Þjóðviljinn - 08.07.1978, Síða 9

Þjóðviljinn - 08.07.1978, Síða 9
8 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. júll 1978 « Dagskrá áttunda Landsmóts L.H. Miðvikudagur 12. júli: Kl. 10.00 Stóðhestar dæmdir dómarar starfa allan daginn. Völlur II. / Fimmtudagur 13. júlí: Kl. 10.00 Kynbótahryssur dæmdar. Völlur II. Kl. 13.00 Spjaldadómar gæðinga i B flokki. Völlur I. Kl. 15.00 Kynning söluhrossa. Völlur III. Föstudagur 14. júli: 13.00 öllum einstaklings kyn- bótahrossum riðiö inn á völl. 13.30 Mótið sett af formanni Landssam bands hesta- mannafélaga, Albert Jóhannssyni Kl. 14.00 Spjaldadómar gæðinga í A flokki. Vtíllur II. 14.00 Kynbótahryssur kynntar. Völlur I. 15.00 Unglingakeppni 10-12 ára Völlur III. 16.00 Stóöhestar kynntir. Völlur I. 17.30 Undanrásir kappreiða — stökk 250m, 350 m og 1500 m brokk — fyrri sprettur. Kl. 20.00 Gæðingaskeið á Suður- braut. Kl. 21.00 Kvöldvaka (sérstök dagskrá). Laugardagur 15. júlí: Kl. 10.00 Kynning á söluhross- um. Völlur III. Kl. 13.00 Stóðhestar — dómum lýst. Völlur I. 14.00 Töltkeppni — keppt til úr- slita. Völlur III. 15.30 Kynbótahryssur — dómum lýst. Völlur I. 16.00 Unglingakeppni 13-15 ára Völlur III. 17.00 Brokkeppni — seir.ni sprettur. 17.15 Skeið — fyrri sprettur. Kl. 17.30Milliriölar i 350m og 800 m stökki. Kl. 18.00 Söluppboð á hestum. Kl. 21.00 Kvöldvaka (sérstök dagskrá). Sunnudagur 16. júlí: Kl. 11.00 Helgistund i Hvanna- gjá, Hr. Sigurbjörn Eir.arsson biskup prédikar. Kl. 12.30 Hornaflokkur Kópa- vogs leikur undir stjórn Björns Guöjónssonar. Kl. 13.00 Hópreið hestamanna inn á mótssvæði. KI. 13.10 Avörp flytja Land- búnaðarráðherra og for- maður stjórnar B.l. Kl. 14.00 Kynbótahryssur i dóm- hring — verðlaun afhent. Kl. 14.30 Stóðhestar i dómhring — verölaun afhent. Kl. 15.30 10 bestu gæðingar i A flokki — verölaunaafhending. Kl. 16.00 10 bestu gæöíngar i B flokki — verðlaunaafhending. Kl. 16.30 Verölaunaafhending, unglingar, tölt og gæðinga- skeið. Kl. 17.00 Seinni sprettur skeið — verðlaunaafhending. 17.30 Urslit kappreiöa, stökk: 250m, 350m, 800m verðlauna- afhending. Kl. 19.00 Dregiö i happdrætti landsmóts hestamanna. Formaöur framkvæmdanefnd- ar, Bergur Magnússon slitur mótinu. Framkvæmdanefnd landsmóts, áskilur sér rétt til breytinga á dagskrá. Eins og fram hefur komið i fjöl- miölum hefst Landsmót hesta- manna miövikudaginn 12. júli n.k. og lýkur þvi sunnudaginn 16. júll. Mótiöveröur aö þessusinni á Þingvöllum, nánar tiltekið I Skóg- arhólum. 1 tilefni þessa atburöar kvöddu þeir Pétur Hjálmsson, framkvæmdastjóri I.andsmótsins og Bergur Magnússon, formaöur framkvæmdanefndar fréttamenn tU fundar s.l. miövikudag. Var safninu smalaö saman inni i Fáksheimiii en siöan ekið til ÞingvaUa, þar sem mótsstaöur- inn var skoöaöur og þær fram- kvæmdir, sem unnar hafa verið þar tU undirbúnings inótinu, og frá þvi sagt aö ööru leyti. Stigið var úr bUnum við starfs- mannaskálann þar eystra en siö- an gengið út í „guðsgræna náttúr- una” þar sem fundur var settur. Urðu menn margs vísari af máli þeirra Péturs og Bergs og mun hér leitast við aö skýra frá þvi helsta. Áttunda landsmótið Landssamband hestamanna var stofnað 1949. Fyrsti formaður þess var H.J. Hólmjárn.