Þjóðviljinn - 10.08.1978, Síða 5

Þjóðviljinn - 10.08.1978, Síða 5
a/ erlendum vettvangi Fimmtudagur 10. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Handtekinn skæruliði — þeir hafa af nægum mannafla að taka. „Hvíta” Ródesía: Muzorewa biskup og Vance utanrikisráðherra Bandarikjanna. Bráðabirgðastjórnin ródesiska leitar ákaft eftir stuðningi Vesturveldanna, sem óttast á hinn bóginn að hún sé ekki hestur til að veðja á. Samfélag í upplausn Hin „hvita” Ródesla virðist vera I dauðateygjunum. Þaðer að minnsta kosti álit bresku leyni- þjónustunnar, og hún ætti að vera flestum hnútum sæmilega kunnug i þessari fyrrverandi nýlendu Breta, þar sem breskætt- aðir menn fara enn meö völd. Leyniþjónustan tilkynnti nýlega Callaghan forsætisráöherra sinum að það mesta, sem Smith fyrrverandi forsætisráðherra Ródesiu og svartir félagar hans i núverandi stjórn landsins gætu gert sér vonir um, væri að halda út til vorsins. I versta falli yrðu „fjöldamorð og skrilræði” hlut- skipti Ródesiu þegar I septem- ber, eins og leyniþjónustan orðaði það. Þegar Ian Smith komst að samkomulagi við þrjá blökku- mannaleiðtoga (Muzorewa bisk- up, séra Ndabaningi Sithole, Chirau ættbálkshöfðingja) i mars s.l. og deildi með þeim völdum I orði kveðnu, var flestra mál að sú eftirgjöf hvitra Ródesiumanna kæmi fullseint til að bjarga nokkru fyrir þá i landinu. Nú er allt útlit fyrir að það ródesíska samfélag, sem hvitir menn hafa skipulagt og drottna yfir, sé að leysast upp. Skæruliðar hraðmagnast Meginástæðan til þess að Smith veitti blökkumannaleiðtogum hlutdeild i völdunum — sem hann margsinnis áður hafði þvertekið fyrir að gera — var ótti hvitra landsmanna við skæruliða Föður- landsfylkingarinnar, sem voru að visu lengi vel ekki ýkja skæðir, en færðust jafnt og þétt i aukana gagnvart takmörkuðum liðskosti Ródesiustjórnar. Þeir Muzorewa og Sithole fullyrtu við Smith að þeir gætu snúið skæruliðunum á sitt band, og i trausti þess lét Smith meira undan kröfum þeirra en nokkurn hafði áður dreymt um að hann myndi gera. En þess i stað hefur skæruhern- aðurinn magnast um allan helming, siðan Ródesiustjórn hætti að vera alhvit og varð svarthvit. Skæruliðar Föður- landsfylkingarinnar undir forustu þeirra Roberts Mugabe og Joshua Nkomo lita á Muzorewa og Sithole sem leppa Smiths og vist er um það að hin raunverulegu völd eru áfram að mestu i höndum hvitra, hvað sem liður formbreytingunni á stjórninni. Fyrir fáum mánuðum réðust skæruliðar helst á afskekkta staði, en nú ógna þeir umferð á fjölförnustu vegum landsins og hafa einu sinni svo vitað sé komist inn i útborgir höfuð- borgarinnar Salisbury. Augljóst er að mikill hluti dreifbýlisins er að meira eða minna leyti genginn stjórnarvöldum i Salisbury úr greipum. Fréttamenn kölluðu árás Ródesiuhers á skæru- liðabækistöðvar i Mósambik nýlega ráðaley sislega orvæntingaraðgerð, tilgangslitla vegna þess, að nú eru skærulið- arnir fyrst og fremst i Ródesiu sjálfri. örlög manna Sitholes Eftir þvi sem hernaðurinn færist i aukana verður hann grimmari. Um það vitnar straumur flóttamanna úr landi og milli landshluta bæði blakkra og hvitra. Um 400 blökkumenn á dag aö meðaltali koma utan úr sveitum og safnast fyrir i hreysa- hverfum kringum Salisbury. t Sambiu og Mósambik eru margar þúsundir ródesiskra blökku- manna I flóttamannabúöum. Sumt af þessu fólki óttast skæru- liöana, annaö stjórnarherinn, sumt kannski báða aöila. Fylgi þeirra Mugabes og Nkomos er án vafa mikiö, eins og meðal annars sést á þvi að þeim Sithole og Muzorewa hefur með öllu mistekist að tæla frá þeim liösmenn þeirra. Tilraunir i þá átt hafa oft reynst dýrkeyptar fyrir þá sem hafa reynt. Fyrir tveimur mánuðum voru fjórir sendimenn Sitholes, sem reyndu að fá skæru- liöa til að leggja niður vopn, skotnir til bana. 39 aðrir menn Sitholes, sem reyndu hið sama, voru handteknir, teknir af lifi og likum þeirra raðað á alfaraveg öðrum til viðvörunar. Fjöldaflótti hvítra Smith þykist nú sjá að hinir svörtu stjórnarfélagar hans séu ekki eins fylgismiklir og þeir létu og hefur haft við orð að taka sam- komulagið frá mars „til endur- skoðunar.” Samkvæmt samkomulaginu á i október að fara fram almenn atkvæða- greiðsla hvitra manna um nýja stjórnarskrá, er meirihlutastjórn blökkumanna á að byggjast á. Verði stjórnarskráin samþykkt, eiga almennar kosningar með at- kvæðisrétti fyrir alla landsmenn jafnt að fara fram snemma i desember. En