Þjóðviljinn - 08.07.1978, Síða 5
Laugardagur 8. jiiH 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Vilborg Sigurðardóttir.
Kaflar úr rœðu Vilborgar
Sigurðardóttur á ráðstefnu
menningardaganna i Eyjum
Vilborg Sigurðardótt-
ir, fyrrverandi formað-
ur Verkakvennafélags-
ins Snótar i Vestmanna-
eyjum, flutti eitt af inn-
gangserindum á ráð-
stefnunni ,,Rétturinn til
vinnu — gegn atvinnu-
leysi — rétturinn til
menningarlifs”, sem
haldin var i Eyjum dag-
ana 30. júni og 1. júli i
tengslum við menning-
ardaga sjómanna og
fiskvinnslufólks. Vilborg
fjallaði um konuna og
fiskvinnslustörfin. 1
fyrri hluta erindisins gaf
hún greinargott sögulegt
yfirlit um störf kvenna
að fiskvinnslu. Hér fer á
eftir siðari hluti erindis
Vilborgar.
, ,Að lokum slðari heimsstyrj-
aldarinnar raá segja að orðið hafi
bylting i fiskvinnslu hér á landi.
Saltfiskframleiðslan, sem verið
hafði aðaluppistaðan i vinnu
kvenna hér á landi um langa tið
dróst nú verulega saman, og það
sem verkað var i salt, var nú
mest selt út sem blautfiskur eða
þá þurrkað i þurrkhúsunum og
unnu við þetta tiltölulega fá-
mennir hópar kvenna. Aftur á
móti varð nú allsráðandi i fisk-
fram leiöslunni hraðfrysting fisks,
sem krafðist fjölda kvenna til
starfa. Þar með hófst raunveru-
lega fiskiðnaður á Islandi.
Það var árið 1938, sem fyrsta
hraðfrystihúsið var reist hér á
landi, það var einmitt hér i Eyj-
um, Hraðfrystistöð Vestmanna-
eyja. Það hús var eitt af hundruð-
um húsa, sem fóru undir hraun i
gosinu 1973. Hraöfrystistöðin
hafði nýlega hafið starfrækslu
þegar heimsstyrjöldin skall á, svo
um tiltölulega litla starfrækslu i
hraðfrystingu var að ræða fyrr en
striðinu lauk, enda var mestallur
fiskur á striðsárunum fluttur is-
aður á Englandsmarkað. Að
striði loknu reis hvert fyrstihúsið
af öðru um allt land og eru þau nú
idag 110 talsins. Þrátt fyrir fjölda
hraðfrystihúsanna er ekki þar
með sagt, að saltfiskverkuninni
hafi verið hætt, en hún er i miklu
minna magni en áður var. Nú
sjást ekki lengur heilar hvitar
saltfiskbreiðurum borg og byggð,
það sem þurrkað er fer i þurrk-
húsin. Og eitt slikt hús er hér i
Eyjum. Þá hafa nokkrar niður-
suðuverksmiðjur tekið til starfa
hingað og þangað um landið, sem
taka konur til vinnu, en það er i
mjög litlum mæli.
Hraðfrystihúsin eru nú þeir
staðir, sem taka á móti til vinnslu
meginþorra þess afla, sem á land
berst. Það fylgist þvi auðvitað að,
að þau þurfa jafnframt mest á
vinnuaflinu að halda til að vinna
aflann. Það er þvi ekki ofsögum
sagt, að bylting hafi orðið i störf-
um kvenna sem fiskvinnu stunda.
Starf kvenna i hraðfrystihúsun-
um við fiskiðnaðinn er orðið
nokkuðstöðugt. Aætlað er, að um
tólf þúsund manns vinni fast i
landi i hraöfrystihúsunum, af þvi
munu vera af hverjum hundrað
sem þar vinna, um 80 konur.
Þessar tölur verður þó að taka
með varúð, þvi að um háannatim-
ann, þegar allt vinnuafl er kallað
út, má gera ráð fyrir að hlutur
kvenna stórvaxi i þessari vinnu-
grein.
En nú skulum við aðeins lita á
hvernig búið er að þessu fólki.
Aðbúnaður á vinnustað má við-
ast hvar teljast sæmilegur og
sumstaðar ágætur, þar sem nú er
unniö i upphituöum sölum, flisa-
lögðum og hreinum, öll hreinlæt-
isaðstaða er góð, nóg af heitu og
köldu vatni og loftgóðir matar-og
kaffisalir. Atvinnurekandi leggur
starfsfólkinu til vinnusloppa og
húfur. —Það má hiklaust segja,
að þessi fiskvinna á ekkert skylt
við fiskvinnu fyrri tima, nema þá
nafnið eitt. — 1 dag er þetta oröiö
þróuð verksmiðjuiðja, sem þarf á
þjálfuðu starfsliði að halda.
í dag er hér á tslandi lögboðinn
átta stunda vinnudagur En
hvernig er svo þessi átta stunda
vinnudagur i reynd? Segja má, að
frá febrúarlokum og fram á haust
sé vinnutiminn fast 10 timar á
dag, og i hrotum, sem oft taka
einntil tvo mánuöi.fer hannupp i
12 tima eða meira, sunnudaga og
fridaga jafnt sem rúmhelga daga.