Þá Stein- þór Gestsson, bóndi Hæli, siðan Einar E. Sæmundsen og núver- andi formaður er Albert Jóhanns- son. Landssambandið hélt sitt fyrsta landsmót á Leirunum á Þingvöllum 1950. Framkvæmda- stjóri þess var formaður Sam- bandsins,.H.J. Hólmjárn. Bergur Magnússon var starfsmaður við það mót og lauk miklu lofsorði á stjórn Hólmjárns.dugnað hans og fýrirhyggju. — Annað landsmót L.H. var svo á bveráreyrum i Eyjafirði 1954. Hið þriðja i Skóg- arhólum á Þingvöllum 1958. Fjórða á sama stað 1962. Fimmta landsmótið varhaldið að Hólum I Hjaltadal 1966. Hiö sjötta i Skóg- arhólum 1970. Sjöunda á Vind- heimamelum ÍSkagafirði 1974 og svo er þá þetta, sem nú verður i Skógarhólum hiö áttunda i röð- inni. Þetta er þvi fimmta lands- mótiö, sem haldiö hefur verið á Þingvöllum. Tvö hafa verið i Skagafirði og eitt i Eyjafirði. — Og þaö er engin tilviljun að einmitt sá staður „þar sem nú stöndum vér”, var valinn þing- staður til forna, þegar hesturinn var eina farartækiö, sagði Berg- ur. — Og sömu rök hniga að þvi nú aðhér séu haldin landsmót hesta- manna. Þótt mikill meiri hiuti mótsgesta komi nú á öðrum farartækjum en hestum þá er alltaf mjög mikið um að menn komi hingað riöandi hvaðanæva af landinu, rétt eins og til forna. Vitað er að þegar eru riönir úr hlaði og áleiðis hingað hópar hestamanna frá Isafirði, Húsavik og Hornafirði. Miklar umbætur á móts- staðnum Mjög mikiö starf hefur verið unnið til lagfæringar á móts- staðnum oghófstþaðþegar i des- ember. Og enn er verið þar að verki. Rennandi vatn hefur verið leitt inn á svæðið. Snyrtiaðstaða er orðin góð. Reist hefur verið 40 ferm. hús yfir minja-gripaversl- un. Lagfærð aöstaða i stóöhesta- húsi, i skrifstofu og mötuneyti. Hótel Valhöll gerði tilboð i að sjá um veitingar á mótinu og var þvi tekið. Hægt verður að fá heitan mat og ýmsa smárétti, allskonar hrámeti og m jólk, svo aö eitthvað sénefnt. Hægt verður að fá keypt- Kvöldvökur á Landsmóti L.H. Föstudaginn 14. júli. Kvölddagskrá Kl. 21-22:30. Dagskrárstjóri: Klemenz Jóns- son. Kynnir: Gunnar Eyjólfsson. 1. Hornaflokkur Kópavogs leikur. Stjórnandi: Björn Guðjónsson. 2. Lárus Sveinsson og Sveinn Birgisson blása til leiks. 3. Sýning barna og unglinga i ýmsum greinum hesta- mennsku. Stjórnendur: Kol- brún Kristjánsdóttir og Ragn- ar Tómasson. 4. Guðmundur Jónsson syng- ur. Undirleikari: ölafur V Albertsson. 5. Fákar eftir Einar Bene- diktsson. Flytjandi: Gunnar Eyjólfsson. 6. Kerruakstur. Stjórnendur: Gréta Jónsdóttir og Freyja Hilmarsdóttir. 7. Konur i sööli. Stjórnandi: Kolbrún Kristjánsdóttir. 8. Heybandslest fer um völl- inn. Stjórnandi: Sigurður Gunnarsson frá Bjarnastöð- um. 9. Flúðakórinn syngur. Stjórn- andi: Sigurður Agústsson frá Birtingarholti. 10. Leikþáttur. Flytjendur: Flosi Ólafsson, Sigrlöur Þor- valdsdóttir og Magnús Ingi- marsson. 11. Hornaflokkur Kópavogs leikur. Stjórnandi: Björn Guðjónsson. Laugardaginn 15. júli. Dagskrárstjóri: Klemenz Jóns- son. Kynnir: Gunnar Eyjólfsson. Dagskráin hefst kl. 21.00. 1. Hornaflokkur Kópavogs leikur. Stjórnandi: Björn Guðjónsson. 2. Einsöngur. Jón Sigurbjörns- son syngur meö undirleik Hornaflokks Kópavögs. 3. Þjóðdansar.Þjóðdansafélag Reykjavikur sýnir. 