafólk og stuðlað þannig að þvi að
sprengja þjóðfélagið innan frá, boðar nú „þjóðarsátt".
Forsætisráðherrann sem ætlaði að hefja viðnám gegn
verðbólgu með því að lækka kaup hins almenna launa-
manns telur nú þjóðstjórn,væntanlega undir sinni for-
ystu, þjóðarnauðsyn. Það er dæmdur stjórnmálamaður
sem þannig talar og biður um sakaruppgjöf.
Það hefur undarlegan hljóm þegar rætt er um þjóð-
stjórn í dag. Þjóðstjórn er stjórnarform sem þjóðir
heims gripa til er styrjaldir brjótast út eða náttúruham-
farir dynja á þjóðum. Við íslendingar höfðum svonef nda
þjóðstjórn i upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari. Er
hægt að viðurkenna uppgjöf sína skýrar en Geir Hall-
grímsson gerir með þjóðstjórnartali sínu? Hans ríkis-
stjórn hefur skilið þannig við íslenskt þjóðarbú að frá-
farandi forsætisráðherra líkir efnahags- og atvinnuá-
standinu við yfirvofandi styrjöld eða náttúruhamfarir.
Slíkur er viðskilnaður ríkisstjórnar Geirs Hallgríms-
sonar.
—óre.
Valtur friður
um „ varnarmáV'
,,1 einni af forystugreinum
Morgunblaösins um „varnar-
mál” fyrir þingkosningar er
lögö áhersla á aö VL-undir-
skriftirnar og kosningasigur
Sjálfstæöisflokksins ’74 hafi
tryggt varnir landsins eftir
ævintýraskeiö vinstri stjúrnar-
innar i öryggismálum þjóöar-
innar. Siöan kemur þessi ein-
kennilega setning: „Slöan hefur
rikt friöur um þennan veiga-
mikla þátt I utanrikismálum
okkar”.
Þessi friöur hefur þó veriö
valtari en Morgunblaöiö vill
vera láta eöa þorir aö viöur-
kenna. Siöan 1974 hafa i raun-
inni oröiö straumhvörf i afstööu
þorra Islendinga til herstöövar-
innar á Miönesheiöi.
Ofstæki VL-inga og fáránleg
herferö þeirra fyrir dómstólum
landsins á hendur þeim mönn-
um er dirfst höföu aö gagnrýna
þá i' ræöu og riti opnaöi augu
fjölmargra fyrir undirlægju-
hættinum og fláttskapnum i
undirskriftasöfnuninni um æ-
varandi hersetu.
Birting á leyniskýrslum
bandariska utanrikisráöuneyt-
isins frá ’46 til ’50 og upplýsing-
ar sagnfræöingsins Þórs White-
heads um aödragandann aö
komu Bandarikjahers til ís-
lands hafa sýnt fram á sann-
leiksgildi þess aö hersetan hér
er fyrst og fremst liöur i varnar-
kerfi Bandarikjanna sjálfra en
ekki til þess aö auka á öryggils-
lendinga.
Upplýsingar erlendis frá sem
birst hafa 1 þekktum visindarit-
um um aö kjarnorkuvopn séu á
Keflavikurflugvelli hafa vakiö
tortryggni, og ennfremur hefur
þaö mat erlendra vigbúnaöar-
sérfræöinga aö herstööin sé for-
gangsskotmark I kjarnorku-
átökum valdiö mörgum ugg.
Ekki þyrfti nema eins mega-
tonna kjarnorkusprengju til
þess aö ógna lifi meirihluta Is-
lendinga.
Siðast en ekki sist kom gagns-
Ieysi „varnanna” I ljós I síöustu
lotu þróskastriösins viö Breta.
