Þjóðviljinn - 02.09.1978, Blaðsíða 4
4 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. september 1978
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður
Bergmann. Ritstjóri: Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Einar Karl
Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Aug-
lýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Ritstjórn, afgreiðsla, aug-
lýsingar: Síðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf.
Hlutur
Lúðviks
Jósepssonar
í myndun
vinstri stjórnar
Enginn vafi leikur á þvi að Lúðvik Jósepsson á
stærri hlut i myndun vinstri stiórnarinnar en nokk-
ur annar maður. Hér kemur margt til. Stjórnar-
myndunarviðræður sömu flokka og nú hafa tekið
höndum saman strönduðu undir forystu Benedikts
Gröndals. Afstaða verkalýðshreyfingarinnar réð
þvi að tilraunir Geirs Hallgrimssonar til að mynda
stjórn voru einber markleysa. Áhrifamenn i verka-
lýðshreyfingunni, tengdir Alþýðubandalaginu og
Alþýðuflokknum, höfðu áhrif i þá átt að flokkarnir
reyndu aftur að nálgast hvor annan og leita leiða til
stjórnarmyndunar.
Fyrst þegar Lúðvik Jósepsson fékk umboð frá
forseta til myndunar rikisstjórnar komst skriður á
málin. Alþýðubandalagið sló fyrir sitt leyti af þeirri
afstöðu sinni, að ekki mætti koma til gengislækkun-
ar, en hélt hins vegar fast við þá kröfu að engar að-
gerðir i efnahagsmálum mættu stofna kaupmætti
kjarasamninganna i hættu. Alþýðuflokkurinn hætti
við ráðagerðir um efnahagslausnir sem hefðu haft
stórfellda skerðingu á raungildi umsamins kaups i
för með sér. Framsóknarmenn féllust siðan á þessi
sjónarmið.
Það sem gerðist var einfaldlega það, að forystu-
menn Alþýðuflokks og Framsóknarflokks viður-,
kenndu það, að leiðir Lúðviks Jósepssonar út úr
efnahagsvandanum væru færar og skynsamlegar
við rikjandi aðstæður.
Undir forystu Lúðviks Jósepssonar komust
stjórnarmyndunarviðræðurnar á örfáum dögum
mjög nálægt efnapunkti. Það sem siðar bættist við
var fyrst og fremst frágangur og endanlegt orðalag
á samkomulagi flokkanna um aðgerðir. Og það var
enn Lúðvik og enginn nema hann sem hlaut það
traust, framámanna i launþegahreyfingunni sem
nauðsynlegt var til fyrirheita um vinnufrið til loka
næsta árs.
Það er svo annað mál, að þau undarlegu alþjóða-
sambönd sem Alþýðuflokkurinn ástundar, lögðu
blátt bann við þvi að flokkurinn færi inn i rikisstjórn
undir forystu Lúðviks Jósepssonar eða annars
Alþýðubandalagsmanns.Þess vegnaleyfðist Lúðvik
ekki að leiða stjórnarmyndunarviðræðurnar til
lykta. En það reyndist hins vegar rétt sem Lúðvik
sagði, þegar hann skilaði forseta umboði sinu: aðal-
atriðin eru leyst, það vantar aðeins herslumuninn
til að ljúka verkinu.
ólafur Jóhannnesson kaus að halda verkinu á-
fram þar sem Lúðvik neyddist til að láta þráðinn
niður falla. Og þar var sterkur þráður i að taka.
Þess vegna komst rikisstjórnin á laggimar.
Lúðvik Jósepsson var ekki að mynda þessa rikis-
stjórn sjálfum sér til upphefðar heldur til styrktar
launafólki i landinu. Hins vegar væri það fölsun
staðreynda að láta hlut Lúðviks ekki koma i ljós.
Óryggismálanefndin undir forsætisráðherra — ekki utanríkisráðherra
Benedikt: Lúðvik: '
Flugstöðin Engarnýjar
mun rísa ɧ|lljl framkvæmdir
t.rr..llrh.,B«ui hinnar ntjv nulh \Uti«uf|..kk-Vlþ.Au ,, .„ f|..kk«Ái»l rkk, uiulir .ururÚka'ilð Ifennliki .'u.'
l..r-» «r.m. nn ilþ.ðull..kk.in. i.r.Aun. »li ». rkkl ^li.rjlhrrr/ * ' f”li .kki u'nilir"r'Xn hln"
■i \l>.A.k.nd.l.<.i«. rkki • ul..nk|.rU««rjlk» M,.i .,..r«. ibiw.l,ki .u..«I-.'