4. Halli og Laddi og Siguröur frá Kirkjubæ skemmta. 5. Vfsna-þáttur i umsjá Gunn- ars Eyjólfssonar. 6. Róbert Arnfinnsson skemmtir, ásamt Ilornaflokk Köpavogs. 7. Tvöfaldur kvartett hesta- manna syngur. Stjórnandi: Lárus Sveinsson. 8. Fjöldasöngur undir stjórn Lárusar Sveinssonar og Garðars Cortes. 9. Hornaflokkur Kópavogs leikur. Stjórnandi: Björn Guðjónsson. Um kvöldið veröur varöeldur tendraður. Laugardagur 8. júll 1978 ÞJÓDVILJINN — SIDA 9 ar nauðsynjar á tjaldstæöunum, sem eru rúmgóö og vel frá geng- in. Póst- og simamálastjórnin brást hinsvegar mjög vonum for- ustumanna mótsins, sem ekki hefur komið fyrir áður. Þaöan virðist engrar fyrirgreiðslu að vænta nú og er það að sjálfsögöu bagalegt. Hinsvegar verður mik- ið um talstöðvar á staðnum og bætir það úr skák. Hlaupabrautir hafa veriö lag- færðar svo sem kostur er og eru þær nú í góöu ásigkomulagi. Rétt þótti að færa dómpall nokkuð svo hanner nú betur staðsettur en áð- ur. Þá hefur og verið gerð brekka fyrir áhorfendur. Er hún 150 m. löneog 10m. breið. Mun kostnað- ur viðgerö hennar hafa numið um 2 milj. kr. Landnám á Svartagili Mjög hefur nú rýmst um að- stöðu fyrir landsmótið á Þingvöll- um, þvi auk þess lands, sem þaö hefur á leigu I Skógarhólum, hef- ur það nú umráö yfir öllu landi jarðarinnar Svartagils i Þing- vallasveit. Haglendi fyrir hross og aðstaöa til gæslu á þeim, hefur þvi batnað aö miklum mun. Kom- ið hefur verið upp fimm girðing- arhólfum fyrir hross fyrir utan girðingu á Svartagili. Og alls er búið að bera 25 tonn af áburöi á mótssvæðið. Reiðvegir merktir Þar sem fullvist er að fjöldi- manna kemur riðandi á mótiö þá hafa verið merktar og lagfærðar sérstakar reiögötur, utan akveg- anna. Hestamenn ættu þvi ekki að þurfa að óttast ónæöi af bilum eða ökumenn af riddaraliði. Hér er um að ræða leið yfir Fellsendaflá fyrir neðan Litlá-Sauðafell að Brúsastöðum. Leiö frá vegamót- um Grafnings-og Þingvallavegar um Stiflisdal að Brúsastöðum. Þá er og leið fleið frá Vatnsvikinu um Skógarkot og Langsstig. Langferðahesta er fyrirhugaö að hafa á Svartagili en sýningar- hross i Leirdal og þar i gæslu eig- enda þeirra. Tekið verður á móti hestum til geymslu i giröingum frá hádegi á þriðjudag. Hagagjöld og aðgangs- eyrir Hagagjaldi fyrir hrossin er mjög stillt i hóf og er það aöeins 1000.- kr. fyrir hrossið yfir allan tímann. Hnakkar verða teknir til geymslu ef óskað er, gegn 100,- kr. geymslugjaldi i hvert sinn sem tekið er við hnakki. Aðgangur aö mótinu er krT 5000,- fyrir manninn og gildir miðinnfyrir allt mótið. Þeir sem ekki koma fyrr en á sunnudag, greiða hinsvegar kr. 2000,- en börn 13 ára og yngri fá ókeypis aðgang að mótssvæöinu. Hefur einhverntima verið haldin dýrari skemmtun á Islandi. Lögreglan i Amessýslu mun annast löggæslu á mótinu og Hjálparsveit skáta á Selfossi veröur þar með tjaldbúðir og annast þar öryggiseftirlit og veit- Frá v.til h.: Klemens Jónsson, Pétur Hjálmsson, Bergur Magnússon, Bjarni Ansnes Mynd: Leifur. Að mörgu þarf að hyggja. Bergur og Pétur ræða við einn smiðinn, sem annast undirbúning á mótssvæðinu. Mynd: Leifur. Blaðamenn punkta sem ákafst niður upplýsingar frá þeim Pétri og Bergi. Mynd:Leifur. Þeim fer fækkandig'ömluréttunum sem