Þá lýsti Luns, framkvæmda-
stjóri NATO, yfir þvi aö her-
stööin I Miönesheiöi væri aöeins
sparnaöaratriöi fyrir hernaöar-
bandalagiö. Hlutverki hennar
mætti allt eins gegna frá flug-
vélamóöurskipum í hafinu norö-
ur af landinu. Þaö yröi aöeins
dýrara.
hátt aö Bandarikjastjórn kunni
aö beita okkur efnahagslegum
refsiaðgerðum ef viö her hennar
hérlendis veröur hróflaö. Þetta
þykjast fleiri hafa vitaö. En
hvaö er þá oröið um frelsiö og
lýöræöiö, vestræna samvinnu á
jafnréttisgrundvelli, og raunar
allan hugmyndalegan grundvöll
„varnarsamstarfs” viö Banda-
rikin, ef Sjálfstæöisfiokkurinn
þarf aö gripa til þess þrautaráös
á næstunni aö fá Islendinga til
þess aö sætta sig við hersetuna
vegna þess aö ella muni Banda-
rikjastjórnkúga okkur til hlýöni
meö efnahagslegum refsiaö-
gerðum? Þá er skammt i þaö að
þorri þjóöarinnar átti sig á
rangsnúnu eöli samstarfs okkar
viö Bandarlkin, og bregöist viö
þvi á mannsæmandi hátt.
—e.k.h.
Sveinn Björnsson
Haraldur Blöndal
Haraldur
Blöndal
refsingyfir? 0g forsetarnir
t lirtsi nessara viöhnrfa eru •/
1 ljósi þessara viöhorfa eru
ýmiskonar Aronskusjónarmiö
skiljanleg. Hvers vegna aö
leggja sig i hættu og þjóna varn-
arhagsmunum Bandarikja-
stjórnar án þess aö fá meira
fyrir sinn snúö?
Forystumenn Sjálfstæöis-
flokksins eiga hins vegar ekki
hægt um vik aö viöurkenna aö
herstööin sé eingöngu bissness,
eins og stundum er viöraö i
Dagblaöinu. Um langt árabil
héldu þeir þvi aö þjóöinni aö ör-
yggi íslensku þjóöarinnar væri i
húfi. Síöustu ár hefur meira
boriö á röksemdum frá höfuö-
stöövum NATO I Brússel aö
valdajafnvægi hins vopnaöa
stórveldafriöar væri stefnt I
hættu ef röskun yröi á herset-
unni á tslandi. Báöar þessar
röksemdir eru nú léttvægar
fundnar meöal almennings.
Morgunblaöiö hefur fundiö inná
þaö og bætir viö þeirri röksemd
sem er alkunn út á meöal fólks
en opinberir talsmenn Sjálf-
stæöisflokksins munu seint
viöurkenna:
„Þessar staðreyndir ásamt
nauösyn þess aö friöur riki um
utanrikisstefnu okkar og aö
markaösaöstaöa okkar veröi
tryggö gerir þaö aö verkum, aö
utanrikismálin veröa óhjá-
kvæmiiega mikill þáttur i kosn-
mgabaráttunni á næstu vikum”.
Hér er ýjaö aö þvi á penan
Einni af hinum ungu upprenn-
andi stjörnum Sjálfstæöis-
flokksins, Haraldi Blöndal, var
mikiö niðri fyrir I Vfsi i gær.
Hannsegir: „Þaö er stórlega á-
mælisvert, aö forsetinn skuli
enn ekki hafa falið neinum aö
gera tilraun til stjórnarmynd-
unar. Sveinn Björnsson, fyrsti
forseti lýöveidisins,heföi aldrei
leyft stjórnmálamönnum þann
munaö aö áætla sér allt aö
tveggja mánaöa tima til stjórn-
armyndunarviðræöa”.
TIu árum eftir fall Gunnars
Thoroddsens i forsetakosning-
um er Haraldur Blöndal ekki
búinn aö jafna sig og sætta sig
viö þjóökjörinn forseta og
vinnubrögö hans. Lfklega telur
Haraldur aö Gunnar væri nú bú-
inn aö mynda stjórn, ef hann
sæti á Bessastööum. En Harald-
ur er heldur seinheppinn þegar
hann velur Svein Björnsson til
viömiöunar. Sá forseti hefur
fengiö all umdeildan dóm i
sagnfræöiritum siöustu ára.
