Þjóðviljinn - 10.08.1978, Page 13

Þjóðviljinn - 10.08.1978, Page 13
Fimmtudagur 10. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SlÐ/» lí útvarp Leikrit vikunnar: Ekki bara Sigurveig Jónsdóttir Erlingur Glslason hálfan sannleik I kvöld kl. 19.40 veröur leikrit- iö „Alfa Beta” eftir enska rit- höfundinn E.A. Whitdiead i þýöingu Kristrúnar Eymunds- dóttur. Félagar i Leikfélagi Akureyrar flytja verkiö, en leik- stjóri er Brynja Benediktsdótt- ir. Hlutverkin i leiknumerutvö, og fara þau Sigurveig Jóns- dóttir, sem leikur Normu Elli- ott, og Erlingur Gislason, sem leikur Frank Elliott, meö þau. „Nafn leikritsins, „Alfa Beta”, er dregiö af fyrstu bók- stöfunum i griska stafrófinu og er liklega hugsaö á svipaöan hátt og þegar sagt er á islensku: „Ef þú hefur sagt A, veröuröu lika aö segja B”, eins og kom- ist er aö oröi i fréttatilkynningu frá leiklistardeild rikisútvarps- ins. Þar segir ennfremur: „Menn eiga ekki bara aö segja hálfan sannleikann, heldur all- an. A þvi byggist ógæfa Normu Elliott i skiptum hennar viö mann sinn. OgFranker aö vissu leyti aö blekkja sjálfan sig um leiöi’ Höfundur leikritsins, Englend- ingurinn E. A. Whitehead, vann margvisleg störf áöur en hann hóf leikritun. Hann varum skeiö leiklistarráöunautur viö Royal Court leikhúsiö I London. „Alfa Beta” er annaö i rööinni af verkum hans. Þaö var frum- sýnt I Apolloleikhúsinu I London áriö 1972, leikiö I Bandarikjun- um ári siöar og hefur einnig far- iö viðar. Þaö var sýnt hjá Leik- félagi Akureyrar á siöastliönum vetri, og fóru þá sömu leikarar meö hlutverkin. —jsj. Brasilíufarar Jóhanns Magnúsar Ævar R. Kvaran leikari les nýja miðdegissögu 1 dag kl. 15.00 byrjar Ævar R. Kvaran ieikari lestur sögunnar „Brasiliufararnir” eftir vestur- islenska rithöfundinn Jóhann Magnús Bjarnason. Er lestur- inn hálftima iangur, en alls veröa þeir rétt um 30 talsins, aö þvi er Ævar sagöi i stuttu spjalli viö biaöiö. Sagöi Ævar ennfremur, aö hann heföi lesið þessa sögu sem unglingur, og tekiö hana fram á ný fyrir um það bil tveimur ár- um til að rifja hana upp. Þá hefði sér fundist hún svo gott út- varpsefni, að hann ákvað aö bjóöa útvarpinu að lesa hana. Sagan greinir frá fjórum alþýöumönnum, sem taka sig upp og flytjast til Suöur- Ameriku, og lenda þar i ævin- týrum og upplifa atburði i fram- andi umhverfi, en einn þeirra félaga segir söguna. Kvað Ævar söguna ljúfa og skemmtilega, og vonaði, aö útvarpshlustend- um fyndist hún eins skemmtileg og sér heföi fundist hún vera Að lokum má geta þess til gamans, aö þó að Ævar hafi löngum fengist við ýmislegt viö útvarpið, leikstýrt og leikið, les- iö smásögur og flutt erindi, er þetta i fyrsta skipti sem hann les framhaldssögu þar. Sagan verður flutt eins og áö- ur gat um i dag kl. þrjú, en verö- Ævar R. Kvaran — les I fyrsta skipti framhaldssögu. ur siðan að öllum likindum flutt nokkuö ört, eöa hvern virkan dag þar til lestrinum lýkur. —jsj. útvarp 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og morgunrabb. 7.55 Morgunbæn 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veöurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.) 8.30 Af ýmsu tagi: Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Kristin Sveinbjörnsdóttir les framhald sögunnar „ Aróru og litla bláa bilsins” eftir Anne Cath.-Vestley (3). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 10.25 Vfösjá: Friörik PáU Jónsson fréttamaöur stjórn- ar þættinum. 10.45 Mannanöfn og nafngiftir Gunnar Kvaran tekur saman þáttinn. 11.00 Morguntónleikar: Alicia De Larrocha og Filharmóniusveit Lundúna leika Pianókonsert i D-dúr fyrir vinstri hönd eftir Maurice Ravel. Hljómsveit Tónlistarháskólans i Paris leikur Sinfóniu nr. 3 i c-moll op. 78 eftir Camille Saint-Saens: Georges Pretre stjórnar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veburfregnir. Fréttir. Tilkynningar. A frívaktinni: Sigrún Siguröardóttir kynn- ir óskalög sjómanna. 15.00 Miödegissagan: „Brasillufararnir” eftir Jóhann Magnús Bjarnason Ævar R. Kvaran leikari byrjar lesturinn. 15.30 Miðdegistónleikar: Osian Ellis leikur á hörpu lög eftir Benjamin Britten ' og William Mathias. / Margot Rödin syngur Ljóðsöngva eftir Hugo Alfvén: Jan Eyron leikur með á pianó. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.10 Lagiö mitt: Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 17.50 Vlösjá: Endurtekinn þáttur frá morgni sama dags. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.36 Daglegt mál Gisli Jóns- son flytur þáttinn. 19.40 Leikrit: ,,Alfa Beta” eft- ir E.A. Whitehead Þýöandi: Kristrún Eymundsdóttir. Félagar I Leikfélagi Akur- eyrar flytja. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Persónur og leikendur: Norma Elliot/ Sigurveig Jónsdóttir, Frank Elliot/ Erlingur Gislason 21.10 lslenskir einsöngvarar og kórar syngja 21.40 Staldrað viö á Suöurnesjum. Fjóröi þáttur frá Grindavík Jónas Jónas- son ræöir við heimafólk. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Reykjavikurleikar i frjálsum iþróttum Hermann Gunnarsson lýsir frá Laugardalsvelli. 23.05 Afangar Umsjónar- menn: Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. RÆKJUVEIÐAR Umsóknir um rækjuveiðileyfi á Arnar- firði, ísafjarðardjúpi, Húnaflóa og Axar- firði á hausti komanda skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 10. september n.k. Umsóknir sem berast siðar, verða ekki teknar til greina. 1 umsóknum skal til- greina nafn skipstjóra, nafn báts og ein- kennisstafi og ennfremur skipaskrár- númer. Sjávarútvegsráðuneytið, 9. ágúst 1978. Tilkynning til launa- skattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að 25% dráttarvextir falla á launa- skattfyrir 2. ársfjórðung 1978 sé hann ekki greiddur i siðasta lagi 15. ágúst. Fjármálaráðuneytið. Blikkiðjan AsgarAi 7. Garöabæ Onnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboö SIMI 53468 Tokum að okkur smiði á eldhúsinnréttingum og skápum, bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur um breytingar á innréttingum. Við önn- umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og inni. Verkið unnið af meisturum og vönum mönnum. Trésmíðaverkstæðið Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613 ----------- Auglýsingasíminn er 81333 UIÚOVIUINN j

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.