Verkalýðsfélögin hafa þvi viöa
orðið að taka I taumana og banna
helgarvinnu, til að létta mesta
vinnuokinu af starfsfólkinu. Þetta
hefur þá aftur þýtt það, að nær
hvert kvöld á virkum dögum er
unnið fram til kl. 10 að kvöldi og
sumstaðar lengur. — Þá hefur
verið tekið upp nýtt launákerfi i
flestum frystihúsum, þ.e. greitt
eftir afköstum (bónus) ofan á
timakaupið. En hvað þýðir þetta:
Aukið álag, sem nú er að verða ó-
mennskt, með þeim langa vinnu-
degi, sem á sér stað I frystihúsun-
um.
Hér hefur verið stiklað á stóru
um þátttöku konunnar i fiskfram-
leiðslu islensku þjóðarinnar til
dagsins idag. En litum þá aðeins
yfir hvað áunnist hefur og hvar
við stöndum.
1 dag höfum við fullan samn-
ingsrétt um kaup okkar og kjör —
sömu laun -fyrir sömu vinnu og
karlar, frá 1. jan. 1967 kauptrygg-
ingu sem hægt er þó að segja upp
með viku fyrirvara, frá 1974 at-
vinnuleysisbætur,höfum við eftir
að hafa unnið vissan timafjölda,
ef um atvinnukeysi er að ræða.
En er þá allt i lagi?
Nei, ýmislegt er athugavert:
Viða um land er allt atvinnulif
byggt upp á fiskiðnaði eingöngu,
og frystihúsið á staönum svo til
eini vinnustaðurinn. Þvi má ekk-
ert út af bera. Laskist bátur og
tefjist frá veiðum eða fari út með
óunninn afla til sölu, skapast
strax atvinnuleysi hjá konum, þvi
fyrir þær er ekki að neinu öðru að
hverfa, þeim er fyrst sagt upp.
Það er allt i lagi, þær eru á visum
stað og hægt að ná til þeirra þegar
á þarf að halda. — Og ekki er
veriö að spryrja um það, hvort
þær hafi marga á sinu framfæri
eða ekki.
Karlmaður er ennþá tekinn
sem framfærandi, og þvi er hon-
um siður sagt upp vinnu. Þá er
annað, sem einnig kemur til
greina I þessu sambandi. Það er
meiri áhætta fyrir atvinnurek-
andann að segja karlmanni að
fara heim, þvi ekki er vist aö
hann snúi aftur i „fiskinn”, hann
hefur meiri möguleika á öðrum
sviðum en konan.
Það getur þvi gerst og hefur
gerst, að i sumum plássum úti á
landsbyggðinni hafa konur orðið
að sætta sig við að búa við at-
vinnuleysi, stundum svo mánuð-
um skipti.
Enn i' dag er konan varavinnu-
afl. Húná að vera tilbúin að vinna
myrkranna á milli, þegar á þarf
aðhalda, og þá er hrópaö: Konur,
komiðog hjálpið okkur aö bjarga
verðmætunum og aukið um leið
tekjur heimilanna, — en svo þeg-
ar vinnan minnkar, eru skrifaðar
hjartnæmar greinar i blööin um
móðurina, sem á að vera heima
hjá börnunum sinum, þvi ekkert
jafnast á við umhyggjusama
móður.
Það tók okkur konur rúmlega
Framhald á 14. slðu
■CSAAjrl
Boznd
Cttfill
Síðustu
sýningar!
Nú fer hver að verða síðastur
að sjá hinarfrábæru sýningar
í Laugardalshöll. Tryggið
ykkur miða strax — látið
ekki þetta einstaka tækifæri
framhjá ykkur fara!
Forsala aðgöngumiða er í hjólhýsi í
Austurstrooti og í Laugardalshöll kl. 13-17.
Miðapantanir í símum 29820 og 29821 milli kl. 13 og 17.
Verð miða fer eftir staðsetningu sæta
Bestu sæti: kr. 3.700.-. Betri sæti: kr. 3.300.-. Almenn sæti: kr. 2.700.-.
★ TAKMARKAÐAR SÝNINGAR -
TAKMARKAÐIR MIÐAR
Heimsfræg skemmtiatriði, sum þeirra hafa aldrei sést hér
á landi áður meðal annars eru:
MÓTORHJÓLAAKSTUR Á HÁLOFTALÍNU, LOFT-
FIMLEIKAR, KING KONG - APINN MIKLI, ELD-
GLEYPIR, HNÍFAKASTARI, STJÖRNUSTÚLKUR,
AUSTURLENSKUR FAKÍR, STEFIKASTI MAÐUR
ALLRA SIRKUSA, SPRENGFYNDNIR TRÚÐAR OG
FJÖLMÖRG FLEIRI SKEMMTIATRIÐI.
Konan og fiskvinnslustörfin
Herðum róðurinn fyrir
atvinnuöryggi kvenna