Þjóðviljinn - 31.08.1978, Side 11

Þjóðviljinn - 31.08.1978, Side 11
Fimmtudagur 31. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJÍNN — SIÐA' 11 IN MEMORIAM Helgi Bergsson Enn er höggvið skarð i röð þeirra, er þreyttu stúdentspróf i Menntaskólanum i Reykjavik voriö 1934. Or þeim mannvals- bekk hafa margir fallið i valinn fyrir aldur fram, ég nefni hér Lárus Páisson og Hermann Einarsson, og nú hefur hjartaslag orðið að aldurtila einum bekkjar- bræðranna, Helga Bergssyni, framkvæmdastjóra, sem andað- ist i sjúkrahúsinu á Akureyri að- faranótt 23. ágúst. Helgi Bergsson fæddist i Reykjavik 25. janúar 1914, sonur Bergs Pálssonar, skipstjóra og fyrri konu hans, Helgu Magnús- dóttur. Aö stúdentsprófi loknu hóf hann nám i London School of Economics en þaðan fór hann eftir eitt ár til háskólans i Stokk- hólmi og lauk þar prófum i hag- fræði og ensku 1939. Er Helgi kom til Sviþjóðar hafði litill en samstilltur hópur islenskra námsmanna hreiðrað um sig i höfuðborg Svia, sem i þann tima litu „Sagornas ö” mjög rómantiskum augum. Höfðu sumir pótintáta þar i borg gaman af að bjóða heim þessum furðu- fuglum, er töluðu mál, sem sænskir stúdentar spyrtu saman við finnska tungu meö samheitinu „obegripiska”. Það þótti harla góð viðbót við litlu islensku nýlenduna er Helgi Bergsson bættist i hana og það þvi fremur, sem hann kom með konu með sér og hana ekki af verra taginu, Lineyju Jóhannesdóttur, glæsilega og aðsópsmikla gáfu- konu af þvi fræga Laxamýrar- kyni, en henni kvæntist Helgi sumarið 1936 og stofnuðu þau hjón fyrsta heimili nýlendunnar. bangað geröist okkur einhleyp- ingunum brátt tiöförult enda dæmaiaust gott að gista þessi hjón, nokkuö ólik við fyrstu sýn, en i raun óvenju samrýmd og bættu hvort annað upp með ein- stökum hætti. Ekki var efnunum fyrir að fara frekar en hjá flest- um öðrum i islensku nýlendunni en gestrisnin lét sig slikt litlu varða. Sumarið 1938 eignaðist nýlend- an sitt fyrsta barn, er þeim Helga og Lineyju fæddist sonur. Ari sið- ar skall önnur heimsstyrjöldin á, Liney fór heim i október 1939 með frumburð sinn en Helgi komst heim með all ævintýralegum hætti sumarið 1940. Eftir heim- komuna gerðist hann fulltrúi hjá Verslunarráði Islands, þar sem hann starfaði i 14 ár, lengst af sem skrifstofustjóri. Siöar gegndi hann margháttuðum störfum á sviði verslunar og viðskipta. Hann var m.a. framkvæmda- stjóri Verslanasambandsins h.f. 1954-60 og stjórnarformaður skipafélagsins Hafskip frá stöfn- un þess til 1960, en Helgi var hvatamaður að stofnun þessa skipafélags. bar sagði það til sin, að hann var sonur skipstjóra og sjávarunnandi. Hann kaus og helst að búa við sjávarströnd og að þvi kom lika, að þau hjónin eignuðust fallegt hús i Sörlaskjóli, en fyrir meir en áratug fluttu þau i Kópavoginn að binghólsbraut 71, þarsem báran gjálfrar svo að segja við húsvegg og ú-ið i æðar- kollunum heyrist inn i stofu. bess er ekki að dyljast, aö það heilsuleysi sem bagaði Helga Bergsson allan siðari hluta ævi hans, var honum mikill fjötur um fót, slævði meðfædda framtaks- semi hans og dró úr fram- kvæmdaþoli. Hæfileikar hans fengu þvi alls ekki að njóta sin sem skyldi. beim hjónum varð þriggja barna auðið.þau eru: Páll, læknir Jóhannes, starfsmaöur hjá reiknistofnun bankanna og Liney, kennari. 1 meir en fjóra áratugi eða allt frá Stokkhólmsárunum, hafa þau Helgi og Liney verið i hópi nán- ustu vina konu minnar og min, trygg bæði i bliðu og striðu. Mikið eigum við þeim að þakka. og þessa dagana er efst i huga hvað við eigum Helga upp að unna, en þvi fá orð trauðlega lýst. Lifsgleði veittu, svo lengi kostur er, gæti hafa verið kjörorö hans. Mönnun- um liður mjög misjafnlega vel i návist annarra, en návist Helga var alveg sérstaklega notaleg og lifgandi. Viðmót hans yljaði og lýsti með einhverri innri birtu er stafaöi frá þessum svipfríöa sjentilmanni. Natin umhyggja hans og hugulsemi var ætið söm við sig og góölátlegur, dálitið kankvis húmor hans. var af þvi tagi, sem laðar fram bros en vek- ur ekki hrossahiátur. Lengi gekk hann vanheill til skógar en honum var það gefið á þeirri göngu að gleðja aðra. Sigurður Þórarinsson Ferðaskrifstofa ríkisins: Kjartan Lárusson forstjóri Samgönguráðherra hefur skip- að Kjartan Lárusson, viðskipta- fræðing, i stöðu forstjóra Ferða- skrifstofu rikisins, frá 1. sept. n.k. að telja. Kjartan er fæddur 20. júni 1945. Hann lauk kandidatsprófi frá við- skiptadeild Háskóla Islands vorið 1972. Hann hóf að námi loknu störf hjá samgönguráðuneytinu að Ferðamálakönnun Sameinuðu þjóðanna, en frá 1. sept. 1973 hefur Kjartan starfað hjá Ferða- skrifstofu rikisins fyrst sem að- stoðarforstjóri, en var settur for- stjóri Ferðaskrifstofu rikisins 11. nóv. 1976. Kona Kjartans er Anna Karls- dóttir. Kópawogskaupstaöur Kl Gæsluvöllur Félagsmálastofnun Kópavogs óskar að ráða starfsfólk á nýjan gæsluvöll i Efsta- hjallahverfi, sem tekinn verður i notkun i haust. Æskilegt er, að væntanlegir umsækjendur hafi reynslu við uppeldis- störf. Laun samkv. kjarasamningi bæjar- félagsins. