Þjóðviljinn - 02.08.1978, Side 7

Þjóðviljinn - 02.08.1978, Side 7
Miðvikudagur 2. ágúst 1978 'ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 JFyrirvarar Guöbergs samrýmást ekki innsta kjarnan- um í kenningum vinstri manna. Án þess kjarna er alsigurvilji þeirra siölaus, samstaöa þeirra blekking, boöskapur þeirra fals. Þá ástunda þeir málamiölun Heildarsýn er skýri allt og leysi sérhvern vanda Athugagreinar i tilefni af blaöagrein eftir Guöberg Bergsson rithöfund 11. júní birtist i Þjóðviljanum grein eftir Guðberg Bergsson er hann nefnir Hugleitt milli kosn- inga. Greinin er i ýmsu tilliti ágæt jafnvel frábær, nánast einsdæmi i islenskum blaða- skrifum eins langt og yngri menn muna. Greinin er um- hugsunarverð, full af skopleg- um og skarplegum athuga- semdum, skynsamlegum rök- um eða hugmyndatengslum. En það er hér ekki ætlunin að bera lof á Guðberg heldur að gagnrýna hann. Þrátt fyrir góða kosti greinarinnar er ég and- snúinn henni i stærstu dráttum og held að Guðbergur hafi rangt fyrir sér i nokkrum veiga- miklum atriðum. Guðbergur ' dregur reyndar engar skarpar ályktanir af hugleiðingum sin- um og fer að nokkru leyti vel á þvi þar sem hugleiðingarnar eru almenns eðlis og eiga við allt stjórnmálalif og allar stjórnmálastefnur, alla stjórn- málamenn og alla stjórnmála- flokka. Engu að siður er ber tónn greinarinnar glöggan vott þess að Guðbergur er hallur undir vinstristefnu og heildar- sýn á þjóðmál. Hann virðist vilja taka öll mál undir sjónarhorn stjórnmálanna, en kvartar aðeins undan þvi að við eigum ekki nægilegum né held- ur nægilega góðum mannskap á að skipa til að fást við öll mál með þessum hætti. (Með þessu vil ég alls ekki eigna Guðbergi t—------------------;----------- þessar skoðanir eða þessa af- stöðu, mér er i raun alveg sama hver skoðun Guðbergs er. Mér virðist eignarréttur manna á skoðunum eða hugsunum og öll rök sem reisa má á sliku harla fánýt miðað við samhengi skoðananna og tengsla þeirra við umræðuefnið.) Þessari skoðun er ég andvigur, tel hana ranga i einstökum atriðum. Hér verður i miklu skemmra máli en vert væri reynt að færa fram nokkrar athugasemdir Guð- bergs sjálfs sem rök gegn þess- ari megin skoðun. „Þjóðir leysa vandamál sin i svefni og i draumi engu siður en maðurinn” segir Guðbergur. Jafnframt segir hann: „Sköp- unarvilji þjóða, einstaklinga og listamanna hefur yfirbragð- annars hugar....” Þetta hlýtur að verða að lesa þannig að lausnir vandamála og Sköp- unarviiji séu ekki einvörðungu háð vitanda viti, heldur séu óræðar að verulegu leyti. Vafa- laust er þetta rétt um hin stærstu og mikílvægustu vanda- mál og um vilja til sköpunar hinna bestuverka, þótt þaöeigi' hvorki við um flest hversdags- leg vandamál né heldur um þau sköpunarverk sem flestir njóta og eru nauðsynlegur grunnur meiri verka. En af óræði lausn- anna, af undirferli skynseminn- ar, má draga þá ályktun að það sé alls ekki hægt að draga öll vandamál fram i dagsljósið og leysa þau þar vitandi vits og af ráðnum hug, og ef það er i rauninni ekki hægt, þá er óskyn- samlegt að reyna það og hættu- legt að þykjast þegar hafa gert það. En þetta siðasta gera ein- mitt allir þeir sem telja sig hafa á valdi sinu einhverja þá heildarsýn er skýri alla skapaða hluti og leysi öll vandamál. Þetta gera marxistar leynt og ljóst. Þeir leggja manna mesta áherslu á heildarsýn einnar stefnu, þeir telja að heimurinn verði þá fyrst réttlátur og sjálf- um sér samkvæmur þegar þeir hafa náö fullum sigri og þá jafn- framt eytt öllum skoðunum öðr- um. Slika algera sigurlöngun er aðeins hægt að réttlæta með þvi að þeir telji kenningu sina nægja til skýringar allra hluta i smáu og stóru. Kenningin er þvi andstæð skoðunum þeirra sem sjá að best er að sofa á sumu en láta sig dreyma um annað. En i seinni tilvitnuninni hér að ofan má einnig sjá annað sem mælir gegn hverri þeirri heildarsýn sem eins og marx- isminn horfir á þjóðfélagiö utan frá, þ.e. ræðir fyrst um þjóð- félagið