Þjóðviljinn - 02.08.1978, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 02.08.1978, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 2. ágúst 1978 Stjórnarmyndunarviðræður Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks strönduðu á þvi, að Alþýðuflokkur taldi óhjákvæmilegt að lœkka gengið um minnst 15% og að launafólk gœfi eftir 7% af umsömdu kaupi, eða jafngildi þeirra verðhœkkana, sem af gengislœkkuninni leiddi. — Tillögum Alþýðuflokksins um þetta neitaði Alþýðubandalagið. I þeim umræöum, sem átt hafa sér stað, I kjölfar þess aö vinstri-stjórnar-viðræðurnar sigldu i strand, hefir allmjög borið á þvi, að talsmenn Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks vildu kenna tillögum Alþýðubanda- lagsins I efnahagsmálum um, að upp úr slitnaði á milli flokkanna. Slikur málflutningur er rangur. Tillögur Alþýðubandalagsins voru ekki fluttar sem úrslitaskil- yrði af þess hálfu, þvert á móti var það margsinnis tekið fram, að Alþýðubandalagið væri tilbúiö að ræða breytingar á þeim, bæði um tekjuöfiun og heildarátakið i niðurfærslumálum. Samkomulagið sprakk þvi ekki á tillögum Alþýðubandalagsins. En á hverju sprakk þá? Samkomulagiö brast á þvi, að Alþýöuflokkurinn lagöi fram tii- iögu um gengislækkun, sem minnst yröi 15% og aö afieiöingar þeirrar gengislækkunarf verölagi yröu ekki bættar I launum; 15% gengislækkun leiöir óhjákvæmi- lega af sér 7% hækkun fram- færsluvisitölu á 3-4 mánuðum. A þessa tillögu Alþýöuflokksins gátum viö Alþýðubandalagsmenn ekki fallist. • Við höföum borið okkur saman við alla helstu forystumenn okkar I röðum launafólks. Allur þingflokkur Alþýöubandalagsins og allir helstu forystumenn i sam- tökum launafólks töidu útilokaö meö öilu að fall- ,ast á þessa tillögu Alþýðu- flokksins. Þegar viöræöunefnd Alþýðuflokksins neitaði þessari tillögu Alþýöuflokksins og tU- kynnti jafnframt, aö hún gæti ekki, þó að hún væri fús tU að ganga með fulltrúum hinna flokkanna á fund með nefndum frá ASl og BSRB, — staöið með hinum flokkunum að sameigin- legri beiðni um 7% kaup- skerðingu, þá tilkynnti Benedikt Gröndal, að hann teldi þýðingar- laust að fara á fund með fulltrú- um ASl og BSRB, og hann teldi tilgangsiaust aö halda stjórnar- myndunarviöræöunum áfram. Slit viöræðnanna urðu þvi um kröfu Alþýðuflokksins um 7% kauplækkun i kjölfar 15% gengis- lækkunar. Um þetta atriði þarf ekki að deila. Gengislækk- unarleidin 15% gengislækkun þýðir um 18% hækkun á öllum innfluttum vörum og áhrif þess veröa á 3-4 mánuðum 7% hækkun fram- færsluvísitölu. Um þessar stað- reyndir þarf heldur ekki að deila. Forstööumaður Þjóðhags- stofnunar, Jón Sigurðsson, kom á fund viðræöunefndanna. Hann upplýsti þar, að ef slik gengis- lækkun væri gerð nú og yrði látin ganga óhindruð I gegnum kerfið, þ.e.a.s. kæmi fram I kaupgjaldi .Alþýöubandalagiö eitt hefir i þessum viöræöum staöiö viö sina yfir lýstu vinstri stefnu”, segir Lúövik Jósepsson. Myndin er af einum viö- ræöufundanna. Lúövik Jósepsson: Hvers vegna tókst ekki að mynda vinstri stjórn? Krafan um tvöfalt meiri kjaraskerdingu en fólst í bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar réð úrslitum og verðlagi og þjónustu og henni fylgdi einnig venjuleg fiskverðs- hækkun, til samræmis við launa- breytingar, þá stæöu útflutnings- atvinnuvegirnir i nákvæmlega sömu sporum um næstu áramót og þeir standa nú. Með öðrum oröum : þá hefði gengislækkunin aðeins haft verðbólguáhrif, en vandinn væriáfram óleystur. Jón Sigurösson benti á, eins og hann hefir oft gert áður og allir ættu að vita, að gengislækkun ein, án þess aö skoriö sé á samhengi verölags og launa, leysir engan vanda. Gengislækkun af þeirri stærö, sem nú er rætt um, myndi þýöa, að sparifjáreign iandsmanna yröi skorin niöur aö verögildi gagn- vart innfluttum vörum, um 16-18 miljaröa króna meö einu penna- striki. Þá staðreynd er þeim hollt aö hafa i huga, sem mest geypa um það, að þeir vilji tryggja spari- fjáreigendum raunvexti með lát- lausum vaxtahækkunum, sem óhjákvæmilega leiða til gengis- lækkunar. Það er algjör blekking þegar þvi er haldiö fram, aö viö Alþýöu- bandalagsmenn séum á móti öllum gengisbreytingum af trúar- legum ástæðum. Viö tókum þvert á móti fram, að skrá þarf gengið i sem nánustu samræmi við ytri og innri aðstæöur i efnhags- og atvinnurekstrarmálum. Hinu neitum viö, aö rétt sé að grípa til gengislækkunar meö þaö fyrir augum aö koma fram kauplækkun.við aöstæöureins og þær sem viöbúum núvið. Verðlag á útflutningsvörum er i hámarki, „Þáttur Framsóknarflokksins I stjórnarmyndunarviöræðunum er meö ólíkindum. Fulltrúar Fram- sóknar iögöu aldrei fram neina tiliögu”, segir Lúövfk Jósepsson. Hér sést hann taka i hönd Óiafs Jóhann'essonar I upphafi fundar þar sem Framsóknarflokkurinn féllst á vinstri viðræöur. Siöan hélt Óiafur á Þingvöll.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.