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félagsmálastofnuninni, Álfhólsvegi 32 simi 41570, og þar veitir dagvistarfulltrúi jafnframt nánari upplýsingar um starfið. Umsóknarfestur er til 11. sept. n.k. Félagsmálaráð Þurrkaður harðviður Einnig fyrirliggjandi hnota, .japönsk eik og oregon pine. Harðviðargólflistar fyrir parket. Sendum i póstkröfu um allt land. ^.. . HÖFÐATÚNI 2 - REYKJAVÍK Sími: 22184 (3 Knur) Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 Styrkur til háskólanáms i Japan Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa tslendingi til háskóianáms I Japan námsárið 1979-80 en til greina kemur að styrktimabil verði framlengt til 1981. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokið háskólaprófi eða sé kominn nokkuð áleiðis i háskólanámi. Þar sem kennsla við japanska háskóia fer fram á japönsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaða skeið. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 35 ára. Styrkfjár- hæðin er 146.000 yen á mánuði og styrkþegi er undan- þeginn skólagjöldum. Auk þess fær styrkþegi 25.000 yen við upphaf styrktimabiisins og alit að 42.000 yen til kaupa á námsgögnum. Þá er og veittur ferðastyrkur. Umsóknir um styrk þennan, ásamt staðfestum afritum prófskirteina, meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 22. september n.k. — Sérstök umsóknar- eyðubiöð fást i ráðuneytinu. Mennta mála r áðuney tið 25. ágúst 1978 Styrkur til háskólanáms i Sviss Svissneskstjórnvöld bjóða fram styrk handa tslendingi til háskólanáms i Sviss skólaárið 1979-80. Ætlast er til að umsækjendur hafi lokið kandfdatsprófi eða séu komnir langt áleiðis i háskólanámi. Þeir sem þegar hafa verið mörg ár i starfi, eða eru eldri en 35 ára, koma að öðru jöfnu ekki til greina viö styrkveitingu. Styrkfjárhæöin nemur 800 svissneskum frönkum á mánuði fyrir stúdenta, en allt að 950 frönkum fyrir kandidata. Auk þess hlýtur styrkþegi nokkra fjárhæð til bókakaupa og er undan- þeginn kennslugjöldum. — Þar sem kennsla i svissneskum háskólum fer fram annaðhvort á frönsku eða þýsku, er nauðsynlegt að umsækjendur hafi nægilega kunnáttu f öðru hvoru þessara tungumála. Þurfa þeir að vera undir það búnir aö á það verði reynt með prófi. Umsóknum um styrk þennan skai komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1. nóvem- ber n.k. — Sérstök umsóknareyöublöð fást I ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 25. ágúst 1978. Styrkur til háskólanáms i Sviss Svissnesk stjórnvöld hafa tilkynnt ab þau bjóbi fram i löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu sex styrki til háskólanáms i Sviss háskólaárið 1979-80. — Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma I hlut tsiendinga. Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til fram- haldsnáms við háskóla og eru veittir til tiu mánaða náms- dvalar. Styrkfjárhæðin er 950 svissneskir frankar á mánuði og auk þess fá styrkþegar allt að 500 franka styrk til bókakaupa. — Þar sem kennsla I svissneskum háskólum fer fram annabhvort á frönsku eða þýsku er nauðsynlegt að umsækjendur hafi nægilega þekkingu á ööru hvoru þessara tungumáia. Þurfa þeir að vera undir það búnir, að á það verði reynt með prófi. Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 35 ára og skulu hafa lokið háskóla- prófi áður en styrktimabil hefst. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1. nóvember n.k. á tilskildum eyöubiöðum sem þar fást. Menntamálaráðuneytið 25. ágúst 1978 Menningarsjóður íslands og Finnlands Tilgangur sjóðsins er aö efla menningartengsl Finnlands og Islands. 1 þvi skyni mun sjóðurinn árlega veita feröa- styrki og annan fjárhagsstuðning. Styrkir verða öðru fremur veittir einstaklingum, en stuðningur viö samtök' kemur einnig til greina ef sérstaklega stendur á. Umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu sendar stjórn Menningarsjóðs islands og Finnlands fyrir 30. september 1978. Aritun á tslandi er: Menntamálaráðuneytið, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku, finnsku eða norsku. Stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands, 28. ágúst 1978 Tilkynning frá Valhúsaskóla Valhúsaskóli Seltjarnarnesi mun hefja starfsemi sina sem hér greinir: 1. sept. 1978 föstudagur kl. 9 — kennara- fundur. 4. og 5. sept. mánudagur, þriðjudagur — undirbúningsstörf. 6. sept. miðvikudagur kl. 14 — skóla- setning i Miðgarði. \ Skólastjóri

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.