og siðan um einstakling- inn og stöðu hans i þjóðfélaginu. Það er fyrst og fremst einstak- lingurinn sem er skapandi. Þess eru enginn dæmi að þjóðfélög né heldur önnur félög hafi skrifað góða bók, málað málverk eða yfirhöfuð unnið nokkur verk, til þess þarf einstaka menn. Það er aðeins hægt aö tala um sköp- unarvilja — og þjóðarvilja — i . einhverri mjög yfirfærðri merk- ingu, hugsanlega sem einhvers konar samansafnaðan vilja ein- stakra þegna og þó veldur jafn- vel þetta verulegum vandamál- um i notkun orðsins „þjóðar- vilji”. „Almenningur er ævin- lega skapandi....” segir Guð- bergur lika og það er lika rétt ef það er skilið þannig að einstak- lingar meðal almennings séu skapandi. Það eru hvorki em- bættismenn né verkamenn, lær- dómsmenn né skjalskipaðir listamenn sem skapa, það gera aðeins heilskapaðir einstakling- ar, einhverjir þeir sem vegna áskapaðra eða áunninna kosta eða galla, færni eða ixinsýni, verður ekki skipaö i einviðan tignar- og hlutverkastiga þjóð- félagsins, sem svo auöveldlega má færa yfir i launastigann. Skipulag eða stofnanir geta aldrei tryggt það að það verði skapað, hvað þá að þær geti sjálfar skapað. Sköpun er ævin- lega i þvi fólgin að eitthvað verður þar sem ekkert var áður. Hvernig i ósköpunum eiga stofnanir eða skipulag sem svo sannarlega eru og hljóta að vera fastmótaðar, þar sem um þær gilda reglur og skipulagið verð- ur að vera rakið eða rekjanlegt út i ystu æsar, hvernig eiga þessi fyrirbæri að gera eitthvað úr engu?Til þess er greinilega engin von iremur en til þess að maður sem að fullu og öllu bind- ur sig i reglukerfi, skipar sér eða lætur skipa sér i eitt full- mótað og fullrekjanlegt hlut- verk getur skapað, hann getur aðeins likt eftir þvi sem áður hefur verið gert eða hugsað og bundið er i reglukerfi hans og hlutverki. Þetta geta stofnanir að sjálfsögðu lika. Það er meöal annars af þessum ástæðum að það er auðvelt að skipuleggja skóla og kennslu, þar er skilað íþvi sem þegar er fyrir, en það er ómögulegt að skipuleggja rann- sóknir, þótt góð kennsla feli i sér , sköpun og óformlegar rann- sóknir megi skipuleggja til fullnustu. Auk þess sem að ofan er rakið bendir seinasta setning greinar- innar eindregið til þess að það væri hin mesta rangsleitni að drótta þeim skoðunum að Guð- bergi sjálfum, sem hér hafa veriö tileinkaöar mörgum skoð- anabræðrum hans um einstök mál og hér hefur verið andmælt með orðum Guðbergs sjálfs. Hann segir: „Verði vinstri- stjórn mynduð... verður sú stjórn að vara sig öðru fremur á vitahring herstöðvamálsins, á vissu bráðræöi óþroskaðasta hluta vinstrafólks og á sjálfs- ánægju barnalega hugsjóna- mannsins”. Þessi varúð, þessir fyrirvar- ar, samrýmast ekki heildar- stefnu eða stórasannleik eða trúnni á Kinalifselexir, sem er innsti kjarni hörðustu kenning- ar einlægustu og óskiptustu vinstrimanna. En án þessa innsta kjarna er alsigurvilji vinstrimanna siðlaus, samstaða þeirra blekking, kenningaboð- skapur þeirra fals. Þeir eru þá eins og aðrir i þvi að þeir verða aö miðla málum. Þeir ættu að biðja Guð að varðveita andmæl- endur og ágreiningsefni og glæpi i hófi. Halldór Guðjónsson (Fyrirsagnir eru Þjóðviljans). Alþýðubandalagið á Vesturlandi Þórsmörk 11.-13. ágúst ÍJr för Alþýðubandalagsins á Vesturlandi á Látrabjarg i fyrra. Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestur- landi verður í Þórsmörk f ár. Verður dvalist þar helgina 11.-13. ágúst. Góðir leiðsögumenn verða með í ferðinni. Farið verður frá Akranesi föstudag 11. klukk- an 14.30 og frá Borgarnesi kl. 16.00. Þessir taka við þátttökutilkynningum: Akranes: Jóna Ölafsdóttir sími 1894 Borgarnes: Sigurður Guðbrandsson s. 7190 og 7122 Hvanneyri: Ríkharð Brynjólfsson s. 7013 Búðardalur: Kristjón Sigurðsson s. 9S2175 Hellissandur: Sæmundur Kristjánsson s. .6767 Grundarf jörður: Ragnar Elbergsson s. 8715 Skráið ykkur sem fyrst. Allir velkomnir Þórsmörk — ævintýri

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.