Þjóðviljinn - 02.08.1978, Side 5

Þjóðviljinn - 02.08.1978, Side 5
Miðvikudagur 2. ágúst 1978 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 5 a/ erlendum yettvangi Frá Harlem, blökkumannaborgarhluta I New York. Þar og I ö&rum blökkumannagettóum er áfengi og eiturlyf helsta huggun fjölda fólks. Bandarískír blökkumenn: Kreppan kemur þyngst niöur á þeim Upp úr síöari heims- styrjöld tók í vaxandi mæli aö gæta réttindabaráttu bandarískra blökku- manna, og komst mestur skriður á hana á sjöunda áratugnum. óneitanlega var talsverðu áorkað. Blökkumenn fá nú að neýta kosningaréttar síns, en til þessa hafði þeim verið gert það því sem næst ófært að minnsta kosti í suðurríkj- unum. Blökkumenn fóru að geta notfært lögin sér til varnar, en til þessa höfðu þeir verið því vanastir að lögunum væri beitt gegn þeim sem hverju öðru kúg- unartæki kerfisins. Samt sem áður fer þvl viðs- fjarri ennþá að svartir Banda- rikjamenn séu eins vel settir og hvitir. Kynþáttamisrétti lifir enn góðu lifi á flestum sviðum þjóð- lifsins, og I kreppu undanfarinna ára gætir þess, að blökkumenn séu að missa sumt af þvi, sem þeir unnu á siðastliðnum áratug. Samdrátturinn og atvinnuleysið veldur' þvi, að hagur blökku- manna er á margan hátt verri en var fyrir tiu árum. Og ekkert bendir til þess að von sé á breyt- ingum til hins betra, nema siður væri. Hálfu meiri barnadauði Blökkumenn eru um tíundi hluti ibúa Bandarikjanna, en hins veg- ar er fjórðungur bandariskra at- vinnuleysingja svartur. Þriðj- ungur allra þeirra, sem yfirvöld flokka sem fátæklinga, eru blökkumenn, og fjórðungur þeirra sem fá hjálp frá þvi opin- bera. Eðlileg afleiðing þessa er svo að fjórðungur afbrotamanna er svartur. Hinsvegar er ekki nema einn af hverjum 200 kjörnum embættis- mönnum i Bandarikjunum svart- ur — og tæplega þó. Af hundrað öldungadeildarþingmönnum er einn blökkumaður og 16 af 435 þingmönnum i fulltrúadeild Bandarikjaþings. Blökkumenn i áhrifastöðum i atvinnulifinu eru svo fáir, að ekki tekur þvi aö telja þá með. Meðaltekjur blökku- manna eru að meðaltali aöeins 60% af meðaltekjum hvitra. Meðallifslengd blökkumanna er fimm árum undir þvi sem er hjá hvitum — hvað kemur ekki sist til af þvi að barnadauði hjá blökku- mönnum er helmingi meiri. Það út af fyrir sig segir sina sögu, þvi á árunum rétt eftir siöari heims- styrjöld var barnadauðinn hjá blökkumönnum einnig hálfu meiri en hjá hvítum löndum þeirra. Kernernefndin Þannig mætti lengi telja. Blökkumenn eru að jafnaði miklu verr settir með húsnæði en hvitir menn, þeir fá lélegri skólamennt- un og sáralitið af marktækum áhrifum og valdi kemur i þeirra hlut. Hinsvegar fá þeir ærið af kúgun og niðurlægingu i ýmsum myndum. Fyrir tiu árum skilaði svokölluð Kerner-nefnd niðurstöðum sin- um. Lyndon B. Johnson forseti skipaði þá nefnd og verkefni hennar var að komast að raun um orsakir svæsinna kynþáttaóeirða, sem orðum höfðu i fjölmörgum bandariskum borgum árin á und- an, einkum þó 1967. Um 250 manns voru drepnir i þeim óeirð- um, um 12.000 særðust og slösuð- ust og eignatjónið nam mörg hundruð miljónum dollara. Kern- er-nefndin komst að þeirri niður- stöðu, að aðalástæða óeirðanna væri uppreisn blökkumanna gegn óþolandi ániðslu samfélagsins. Þeir hefðu misst þolinmæðina gagnvart félagslegu og efnahags- legu misrétti og kynþáttahyggju hvitra manna. Tvö samfélög Nefndin lét i ljós þá skoðun, að ef ekki yrðu snarlega gerðar ráð- stafanir til bóta, væri hætta á þvi að Bandarikin klofnuöu i raun i tvö samfélög, annað fyrir hvlta og hitt fyrir svarta. — Spurning er að visu, hvort Bandarikin hafa ekki allt frá upphafi sinu verið klofin þannig niður i rót. Blökkumenn- irnir voru fluttir nauðugir frá ■ Afriku, glötuðu afriskri menningu sinni að mestu i þrældómnum og hvitir húsbændur þeirra gættu þess eftir bestu getu aö þeim tæk- ist ekki að tileinka sér menningu hvitra manna i staðinn, sem þó var óhjákvæmilegt að þeir gerðu að einhverju marki. Eftir að blökkumönnum var að nafni gefið frelsi, var þorri þeirra litlu eða engu betur settur en áður, og stækur kynþáttahroki hvitra manna sá til þess að samfélögin tvö héldust aðskilin áfram. Kerner-nefndin lagði til meðal annars að alrikisstjórnin gripi myndarlega inn i málin og stór- bætti menntunaraðstæður blökkumanna, gerði stórátak i húsnæðismálum og tryggði svört- um atvinnuleysingjum vinnu. Skýrsla nefndarinnar vakti mikl- ar umræður, en að dómi leiðtoga