,*^,I|<Í " »"* 'IW ‘ '“"'k'. ^ ' WV •.k..r»M».r. \.|nl|
I,.rma.iur Vlþ.Au ti.fAa
það i vændum að fitna við hvert
hnjóðsyrði sem hrýtur af vörum
stjórnarmanna og stjórnarand-
stæðinga i rikisstjórnarflokk-
unum þeirra i milli og milli
flokka. Morgunblaðið er þegar
farið að stilla upp mismunandi
túlkunum rikisstjórnarflokk-
anna á starfsyfirlýsingu stjórn-
arinnar. Þetta verður kostulegt
sjónarspil á næstu mánuðum, en
sem betur fer er Morgunblaðið
ekki eitt i heiminum og við höf-
um siðdegisblöðog Tima sem er
að rumska.
Kapphlaup um
stjórnarandstöðu?
Fyrir flokksblað eins og Þjóð-
viljann er einfalt að taka af-
stöðu til þeirrar stjórnar sem nú
hefur verið mynduð. Blaöið mun
af ráðum og dáð styðja stjórn-
ina til góðra verka, eftir sömu
formúlu og Reykjavikurihaldið
styður Egil Skúla. Það tekur
það ekki i mál að styðja hana til
vondra verka og mun leggjast i
harða stjórnarandstöðu verði
það uppi á teningnum.
Annars er þaö yfirburða-
styrkur þessarar rikisstjórnar
fram yfir fyrirrennara sina að
fyrir utan aðgerðir i kjara- og
atvinnumálum til skamms tima
bindur ekki nokkur maður vonir
við hana. 011 hennar góðu verk
munu þvi' koma þægilega á
óvart.
Allt bendir til að öll dagblöð á
Islandi verði að meira eða
minna leyti i stjórnarandstöðu
og Styrmir má standa sig vel
með Moggann ef hann ætlar að
skara framúr i þvi efni. Það er
nú einu sinni svo að hver rikis-
stjórn verður aö standa i ein-
hverjum skitverkum sem eru
óvinsæl.
Þab mun þvi reyna verulega á
samheldni ráðherranna og
lipurð þeirra við að koma
málum i gegnum þingið, þegar
fyrir liggur að jafnvel i
stjórnarliðinu eru stjórnarand-
stæöingar.
Þetta hlýtur að vera nýbökuð-
um ráöherrum sem sumir eru
nýgræðingar i stórpólitikinni
mikið áhyggjuefninú þegar þeir
setjast i ráðherrastóla og eiga
bæði eftir að gera góöu verkin
og mistökin. En hugsanlega
tekst þeim með samstarfsvilja
og heilindum að finna einhverja
formúlu sem gerir ólikum
mönnum og andstæðum flokk-
um kleift aö vinna saman við
afskaplega óvenjulegar aöstæð-
ur.
—ekh.
Sloppið fyrir horn
Sérstæð stjórn
Sú rikisstjórn sem tók við
völdum i gær er aö mörgu leyti
ein sérstæðasta stjórn sem um
getur hérlendis. Rökin sem
leiddu til myndunar hennar eru
sterk og raunverulega má segja
að Alþýðubandalagið og Lúðvik
Jósepsson hafi myndað hana
með þvi að þrengja verkefna-
svið hennar niður i það sem
máli skiptir fyrir launafólk I
landinu. Það er hennar upphafs-
punktur og hugsanlega endalok
um leiö.
Það sérstæða við þessa rikis-
stjórn er að I rikisstjórnarflokk-
unum, nema ef til vill Framsókn
sem hefur verið bjargaö upp á
sker, er talsverð óánægja og
þeir sem erustjórnarmenn rétt-
læta sina þátttöku með þvi að
þeir séu nánast dæmdir til þess
að taka að sér brýnt verkefni.
Alþýðuflokkurinn gengur
þverklofinn til þessa stjórnar-
samstarfs og tveir þingmenn
Alþýðubandalagsins greiddu at-
kvæði gegn stjórnarþátttöku
flokksins á þeim grundvelli sem
fyrirlá. OgVilmundur Gylfason
hefur meira að segja lýst þvi
yfir að hann sé frjáls þingmað-
ur. Rikisstjórnin getur ekki
búist við neinni hollustu frá
þeim þingmönnum Alþýðu-
flokksins sem opinberlega hafa
lýst andstöðu við efnahags-
stefnu hennar.
Púkinn
á bitanum
Yfir þessu öllu vokir
Morgunblaðið og þar situr
Styrmir Gunnarsson ritstjóri
eins og púkinn á bitanum og á
■ Eins og flestum mun kunn-
ugt erum við Islendingar hluti
hinna kapitalisku vestrænu
lýðræðisrikja með öllu þvi sem
þar með fylgir. Þar á meðal er
hin frjálsa pressa sem hefur há-
leit siðalögmál og segist vilja
hafa það sem sannast reynist i
hverju máli.