Haraldur hrósar Sveini fyrir
þaö frumhlaup aö setja utan-
þingsstjórn 1942, þá stjórnar-
ráöstöfun Sveins sem móöur-
bróöir Haraldar taldi harla svi-
viröilega. En Haraldur gleymir
alveg annarri stjórnarmyndun,
þegar stjórnarkreppa varöl 117
daga. Þaö var eftir fall nýsköp-
unarstjórnarinnar 1946. Þá lá
ekki á aö setja utanþingsstjórn.
Er Sveinn forseti haföi faliö
Stefáni Jóhann formanni Al-
þýöuflokksins aö mynda stjórn
og sósialistar lýst þvi yfir aö
þeir tækju aldrei sæti i stjórn
undir hans forsæti, þá veitti
Sveinn honum ótakmarkaöan
tima til stjórnarmyndunar. Þaö
tryggöi stjórn er væri hagstæö
Bandarikjunum og ásælni
þeirra. Bæöi Hermann Jónasson
og Ölafur Thors létu þau orö
falla aö ljóst væri aö Sveinn
Björnsson ætlaöi ekki aö gefa
neinum öörum tækifæri til
stjórnarmyndunar. Þaö reynd-
ust orö aö sönnu og Stefania
varö til sem þriggja flokka
stjórn hernámsflokkanna. 1
stjórnarkreppu eru vinnubrögð
Sveins Björnssonar sista fyrir-
myndinfyrir forseta til lausnar
á vandanum.
Nýsköpun með
Geir utanborðs?
Fjölmiölar hafa gjarnan not-
aö heitiö „nýsköpunarstjórn”
um hugsanlega samsteypu-
stjórn Alþýöuflokks, Alþýöu-
bandalags og Sjálfstæðisflokks.
Ekki fer vel á þvi.þar eö nú eru
breyttir timar miðað viö 1944-47.
1 gömlu nýsköpunarstjórninni
voru Alþýðuflokkur og Sósial-
istaflokkur og klofinn Sjálf-
stæðisflokkur. Fimm af tuttugu
þingmönnum Sjálfstæöisflokks-
ins vorui stjórnarandstööu. Þaö
voru afturhaldssömustu bænd-
urnir i þingliðinu og heildsal-
arnir. Foringi heildsalanna
Björn Ólafsson I Coca Cola var i
stjórnarandstööu ogeinnig mál-
gagn hans Visir. Þaö voru út-
geröarmennog islenskir iönrek-
endur i Sjálfstæöisflokknum
undir forystu Ólafs Thors og
Bjarna Benediktssonar sem
stóöu aö nýsköpunarstjórninni
meö verkalýösflokkunum. Nota
má heitiö nýsköpun i dag ef
menn vilja viöurkenna aö rikis-
stjórn Geirs Hallgrimssonar
hafi fariö meö islenskt efna-
hags- og atvinnulif i slika rúst
aö viö þurfi aö taka nýsköpun
efnahags- og atvinnulifsins.
En til ábendingar fyrir Geir
Hallgrimsson skal þaö tekiö
fram, áö hann sem oddviti
heildsaianna i Sjálfstæöis-
flokknum hlyti aö vera i stjórn-
arandstöðu i nýsköpunarstjórn.
Þaö eru málsvarar útvegs-
manna, Matthias Bjarnason og
Guðmundur Karlsson.sem væru
meö I nýsköpunarstjórn. Þvi
væri rétt fyrir Geir Hallgrims-
son aö senda enn eina athuga-
semd til rikisfjölmiölanna og
Geir Hallgrimsson
biöja þá aö nota ekki hugtakiö
nýsköpunarstjórn, þvi þá lenti
hann utan stjórnar, og þaö telur
norska ihaldsblaöiö Aftenposten
geta bundiö endi á pólitiska
framtiö hans.