blökkumanna að minnsta kosti var næsta litið gert til þess að fara að ráðum hennar. Bilið breikkar Hið efnahagslega bil á milli hvitra og svartra er eitthvað svipað og var fyrir tiu árum — og nú sér kreppan til þess að það fer breikkandi. Atvinnuleysi hefur að visu allar götur siðan eftir strið verið meira i Bandarikjunum en Vestur-Evrópu, en eftir 1973 hrið- versnaði ástandið i þeim málum. Ibúar gettóanna eru að minnsta kosti eins margir og álika ein- angraðir og vonlausir og fyrr. Engin furða þótt sumir talsmenn réttindasamtaka blökkumanna segi að umbæturnar á sjöunda tugnum hafi aldrei verið ætlaðar til þess að bæta kjör blökku- manna, heldur að friða þá. Það kann nú að vera fullmikið sagt. t fyrra var yfir miljón bandariskra blökkumanna i lang- skólanámi, sem er meira en helmings aukning frá þvi fyrir tiu árum. Á sama tima hefur tala svartra borgarstjóra fjórfaldast og dómara tvöfaldast, og svona mætti lengur telja. En þetta sið- asttalda lita sumir blökkumenn á sem þýðingarlitinn yfirborðs- árangur og þykjast sjá þar hrekki kerfisins. Tilgangurinn með þessu sé, segja þeir, að hefja sárafámennan forustukjarna blökkumanna upp til jafns við forustuhópa hvitra með það fyrir augum að villa um fyrir þorra blökkumanna og telja þeim trú um, að þeir hafi náð fullu jafnrétti i raun. („Borgarstjórinn i sjálfri Washington er svartur, og svo þykist þið ekki hafa jafnrétti! ”) Misrétti i skólakerfi A lægri stigum skólakerfisins sæta blökkumenn i raun hrotta- legu misrétti, þótt það gangi út yfir fleiri en þá. Grunn- og ung- lingaskólar eru að jafnaði þeim mun lélegri, sem borga- og sveitafélögin eru fátækari, og mjög oft er það svo að i slikum byggðafélögum eru blökkumenn i meirihluta. 1 skólunum þar verða nemendur þess helst visari að framtið þeirra er dapurleg og Martin Luther King. áhrifamesti leiðtogi bandariskra blökku- manna i réttindabaráttu þeirra, var myrtur fyrir tiu árum. Ýmsu hefur þokað áleiðis fyrir blökku- menn siðan — öðru aftur á bak. vonlitil. 1 blökkumannagettóun- um eru skarar ungra manna, sem aldrei hafa haft atvinnu og hafa enga von um að fá hana — eru raunar fyrir löngu hættir að hugsa um svoleiðis nokkuð. Þeir liggja i dópi, gerast afbrotamenn og hata samfélagið. Mörgum eldri blökkumönnum, sem hafa gamla daga til samanburðar, finnst ótrúlega mikið hafa áunnist til bóta fyrir blökkumenn. En unga gettófólkið hefur engu kynnst nema þeirri eymd, sem það lifir i og hrærist frá fæðingu. Frá sjónarmiði þess skiptir það minna en engu máli, hvort i Was- hington er svartur eða hvitur borgarstjóri. Hægrisveifla Fáir treysta sér til að spá góðu um þetta i náinni framtið. Sam- drátturinn og vaxandi atvinnu- leysi hefur komið af stað hægri- sveiflu meðal hvitra Bandarikja- manna. Menn verða eigingjarn- ari, hræddari og loka augunum fyrir vandræðum grannans. A sjöunda tugnum viðurkenndu hvitir Bandarikjamenn nokkuð almennt, að minnsta kosti i orði kveðnu, að blökkumenn ættu rétt á þvi, sem þeir börðust fyrir. Nú er frekar rikjandi tilhneiging i þá átt að gæta þess, að blökkumenn taki ekki neina þá vinnu, sem hvitir kynnu að hafa áhuga á. Að þessu athuguðu ec það engin furða þótt Andrew Young, aðal- fulltrúi Bandarikjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum, sem er blökku- maður og tók þátt i réttindabar- áttunni á sjöunda áratugnum, skilgreini hugtakið mannréttindi ekki á nákvæmlega sama hátt og aðrir bandariskir ráðamenn. dþ. • Blikkiðjan Asgaröi 7, Garöabæ Onnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboö SIMI 53468 Tökum að okkur smiði á eldhúsinnréttingum og skápum, bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur um breytingar á innréttingum. Við önn- umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og inni. Verkið unnið af meisturum og vönum mönnum. T résmíðaverkstæðið Bergstaðastræti 33 — Simar 41070. og 24613 Hússt j ómarskóli Suðurlands, Laugarvatni Vegna margra umsókna og fyrirspurna um eins vetrar hússtjórnarnám hefur ver- ið ákveðið að halda uppi kennslu með sama hætti og verið hefur auk tveggja ára hússtjórnarnáms samkvæmt fyrri auglýs- ingu. Ennþá er unnt að bæta við nokkrum nem- endum og þurfa umsóknir að hafa borist fyrir 15. ágúst n.k. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri i sima 99-6123 og menntamálaráðuneytið. Skólastjóri. í Auglýsingasíminn er ^ [ 81333 UOBVIUINN J

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.