■ En til er alþjóölegt frétta-
mál og rik túlkunartilhneiging
sem yfirgnæfir alla heilbrigða
skynsemi þegar um það er aö
ræða að stjórnmálaflokkar sem
hafa það á stefnuskrá sinni að
breyta rikjandi þjóðfélagsgerö
komast einhversstaðar nálægt
„kjötkötlunum” i hinum vest-
ræna auðvaldsheimi. Þá fær
ekkert að heita sinum réttu
nöfnum.
■ t dagblaðinu Timanum var
um daginn spurt hversvegna
Þjóðviljamenn yndu þvi illa aö
vera kallaðir kommúnistar?
Þessum og þvilikum striönis-
glósum hefur verið margsvarað
iblaðinu og skyldi það ekki hafa
verið Magnús Kjartansson sem
sagði einfaldlega að Alþýðu-
bandalagsmenn stæðu ekki und-
ir þvi nafni. Hinsvegar una þeir
þvi takk bærilega ef flokkurinn
er nefndur sósialiskur verka-
lýösflokkur. Stundum finnst
okkur nógu erfitt að risa undir
þvi nafni vegna þess’að það fel-
'jr i sér flóknar og erfiöar skyld-
ur. Og við deilum einarðlega um
það I okkar hópi hverjar þær eru
og hvað eigi aö hafa forgang,
ekki sist þegar um er að tefla að
ganga til stjórnarsamstarfs viö
borgaralega flokka.
■ Þegar til stóö að Lúðvik Jó-
sepsson myndaði rikisstjórn
vorum við kallaðir kommún-
istar út um allan heim. Sumir
íslenskir fréttamenn sem starfa
á vegum erlendra fréttastofn-
ana nota þetta heiti yfir Alþýöu-
bandalagsmenn, aðrir ekki. Það
skiptir heldurenguþviaöá máli
erlendra fréttastofnana eru
Alþýðuba nda lagsmenn nefndir
kommúnistar hvort sem þeim
likar betur eöa verr, hvort sem
þeir eða aðrir reyna að leiðrétta
það eða ekki.
■ Þessu til sönnunar skulu
nefnd tvö dæmi. Tiðindamaöur
virtasta blaðs Frakklands hér á
landi hefur gert sér far um að
skýra það út fyrir frönsku rit-
stjórninni að hér á landi hafi
ekki verið kommúnistaftokkur
siðan 1938, þangað til að maóist-
ar tóku upp það nafn á
hreyfingu sinni hérlendis fyrir
skömmu. Hvernig sem hann
hefur reynt aö nefna Alþýöu-
bandalagið og skýra út eðli þess
ifréttaskeytumhefur textanum
umsvifalaust veriö breytt i
Kommúnistaflokkur tslands.
■ Fréttaritari Þjóöviljans í
Sviþjóð, 'Gisli Gunnarsson,
hefur vakið athygli undirritaðs
á þvi aö meðan Lúðvik Jóseps-
son hafði 'forystu um stjórnar-
myndun hafi fréttastofnanir
annars staðar á Norðurlöndum
og flest blöð nefnt Alþýöubanda-
lagið kommúnistaflokk. Svo
undarlega hafi brugðið við aö i
þau örfáu skiptisem minnst hafi
verið i norrænni pressu á
stjórnarmyndunina eftir að
Ölafur Jóhannesson tók við for-
ystunni hafi Alþýðubandalags-
menn verið nefndir vinstri só-
sialistar.
■ Auövitað getur aðeins ein
einföld fréttaregla gilt um þetta
efni. Hver flokkur og stjórn-
málahreyfing á rétt á þvi að
vera nefnd þvi nafni sem hún
kýs sér. Það heyrir svo til
fréttaskýringar á ábyrgð við-
komandi fréttastofnunar aö
skýra út eöli viðkomandi fyrir-
brigðis og gefa þvi viðeigandi
nöfn.
■ En þegar rótttækur flokkur
kemst nálægt valdaaðstöðu
skelfast hin borgaralegu öfl.
Það skin i gegnum frétta-
mennskuna sem I eðli sinu getur
aldrei verið fullkomlega hlut-
læg. Og Alþýöubandalagsmenn
geta veriö nokkuö ánægðir meö
sjálfa sig þegar þaö liggur fyrir
að NATC, ihaldsamir stjórn-
málamenn um allan hinn vest-
ræna heim og allt hið alþjóðlega
og borgaralega fréttanet skelf-
ist það að uppi skuli vera sá
möguleiki að Alþýðubandalags-
maður taki aö sér stjórnarfor-
ystuá Islandi. Það þóttu heims-
tiöindi. Það má hinsvegar þykja
gott ef sú „frétt” fær pláss á
framhaldsiðuheimsblaðanna að
Ölafur Jóhannesson hafi mynd-
aðrikisstjórn. „Heimsfriðnum”
hefur verið bjargað.
—-Einar Karl