hlaðnar eru úr hraungrýti. Hér er ein, allbarleg ennþá, og er engin óprýði að henni á hinum forna þingstað. Mynd Leifur. ir fólki aðstoð, eftir þvi, sem viö verður komið og þörf reynist fyr- ir. 400 - 500 sýningarhross Ekki liggur ennþá meö öllu ljóst fyrir hversu mörg hross koma til sýningar og keppni á Landsmót- inu. En gæðingar i A og B-ftokki munu vera skráöir um 190 og eru Þ* varahestar meötaldir. Kyn- bótahross veröa væntanlega um lOOogervalá þeim mjögstrangt, eins og áður hefur raunar verið bent á hér i blaöinu. Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðu- nautur, hefur að undanförnu ferð- ast um allt land til þess að skoöa kynbótahross, hesta og hryssur. A þessum ferðum sinum hefúr hann skoðaö 500 -600 hross og þar af valið ein 100 til þess að sýna á mótinu. Hér er þvi um strangt úr- val að ræða. Kappreiðahross geta trúlega orðiö frá 120 til 130, en til þeirra hrossa, sem þátt taka i kappreið- unum, eru einnig gerðar mjög miklar kröfur. Um 25 hestar mæta væntanlega tiltöltkeppni og 10 i góðhestaskeið. Og ekki má gleyma unglingakeppninni, sem fram fer á föstudag laugardag en i henni taka þátt einir 40 ungling- ar. A laugardag verður söluuppboð áhrossum ogstjórnar þvi Gunnar Bjarnason, ráðunautur. Hrossum þeim, sem þannig veröa boöin til sölu, þarf m.a. aö fylgja heil- brigðisvottorð frá dýralækni. Eigendur þeirra söluhrossa, sem fara i sýningarhring, þurfa aö greiða 10 þús. kr. fyrir hross, vegna margvislegs kostnaðar, sem þessari verslun fylgir. Allt mótið mun verða kvik- myndað. Verður byr jað á að taka myndir af þeim, sem eru á leið á mótsstað á fimmtudag, kl. 5-6. Aðstandendur lands- mótsins Það eru 13 hestamannafélög á Suðurlandi, sem reka mótiö að þessu sinni, ásamt Landssam- bandi hestamanna. Búnaðarfélag Islands er og aðili aö rekstrinum að því leyti, aö það leggur þvi til framk væmdastjóra, Pétur Hjálmsson og svo er starf hrossa- rætkarráðunauts, Þorkels Bjarnasonar, kostað af þvi. Rikiö leggur hins vegar fram fjármuni til verðlaunaveitinga. Hundruð starfsmanna i sjálfboðavinnu Mót eins og þessi krefjast aö sjálfsögðu óhemjumikils starfs svo að enginn fær gert sér grein fyrir þvi til neinnar hlitar, sem ekki hefur tekiö beinan þátt i sliku. Og starfsfólkiö á mótinu, um 500 manns vinnur ailt i sjálf- boðavinnu. Hestamannafélögin skipta þvi á milli sin. Staönar verða um 400 vaktir og tekur hver vakt 8 klst. Þessi fórnfýsi hesta- manna felur i sér skýringuna á þeirri bjartsýni, aö unnt sé að stilla aðgangseyri svo mjög i hóf, sem um getur hér að framan. Kvöldvökur og happ- drætti A föstudags- og laugardags- kvöldum verða fluttar skemmti- dagskrár undir stjórn Klemensar Jónssonar, leiklistarráðunauts Rikisútvarpsins. Þær birtast annars staðar hér i blaðinu I dag, ásamt dagskrá mótsins alls, og vísast til þeirra þar. Þess skal svo aö endingu getið að Landssambandið efnir til happdrættis á mótinu. Vinningar eru sex: 1. Góðhestur meö reið- tygjum, verðmæti 1 milj. kr. 2. Samvinnuferö til Hollands á Evrópumeistaramót islenskra hesta 1979, fyrir tvo, verðmæti kr. 300þús. 3. Sunnuferð til Mallorka, verðmætikr. 