óliklegt er að Smith þori að bakka með samkomulag þetta, þvi að hvers- konar undanhald frá þvi myndi svipta hann þeim takmarkaða stuðningi blökkumanna, sem hann þó hefur enn. Hvitir menn flýja landið i strið- um straumum með hugarfari þeirra, er yfirgefa sökkvandi skip. Samkvæmt opinberri skráningu hefur hvitum mönnum búsettum i Ródesiu á nokkrum mánuðum fækkað úr 270.00 i 240.000. Að minnsta kosti um 500 yfirgefa landiö á mánuði, og raunverulegur flótti er að lik- indum meiri, þvi að margir fara i „fri” erlendis, staðráðnir i þvi að koma ekki til baka. Þegar er full- bókað i öll flug frá Salisbury um áramótin næstu, þegar gert er ráð fyrir að stjórn blökkumanna undir forustu þeirra klerkanna Muzorewa og Sithole taki við. Ljóst er að hvitir menn hafa enga trú á þvi að „hófsamir” blökku- mannaleiðtogar standist skæru- liðum snúning stundinni lengur — auk þess sem þeir hafa auðvitað stakt ógeð á aö komast undir stjórn blökkumanna, hverjir sem eru. Foreldrar eru farnir að neita að senda syni sina i herinn. „Kjarkurinn hefur aldrei verið minni,” sagði ródesiskur þing- maður nýlega. Hver er sjálfum sér næstur... Þar að auki er efnahagur rikis- ins kominn i rúst af völdum striðsins. Stjórnin hefur nýlega lagt á alla skattgreiðendur landsins — um 80.000 talsins og nær alla hvita — 12 1/2% auka- tekjuskatt, sem að forminu til er lán og á að endurgreiðast á næstu þremur árum. Flestum hvitum Ródesiumönnum finnst þetta léleg fyndniog þessi skattlagning verður að likindum til þess að þeir herða landflóttann. Sumir þeirra að minnsta kosti reyna að bjarga þvi sem bjargað verður — hver fyrir sjálfan sig. Nýlega komst upp að allnokkrir stjórnarembættismenn og kaup- sýslumenn höfðu i félagi komið miklum fjárfúlgum, sem átti að verja til þess að kaupa vopn handa Ródesiuher, á númeraöa bankareikninga i Sviss. Ekki hefur það mál orðið til að stæla baráttukjark hvitra Ródesiu- manna, sem verða æ færri i sinum eigin her. Meirihluti hers- ins er fyrir löngu blökkumenn, sem ganga i herinn vegna kaupsins sem boðið er upp á, og erlendir málaliðar. dþ Afturganga nasismans á kreiki í Noregi: Reynt að endurreisa fylgismenn Quislings 7/8 frá Þorgrími Gestssyni í Osló: Gamli nasistadraugurinn, sem hefur gengið Ijósum log- um í Vestur-Þýskalandi undanfarin ár, virðist nú vera að ná fótfestu hér í Noregi. Dagbladet í Osló skýrir f rá því í dag að hin svonefnda ,,stofnun norskrar hernámssögu" hafi hrundið af stað her- ferð til að hreinþvo alla áhangendur norska föðurlandssvikarans Quislings, sem voru dæmdir fyrir samvinnu Quisling (hér með Hitler vini slnum 1943) „hugmyndir” hans i bréfaskóla. - nú er fariö að kynna sína við Þjóðverja i síð- ustu heimsstyrjöld. í síðasta númeri viku- blaðsins Aktuell Rapport eru viðtöl við nokkra af þeim gömlu nasistum, sem standa að herferð þessari. Þeir telja nauð- synlegt að landssvika- uppgjörið svonefnda verði endurmetið og ,,dregin upp sönn mynd af atburðum striðsár- anna". Risaauglýsingar vikublaösins um þetta efni, sem hafa veriö settar upp út um alla borg, hafa vakið mikil mótmæli. Meðal annars kröfðust starfsmenn sporvagna Oslóborgar þess, að þau yrðu fjarlægð úr öllum sporvögnum og viðkomustöðum þeirra. Sömuleiðis vakti það úlfaþyt þegar farið var að stilla út og selja hjá Narvesen, stærsta dreifingarfyrirtæVi landsins á blöðum og tímarit- um, málgagn nasistaflokksins, Folk og Land. Forráðamenn Narvesens segjast hafa tekið að sér að selja þetta blað á sama grundvelli og önnur blöð, með tveggja mánaða reynslutima. Dagbladet hefur einmitt eftir þessu sama riti, að nasistar frá striðsárunum komi saman viðs- vegar um landið til að skemmta sér og ræöa sameiginlegt áhugamál: nasjónalsósialismann — Við leggjum áherslu á að vinna aö þvi að menn liti rétt- um augum á söguna, segir einn þessara manna i viðtali við Dagbladet. IVBergen gefur svonefnt „Samfélag sósialeinstaklings- hyggjumanna” út hugmyndir og hugsanir Quislings sem bréfaskóla. Gamlir nasistar hafa i blaðaviötölum að undan- förnu sagt, að þessi gamli for- ingi þeirra hafi hlotið örlög, sem verið hafi alls óverðskulduð svo gáfuðum og snjöllum manni sem þeir segja hann verið hafa. Um samtök ungra nasista i Noregi, Norsk Front, segja gömlu nasistarnir, að þeir séu „óstýrilátir strákar og óláta- belgir,” en um leið hópur sem vel takist að vekja athygli á stefnunni.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.