Þjóðviljinn - 10.08.1978, Side 12

Þjóðviljinn - 10.08.1978, Side 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. ágúst 1978 FLÍSALAGNIR Maður vanur flisalögnum óskast til starfa strax við nýbyggingu fjórðungssjúkra- hússins i Neskaupstað. Upplýsingar i sima 97-7600 Neskaupstað. Dráttarbrautin hf Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa i sérverslun við Laugaveg hálfan daginn, fyrir hádegi. Tilboð sendist i pósthólf 491 merkt „LAUGAVEGUR”. Staða fulltrúa Staða fulltrúa á Skattstofu Suðurlandsum- dæmis, Hellu, er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið prófi i viðskipta- eða lögfræði eða hafi langa starfsreynslu við skatta- eða bókhalds- mál. Sé þess óskað eru möguleikar á að útvega góða leiguibúð. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skattstjóra Suðurlandsumdæmis fyrir 5. september n.k. F'jármálaráðuneytið, 3. ágúst 1978. ð Álafoss h.f. Óskum eftir að ráða nú þegar starfsfólk i verksmiðju okkar, Mosfellssveit. Nánari upplýsingar i starfsmannahaldi. Álafoss h.f. Mosfellssveit, simi 66300 Blaðberar — óskast Hátún (nú þegar) Bólstaðahlið (sem fyrst> Tómasarhagi (frá 20. ágúst) afleysingar Múlahverfi (ágúst) Neðri-Hverfisgata (19.-26. ágúst) DJÖÐVHJINN Siðumúla 6. Simi 8 13 33 Skattskráin var lögð hér fram í versluninni Suðureyri þann 13. júlí s.l Ekki var búist við henni f yrr en 18. eins og auglýst hafði verið í fjölmiðlum. Álögð gjöld samkvæmt þeirri skrá eru kr. 122.843,000 á 270 gjaldend- ur. Samkvæmt yfirliti minu er sundurliðun á aðalatriðum þessi: Tekjuskattur kr. 54.444.034,- á 148 gjald- endur, svo margir eru í núlli. Suðureyri við Súgandafjörð. Gísli Guðmundsson skrifar: r F UR SKATTSKRA SUÐUREYRAR Lltsvör urðu kr. 51.877,800 ,- á 244 gjald- endur. Sjúkratryggingargjald er kr. 9.702.100,- Það eru 201, sem fá það í hausinn Skyldusparnaður er kr. 4.008.000,-, þeir eru 42, sem eiga að greiða hann. Þetta er svona það helsta, sem þarna er að sjá. Barnabætur fá nú 78 sálir, samtals kr. 13.969.500 Skattskráin mun yfirleitt vera vel lesin hér á Suðureyri Margir bölva nú upphátt, aðrir i hljóði og enn aðrir, sem hljóta að vera ánægðir með núllin sin. Ég hef litið á þessa skrá. Þar má lika sjá hvað hver og einn hefur mikið útsvar. Ég mun nú skrá hér nokkra af þéim, sem mest eiga að greiða t.d. i tekjuskatt, útsvar og svo samanlögð upphæð allra þeirra skatta. Einnig mun ég staldra við hjá þeim fátæku og smáu, sem virðast samkvæmt gjöld- um rétt draga fram lifið. Getur það verið að skattalaga-netin séu mjög stórriðin og að tekjur manna geti lekið þar út? Ef svo er ætti að vera hægt að minnka þá möskva i öfugu hlutfalli við veiðarfæri togaranna. Þar eru möskvar stækkaðir. Svo að ég sleppi nú öllu gamni þá er það undravert hvað fólk virðist lifa hér góðu lifi af litlum tekjum. Það á sér sjálfsagt lika stæð hér sem annarsstaðar að sumir menn eru i góðum stöðum og konur þeirra vinna einnig úti en tekjur eru þó litlar þótt lifað sé kóngalifi. Ég tel hér fyrst upp yfirmenn af m/s Elinu: Arinbjörn Sigurðsson, skip- stjóri, tekjuskattur kr. 1.394.385,-, útsvar kr. 718.400,-, samtals kr. 2.597.977,-. Pétur Sigurðsson 1. stýrimað- ur, tekjuskattur kr. 1.251.693,-, útsvar kr. 668.700,-, samtals kr. 2,251,091.-. Ólafur Ólafsson, 2. stýrimað- ur. Tekjuskattur kr. 1.310.273,-, útsvar kr. 701,100,-, samtals kr. 2.402.495.