Þjóðviljinn - 02.09.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 02.09.1978, Blaðsíða 13
Laugardagur 2. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 AningarstaOurinn á Hlemmierein fárra bygginga i Reykjavik þar sem alþjóðamerki fatlaðra hefur verið sett upp sem tákn um að fólk i hjólastólum eigi greiðan aðgang um bygginguna. Elsa Stefánsdóttir i Ferlinefnd fatlaöra sýnir blaðamanni og Ijós- myndara aðstöðu fatlaðra á snyrtiherbergjunum á Hlemmi, þar sem alþjóðamerki fatlaðra hefur verið sett upp. Ljósmyndir Leifur. —------ Wjar hugmynt& um YQniw f>ða o*a í>;óuusto hér ó sladrwrn Þegar farmiöasalan og sælgætissalan á Hlemmi voru sameinaðar undir rekstri SVR losnaði einn bás, og i þennan kassa má láta hug- myndir um verslun eöa aðra þjónustu á Hlemmi. Sveinn Björnsson, formaður bygginganefndar.flytur ávarp sitt við afhendingu hUssms. r rernsi ma sja borgarfuiltrúa og framkvæmdastjóra SVR ásamt öðrum, sem viðstaddir voru opnunina. t>á er liðin sú tið að Reykvik- ingar þurfi að hima úti þegar þeir bíða eftir strætisvagni á Hlemmi, en Hlemmur er mikil- vægasti tengiliðurinn i leiða- kerfi SVR og um hann fara um 16.000 farþegar daglega. Áningarstaðurinn nýi, sem formlega var opnaður á fimmtudaginn var, verður op- inn frá kl. 7 á morgnana til kl. 24 á kvöldin alla daga nema sunnudaga en þá er hann opnað- ur kl. 10 árdegis. HUsið er ein hæð, 530 ferm,að grunnfleti og 2710 rúmmetrar. Burðargrind er Ur stáli, en Ut- veggir Ur gleri og steinsteypu. Innveggir eru hlaðnir úr mát- steini og málaðir, gólf klætt leir- flisum, þaker járnklætt utan og innan með einangrun á milli. 1 húsinu er sjálfstýrð lofthitun. A hitastig þvi að verða jafnt, án tillits til veðurfars. Allar gang- stéttir ikringum áningarstaðinn eru upphitaðar með geislahitun. Við alla innganga, semeruþrir, eru gróðurreitir beggja vegna, auk þess sem húsið er að öðru levti viða skreytt gróðri, en frá upphafi var það áform bygg- inganefndar, að gera staðinn að þessu leyti sem hlýlegastan. t húsinu verður margvisleg þjónusta við farþega. Aukfar - miðasölu verða þarna verslanir af ýmsu tagi og veitingasala. Nokkrar þessara þjónustu- stöðva hefja starfsemi sina við opnun, en aðrar siðar. Snyrtiaðstaða er fyrir al- menningoger færtum allt húsið á hjólastól. Leitast hefur verið við að fella húsið að umhverfinu og fylgir það lögun torgsins. Austan hússins er vatnsþró, sem ætlað er að minna á fyrri tima. Þar er einnig klukkuturn, en seinkun hefur orðið á að full- búa þessa hluti. HUsið er teiknað á teiknistofu Gunnars Hanssonar. Burðar- þolsuppdrætti gerði verkfræði- stofa Stefáns Ólafssonar h.f. Hita- hreinlætis- og loft- ræstikerfi verkf ræðistofa Rafns Jenssonar. Rafkerfi, verkfræðistofa Jóhanns Ind- riðasonar. 1 bygginganefnd skipaðri af borgarráði áttusæti þeir Sveinn Björnsson, verkfræðingur, for- maður, bórður Þorbjarnarson, borgarverkfræðingur og Eirik- ur Asgeirsson, forstjóri SVR. Sveinn Björnsson afhenti borgaryfirvöldum húsið f.h. bygginganefndarinnar, og gat hann sérstaklegaum hlut Eiriks Asgeirssonar, forstjóra SVR, sem ótrauður hefði barist fyrir framgangi málsins og ált hefði drýgstan þátt i þeirri hugmynd að á Hlemmi risi áningarstaður á nUtima visu. Þakkaði hann öllum þeim sem hönd hafa lagt á plóginn fyrir frábæra sam- vinnu og góða frammistöðu. i hvivetna. Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar,tók við húsinu og þakkaði hann bygginganefnd vel unnin störf, svo og torstjóra SVR og stjórn. —Al Kirikur Asgeirsson forstjóri SVR var kátur og hress, enda fékk byggingin mikið hrós gestanna A súlunum fyrir framan húsið mun rlsa klukka sem sést vfða aö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.