150,þús. 4. útsýnar- ferð til Costa del Sol 24. sept, verömæti kr. 100 þús. 6. Flugferð til London fyrir tvo, verömæti kr. 160 þús. Verömæti vinninga alls er kr. 1.810.000,-. Fjöldi útgefinna miða er 8000 og verð hvers miða kr. 500,-. Dráttur fer fram hjá sýslumanni Arnessýslu sunnu- daginn 16. júli. Upplýsingar um vinningsnúmer eru veittar i slmum 19200 og 30178. Og svo lauk Þingvalladvölinni með ágætri veislu inni i veitinga- skúr hjá Höllu. ,-mgh Mót- mæla- verk- fallið 1. og 2. mars Greinargerð frá opinberum aðilum um þátttöku í vinnustöðvuninni Giskað er á að þátttaka í mótmælaverkfállinu 1. og 2. mars síðastliðinn hafi verið 60-70% hjá verka- lýðsfélögum innan Alþýðu- sambandsins á höfuðborg- arsvæðinu. Fjármálaráðu- neytið telur að 4.700 ríkis- starfsmenn hafi lagt niður vinnu annan hvorn daginn eða báða af um 9.500 ein- staklingum á BSRB eða BHM-kjörum sem komu til greina sem þátttakendur í verkfalli. Þessar upplýsingar koma fram i Hagtíðindum, mánaðarriti Hag- stofu Islands, júnihefti. Segir þar svo um mótmælaverkfallið: „Launþegasamtökin snerust gegn efnahagsráðstöfunum þeim, er fólust i lögum nr. 3/1978, og fylgdu mótmælum sinum eftir með þvi að stofna til vinnustöðv- unar dagana 1. og 2. mars 1978. Hér var yfirleitt ekki um að ræöa verkfall ákveðiö af þar til bærum stéttarfélagsaðilum og tilkynnt hlutaðeigandi atvinnurekenda- samtökum, heldur var til þessar- ar vinnustöövunar stofnað með hvatningarsamþykktum viökom- andi heildarsamtaka og ýmissa annarra stéttarsamtaka. Þannig skoraði miðstjórn Alþýðusam- bands Islands og Tiumannanefnd þess á félagsmenn að leggja niður vinnu þessa daga, og sambönd og félög innan ASI gerðu hliöstæöar samþykktir. Hið islenska prent- arafélag lýsti þó yfir verkfalli og tilkynnti það viðsemjendum sin- um, stjórn og trúnaðarmannaráð Dagsbrúnar ákvað vinnustöðvun þessa og auglýsti hana. — Stjórn Bandalags starfsmanna rikis og bæja skoraði á félagsmenn sina að mæta ekki til vinnu þessa daga og sama gerði Launamálaráö Bandalags háskólamanna. Þátttaka i þessum aðgerðum var, þegar til kom, mismikil eftir starfsgreinum og landsvæöum. Giskað er á 60-70% þátttöku ASI- fólks i Reykjavik og nágrenni, en þátttaka var mjög mismikil eftir stéttarfélögum, mest hjá Dags- brúnarmönnum, en tiltölulega lit- il hjá Iðjufólki, svo einhver dæmi séu nefnd. A Suðurnesjum var nokkuð almenn þátttaka ASI- fólks i vinnustöðvun þessari, en þar átti hún samkvæmt hvatn- ingu stéttarsamtaka aðeins aö standa einn dag. A Vestfjarða- kjálkanum var ekki þátttaka i vinnustöðvun nema á tsafirði. A Norðurlandi og Austurlandi var þátttaka i þessum aðgeröum sums staðar mikil og annars staö- ar litil, i Ve$ti[Tiannaeyjum var nokkuð almenn þátttaka i þeim. — Um 12000 einstaklingar á BSRB- eða BHM-kjörum taka laun hjá rikinu sem launþegar i fullu starfi eða hlutastarfi, en af þeim komu a.m.k. 2500 ekki til greina sem þátttakendur i þess- um aðgerðum vegna öryggis- eða heilbrigðisþjónustustarfa. Sam- kvæmtupplýsingum launadeildar fjármálaráðuneytis gerðu um 4700 starfsmenn ekki fullnægj- andi grein fyrir fjarvist og þar af var um fjóröungur frá vinnu að- eins annan daginn. Þátttaka rikisstarfsmanna var mjög breytileg eftir starfshópum, t.d. Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.