-. Sveinn Þorkelsson, annar vél- stjóri. Tekjuskattur kr. 1.129.765,-, útsvar kr. 685.700,-, samtals 2.170.958,-. Simon Jónsson bátsmaður Tekjuskattur kr. 1.042.421,-, útsvar kr. 564.800,-, samtals kr. 1.858.973,-. Bergur Guðmundsson, mat- sveinn. Tekjuskattur kr. 1.164.005,-, útsvar kr. 554.200,-, samtals kr. 2.054.618,-. Skipstjórar á línubátum: Bragi Ólafsson, skipstjóri á Ólafi Friðbertssyni. Tekjuskatt- ur kr. 1.568,509,-, útsvar kr. 707.000,-, Samtals kr. 1.742.814,-. Bjarni Kjartansson, (Kristján Guðmundsson), Tekjuskattur kr. 726,129,-, útsvar kr. 545.400, -, alls kr. 1.479,500,-. Einar Guðnason, (Sigurvon). Tekjuskattur kr. 406.929,-, útsvar kr. 448.000,-, alls kr. 962.249,-, Þá eru það forstjórar, fisk- kaupmenn og bilstjóri Freyju hf.: Einar Ólafsson, forstj. Tekju- skattur kr. 1.600.870,-, útsvar kr. 629.400, -, alls kr. 2.597.204,-, Páll forstj. Freyju hf. Tekju- skattur kr. 692,718,-, útsvar kr. 426.100,-, alls kr. 1.283.146,-. Erling Auðunsson, fiskkaup- andi. Tekjuskattur kr. 0,00, út- svar kr. 247,500,-, alls kr. 352,792,-. Eðvarð Sturluson, aðalbil- stjóri. Tekjuskattur kr. 1.283.609,-, útsvar kr. 516,900,-, alls kr. 2.030.762.-. Gestur Kristinsson, rafveitu- stjóri. Tekjuskattur kr. 1.252,662,-, útsvar kr. 606,700,-, alls kr. 2.152.698,-. Kristinn Jónsson, verkstjóri. Tekjuskattur kr. 1.156.389,-, útsvar kr. 621,300,-, alls kr. 2.077.108,-. Rúnar Hallsson, vélaverk- stjóri. Tekjuskattur kr. 1.210.404,-, útsvar kr. 583,900,-, alls kr. 1.858,793,-. Ég fer nú ekki lengra i þessa upptalningu. Allir þeir, sem hér eru nefndir, eru að einhverju eða öllu leyti á vegum Fiskiðj- unnar Freyju hf, nema Erling Auðunsson, fiskkaupandi. Bændur hér i sveit eru eigin- lega 8 talsins. Yfirlit um þá er þannig: Friðbert Pétursson Botni. Tekjuskattur kr. 180.381,-, útsvar 269.000,-, alls kr. 516,345,- Guðmundur Pálmason, Sól- stöðum. Tekjuskattur kr. 48.025,-, útsvar kr. 174,100,-, alls kr. 236,272,-. Guðmundur er kominn á tiræðisaldur og kona hans á áttræðisaldri og bú þeirra er mjög litið, 40 ær, 1 kýr og 1 hestur svo ekki verður ann- að sagt en þau standi sig vel. Aðrir bændur eru skattlausir nema Karl Guðmundsson en gjöld þeirra eru: Karl Guðmundsson, Bæ, kr. 200,557,-. Guðmundur Þorleifsson, Bæ, kr. 197.236,-. Birkir Friðbertsson, Birkihlið, kr. 228,511,-. Þórður A. Ólafsson, Stað, kr. 143.466,-. Þorleifur Guðmundsson, Bæ, kr. 117,672,-. Að siðustu er það Ólafur Þórðarson, oddviti, skólastjóri og varaþingmaður Framsóknar fram að siðustu alþingiskosning um. Var stjórnarformaður Kaupfélags Súgfirðinga hin sið- ustu ár og sat þá nokkrum sinn- um á þingi. Kaupfélagið andað- ist þann 31. jan. i vetur og mun ekki aftur upp risa. Ólafur hefur á leigu jörðina Laugar og elur þar töluvert af búpeningi eða fast aö 100 fjár og töluvert af hrossum. Skattur hans er nú 454.560,-, útsvar kr. 367,500,-, og samanlögö gjöld hans sam- kvæmt skattskrá eru kr. 916,724.-. Fiskiðjunni Freyju hf. er gjört að greiða kr. 7.803.900,- i að- stöðugjald. Allir skattar hennar samkvæmt skattskrá eru kr. 18.063.915,-. Fiskiðjan greiðir engan tekjuskatt. Eina fyirtækið hér á Suður- eyri, sem greiðir tekjuskatt, er verslunin Suðurver hf., kr. 1.605.900,-. og aðstöðugjald kr. 1.000.000,-. Kaupfélag Súgfirðinga fór, eins og fyrr segir, á hausinn 31. jan s.l. Við félagsmenn höfum ekki enn fengið að vita hvert tap þess var siðustu 13 mánuðina. Min ágiskuner 20 milj. kr. tap. Og þá er þess'ári upptalningu lokið. Gisli Guðmundsson. VOf r Umsjón: Magnús H. Gíslason

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.